Morgunblaðið - 07.02.2020, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hátæknivæðing sjávarútvegsins hér á landi hefur vakið mikla athygli á undan-
förnum misserum og er oft talað um að fjórða iðnbyltingin hafi hafið göngu sína
af fullum krafti á Íslandi. Rætt er um hátækniþróun fiskvinnsluvéla á Íslandi af
miklu stolti, en það hefur ekki alltaf verið svo að Íslendingar hafi tekið tækninni
opnum örmum.
Meðal annars var haft eftir Sighvati Bjarnasyni, forstjóra Vinnslustöðvarinnar
í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í október 1960: „Ef nægur mannafli væri
fyrir hendi mundi ég leggja flökunarvélarnar til hliðar, enda þótt það þurfi 25
menn til að afkasta jafnmiklu og ein þorsk- eða ýsuflökunarvél.“ Taldi hann að
nýting hráefnis væri mun slakari er vélar væru notaðar. Þótti sumum ástæða til
þess að svara þessum orðum Sighvats og varð nokkur umræða á síðum blaðsins
um notagildi þessara véla.
Tekist á um tæknina
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
F
iskvinnsluvélar eru orðnar
óhjákvæmilegur þáttur í ís-
lenskum sjávarútvegi, en
það var ekki alltaf raunin.
Með fyrstu fiskvinnsluvélum á Ís-
landi voru þær vel þekktu frá
Baader í Lýbekk í Þýskalandi, sem
verður 101 árs á þessu ári. Baader
á Íslandi verður 61 árs á árinu og
hefur fyrirtækið því fylgt þjóðinni
á mesta hagsældarskeiði Íslands-
sögunnar, ef til vill hafa Baader-
vélarnar átt sinn þátt í þeim fram-
förum.
„Alvöruafköst hófust ekki fyrr
en Baader kom til Íslands. Fram-
an af var bara handflökun,“ segir
Jón Valur Valsson, sölu- og mark-
aðsstjóri Baader á Íslandi, en hann
þekkir söguna vel enda barnabarn
Ulrichs Marths sem flutti talsvert
magn af þessum tækjum til Ís-
lands frá Þýskalandi á sínum tíma.
„Baader 99 var eiginlega komið
fyrir í hverju einasta frystihúsi
sem reist hefur verið á Íslandi.
Þetta var upphafið að vélvæðing-
unni.“
Tækni byggð á Baader
„Baader kemur með hausingavél,
flökunarvél og roðfléttivélar. Þetta
er grunnurinn í allri fiskvinnslu og
þessar vélar eru búnar að vinna
nánast eins í þrjátíu eða fjörutíu
ár. Allir sem hafa komið á eftir
Baader á Íslandi byggja á þessari
tækni. En svo koma stór fyrirtæki
eins og Marel og Valka og þeir
taka gjarnan við flakinu þegar bú-
ið er að roðdraga og skera það nið-
ur í réttar þyngdir og pakka því,“
útskýrir Kristján Leifsson, þjón-
ustustjóri fyrirtækisins.
„Það eru auðvitað sveiflur í
þessu. Eftir að kvótakerfinu er
komið á fara menn að frysta á sjó.
Þá fara menn að flytja þessar
gömlu Baader-vélar um borð í
skipin og það voru uppgangstímar
í mörg ár. Svo fyrir nokkrum ár-
um hætta menn að frysta á sjó,
þetta eru ekki nema þrjú eða fjög-
ur skip sem frysta á sjó í dag en
voru um 60. Nú er aflinn unninn í
landi aftur,“ segir Kristján, sem
starfað hefur hjá fyrirtækinu í um
aldarfjórðung.
Sinna útköllum víða
Baader-vélar hafa margar hverjar
verið í notkun í áratugi og smíð-
aðar til að endast, að sögn Krist-
jáns. Þetta veldur því að víða er
ekki endilega verið að kaupa nýjar
vélar, en það getur gert að verkum
að það skortir varahluti í eldri vél-
ar. Það er hins vegar ekki vanda-
mál, þar sem fyrirtækið rekur um-
fangsmikið renniverkstæði og
getur smíðað varahluti eftir pönt-
unum. Hann segir ekki óalgengt að
beiðnir komi til fyrirtækisins utan
úr heimi þar sem það getur tekið
mun lengri tíma að fá varahluti frá
framleiðandanum í Þýskalandi.
Jón Valur segir hins vegar ekki
einungis koma beiðnir um vara-
hluti að utan heldur sé einnig sóst
eftir þekkingu starfsmanna sem
hann segir jafnvel vera fremstu
sérfræðinga á sviði Baader-véla í
heimi. „Það er lítil starfsmanna-
velta hjá okkur og eru tveir með
40 ára reynslu hjá fyrirtækinu.
