Morgunblaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020 ✝ Bjarni ValgeirGuðmundsson, forsetabílstjóri og bifvélavirki, fædd- ist í Reykjavík 21. október 1934. Hann lést á Landakoti 19. febrúar 2020. Bjarni ólst upp í foreldrahúsum á Fjalli í Sæmund- arhlíð í Skagafirði til tólf ára aldurs og síðan á Botnastöðum í Svartárdal í Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Guð- mundur Jónsson, f. 6.3. 1904, nú látinn, bóndi á Botnastöðum og síðast starfsmaður Pósts og síma í Reykjavík, og kona hans, Anna Guðrún Bjarnadóttir, f. f. 16.7. 1957. 2) Salbjörg, f. 11.4. 1966, maki Victor Rafn Viktorsson. Börn hennar eru: a) Óskar Örn Þórhallsson, maki Hulda Soffía Jónasdóttir. b) Júlíana Kristbjörg Þórhalls- dóttir, maki Hlynur Friðfinns- son, þau eiga Jörfa Snæþór og Arneyju Þulu. c) Ólafía María Aikman, maki Theodór Marvin Magnússon. d) Freyja Rán Við- arsdóttir. 3) Anna María, f. 22.4. 1969, gift Ólafi K. Ólafs- syni. Börn hennar eru: a) Mar- ey Jónasdóttir, gift Birgi Blön- dahl Arngrímssyni, þau eiga Brynju Blöndahl. b) Bjarni Val- geir Ólafsson. Bjarni flutti til Reykjavíkur 1951, hóf nám í bifvélavirkjun, lauk sveinsprófi í þeirri iðn- grein og starfaði síðan við greinina í tuttugu og þrjú ár. Hann hóf störf hjá forsetaemb- ættinu 1980 og starfaði þar til starfsloka. Útför Bjarna var gerð frá Bessastaðakirkju 2. mars 2020. 29.12. 1910, nú látin, húsfreyja. Bræður Bjarna: Óskar, f. 1930, d. 1956, prentari í Reykjavík; Gunn- laugur, f. 1942, múrarameistari á Álftanesi; Jón Eyj- ólfur, f. 1944, húsameistari í Ástralíu. Hinn 24. maí 1958 kvæntist Bjarni Maríu Birnu Sveinsdóttur, f. 18.3. 1936. Foreldrar hennar voru Sveinn Erlendsson, bóndi á Breiðabólstöðum á Álftanesi, og kona hans, Júlíana K. Björnsdóttir húsfreyja. Börn Bjarna og Maríu eru: 1) Sveinn, Þrjátíu og fjögur ár. Ég vildi óska að árin hefðu verið fleiri en þetta var sá skammtur sem við fengum úthlutaðan. Hann afi sýndi mér hvernig hægt er að virkja þrjósku, nýta hana í bil- anagreiningu og útsjónarsemi. Vandamál voru alltaf eitthvað til að leysa, hvort sem það var að smíða kerru, laga bíla, sinna viðhaldi á heimilinu eða kaupa jólagjafir. Hann var reyndar mjög lunkinn við að fá verktaka í seinasta lið af þessari útlistun og hef ég reynt að tileinka mér slíkt hið sama. Ein skemmtilegasta saga sem ég á af honum afa og lýsir hans karakter hvað best snýr að vís- indatilraun sem fór allsvakalega úr böndum. Á yngri árum hafði ég á tíma- bili mikinn áhuga á litbolta (pa- intball) og vildi kanna hvort hægt væri að smíða sprengjur úr þeim boltum. Ég tróð því fullt af litboltum og flugeld í 500 ml plastflösku og fór að sprengja. Út frá þeim úrlausnarsjónarmiðum sem afi hafði óafvitað kennt mér ákvað ég að velja lokað rými til að sjá hvers konar þekju málningin myndi ná. Ég hafði greinilega ekki virkjað sömu aðferðafræði hvað varðar öryggismál og ákvað að partabíll sem afi átti væri upp- lagður prófunarstaður. Kveikti í þræði, beið eftir hvelli og kíkti svo inn í bílinn. Jújú, þekjan var góð og allt leit vel út ... þar til reykur úr áklæði á bílsætinu byrjaði að fylla rýmið í bílnum. Ég hljóp því í pati til afa úti í bílskúr og bankaði á hurðina. Hann svaraði og sá að það var eitthvað óæskilegt í gangi. Ég sagði við afa: „Ööö, það er smá vesen.