Morgunblaðið - 22.02.2020, Side 2

Morgunblaðið - 22.02.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020 Um er að ræða 390,5 fm stálgrindarhús sem byggt var árið 1986, ásamt 94,2 fm sam- byggðri íbúð sem einnig var byggð árið 1986 og 28 fiskeldiskerjum sem eru 20 rúmmetrar hvert. Húsið er klætt að utan með bárujárni, bárujárn er einnig á þaki. Gólfplata er steypt og hitalögn er í allri plötunni. Anddyri og kaffistofa eru flísalögð. Í kaffistofunni er eldri innrétting. Eldissalurinn er með 30 kerjum sem eru 2 rúmmetrar hvert. Innaf eldissalnum er klaksalur með 18 sjö bakka rennum. Búið er að setja tvo yfirbyggða gáma utan við klaksalinn og er þar einnig klakaðstaða. Verkstæði er í enda hússins. Húsið er upphitað með affalli hitaveitunnar á svæðinu. Lóðin er 60.000 fm leigulóð. Á lóðinni standa tvö dæluhús byggð 1986 sem eru 7,8 fm hvort auk rafstöðvarhúss sem er 14,4 fm byggt árið 1987. Rafstöðin er nýleg og er um 60-70 kw. Tilboð óskast. Hallgrímur Óskarsson | Löggiltur fasteignasali | Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi ehf. 802 Selfoss | sími 480 2902 | halli@log.is | www.log.is LÖGMENN SUÐURLANDI Fiskeldisstöð í fullum rekstri Fiskeldisstöðin Laugar í Rangárþingi ytra Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sáttasemjari á næsta leik  Hjúkrunarfræðingar og ríkið  Stytting vinnutíma og launaliður eru óleyst mál Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við þurfum að þoka kjaraviðræðunum áfram og teljum að eins og staðan er nú sé rétt að ríkissátta- semjari taki við,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, for- maður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í sam- tali við Morgunblaðið. Á vettvangi félagsins var í gær ákveðið að vísa kjaradeilu félagsins við samninganefnd ríkisins fyr- ir hönd fjármálaráðherra til ríkissáttasemjara. Mið- lægur samningur þessara aðila byggist á gerðar- dómi sem rann úr gildi fyrir ellefu mánuðum. Hjúkrunarfræðingar hafa fundað reglulega með fulltrúum ríkisins nú í tæplega eitt ár en talsvert ber enn í milli. „Við erum komin nokkuð áleiðis með að ræða vaktavinnu- mál, en stytting vinnutímans og launaliðurinn er enn óleystur. Samtal við samninganefndina hefur staðið í marga mánuði og nú á sáttasemjari næsta leik,“ segir Guðbjörg. Næsti samningafundur verð- ur boðaður af ríkissáttasemjara. Tímasetning liggur ekki fyrir. Fjölmörg mál eru nú í vinnslu hjá ríkisáttasemjara. Á mánudag er þar fundur í deilu Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins sem og vegna óleystra mála Sameykis gagnvart annars vegar ISAVIA og hins vegar Reykjavíkurborg. Guðbjörg Pálsdóttir Morgunblaðið/Eggert Aðgerð Landspítalinn er fjölmennasti vinnu- staður hjúkrunarfræðinga á landinu öllu. Hert er nú á þunga aðgerða hjá Eflingu – stéttarfélagi en fé- lagsmenn sem starfa hjá einkarekn- um skólum og hjá sveitarfélögum öðrum en Reykjavíkurborg greiða atkvæði í næstu viku um ótíma- bundin verkföll. Gert er ráð fyrir að verkföllin hefjist mánudaginn 9. mars og taka þau til á fimmta hundrað manns í Eflingu. Rúmlega 270 félagsmenn Efling- ar starfa undir samningi við Sam- band íslenskra sveitarfélaga. Þar á í hlut ófaglært fólk sem starfar hjá Kópavogsbæ og Seljarnarnesbæ og sinnir umönnun, viðhaldi gatna og fleiru slíku. Samninganefnd Efling- ar segir viðræður við þennan við- semjanda árangurslausar