Morgunblaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is biljofur.is Verkstæði // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir 544 5151 Tímapantanir Sigurðu Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Íþróttastarf í borginni er enn með hefðbundnu móti en við höfum uppi allar nauðsynlegar varúðarráðstaf- anir. Neyðarstjórn Reykjavíkur- borgar leggur línurnar í öllum við- búnaði og samkvæmt því erum við viðbúin því að loka þurfi íþrótta- húsum, sundlaugum og öðru ef al- varlegar aðstæður skapast,“ segir Steinþór Einarsson hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. „Við erum einnig í nánu samstarfi við íþróttafélögin úti í hverfunum sem hafa upplýst til dæmis foreldra um stöðuna, en upplýsingar skipta öllu máli eins og málin blasa við okk- ur nú,“ segir Steinþór ennfremur. Íþróttafélög vara við Á vefsetrum íþróttafélaga í Reykjavík hefur verið vakin athygli á leiðbeiningum sóttvarnalæknis í tengslum við kórónuveiruna og fólk hvatt til þess að fylgjast með upplýs- ingum. Hafa einnig í huga að skil- greiningar á svæðum með viðvar- andi smit geta breyst hratt. Í tilkynningu frá Árbæjarfélaginu Fylki kemur fram að félagið hafi gefið út til þjálfara að forðast óþarfa snertingar milli iðkenda og starfs- manna. Einnig að þjálfarar brýni fyrir iðkendum að þvo sér reglulega um hendur. Hjá Reykjavíkurborg hefur verið fundað reglulega síðan fyrir helgi eða frá því Almannavarnir lýstu yfir hættustigi vegna kórónuveirunnar. Upplýsingamiðlun er aðalatriði að- gerða og svo aukin þrif í húsum í eigu borgarinnar. Í því skyni hefur borgarráð samþykkt aukafjárveit- ingu. Er þar sérstaklega horft til þess að bæta hreinlæti á stofnunum þar sem fólk er í viðkvæmri stöðu, aldraðir, fatlað fólk og fleiri. „Við vinnum með öllum sviðum við að koma upplýsingum til stjórnenda og síðan notenda, til dæmis nem- enda í skólum og foreldra þeirra. Svo er verið að vinna í að endurnýja nauðsynlegar undanþágubeiðnir vegna verkfalla en það er mikilvægt að þær haldi áfram á velferðarsviði og í sorphirðu,“ segir Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri Samfélagið geti brugðist við Á Norðurlandi eystra hefur verið fundað stíft vegna aðsteðjandi hættu vegna kórónuveirunnar og ýmsar fyrirliggjandi viðbragðsáætlanir yf- irfarnar. Lögreglan á svæðinu hefur leitt þetta starf sem er unnið meðal annars í samvinnu við sveitarfélögin á svæðinu. Í gær hittust sviðsstjórar Akureyrarbæjar vegna málsins. „Við fylgjum þeim leiðbeiningum sem almannavarnir og sóttvarna- læknir hafa gefið út og hugum að styrk innviða okkar og viðbrögðum almennt. Ég tel samfélagið hafa alla burði til geta brugðist við og mætt vandamálum sem geta komið upp ef veiran berst hingað,“ segir Ásthild- ur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akur- eyri, í samtali við Morgunblaðið. Viðbúin að loka íþrótta- húsum og sundlaugum  Upplýsingamiðlun og þrif  Ráðstafanir á Akureyri Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sundhöll ÍTR í viðbragðsstöðu vegna kórónuveirunnar ef loka þarf laugum. Ásthildur Sturludóttir Dagur B. Eggertsson Freyr Bjarnason freyr@mbl.is Sextán manns á fimmtugs- og sextugs- aldri hafa verið greindir hér á landi með kórónuveiruna. Sjö ný tilfelli voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. Fólkið smitaðist allt erlendis og er ekki alvarlega veikt. Tólf komu með flugi frá Veróna á Norður-Ítalíu