Morgunblaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020
✝ HallgrímurSveinsson fædd-
ist í Reykjavík 28.
júní 1940. Hann lést
á heimili sínu á
Þingeyri 16. febr-
úar 2020.
Foreldrar hans
voru Hanna Kristín
Guðlaugsdóttir hús-
freyja, f. 25. sept-
ember 1911 á
Snældubeinsstöðum
í Reykholtsdal Borgarfirði, d.
1997, og Sveinn Jónsson húsa-
smiður, f. 24. apríl 1885, frá
Sauðtúni í Fljótshlíð, d. 1957.
Hallgrímur átti fjögur systkini,
Stellu Ragnheiði, f. 27. desem-
ber 1935, Jón, f. 20. febrúar
1937, Rósu Björgu, f. 3. apríl
1943, og Pálma, f. 19. ágúst
1947. Jón og Rósa Björg eru lát-
in.
Hallgrímur kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni Guðrúnu
ingarstað Jóns Sigurðssonar for-
seta, í rúm 40 ár frá 1964 til
2005, og sáu um vörslu og um-
hirðu staðarins fyrir hönd
Hrafnseyrarnefndar.
Hallgrímur var virkur í fé-
lagsstörfum og sat hann meðal
annars í hreppsnefnd Auðkúlu-
hrepps og var oddviti, hrepp-
stjóri og sýslunefndarmaður, sat
í stjórn Kaupfélags Dýrfirðinga
og sóknarnefnd.
Hallgrímur gaf út hundruð
bóka í nafni Vestfirska forlags-
ins sem hann stofnaði árið 1994.
Bækurnar voru langflestar helg-
aðar vestfirsku efni og stuðluðu
að varðveislu mikilvægra heim-
ilda. Hallgrímur var afkastamik-
ill í ritstörfum og skrifaði
fjöldann allan af greinum, ýmist
einn eða með öðrum.
Útför Hallgríms verður gerð
frá Þingeyrarkirkju í dag, 22.
febrúar 2020, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Steinþórsdóttur 28.
júní 1964. Guðrún
fæddist á Brekku í
Dýrafirði 1. mars
1938. Foreldrar
hennar voru Ragn-
heiður Stefáns-
dóttir, f. 27. októ-
ber 1911 á Ísafirði,
d. 1985, og Stein-
þór Árnason, f. 22.
ágúst 1902 í
Reykjavík, d. 1941.
Guðrún var með fjárbúskap á
Brekku í mörg ár. Hallgrímur og
Guðrún voru barnlaus.
Hallgrímur lauk kennaraprófi
vorið 1961 og kenndi fyrst við
heimavistarskólann á Jaðri við
Reykjavík. Hann var kennari í
Auðkúluhreppi og síðan í barna-
og unglingaskólanum á Þingeyri
og skólastjóri þar um árabil.
Hallgrímur og Guðrún voru
bændur og staðarhaldarar á
Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæð-
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér
nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Árin í sveitinni á Hrafnseyri
hjá ykkur Gullu frænku og
ömmu Ragnheiði voru mér kær
og þú varst mér fyrirmynd í
mörgu, kæri fóstri. Símtölin
verða því miður ekki fleiri, ég á
eftir að sakna þeirra.
Að leiðarlokum kveð ég þig
kæri vinur, hvíldu í friði.
Gullu frænku sendi ég hug-
heilar samúðarkveðjur frá mér
og drengjunum.
Steinþór Gunnarsson.
Í dag kveð ég svila minn og
kæran vin um hálfrar aldar
skeið. Hallgrímur var í 40 ár
staðarhaldari á Hrafnseyri við
Arnarfjörð og hélt þar nafni
Jóns Sigurðssonar forseta, sögu
hans og arfleifð á lofti. Hall-
grímur og Guðrún ráku þar
fjárbúskap og sáu um vörslu og
umhirðu staðarins fyrir hönd
Hrafnseyrarnefndar. Börn okk-
ar Kristínar munu ætíð búa að
því að hafa notið návista og upp-
eldis þeirra hjóna í sveitinni á
Hrafnseyri á sumrin.
Hallgrímur var afar skemmti-
legur ferðafélagi og er mér of-
arlega í huga ferð okkar hjóna
með Hallgrími um Evrópu í til-
efni af sextugsafmæli hans.
Hallgrímur var vel að sér um
sögu Bandaríkjanna. Því var
einkar fróðlegt og skemmtilegt
að heimsækja með honum
Washington í aðdraganda for-
setakosninganna haustið 2008.
Sérstaklega hafði hann gaman
af að taka menn tali þar vestra
og spjalla um heima og geima
og komandi kosningar.