“ Hann sá greinilega að ég var í uppnámi og spyr: „Hvað gerðir þú núna?“ Ég svara: „Það gæti verið að ég hafi kveikt smá í partabílnum þínum.“ Hann svarar með stóískri ró: „Þú ert nú meiri grallaraspóinn. Kíkjum á þetta.“ Við löbbum í rólegheitum að partabílnum, hann rífur upp pakka af filterslausum Camel og kveikir í rettu. Þarna blasir við okkur alelda bíll og við horf- um á hann brenna saman, bíð- andi eftir sprengingu a la James Bond-mynd. Háværustu sprengingarnar voru þegar hjól- barðarnir sprungu, okkur til mikilla vonbrigða. Hann sagðist alltaf ætla að verða hundrað og tólf ára gam- all. Hann snuðaði okkur því um góð tuttugu og sex ár. Mögulega eigingirni af okkar hálfu að vilja rukka hann um þau en það breytir ekki þeirri staðreynd að árin sem við feng- um voru að öllu leyti yndisleg og mótuðu mig að þeim manni sem ég er í dag. Ég þakka því kærlega fyrir þann tíma sem við fengum með þér og vona að þú náir Tiger þar sem þú ert núna. Svo ég vitni í hann sjálfan: „Sjáumst, karlinn minn.“ Óskar Örn Þórhallsson. Bréf til afa. Þér líður betur þarna heldur en hér veit ég. Allar minning- arnar á ég um það þegar við höfum verið saman eins og þeg- ar ég átti afmæli og þú komst og spilaðir á harmonikkuna fyr- ir mig í pottinum eða þegar þú spilaðir á píanóið og söngst fyr- ir mig, líka þegar þú sótti mig í skólann á græna jeppanum þín- um, þegar þú horfðir á mig og hlóst og brostir til mín og alla molana sem við borðuðum sam- an og dýfðum í kaffi við mat- arborðið á Jörfa. Þegar þú varst á spítalanum vildi ég halda í höndina á þér og bara horfa á þig, stundum þarf maður ekki að segja neitt, þú skilur mann svo vel. Ég mun sakna þess að koma á Jörfa og heyra þig segja: „Hvað segir ást“ og horfa í ljósbláu fallegu augun þín og sjá þig strjúka skallann á þér og segja: „Jæja það er bara svoleiðis“. Þú varst alltaf stoltur af mér og svo góður. Ég hef alltaf verið svo heppin að eiga þig sem afa minn. Þú er svo góð fyrirmynd og ég lít svo upp til þín en fyrir ut- an þessa þrjósku sem er samt bara þú, það er bara afi. Þú munt alltaf eiga stóran part af hjarta mínu, elsku afi minn. Elsku afi minn, ég mun sakna þín svo mikið, vildi að við gæt- um verið aðeins lengur saman en þú munt horfa á mig þaðan sem þú ert þangað til ég verð gömul og passa upp mig. Þín afastelpa, Freyja Rán. Það er einatt lán að eignast góða vini meðal samstarfs- manna. Bjarni V. Guðmundsson var umsjónamaður og bílstjóri á höfuðbólinu á Bessastöðum í tíð okkar mæðgna, nágranni okkar á Álftanesinu á Jörfa, hinum megin við Bessastaðatjörn, og við eigum um hann svo afar góðar minningar. Hann sinnti með ráðskonu staðarins innkaupum til heim- ilisins, ók heimasætunni í barnaskólann á Álftanesi og kenndi henni að keyra bíl úti í Bessastaðanesi þar sem engin var umferðin önnur en æðarfugl og stokkendur á vappi. Það voru oft skemmtilegar skrafstundir á háu kollunum við stóra framreiðsluborðið í gamla eldhúsinu á Bessastöðum og margar minnisverðar ferðir farnar í heimsóknir út á land, þar sem Bjarni oftar en ella ók staðarjeppanum með áfastri kerru sem hlaðin var trjá- plöntum til gróðursetningar á landsbyggðinni. Skógur á hjólum. Hann var viðræðugóður og glaðsinna og þar á ofan afar tónhneigður, söng lengi í kirkjukórnum okk- ar á nesinu og spilaði prýðisvel á harmonikku dillandi polka og ræla heimamönnum til