Morgunblaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 4
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Sjómenn úr byggðum á austur-
strönd Grænlands, sem verið hafa
hér á landi síðustu vikurnar í marg-
víslegri þjálfun starfa sinna vegna,
voru meðal þátttakenda í þyrluæf-
ingu Slysavarnaskóla sjómanna og
Landhelgisgæslunnar sem fram fór
á Sundnum við Reykjavík í gær.
Grænlendingarnir voru 13 talsins en
hér hafa þeir meðal annars lært
plastviðgerðir og að gera við utan-
borðsmótora, numið skyndihjálp
sem og helstu öryggisatriði og þar
nýtt aðstöðu í skólaskipinu Sæ-
björgu sem hefur sinn fasta stað við
bryggju í Reykjavíkurhöfn.
„Grunnnámskeiðin okkar taka
eina viku og lýkur með æfingu þar
sem nemendur eru hífðir um borð í
þyrlu frá Landhelgisgæslunni. Alls
voru 15 manns á þessu námskeiði
okkar en við buðum Grænlending-
unum að vera með á verklegu þyrlu-
æfingunni, sem kom vel út,“ segir
Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysa-
varnaskóla sjómanna, í samtali við
Morgunblaðið.
Mikilvægt verkefni
Öryggisfræðsla til sjómanna á Ís-
landi þykir með besta móti og á af-
gerandi þátt í mikilli fækkun slysa til
sjós á undanförnum árum. „Græn-
lendingar eru í dag að myndast við
að koma þessum fræðslumálum í lag
hjá sér, en eru ekki komnir jafn
langt og við. Því er mjög ánægjulegt
að geta lagt þeim lið í mikilvægu
verkefni,“ segir Hilmar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grænlendingar
æfðu björgun
Lærdómsrík æfing á Sundunum
Hólpnir Galvaskir nemendur hér í björgunarbát. Félagar Hilmar Snorrason, t.v., og Steinar Magnússon.
Sjór Mikið er umleikis á æfingum Slysavarna-
skóla sjómanna sem eru síðdegis á föstudög-
um utan við mynni Reykjavíkurhafnar.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020
sp
ör
eh
f.
Komdu með í ljúfa og glæsilega ferð um hið rómaða Provence hérað og hina
stórfenglegu Alpa. Okkar aðalsamastaður er í útjaðri bæjarins Aigues Mortes sem
er yndislegur miðaldabær en umhverfis hann stendur enn afar heillegur borgarmúr.
Þaðan verður farið í skemmtilegar skoðunarferðir, m.a. til hins líflega bæjar Arles,
klettabæjarins Les Baux og til töfrandi virkisborgarinnar Avignon. Endum ferðina í
Annecy við samnefnt vatn sem er sannkölluð perla frönsku Alpanna.
Verð: 244.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!
Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson
Sumar 3
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
23. maí - 1. júní
Töfrar Suður-Frakklands
Kristján Þór Júlíusson, landbúnað-
ar- og sjávarútvegsráðherra, segir
það skyldu og ábyrgð Hafrann-
sóknastofnunar að taka ákvarðanir
hvað varðar framhaldsleit að loðnu
og hvernig þeim verður háttað, er
hann er inntur álits á tillögu Gunn-
þórs Ingvasonar, framkvæmda-
stjóra Síldar-
vinnslunnar, um
áframhaldandi
vöktun loðnu-
stofnins fram í
marsmánuð.
„Við fylgjum
áliti stofnunar-
innar á því hvern-
ig hún hyggst
halda á málum
áfram, þá hvort
og hvernig,“ segir Kristján.
Útgerðaraðilar og erlendir kaup-
endur loðnu hafa lýst þeirri skoðun
að mikilvægt sé að gefa út lítinn
loðnukvóta óháð mælingum Haf-
rannsóknastofnunar í þeim tilgangi
að halda mörkuðum opnum.
„Ég hef ekkert slíkt á borðinu,“
svarar ráðherrann, spurður hvort
hann taki undir tillöguna. „Ég myndi
aldrei taka slíka ákvörðun án sam-
ráðs við Hafrannsóknastofnun. Ég
hef heyrt þessa umræðu og skil þau
sjónarmið mjög vel. Við höfum byggt
fiskveiðistjórnunina upp þannig að
hún styðst við rannsóknir Hafrann-
sóknastofnunar og það mun ég
gera,“ útskýrir hann.
Spurður hvort þurfi að grípa til
sértækra aðgerða þar sem afrán
hvala er nú talið hafa meiri áhrif á
loðnustofninn en áður, svarar Krist-
ján að afla þurfi meiri og betri upp-
lýsinga um samspil ólíkra þátta í líf-
keðjunni. „Að hluta til eigum við ekki
samanburð yfir mjög langan tíma,
hvernig þetta var og hvernig þetta er
orðið. Þetta er eitthvað sem ekki ein-
göngu beinist að hvölum, það snýr að
afráni annarra tegunda. Þorsks,
ufsa, ýsu, sjófugla, hvala og manns-
ins.“ gso@mbl.is
Engin ákvörðun án
samráðs við Hafró
Óljóst hvort loðnan verður vöktuð
Morgunblaðið/Golli
Veiðar Loðnuskip við suðurströndina.
Kristján Þór
Júlíusson