Morgunblaðið - 07.02.2020, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
S
jávarútvegssýningin Ice-
Fish verður haldin í þrett-
ánda sinn í Kópavogi í
haust en fyrsta sýningin
var haldin 1984. Marianne Rasm-
ussen-Coulling, viðburðastjóri hjá
Mercator Media, segir sýninguna
hafa breyst mikið á þessum tíma
og komst fyrsta sýningin fyrir á
5.000 fermetra svæði og var meiri-
hluti sýnenda innlend fyrirtæki.
„Þetta var aðallega fyrir íslenska
markaðinn en sýningin höfðar nú
til atvinnugreinarinnar á heims-
vísu,“ segir hún og bendir á að um
13 til 14 þúsund gestir sækja sýn-
inguna frá 52 löndum.
Nú þegar eru tæpir 9 mánuði í
að sýningin verður haldin hefur
þegar tekist að bóka um 60% af
sýningarplássinu, að sögn Rasm-
ussen-Coulling. „Þetta er sam-
bærileg bókunarstaða á sama tíma
2017. Við höfum fundið fyrir mikl-
um áhuga meðal íslenskra og al-
þjóðlegra fyrirtækja. Meðal ann-
ars eru skipulagðir sýningarhópar
frá Noregi, Danmörku, Færeyjum,
Bretlandi, Kanada og í fyrsta sinn
í sögu sýningarinnar verður
spænskur skáli þar sem eru átta
fyrirtæki, þar af eru sjö skipa-
smíðastöðvar. Einnig er ein skipa-
smíðastöð frá Spáni sem er ekki í
þessum hópi.“
Vaxandi alþjóðlegur áhugi
Hún segir skipuleggjendur hafa
tekið sérstaklega eftir því að áhugi
skipasmíðastöðva hafi aukist veru-
lega og telur að það megi líklega
rekja orsök þess til umfang ný-
smíða íslenskra útgerða á undan-
förnum misserum.
Spurð hvort alþjóðlegur áhugi á
IceFish fari vaxandi svarar Rasm-
ussen-Coulling: „Tvímælalaust.
Við sjáum þróun í þá átt. 2017
jókst þátttaka alþjóðlegra sýnenda
um 41% og við sjáum nú aukna
þátttöku fyrirtækja sem tengjast
vinnslu og skipasmíðum. Þessi al-
þjóðlegu fyrirtæki vilja koma til
Íslands til þess að fá að verða þátt-
takendur í þessum árangursríka
geira.“ Viðburðastjórinn segir
einnig áhuga erlendra aðila fela í
sér tækifæri fyrir íslensk fyrir-
tæki. „Þetta er auðvitað sýning
þar sem íslenskum útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækjum gefst tæki-
færi til þess að sýna hvað þau geta
gert á heimavelli, ekki bara ís-
lenskum aðilum heldur einnig al-
þjóðlegum gestum.“
En það er meira en bara að sýna
sig og sjá aðra sem mun fara fram
í Kópavoginum. „Við erum í sam-
starfi við Enterprise Europe og
Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem
munu aðstoða aðila við að finna
fyrirtæki sem bjóða það sem verið
er að leita að og koma á fundum á
meðan sýningu stendur. Árangur
af þessu á síðustu sýningu var að
haldnir voru yfir 90 fundir og við
hyggjumst halda þessu áfram.“
Nýting í fyrirrúmi
Að venju verða veiðar og
tækniþróun fyrirferðarmiklar á
IceFish þetta árið, en að þessu
sinni verður einnig lögð áhersla á
að koma til móts við vaxandi mik-
ilvægi nýtingar afurða, að sögn
Rasmussen-Coulling. „Það sem við
erum að leggja áherslu á að þessu
sinni er það sem við köllum virð-
isaukagreinar sem snúa að vaxandi
þætti fiskvinnslu, fiskeldi og nýt-
ingu aukaafurða, en á því sviði
hafa Íslendingar verið miklir
brautryðjendur. Við viljum að sýn-
ingin endurspegli þessar breyttu
áherslur og munum halda sérstaka
ráðstefnu um hvernig hægt er að
hagnast á því sem áður hefur verið
talið úrgangur.“
Þrátt fyrir að sýningin verði ef-
laust fræðandi og skemmtileg,
verður ekki hjá því komist að
margir spyrji sig hvort sýninga sé
þörf á 21. öldinni þegar tiltækar
eru fjölbreyttar tæknilausnir sem
einfalda samskipti. „Staðreyndin
er sú að það fæst eitthvað með því
að ræða saman augliti til auglitis
sem stafrænn heimur getur ekki
gefið okkur. Auk þess er það þann-
ig í þessum stafræna heimi að allt
sem við gerum byggist á að við
verðum að ákveða fyrirfram hverju
við viljum sækjast eftir. Hins veg-
ar er raunin önnur á sýningum.