mikillar ánægju. Ég minnist Bjarna á Jörfa, samstarfsmanns míns um ára- bil, með mikilli hlýju og votta Maríu hans, börnum þeirra og fjölskyldunni allri einlæga sam- úð. Vigdís Finnbogadóttir. Þegar ég fékk fréttirnar um að Bjarni Valgeir Guðmunds- son, kær vinur og traustur, væri látinn setti mig hljóða. Við Addi kynntumst þeim Bjarna og Maríu eftir að við fluttum á Álftanesið og var það upphafið að mörgum ánægjustundum okkar saman. Bjarni var Hún- vetningur og átti sterkar taugar á æskuslóðir sínar og fór gjarn- an til veiða í Svartárdalnum. Tónlistin var honum í blóð borin í orðsins fyllstu merkingu en hann spilaði á píanó og harm- onikku og þurfti ekki nótur. Upp í hugann kemur þegar Guðrún Ásmundsdóttir leikkona kom til okkar í eldriborgara- starfið á Álftanesi og setti upp revíu með fólkinu, þau hjónin Bjarni og Maja tóku að sjálf- sögðu þátt í þessari uppsetn- ingu ásamt fleiri félögum. Bjarni spilaði á nikkuna það sem Guðrún kom með og ef hann þekkti ekki lagið þá lét hann hana bara syngja laglín- una og þá vafðist ekki fyrir hon- um að spila það. Bjarni var duglegur maður, greiðvikinn og laghentur. Ég held að hann hafi getað lagað allar vélar og tæki og ef á þurfti að halda þá smíðaði hann jafnt úr timbri sem járni. Ég naut greiðvikni Bjarna eins og svo margir sem hann þekktu. Mesta gæfan hans Bjarna var hún Maja og áttu þau einstak- lega fallegt hjónaband og hafa þau haldið fallega utan um hóp- inn sinn, börnin og fjölskyldur þeirra. Minningarnar um samveru- stundir með þeim hjónum eru dýrmætar og ég þakka af hjarta fyrir samfylgdina, allar gleði- stundirnar og trausta vináttu. Guð blessi minningu Bjarna Valgeirs Guðmundssonar. Gréta Konráðsdóttir. Bjarni á Jörfa er látinn á átt- ugasta og sjötta aldursári. Sátt- ur, því hann hafði undanfarin misseri glímt við hvimleiðan svima og krankleika sem dró úr honum allan mátt. Það hugnað- ist honum ekki, höfðingjanum, sem hafði alltaf lifað lífinu lif- andi, verið með og mótandi. Nú var kominn tími til að kveðja. Hann hafði verið með sterk- ustu stoðum mannlífs á Álfta- nesi um langt árabil, frum- kvöðull í félagsstarfi og virkur. Okkur er minnisstætt þegar hann ók um hreppinn til þess að næla í söngraddir við stofnun Álftaneskórsins, þar sem hans fallega bassarödd átti eftir að hljóma í kirkjunni um árabil. Í Lionsklúbbnum var hann fljót- lega gerður formaður og hafa fáir stjórnað fundum af meiri virðuleika og festu. Bjarni fékk í vöggugjöf sindr- andi blá augu og fagra ásjónu, sem ásamt djúpri, mjúkri röddu og séntilmannsfasi, sem hann hafði áunnið sér, skópu honum hlýju og virðingu hjá báðum kynjum. Hann var sjarmör af efstu gráðu. Hafði sinn stíl og var mátulega kærulaus gagn- vart því sem aðrir hugsuðu um hann. Fékk sér vodka þótt aðrir sötruðu léttvín og reykti sinn Camel ef honum bauð svo við að horfa. Þó kunni hann manna best með vín að fara. Gleðimað- ur var hann og ómissandi gleði- gjafi þegar hann þandi nikkuna í ferðalögum og á samkundum þeirra félaga sem hann var í. Bjarni og María Sveinsdóttir Erlendssonar á Breiðabólsstöð- um heitbundust ung að árum. Þóttu þau glæsilegasta par á Álftanesi er þau svifu um dans- gólfið eða völsuðu á skautum um Bessastaðatjörn. Og það var notalegt að fylgjast með hvernig ást þeirra og gagnkvæm virðing hélst alla ævi, oft með aðstoð