Kristján er nýr, hann er bara bú-
inn að vera hérna í 25 ár,“ segir
hann og hlær. „Það er alltaf að
aukast að beðið sé um menn frá
okkur um allan heim,“ bætir hann
svo við.
Á renniverkstæðinu starfa sjö
og nýtist það einnig til að þjónusta
önnur fyrirtæki. „Langst af var
það að vinna um helming fyrir
okkur og helming fyrir utanað-
komandi. Unnið mikið fyrir Össur,
Marel og Völku,“ segir Kristján.
Leita á erlend mið
Enn er sóst í Baader-vélar en
rekstrarumhverfi fyrirtækisins er
nokkuð breytt frá því sem áður
var, að sögn félaganna tveggja.
Þeir segja talsverða endurnýjun á
sviði síldveiða í gangi á Íslandi
þessa dagana, en benda á að sala
félagsins sé alls ekki bundin við að
selja þýskar vélar hér á landi.
Fyrirtækið framleiðir nokkrar teg-
undir véla sjálft undir merkjum ÍS
og eru þær í 80 til 90% tilfella
fluttar til útlanda. „Við seljum til
Bandaríkjanna, Kanada og Síle,“
segir Kristján. „Nýja-Sjálands,
Ástralíu, Sádi-Arabíu og Ísraels,“
bætir Jón Valur við.
Þeir segja eigin framleiðslu Baa-
der á Íslandi stöðugt gegna stærra
hlutverki og að mesta vinnan fari
fram á nýjum mörkuðum, en fyrir-
tækið hefur smíðað ÍS-vélar í um
30 ár. „Við erum meðal annars að
sækja meira inn í Bandaríkin með
okkar vélar og því fylgir talsverð
vinna, sem tengist meðal annars
reglugerðum sem þarf að uppfylla
og slíkt,“ útskýrir Jón Valur sem
jafnframt bendir á að kerfisbreyt-
ingar sem fyrirtækið hefur ekki
stjórn á hafi haft nokkur áhrif á
þessa hlið rekstrar Baader á Ís-
landi. „Í kjölfar þess að ég byrjaði
hjá fyrirtækinu fór að aukast salan
á svokölluðum saltfiskhausara, en
það var aðallega vegna breyttrar
reglugerðar í Noregi sem gerði
það að verkum að það þurfti að
koma með alla hausa í land. Þá
hættu allir að handhausa á smá-
bátunum.“
Þetta varð til þess að talsverð
eftirspurn myndaðist eftir haus-
ingavélum í Noregi og tókst að
selja slíkar þangað í tugatali, að
sögn sölustjórans. „Við fluttum út
á þessu tímabili vélar í gámavís,
það komust einhverjar sex til átta
vélar í hvern gám og fóru þeir frá
okkur annan hvern mánuð,“ segir
Kristján.
Önnur tækifæri í laxinum
Er spurt er að því hvort aukið
fiskeldi skapi frekari vaxtarskilyrði
svara þeir báðir tvímælalaust ját-
andi. Kristján bendir á að fyrir um
10 árum þegar Baader kynnti nýja
vél undir laxvinnslu hafi norsk
fyrirtæki keypt gríðarlegan fjölda
um leið.
„Fyrir tveimur árum kom aftur
ný vél og þá fór þetta aftur að ger-
ast,“ bætir Jón Valur við. „Þar er
verið að keyra á sjálfvirkni. Lax-
inn er mataður í vélina sjálfkrafa
og slægður. Svo er myndavélakerfi
til þess að athuga hvort hann sé
nógu vel slægður. Hann er með
sjálfvirkum hætti settur í kassa og
merktur, þannig að ef kúnni gerir
athugasemd er hægt að fletta upp
mynd af þessum fiski. Við erum að
tala um kannski 170 tonn af laxi á
dag og hægt er að finna þennan
eina sem kvartað er yfir.“
Jón Valur bendir á að Arnarlax
á Bíldudal noti þrjár sérhæfðar
vélar frá Baader undir vinnslu á
laxi. „Það eru allt önnur tækifæri í
laxinum.“
Kjölfestan í vélvæðingu fiskvinnslu
Morgunblaðið/RAX
Kristján Leifsson og Jón Valur Valsson segja lykilinn að langlífi hins sögufræga fyrirtækis Baader vera starfsfólkið.
Vélar frá Baader í
Þýskalandi hafa fylgt
íslenskum sjávarútvegi í
meira en hálfa öld, en
útflutningur verður
stöðugt stærri hluti af
rekstri Baader á Íslandi.