Þar er ávallt eitthvað sem kemur
manni á óvart og maður uppgötvar
eitthvað sem maður vissi ekki af,
þannig eru sýningar mjög frá-
brugðnar því sem gerist á öðrum
vettvangi,“ segir Rasmussen-
Coulling.
500 fyrirtæki
Spurð hvort hún geti eitthvað sagt
um stærð sýningarinnar að þessu
sinni, kveðst viðburðastjórinn al-
mennt ekki spá svona langt fram í
tímann, „en ef við lítum til sýning-
arinnar sem við héldum síðast er-
um við að tala um 250 bása og um
500 fyrirtæki. Miðað við að bók-
unarstaðan er svipuð milli ára ger-
um við ráð fyrir svipaðri stærð.
Ef þessi bókunarhraði heldur
áfram mæli ég með að fólk bíði
ekki of lengi, því lengur sem beðið
er því minna er úr að velja. Við er-
um með 40% af sýningarrýminu
eftir og ef fyrirtæki eru með sér-
stakar óskir um hvar þau vilja
vera staðsett er það núna sem þarf
að gefa frá sér merki.“
Ekki lengur bara fyrir íslenska markaðinn
Sjávarútvegssýningunni
IceFish vex fiskur um
hrygg og mun í fyrsta
sinn í sögu hennar
vera spænskur skáli.
Jafnframt verður
áhersla lögð á leiðir til
fullnýtingar afurða.
Búast má við gestum frá 52 löndum á IceFish, að sögn Marianne Rasmussen-Coulling, viðburðastjóri hjá Mercator Media.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Þ
etta fer af stað á þriðjudag í
næstu viku. Þá munum við
hitta SFS og afhenda þeim
okkar kröfur og þeir af-
henda sínar. Þetta verður fyrsti
samningafundurinn, en við erum
búin að eiga marga fundi á samn-
ingstímanum,“ segir Valmundur
Valmundsson, formaður Sjómanna-
sambands Íslands. Hann segir
fundina á samningstímanum hafa
verið um 40 og á þeim hafi verið
ræddar ýmsar bókanir í kjarasamn-
ingi sjómanna. „En það eru ekki
efnislegar breytingar á samningi
heldur bókanir í sambandi við hvíld-
artíma, styttingu á samningum og
einföldun.“
Spurður hvort hann sé vongóður
um að samningar náist svarar for-
maðurinn: „Við vorum nú samn-
ingslausir í sex ár síðast, það eru
bara komnir um tveir mánuðir
núna. Við erum hóflega bjartsýnir.
Okkur ber náttúrlega skylda til að
reyna að ná samningi og það er
markmiðið. Við erum tilbúnir í al-
vöruviðræður og vonandi þeir líka.
Það stendur ekki á okkur að setjast
niður.“
Hann segist ekki getað tjáð sig
um kröfur félagsins að svo stöddu,
en að þær liggja fyrir og séu undir
höndum samninganefndar. „Við vilj-
um fá að koma þeim á framfæri við
okkar viðsemjendur áður en við för-
um að básúna um það í fjölmiðlum.
