Morgunblaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 12
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020
Tengsl allt að 22 af þeim hundrað
dómurum, sem setið hafa við Mann-
réttindadómstól Evrópu frá byrjun
árs 2009, við ýmis hagsmunasamtök
og stofnanir eru áhyggjuefni og til
þess fallin að draga megi hlutleysi
dómstólsins í efa í einhverjum úr-
lausna hans. Þetta kemur fram í
nýrri skýrslu Evrópsku réttarfars-
miðstöðvarinnar, European Centre
for Law and Justice, ECLJ.
Skýrslan er afrakstur hálfs árs
rannsóknarvinnu og eru þar dregin
fram tengsl dómaranna við sjö
hagsmunasamtök og stofnanir sem
verið hafa aðilar að málum sem
dómstóllinn hefur fengið til með-
ferðar frá ársbyrjun 2009 fram á
haust í fyrra.
Samtök Soros áberandi
Meðal þeirra samtaka sem nefnd
eru í skýrslunni eru mannréttinda-
samtökin Amnesty International,
Human Rights Watch og Open So-
ciety Foundation, samtök ung-
versk-bandaríska auðkýfingsins
George Soros, en starfsemi þeirra
nær til rúmlega hundrað þjóða.
Rannsóknarfólk ECLJ segir
dómarana 22 ýmist hafa starfað fyr-
ir eða gegnt stjórnunarstöðum hjá
þeim samtökum og stofnunum sem
talin eru upp í skýrslunni og eru
flestir þeirra, tólf dómarar, sagðir
hafa gegnt stöðum við samtök So-
ros eða undirsamtök þeirra í ýms-
um löndum áður en þeir tóku við
embættum sínum við mannrétt-
indadómstólinn.
„Þessi mikla nærvera Open So-
ciety og tengdra samtaka er
óheppileg á marga vegu,“ segir á
síðu ECLJ. „Alvarlegri er þó sú
staðreynd að 18 þessara 22 dómara
komu að málum þar sem fyrrver-
andi vinnuveitandi þeirra var ýmist
málshöfðandi eða stuðningsaðili
hans,“ segir þar enn fremur og því
bætt við að ECLJ hafi við rannsókn
sína fundið 88 mál á tíu ára tímabili
þar sem ástæða sé til að draga hlut-
lægni dómara í efa.
Málin geti verið fleiri
Segir svo að í eingöngu tólf þess-
ara mála hafi dómarar ákveðið að
víkja sæti vegna tengsla þeirra við
hlutaðeigandi samtök, en heildar-
fjöldi mála sé þó varfærnislega
áætlaður þar sem fjárhagsleg
tengsl hagsmunasamtaka inbyrðis
séu ekki skoðuð ofan í kjölinn og
gætu vafamálin því verið mun fleiri.
„Hér er um alvarlegt ástand að
ræða sem gefur tilefni til að draga
sjálfstæði dómstólsins og hlutlægni
dómaranna í efa. Hér þarf að gera
bragarbót tafarlaust,“ er niðurstaða
ECLJ.
Breski heimspekingurinn og rit-
höfundurinn John Laughland ritar
pistil um mál mannréttindadóm-
stólsins á vef rússnesku sjónvarps-
stöðvarinnar RT og segir tengsl
dómaranna, við þau hagsmunasam-
tök og stofnanir sem nefnd eru í
skýrslu ECLJ, umtalsverð.
Megi þar nefna áralanga setu í
stjórnum eða framkvæmdaráðum
samtakanna, kennslu við stofnanir
sem þau hafi fjármagnað auk þess
sem Laughland dregur sérstaklega
fram launaðar stöður við Open So-
ciety-stofnun Soros og tekur þar
sem dæmi störf hins búlgarska
Yonko Grozev, verjanda þriggja
liðskvenna rússnesku pönksveitar-
innar Pussy Riot á sínum tíma, en
Grozev stýrði þá Open Society Jus-
tice Initiative. Skömmu síðar tók
hann við dómaraembætti.
Tengsl oft ekki augljós
Segir Laughland mörg hags-
munasamtakanna hafa komið að
fjölda mála við dómstólinn, svo sem
mannréttindasamtökin The Hels-
inki Foundation for Human Rights
sem hafi komið að 32 málum á árinu
2017 einu. Í fjölda tilfella liggi
tengsl hagsmunasamtaka við ein-
stök mál langt í frá í augum uppi.