glettni og kímni sem geta gert kraftaverk. Skap hafði Bjarni eins og margir Skagfirðingar forfeður hans, og þá spillti ekki hvílík öndvegiskona Mæja er. Bjarni hafði ýmsan starfa á sinni tíð. Þegar lögboðinni vinnuskyldu var lokið og Bjarni kominn á áttræðisaldurinn reisti hann sjálfur þeim hjónum sum- arbústað við Úlfljótsvatn sem fjölskyldan hefur notið síðan. Golfáhuginn, sem Bjarni og Mæja fengu á efri árum, átti eftir að færa þeim margar gleði- stundir innanlands og erlendis. Fyrir nokkrum árum fékk ég (Sigurður) hringingu frá Bjarna. Hann spurði hvort ég vildi leika golf á Havaí eða Flo- rida. Ég sagði bara já. „Þá kem- ur þú í bílskúrinn til mín á morgun. Doron verður líka.“ Ég mætti á tilteknum tíma í bílskúrinn, þar sem ægði saman verkfær- um, olíudósum, tjökkum og alls konar dóti sem Bjarni hafði gegnum tíðina notað til viðgerða og að græja hluti fyrir sig og vini sína, ásamt flóru af litlum plöntum í uppeldi. Þetta var allt mjög hlýlegt og notalegt. Þarna var líka golfhermir sem vinir Bjarna, Viktorsfeðgar, höfðu léð honum. Þetta var byrjunin á dýrmætum gleðistundum sem við Doron Elíasen áttum með Bjarna næstu árin. Í hádeginu beið alltaf kaffi og veitingar hjá Mæju. Ótrúlegt hvað þarf lítinn íburð til þess að skapa sælustu- ndir. Við Sigga minnumst Bjarna með mikilli hlýju og þakklæti og sendum innilegar samúðar- kveðjur til Mæju, Denna, Sal- bjargar, Önnu og fjölskyldunnar allrar. Sigríður og Sigurður G. Thoroddsen. Það er komið að leiðarlokum og kveðjustund er við nú fylgj- um vini okkar Bjarna V. Guð- mundssyni síðasta spölinn. Vinahópurinn, Matar- og ferða- klúbburinn Smjattpattar, syrgir og saknar en lítur til baka með virðingu og þakklæti fyrir öll árin sem við áttum samleið með Bjarna á Jörfa, eins og hann var oftast kallaður. Á slíkri stundu sem þessari lítum við yfir farinn veg og minnumst allra stundanna sem við áttum saman sem hópur. Það var oft safnast saman við matartilbúning, bæði heima við og í þeim mörgu ferðalögum sem við fórum saman um sveitir Íslands. Það hefur alltaf verið gott og uppbyggjandi að koma í heimsókn til Maju og Bjarna á Jörfa og má með sanni segja að þau hafi verið kjarninn í hópn- um. Maja og Bjarni skipulögðu einmitt ógleymanlega ferð fyrir Smjattpatta í Veiðivötn, en það veiðisvæði var í miklu uppáhaldi hjá honum. Bjarni var oft hrók- ur alls fagnaðar og harmónikk- an hans hljómaði og hvatti okk- ur öll til söngs þegar við komum saman, enda hafði Bjarni yndi af tónlist, lék jöfnum höndum á píanó og harmónikku. Minnisstæð er sú stund þeg- ar við Smjattpattar vorum á einu af okkar mörgu ferðalögum úti á landi og hópurinn var óvænt beðinn um að syngja við skírn í kirkju staðarins og Bjarni lék á orgelið eins og ekk- ert væri sjálfsagðara. Bjarni var um tíma formaður sóknarnefndar Bessastaðasókn- ar og söng um áraraðir í Álft- aneskórnum sem meðal annars sér um söng við athafnir í Bessastaðakirkju. Hann var starfsmaður við forsetasetrið á Bessastöðum og bílstjóri forseta Íslands til margra ára og naut mikils trausts og virðingar sem slíkur. Hann var félagslyndur og mjög tryggur og hjálpfús vinur vina sinna. Bjarni kunni góð skil á öllu sem viðkom allskyns vélum og tækjum, útsjónarsamur og handlaginn smiður var hann, sem sást glöggt er þau Maja byggðu sér fallegan sumarbú- stað í nágrenni Úlfljótsvatns. Þar undi hann sér vel við smíð- ar og ekki síst við silungsveiði í vatninu. Við vottum Maju og fjöl- skyldu, okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að blessa þau og styrkja. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Helga og Birgir Ásbjörg og Doron Hulda og Sigurður Valur Ragnheiður Erla og Birgir. Félagar í Álftaneskórnum kveðja í dag kæran vin og söng- félaga, Bjarna Valgeir Guð- mundsson frá Jörfa á Álftanesi. Bjarni var í hópi söngáhuga- fólks sem stofnaði Álftanes- kórinn árið 1981. Þó að kórinn væri stofnaður til þess að flytja aðallega ver- aldlega tónlist tóku kórfélagar fljótlega að sér að syngja við at- hafnir í Bessastaðakirkju. Fyrsta messan sem kórinn söng í kirkjunni var haldin 20. janúar 1984 og síðan þá hefur kórinn alltaf tekið mikinn þátt í kirkju- starfinu. Bjarni var einstaklega tón- elskur maður, hafði góða bassa- rödd og var mikill styrkur fyrir kórinn. Hann var sjálflærður harmonikkuleikari og lék einnig á píanó. Bjarni var yfirleitt hrókur alls fagnaðar þegar fé- lagar í Álftaneskórnum komu saman til gleðskapar og þá var nikkan ósjaldan með í för. Bjarni var hreinn og beinn í öll- um samskiptum og sagði æv- inlega hug sinn. Það var mikið lán fyrir kórinn að eiga slíkan félaga. Bjarni var einstaklega vel kvæntur maður og hafa kór- félagar alla tíð notið þess að hafa Maríu Birnu með í öllum samverustundum og ferðum kórsins. Bjarni hætti að syngja með kórnum fyrir rúmum 5 ár- um vegna heilsubrests en þau Maja héldu áfram tryggð við kórinn og skemmtu sér með kórfélögum þegar tækifæri gáf- ust eins lengi og heilsa Bjarna leyfði. Við þökkum kærum vini ára- langa samfylgd og sendum Maju og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur um leið og við óskum þeim til hamingju með að hafa átt þennan glaða sam- ferðamann í lífi sínu. F.h. Álftaneskórsins, Sigrún Helgadóttir og Sæbjörg Einarsdóttir. Bjarni á Jörfa var eftirminni- legur maður þeim sem kynntust honum. Hann var ákaflega sjarmerandi, gerði hlutina með stæl, fallega tilhafður, svipurinn meitlaður, broshýr, virðulegur. Um Bjarna var ort: Þín ásjóna er ráðsett bæði og reynd hver rún ber svip af skapgerðinni þægri, frá augum stafar góðvilja og greind en gleðin býr við munnvikið til hægri. Bjarni var félagsvera og vin- margur, hafði góða bassarödd, reykti camel, lék á harmonikku, spilaði golf og var lengi virkur í öllu félagslífi á Álftanesi. Svo var hann mekaniker af guðs náð, bílamaður og hagur smið- ur. Hans var sjaldnast getið nema nafn Mæju fylgdi með; þau hjónin eru Álftnesingum einkar hugstæð fyrir margra hluta sakir og eftirminnilegt danspar á þorrablótunum á Álftanesi. Bjarni var félagi í Lions- klúbbnum, kom til liðs við okkur strax í upphafi, fyrir 35 árum eða svo, og var virkur þar til kraftana tók að þverra. Hann varð fljótt formaður og tók það hlutverk alvarlega og gaf því sína persónulegu reisn. Á löngum tíma gegndi hann fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn, var skemmtileg- ur félagi, ötull í starfi og til- lögugóður um öll hin stærri mál. Við kveðjum Bjarna vin okk- ar, þökkum honum allt og allt og óskum Mæju, börnum þeirra og fjölskyldum guðs blessunar. F.h. Lionsklúbbs Álftaness, Magnús Sigfússon formaður. Bjarni Valgeir Guðmundsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.