En vissulega eru þetta kröfur sem
eru þess eðlis að þær eru til hags-
bóta fyrir sjómenn.“ Er spurt er
hvort hætta sé á öðru sjómanna-
verkfalli segir Valmundur ekki
tímabært að tjá sig um það. „Það
veit maður aldrei en við verðum að
byrja að tala saman áður en við
ákveðum eitthvað um það.“
Binda vonir við samanburð
Samninganefnd Sjómannasambands
Íslands skoraði nýverið á stjórnvöld
að láta fara fram óháða rannsókn á
söluvirði afurða í íslenskum sjávar-
útvegi og hefur Norræna ráðherra-
nefndin ákveðið að veita styrk af
fjárlögum nefndarinnar til rann-
sóknar á launakerfi í sjávarútvegi í
norrænu ríkjunum. Kristján Þór
Júlíusson, landbúnaðar- og sjávar-
útvegsráðherra, átti frumkvæði að
úttektinni og sagði hann að leitast
yrði „við að greina og lýsa launa-
kerfi í sjávarútvegi í norrænu ríkj-
unum, þróun þess og skiptingu fisk-
veiðirentu milli sjómanna, eigenda
skipa og handhafa aflakvóta.
Þetta er jákvætt og gott. Ef við
fáum einhvern raunhæfan saman-
burð – hvernig sé gert upp við sjó-
menn í Noregi, Færeyjum og á Ís-
landi. Það á eftir að koma í ljós
hvernig þetta verður. Það er stefnt
á að kynna þetta í haust og við von-
um að þessari vinnu verði lokið á
þessum tíma og svo verða teknar
ákvarðanir í framhaldinu á grund-
velli þess sem við teljum okkur sjá
út úr niðurstöðunum,“ segir Val-
mundur.
„Við treystum því að það hljóta
að vera skattayfirvöld sem skoða
milliverðlagningu, ef það sé rétt að
menn séu að selja sjálfum sér út og
svo á hærra verði áfram sem skilar
sér ekki heim. Ég fullyrði ekki að
svo sé,“ segir formaðurinn spurður
um orðróm um óeðlilegan verðmun
afurða sem atvinnuvegaráðuneytið
hefur til athugunar. „Grunur hefur
verið mjög sterkur og lengi í loft-
inu. Menn hafa fullyrt þetta í okkar
eyru. Við höfum ekki séð neitt á
pappír sem styður þetta mál, en
orðrómurinn er til staðar og ef
hann er ósannur koma fram sann-
anir um það að þetta sé í lagi.“
Grettistak í öryggismálum
Valmundur kveðst vilja vekja sér-
staka athygli á því að enginn hafi
farist á sjó á síðasta ári sem er
þriðja árið í röð. „Öryggi er númer
eitt, tvö og þrjú á sjónum. Við höf-
um lyft grettistaki í þessum málum
sjómannasamtökin og ekki síst
slysavarnaskóli sjómanna á undan-
förnum áratugum. Það þótti ekkert
tiltökumál fyrir um 40 árum þegar
ég var að byrja á sjó að 20 færust á
ári. Það var einhvern veginn í okkur
að þetta væri bara svona, en auðvit-
að var þetta hugsanavilla. Þetta á
ekki að vera svona og við erum að
ná árangri.“ Formaðurinn ítrekar
mikilvægi öryggis á sjónum svo að
sjómenn komist heilir heim.
Hefja viðræður
í næstu viku
Kjaraviðræður Sjó-
mannasambands
Íslands og Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi
hefjast á þriðjudag.
Formaður sjómanna
kveðst hóflega bjartsýnn.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Valmundur Valmundsson, formaður SÍ, segir jákvætt að standi til að bera saman laun sjómanna á Norðurlöndunum.