Hallgrímur var einkar alþýð-
legur og geðþekkur. Fylgdist
hann vel með fréttum og aldrei
kom ég að tómum kofunum
varðandi þekkingu hans á
hverju því sem laut að sögu
lands og þjóðar.
Hallgrímur gaf út hundruð
bóka í nafni Vestfirska forlags-
ins sem hann stofnaði 1994.
Bækurnar voru langflestar helg-
aðar sögum og fróðleik af Vest-
fjörðum en bókaútgáfan átti hug
hans og hjarta síðari árin og
enginn leið sá dagurinn að ekki
væri unnið að útgáfunni eða
greinaskrifum í blöð eða á vef-
inn. Hallgrímur var einmitt að
ganga frá bókasendingu þegar
hinn hæsti höfuðsmiður vitjaði
hans.
Það verður eftirsjá að reglu-
legu spjalli okkar Hallgríms um
málefni líðandi stundar. Megi
guð halda verndarhendi sinni yf-
ir ykkur Gullu að eilífu.
Þorgeir Eyjólfsson.
Hallgrímur undi sér innan um
veðurnæmar heiðar og snjólögð
fjöll Vestfjarða. Þau Guðrún
bjuggu með sauðpening, fyrst á
Hrafnseyri og svo á Brekku í
Brekkudal; hún fæddur bóndi,
búskapurinn ástríða, þekkir
hverja kind; hann heyskapar-
maður, naut þess að sjá sláttu-
vélarskúffuna taka grasið og
skila því í gróskumikla múga;
andaði glaður að sér angan af
þurri töðu, var sæll á veturna,
þegar hann fann heitan ilminn
af ánum leggja út um fjárhús-
dyrnar, horfði á þær stoltur þar
sem þær þyrptust á garðann og
stungu nefjunum í góðu lyktina;
hafði þessa þykku, sigg-grónu
hönd og þennan hlýja lófa, sem
tekur varlega um hornið á kind-
inni neðst, til þess að brotni
ekki. Þau voru viðbrigða gest-
risin; Prestafélag Vestfjarða átti
tíðum samfundi í safni Jóns for-
seta, klerkar kallaðir inn í bæ að
þiggja kaffi og með því, borinn
voldugur skattur þegar sól rann,
og ekki að nefna borgun. Á eftir
settist húsbóndinn hjá gestun-
um inni í stofu, skríkti og var
smástríðinn; sjálfur trúr vörslu-
maður kirkju og kapellu, skóla-
stjóri og bókaútgefandi. Þau
stunduðu dúntekju; þú kemur
að æðarkollu, sem liggur á. Allt
í einu tekur hún viðbragð, gagg-
ar, blæs og stekkur af hreiðrinu.
Ofan í spreklóttum kraga af dún
liggja ungarnir, ljósari á kvið-
inn, sex til átta talsins, oft færri.
Einn er elstur og sprækastur.
Hann er skraufþurr og ekki svo
lítill, tekur eldsnöggt á rás eitt-
hvert út í buskann. Þú mátt
hafa þig allan við að ná honum.
Þegar þú kemur með hann að
hreiðrinu er annar þotinn. Þú
ferð eftir honum og á meðan
leggur sá þriðji á stað út í ver-
öldina. Loks tekst þér að hand-
sama alla. Einn er minnstur,
hálfblautur enn þá og liggur
hreyfingarlaus með höfuðið inni
í skurninni. Þú leggst á hnén og
heldur systkinum hans kyrrum
með annarri hendi, með hinni
tekur þú dúninn. Það verður að
bíða að stinga honum ofan í pok-
ann. Í bili setur þú dúnkökuna
undir hnéð, svo hún fjúki ekki
burt með stífri innlögninni. Svo
leggur þú ungahrúguna í hreiðr-
ið. Nú er að seilast í heyvisk úr
hinum pokanum, sem þú hefur
meðferðis, að leggja undir og yf-
ir ungana, svo að þeir rjúki ekki
burt. Kannski halda þeir að
þessi tugga sé mamma. Væri
gott að hafa þriðju höndina, því
vindurinn belgir út heypokann
og er nærri búinn að svipta hon-
um af þér. Þú grípur flaggið
litla, sem þú merktir með
hreiðrið, þegar þú fannst það í
vor, kippir því upp úr jörðinni
og stingur því niður aftur. En
nú skakkt, til merkis um að búið
sé að taka dúninn. Kollan situr
íbyggin skammt frá, eða hún
rásar fram og aftur, blakandi
vængjum, klakandi og það korr-
ar í henni. Hún er full ábyrgðar,
því að blikinn, sem sat hjá henni
fyrstu dagana eftir að hún
verpti, er nú floginn á sjó út.
Stundum tekurðu dúninn áður
en ungarnir koma úr egginu og
svo klekjast eggin út og þá sjá
ungarnir bara hey og engan dún
og skyldi það skaða æðarunga,
að hafa aldrei komist í kynni við
dún?