og eftir fund hjá ríkissáttasemjara í gær var samþykkt að stefna á verkfall. Rúmlega 240 félagsmenn Efling- ar starfa hjá einkareknum skólum sem eiga aðild að Samtökum sjálf- stæðra skóla. Tillaga um verkfalls- boðun þeirra var lögð fram að höfðu samráði við trúnaðarmenn. Um yrði að ræða samúðarverkfall með verk- falli Eflingarfélaga hjá Reykjavík- urborg. Atkvæðagreiðslur um verk- fallsboðanir hefjast á hádegi nk. þriðjudag og standa til hádegis laugardaginn 29. febrúar. „Efling- arfélagar sem vinna á sambæri- legum kjörum og borgarstarfsmenn hafa lýst eindreginni samstöðu og stuðningi við aðgerðir okkar,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í yfirlýsingu. sbs@mbl.is Efling stefnir á frekari verkfallsagerðir á næstunni  Kópavogur, Seltjarnarnes og einkareknir skólar í deiglu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Verkföll Efling hefur boðað aðgerð- ir í fleiri skólum á næstunni. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto í Straums- vík, mun fara í veikindaleyfi í komandi viku og fram á næsta haust. Það gerir hún að ráði hjartalæknis. Ný- lega sneri hún aftur úr veik- indaleyfi sem hófst undir lok síðasta árs. Er nú talið að hún þurfi lengri tíma en áður var áætlað til að ná fullri heilsu. Að tillögu Rannveigar hefur Sig- urður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri félagsins, tekið við starfi forstjóra tímabundið. Við starfi hans tekur Guðdís Helga Jörgensdóttir, stað- gengill fjármálastjóra. Rannveig hefur verið forstjóri álversins í Straumsvík frá árinu 1997. Stígur til hliðar hjá Rio Tinto Rannveig Rist  Rannveig í veik- indaleyfi til hausts Maður um þrítugt var í Landsrétti í gær dæmdur til fimm mánaða fang- elsisvistar vegna fjögurra brota sinna á árunum 2017 og 2018. Eitt var að ráðast í lok nóvember 2017 að fjögurra ára dreng, sem sat í aft- ursæti kyrrstæðrar bifreiðar á gatnamótum Snorrabrautar og Laugavegar í Reykjavík, og kýla hann í andlitið svo blæddi úr. Hvorki drengurinn litli né móðir hans, sem var við stýrið á bílnum, þekktu nokkuð til árásarmannsins sem bar fyrir sig minnisleysi vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu og neit- aði því sök fyrir dómi. Verknaður hans þótti þó sannaður, en við hand- töku streittist maðurinn mjög hart á móti þegar lögregluna bar að. Önnur brot mannsins, sem hann var dæmdur fyrir í gær, lúta að brot- um gegn valdstjórninni, það er árás- um á lögregluþjóna bæði í fyrr- greindu atviki við Snorrabraut og við skemmtistað í Breiðholti. Einnig kom til dóms að maðurinn var með amfetamín, kókaín og kannabis í fór- um sínum á umræddu tímabili þegar lögreglan þurfti að hafa af honum af- skiptin sem fyrr greinir frá. Dæmdur fyrir líkamsárás gegn barni Litríkar liljur og margt fleira fallegt úr flórunni er eftirsótt nú þegar konudagurinn nálgast. „Svo eru margir líka spenntir fyrir rósunum og sumir kaupa stóra vendi og stundum fylgir súkkulaði með,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir í blómabúðinni 18 rauðum rósum við Hamraborg í Kópavogi. Þar var Sigurrós Hymer að útbúa fal- legan vönd í gær sem einhver herrann mun kaupa til að gleðja ástina sína. sbs@mbl.is Rauðar rósir og súkkulaði til viðbótar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Konudagurinn er á morgun og karlarnir gerast blómálfar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.