Morgunblaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 18
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Auk rannsóknaskipanna Árna Frið- rikssonar og Bjarna Sæmundssonar taka togararnir Gnúpur GK og Múla- berg SI þátt í togararalli. Áætlað er að það hefjist 27. febrúar og taki um þrjár vikur. Togararall er einnig kall- að marsrall, en ber formlega heitið stofnmæling botnfiska á Íslands- miðum (SMB) og hófst 1985. Gnúpur er eitt af skipum Þorbjarn- arins í Grindavík, en Rammi í Fjalla- byggð gerir Múlabergið út. Skipin voru valin að loknu útboði sem Rík- iskaup önnuðust fyrir Hafrannsókna- stofnun. Fram kemur í auglýsingu að leiga á skipunum verði greidd með aflamarki. Fjögur fyrirtæki buðu í togararallið í ár. Ljósafellið 26 sinnum Múlabergið er einn af Japanstog- urunum svokölluðu, sem komu til landsins í byrjun áttunda áratug- arins. Áður var verkefnið sniðið að Japanstogurunum, en breyting hefur orðið á því síðustu ár. Ljósafellið SU frá Fáskrúðsfirði hefur í fjölda ára tekið þátt í togaralli, í fyrsta skipti 1986 og síðast í fyrra, alls 26 sinnum. Niðurstöður úr togararalli eru mikilvægar við mat á stofnstærð botnfiska og árlega aflaráðgjöf. Verk- efnið hefur farið fram ár hvert frá 1985 og eru hátt í 600 togstöðvar hringinn í kringum landið. Netarall einnig á næstunni Þá er netarall fram undan í byrjun apríl og óskuðu Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, eftir til- boðum í leigu á sex netabátum í verk- efnið. Skilafrestur tilboða var til 10. febrúar og er verið að vinna úr tilboð- unum þessa dagana. Helsta markmið netaralls er að safna upplýsingum um kynþroska, aldur, lengd og þyngd þorsks á helstu hrygningarsvæðum. Að þessu sinni verða einnig gerðar prófanir á spen- dýrafælum á einu svæði fyrir norðan land og einum degi verður varið í merkingar á þorski. Fjórir vildu leigja skip í togararallið  Gnúpur GK og Múlaberg SI fara Ljósmynd/Bergþór Gunnlaugsson Gnúpur GK Frystitogari Þorbjarnar. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020 ir nýju þvottahúsi og 11 starfsmanna- herbergjum. Að sögn Maríu Ólafs- dóttur hótelstjóra á framkvæmdum að vera lokið í byrjun júní. Hótelið verður þá með 90 gistiherbergi sam- kvæmt nútímakröfum og góða að- stöðu fyrir ráðstefnuhald.    Ísalög er sænsk framhalds- mynd í 8 þáttum sem er sýnd næstu vikur í Sjónvarpinu. Kvikmyndin var að stórum hluta tekin upp í Stykkis- hólmi fyrir ári. Í myndinni er Hólm- urinn sýndur sem grænlenskt þorp. Tökur stóðu yfir í þrjá mánuði. Það fór ekki framhjá heimamönnum hversu viðamikið verkefni það er að taka upp þætti sem þessa. Til staðar þarf að vera góð skipulagning og þol- inmæði. Þegar myndin kemur til sýn- ingar hefur umhverfinu hér verið heldur betur breytt. Húsum bætt inn í eftir þörfum og jöklar og há fjöll blasa við í næsta nágrenni.    Þjóðgarður hér, þjóðgarður þar. Það virðist vera vinsælt verkefni að koma á fót þjóðgörðum sem víðast á Íslandi. Með lögum frá Alþingi árið 1995 var innanverður Breiðafjörður verndaður. Breiðafjarðarnefnd var skipuð til að vera umhverfisráðherra til ráðgjafar. Nefndin hefur haldið fundi að undanförnu og kynnt hug- myndir um að friðlýsa allan Breiða- fjörðinn og að tilnefna hann á svo- nefnda Ramsarskrá og Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóð- anna. Hér er um stórt verkefni að ræða og að mörgu að hyggja. Vanda þarf til verka áður en lagt er af stað í þá vegferð. Breiðafjarðareyjar, sem taldar eru 3.009, eru nær allar í eigu einstaklinga sem nytjað hafa þær mann fram af manni frá landnámi. Fundarmenn töldu það fyrirkomulag bestu og ódýrustu verndina. Einnig kom fram ótti við að með friðlýsingu myndu völd yfir auðlindum Breiða- fjarðar, eyjum og strandlengju, fær- ast til innlendra og erlendra sérfræð- inga, sem teldu sig alvitra um náttúruvernd. Menn óttast að þá myndi verða takmarkaður skilningur á mikilvægum sjónarmiðum, hags- munum og þörfum heimamanna þeg- ar ákvarðanir eru teknar um nýtingu og vernd Breiðafjarðar.    