Þökk fyrir vináttu og Guð
styrki Gullu og láti nú drengn-
um góða, Hallgrími Sveinssyni,
raun lofi betri.
Gunnar Björnsson
pastor emeritus.
Ég kynntist Hallgrími fyrst í
Lindargötuskólanum árið 1953.
Síðan vorum við bekkjarfélagar
í nokkur ár og milli okkar
myndaðist afar góð vinátta sem
entist alla tíð.
Fljótlega eftir Kennaraskól-
ann fluttist Grímur vestur á
firði og vann þar ýmis störf,
sem aðrir munu væntanlega tí-
unda.
Grímur var ekki tíður gestur í
borginni en þegar það gerðist
var það til mikillar ánægju allra
á heimilinu. Annars áttum við
óteljandi símtöl þar sem við gáf-
um skýrslur. Síðasta símtalið
var við okkur Dúnu, daginn áð-
ur en hann lést, og snerist um
Bókamarkaðinn og okkar þátt í
honum fyrir Vestfirska forlagið.
Að lokum sendum við Guð-
rúnu og öðrum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur.
Takk fyrir vináttuna.
Jens, Guðrún (Dúna)
og fjölskylda.
Okkar elskulegi Hallgrímur
er fallinn frá, ekki hefði mig
grunað að þetta hefði verið okk-
ar síðasta samtal þegar þú
hringdir í mig til Noregs síðast-
liðinn laugardag og sagðir jæja
ertu nokkuð á skíðum núna, en
laugardaginn áður hringdir þú
og þá var ég að tala við þig í
skíðabrekkunni.
Höggið er alltaf jafn mikið við
óvæntan missi og aldrei er mað-
ur viðbúinn þegar ástvinir
hverfa yfir móðuna miklu.
Margs er að minnast þegar
litið er yfir farinn veg. Minning-
arnar eru svo margar og eiga
eftir að ylja okkur um ókomna
tíð, öll góðu samtölin, bíltúrarn-
ir, pistlarnir þínir, vorin í sauð-
burðinum, æðarvarpið, smala-
mennskurnar, Forlagið og svo
margt, margt annað og svo
hafðir þú ótrúlega skemmtilega
frásagnargáfu og var oft glatt á
hjalla í stofunni á Brekku.
Í 15 ár var ég með ykkur
Gullu í sauðburðinum á Brekku,
eða fram að búskaparlokum
ykkar, og hugsa ég oft til þess
tíma er við deildum bæði gleði
og sorg.
Ég minnist þess eitt vorið
þegar sauðburður var tekinn að
róast er við vorum í varpinu, þú,
Gulla, ég og Dagbjartur, speg-
ilsléttur sjór og sól og borðuðum
við kvöldverðinn í fjöruborðinu,
„Þorpari og kók úr sjoppunni“,
fuglasöngurinn allt í kring og
við höfðum á orði: „Hvað er
hægt að hafa það betra?“ Al-
gjörlega ógleymanleg minning.
Við eigum í framtíðinni án efa
eftir að sakna þess að sjá ekki
andlit þitt í glugganum á skrif-
stofu Vestfirska forlagsins á
Brekku þegar rennt verður í
hlað. Eða að sjá kappakstursbíl-
inn eins og Hemmi Gunn vinur
þinn kallaði bílinn þinn renna í
hlað á hólnum við skógarhúsið
og sjá þig koma röltandi með
ömmu stafinn.
Eins á ég eftir að sakna sím-
talanna að heiman sem hófust
venjulega á „jæja, þá er það
smá skýrsla“ og þá fengum við
fréttir af ykkur, bæjarlífinu,
sveitinni, sundlauginni og
gangagerðinni og svo spurðir þú
alltaf hvað hefði verið til borðs-
ins hjá okkur og hvernig Bjarni
okkar hefði það.
Við Dagbjartur eigum eftir að
sakna góðs vinar sem alltaf var
ráðagóður og góður að leita til
ef þörf var á.
Ég kveð þig elsku Hallgrímur
með trega, mér fannst við eiga
svo mikið órætt, því þú varst al-
veg ótæmandi fróðleikur fyrir
okkur hin og það var eiginlega
alveg sama hvað maður spurði
þig um, þú hafðir alltaf svör.
Það var sama hvort það voru ár-
töl, örnefni, samferðamenn, sag-
an, þú hafðir alveg ótrúlegt
minni. Reyndar sagðir þú stund-
um „það er bara að fletta þessu
upp í Mannlífi og sögu Guðrún
mín“, þetta er allt þar. Við Vest-
firðingar og fleiri eigum þér
mikið að þakka fyrir að hafa
sett allan þennan fróðleik for-
feðranna og samferðamanna í
bókaform og átt þú miklar
þakkir skilið.