og fjórir með flugi frá München í Þýska- landi eftir að hafa verið í Austurríki í fríi. Allt fólkið er í einangrun en sá sem fyrst smitaðist hefur verið útskrifaður af Landspítala og er heima hjá sér í sóttkví. Yfir 30 sýni voru rannsökuð á Land- spítalanum í gær og samtals hafa um 230 sýni verið greind í heildina. Þá eru vel yfir 300 einstaklingar í sóttkví á landinu öllu. Már Kristjánsson, yfirlæknir smit- sjúkdómalækninga á Landspítalanum, sagði á blaðamannfundi að einkenni kórónuveirunnar og hinnar árlegu inflúensu væru ekki ólík. Aftur á móti væru til meðferðarmöguleikar og bólu- efni við síðarnefndu sóttinni. Veiran getur lifað á yfirborði hluta í allt að níu daga Beita þarf einangrun og sóttkví þangað til búið verður að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni. Um 80% þeirra sem greinast með COVID-19, sjúk- dóminn sem umrædd veira veldur, fá væg einkenni. Um 15% verða veik með hita og einkenni hliðstæð inflúensu en um 5% veikjast alvarlega. Mikilvægt er að gæta vel að almennu hreinlæti því veiran getur lifað á yfirborði hluta í einn til níu daga. Már segir að ekki megi tala veiruna niður þrátt fyrir að hún sem slík sé ekki svo ógnvænleg. Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum, segir nauðsyn- legt að fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu. Umfjöllun getur valdið kvíða og því er mikilvægt að hans mati að foreldrar sýni sérstaka aðgát í návist barna. Langhlaup framundan Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sagði á fundin- um nauðsynlegt að horfa af yfirvegun fram í tímann, þar sem um langhlaup væri að ræða. „Við áttum von á því að þetta dreifðist yfir lengri tíma heldur en það hefur gert. En það minnir okk- ur kannski á hversu smitandi þessi veira er,“ sagði hann um útbreiðslu veirunnar hérlendis. Karls G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítal- ans, segir álagið gríðarlega mikið á deildinni. Sérþjálfuðum starfsmönnum sem vinna við greiningu sýna hefur fjölgað úr fjórum í átta. „Þetta fer að jafnast á við svínaflensuna árið 2009. Þetta er talsvert meira heldur en í venjulegu inflúensuári, að fá þessa við- bót ofan á allt hitt,“ sagði hann. 25.000 manna ráðstefnu frestað Framkvæmdaaðili Verks og vits hefur ákveðið að fresta sýningunni sem átti að halda í Laugardalshöll 12. til 15. mars fram í október. „Í ljósi að- stæðna vegna COVID-19 setur fram- kvæmdaaðili sýningarinnar heilsu og hag sýnenda, þjónustuaðila og gesta sýningarinnar í forgang,“ sagði í til- kynningu. Mikill áhugi var á sýningunni og var uppselt á sýningarsvæðið. Yfir 100 fyrirtæki og stofnanir ætluðu að kynna þar vörur sínar. Um 25 þúsund gestir sóttu síðustu sýningu árið 2018. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra greindi frá því á Alþingi að rík- isstjórnin horfði sérstaklega til ferða- þjónustunnar þegar kæmi að efnahagslegum áhrifum vegna kórónuveirunnar og að bregðast þyrfti við tjóni vegna fækkunar ferða- manna. Breiðist hraðar út en búist var við  Sjö ný tifelli kórónuveirunnar greind á Landspítalanum  Yfir 200 sýni hafa verið greind  Fer að jafnast á við svínaflensuna Fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu  Verki og viti frestað Morgunblaðið/Eggert Faraldur Fulltrúar frá ríkislögreglustjóra og heilbrigðiskerfinu fóru yfir stöðuna á fundi með fjölmiðlum í gær. Kórónuveirusmit á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.