Júlíana – hátíð sögu og bóka, verður haldin í áttunda sinn í Hólm- inum um næstu helgi. Boðið er upp á þriggja daga dagskrá þar sem fjallað er um sögur og bækur á ýmsan hátt. Dagskráin er fjölbreytt og hefst á fimmtudagskvöld með kvöldvöku í Vatnasafni. Á föstudag verður dag- skrá víða um bæinn og um kvöldið boðið í heimsókn í hús. Fyrirlestrar og upplestur verða á laugardegi þar sem m.a. rithöfundurinn Sjón heldur fyrirlestur. Leshópur hefur síðustu vikur lesið bók hans Mánastein. Menningarhelgin í lok febrúar hefur notið vinsælda og margir gestir hafa sótt bæinn heim af því tilefni.    Ríkisstarfsmönnum fjölgar með hverju ári, einkum á höfuðborg- arsvæðinu. Samkvæmt könnun sem Vífill Karlsson tók saman hefur rík- isstarfsmönnum fækkað um 25% á síðustu sex árum í Stykkishólmi. Bæjarstjórnin og íbúarnir hafa veru- legar áhyggjur af þessari miklu fækkun opinberra starfa og þar með lækkuðu þjónustustigi við íbúa. Tog- streitan við stjórnvöld í að halda op- inberum þjónustustörfum í Hólm- inum hefur verið afar erfið og litlu skilað. Þetta er þvert á yfirlýsta stefnu núverandi ríkisstjórnar sem leggur áherslu á blómlegar byggðir og fjölbreyttari störf fyrir þá sem vilja búa úti á landi. Flest störfin hafa horfið frá St. Fransiskusspítalanum eftir sameiningu heilbrigðisstofnana á Vesturlandi. Áður fyrr var spítalinn langfjölmennasti kvennavinnustað- urinn, en á því hefur orðið breyting með sameiningunni. Hjá starfsstöð Rarik í Hólminum er sama upp á ten- ingnum. Þar hefur störfum fækkað verulega og flest verið flutt „suður“. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Hótel Stykkishómur Hótelið er í stóru hlutverki í sjónvarpsþáttunum Ísalög en þar fundar Norðurskautsráðið á Hotel Tasiilaq á Grænlandi. Húsum og jöklum bætt við eftir þörfum ÚR BÆJARLÍFINU Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi Veðráttan hefur á undanförnum vikum haft áhrif á landsmenn. Kvart- að er undan slæmu og stormasömu veðri. Fjölmiðlar fylgjast vel með og viðvaranir eru gefnar út í tæka tíð. Hér áður fyrr var veðráttan mun grimmari sem hollt er að rifa upp. Fyrir 100 árum, þann 18. febrúar, skrifar Jón bóndi Hjaltalín í Brokey í dagbók sína. „NA strekkingur og 17 stiga frost. Gengið úr Brokey beina leið út í Stykkishólm á ís. Snjódýpt 1 til 1,5 metri og aðeins hæstu hólar standa upp úr.“ Það væri erfitt með samgöngur og margt annað ef svona tíðarfar sýndi sig á Íslandi í dag.    Hótel Stykkishólmur er hluti af Fosshótela-keðjunni. Í vetur fara fram mjög miklar endurbætur á hót- elinu. Fjöldi iðnaðarmanna, einkum Hólmarar, er að störfum. Með við- byggingu á annarri hæð verður bætt við 11 gistiherbergjum. Stóri salurinn sem áður var félagsheimili Hólmara hefur verið endurnýjaður og sama á við um setustofu, salerni og gesta- móttöku. Fyrir ári voru öll herbergi í gamla hluta hótelsins endurnýjuð og svo kjallarinn þar sem komið var fyr- Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir frá sjómönnum herma að erfiðlega hafi gengið að veiða þorsk á hefðbundnum slóðum á Vest- fjarðamiðum í sumar og haust. Merkingar á þorski í fyrra benda til að þorskur hafi fært sig af hefðbundinni fæðuslóð fyrir norðvestan land yfir á nyrðri slóðir, segir á heimasíðu Haf- rannsóknastofn- unar. „Þessar frum- niðurstöður gætu bent til að far þorsks við Ísland sé að breytast, en hvort það er tíma- bundið eða ekki er erfitt að segja til um. Þær sýna jafnframt að mik- ilvægt er að stunda merkingar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast með ferðum þorsksins,“ segir þar. Þar er fjallað um merkingar á þorski og byggt á samantekt á niðurstöðum merkinga á þorski í gegnum tíðina, hafi það komið fiski- fræðingum á óvart hversu margir þorskar sem merktir voru í mars 2019 á Vestfjarðamiðum end- urheimtust við Kolbeinsey og einn- ig hve langt austur þeir leituðu. Þetta stangist á við fyrri rann- sóknir sem hafi bent til þess að tak- markaður samgangur væri á milli norðvestur- og norðausturmiða. Þorskurinn heimakær Fimmtíu og einn þorskur hefur veiðst aftur úr merkingunum árið 2019. Endurheimtur úr merkingum við Ísland hafa sýnt að kynþroska þorskur er heimakær að því leyti að hann fer gjarnan á sömu hrygn- ingarslóð að vori til að hrygna. Að hrygningu lokinni fer þorskur í fæðuleit en mislangt er frá hrygn- ingarsvæðum að fæðusvæðum. Far þorsks við Ísland gæti verið að breytast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.