Við Dagbjartur þökkum fyrir
allar góðar samverustundir og
megi minningin um góðan dreng
lifa í hugum okkar.
Far í friði og guð veri með
þér.
Elsku Gulla mín, ég bið góðan
guð að styrkja þig og vaka yfir
þér.
þegar húmar og hallar degi
heimur hverfur og eilífðin rís
sjáumst aftur á sólfögrum degi
þar sem sælan er ástvinum vís.
(GH)
Guðrún Steinþórsdóttir.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Hallgrímur Sveinsson var
einstakur maður. Hann var einn
af þeim sem allir voru glaðir að
sjá og vildu umgangast. Hann
var fróður, fylginn sér og
skemmtilegur. Hann var mann-
glöggur og vinamargur, fagnaði
öllum sem hann þekkti við end-
urfundi sama hversu langt leið á
milli þess sem hann hitti þá. Á
löngum ferli sem skólastjóri í
Grunnskólanum á Þingeyri hef-
ur hann eflaust þurft að fást við
ýmis flókin mál, eiga erfið sam-
töl við börn og foreldra. En hon-
um tókst vel upp með því að
sýna alltaf virðingu og um-
hyggju í þeim samskiptum
þannig að allir fóru sáttir frá
borði. Þegar hann var staðar-
haldari á Hrafnseyri fann mað-
ur hvað hann var stoltur af því
hlutverki og hafði gaman af því
að fræða fólk. Það voru allir út-
lærðir í því sem tengdist Jóni
Sigurðssyni forseta við útskrift
frá grunnskólanum – hvort sem
þeim líkaði betur eða verr.
Fræðslu um ýmis málefni hélt
hann áfram með sundlauga-
spjalli, bókaútgáfu og pistla-
skrifum til síðasta dags, alltaf
léttur í máli og lausnamiðaður.
Þessi litla kveðja hefst á ljóði úr
Hávamálum. Það á vel við enda
gat Hallgrímur sér góðan orðs-
tír hvar sem hann fór. Orðstír
sem mun lifa lengi áfram. Elsku
Guðrún – þinn missir er mikill
og sendum við þér einlæga sam-
úðarkveðju. Minningin lifir um
góðan mann.
Ebba Gunnarsdóttir
og krakkarnir
á Brekkugötu 36, Þingeyri.
Hallgrímur Sveinsson
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Guðmundur Baldvinsson,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Elsku hjartans móðir mín, dóttir okkar,
sambýliskona, systir, mágkona og frænka,
ESTER ÓSK LILJAN ÓSKARSDÓTTIR,
lést í faðmi fjölskyldunnar á gjörgæsludeild
Landspítalans, Fossvogi, föstudaginn
14. febrúar. Vill fjölskyldan þakka
viðbragðsaðilum einstök hlýlegheit. Útförin fer fram frá
Akraneskirkju þriðjudaginn 25. febrúar klukkan 13.
Arnar Óli Þórarinsson
Svanborg Liljan Eyþórsdóttir
Óskar Aðalsteinsson
Sigurður Þór Mýrdal Gunnarsson
Ólafur Eyberg Rósantsson Kolbrún Harðardóttir
Jónas Páll Þorláksson Margrét Hallgrímsdóttir
Vilborg Helga Liljan Ólafsdóttir
og aðrir aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
stjúpmóðir, amma og langamma,
HELGA JÓNA ÁSBJARNARDÓTTIR,
Lilla Hegga,
sjúkraliði,
Breiðvangi 8, Hafnarfirði,
lést þriðjudaginn 18. febrúar á gjörgæsludeild Landspítalans.
Útför fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. febrúar
klukkan 11.
Þórbergur Egilsson Guðbjörg Halldórsdóttir
Jórunn Anna Egilsdóttir Thomas Evegard
Gunnlaugur Egilsson
Ragnheiður Jóna Grétarsd. Gísli Rafn Jónsson
Ásbjörn Leví Grétarsson
Jón Leví Grétarsson Harpa R. Helgadóttir
Elvar Grétarsson Bryndís Bragadóttir
Björn Rósberg Grétarsson
ömmu- og langömmubörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SÓLVEIG HULDA JÓNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi,
Reykjanesbæ, fimmtudaginn 20. febrúar.
Jarðarför auglýst síðar.
Guðbjörg Jóna Pálsdóttir Sigurður Hallmann Ísleifsson
Jón Örn Pálsson Elísabet Kjartansdóttir
Magnús Valur Pálsson Jóna Guðrún Jónsdóttir
Þórður Pálsson Laufey Eydal
Kristinn Pálsson
barnabörn og barnabarnabörn