„Til dæmis má það vera að lögmenn
einna samtaka séu verjendur í máli
þar sem fleiri samtök hafi uppi
kröfur sem þriðju aðilar, en að lok-
um sé það sami aðili sem fjármagn-
ar öll samtökin, yfirleitt Soros,“
skrifar Laughland.
Hann telur undirrót þeirrar
stöðu, sem upp er komin sam-
kvæmt skýrslu ECLJ, umfangs-
mikil ítök Soros í „mannréttinda-
iðnaði“ Eystrasaltsríkjanna og
landa Balkanskagans sem svo til-
nefni dómara við mannréttinda-
dómstólinn gegnum aðild sína að
Evrópuráðinu.
51 ekki gegnt dómarastöðu
„Ekkert væri athugavert við að
dómari hefði gegnt launaðri stöðu
innan raða hagsmunasamtaka áður
en hann tók við dómaraembætti, ef
þessi sömu samtök væru ekki virk í
að leggja mál fyrir dómstólinn, ým-
ist sem málsaðilar, í lögmennsku
fyrir hönd málsaðila eða sem sér-
fróðir álitsgjafar, og dómarinn
kæmi þá ekki að málum þeirra.“
Klykkir Laughland út með því að
ekki sé skilyrði að dómarar við
mannréttindadómstólinn hafi
nokkra reynslu af dómstörfum. Af
hundrað dómurum sem dæmt hefðu
við dómstólinn frá því 2009 hefði 51
ekki gegnt dómarastöðu áður. Þeir
hafi hins vegar í fjölda tilfella verið
mannréttindaaðgerðasinnar á
snærum Soros eða stofnana hans.
„Afleiðingarnar verða þær að
dómararnir sem þarna sitja hegða
sér í raun ekki eins og dómurum er
eðlilegt.“
Morgunblaðið/Þórður
Meginland Mannréttindadómstóll Evrópu, sem hér sést, er í frönsku borginni Strassborg.
Enginn er dómari í
eigin sök – eða hvað?
Brotalöm talin á hlutleysi dómara MDE í minnst 88 málum
Breski forsætisráðherrann Boris Johnson býr sig undir
að draga Bretland út fyrir vébönd mannréttinda-
löggjafar Evrópusambandsins samhliða því að leiðir
skilur í kjölfar Brexit. Dagblaðið Telegraph greinir frá
því að samningamenn Bretlandsmegin hyggist hafna
væntanlegum áskilnaði í fríverslunarsamningi við ESB
um að Bretland verði áfram aðili að mannréttinda-
sáttmála Evrópu.
Segir blaðið slíkt skref ekki verða tekið átakalaust í
ljósi andstöðu við að Bretar segi sig frá sáttmálanum.
Dominic Cummings, helsti ráðgjafi Johnsons, er hins vegar þeirrar
skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit hafi í hugum flestra kjós-
enda einnig snúist um brotthvarf frá sáttmálanum.
Johnson boðar brotthvarf
BRETLAND OG MANNRÉTTINDASÁTTMÁLINN
Boris Johnson
Lenny Messina
heimsækir Fjallkonuna
Spennandi 6 rétta matseðill
undir áhrifum matargerðar
Miðausturlanda
BYRJAR Í DAG!
Baladi eggaldin
Furuhnetur | Granatepli | Tahini
Pítubrauð
Shish Barak Nauta-dumplings
Skyr | Aleppo chili | Furuhnetur
Grillaður Kolkrabbi
Hvítar baunir | Chorizo | Harissa
Bleikja
Arak | Fennil | Karamelliseruð mjólk
Lambarumpsteik
Zataar kryddblanda | Mólassi
Brennt eggaldin
Halva Parfait
Ristaðar möndlur | Pressaðar döðlur
Lenny Messina ...
... starfar sem yfirmatreiðslumaður á veitinga-
húsinu LOLA, sem hann rekur ásamt eiganda
staðsins Michael Ginor.
LOLA á Long Island hefur hlotið fjölda verðlauna
og viðurkenninga m.a. þann mikla heiður að fá
umsögnina „excellent“ í New York Times.
Staðurinn býður upp á sælkerarétti undir fjöl-
breyttum áhrifum miðjarðarhafsmatarðgerðar.
Hafnarstræti 1–3 > fjallkona.is
FJALLKONAN FAGNAR ÞÉR!
Borðapantanir á fjallkona.is eða í síma 555 0950
4. – 8. MARS
>8.900kr.