Morgunblaðið - 04.03.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.03.2020, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020 ✝ Anna MargrétJafetsdóttir fæddist í Reykjavík 29. maí 1932. Hún lést á Landspítal- anum 18. febrúar 2020. Foreldrar hennar voru Guð- rún Rútsdóttir hjúkrunarkona, f. 13. júlí 1912, d. 18. september 1985, og Jafet Egill Ottós- son vörubílstjóri, f. 4. sept- ember 1906, d. 13. mars 1990. Seinni kona Jafets var Fjóla Gísladóttir, f. 14. júlí 1913, d. 16. mars 1994. Systkini Önnu Margrétar eru Hilmar Berg- steinsson, f. 5. júlí 1934, Elín Ja- fetsdóttir, f. 17. nóvember 1941, Hendrik Jafetsson, f. 21. nóv- ember 1945, og Gísli Jafetsson, f. 21. nóvember 1953. Anna Margrét giftist 22. mars 1952 Hálfdáni Guðmunds- syni, viðskiptafræðingi og fv. skattstjóra Suðurlands, f. 24. júlí 1927, d. 4. október 2001. Foreldrar Hálfdánar voru Guð- mundur Jóhannesson, bóndi á Auðunarstöðum í Víðidal, f. 25. júní 1884, d. 26. apríl 1966, og Kristín Gunnarsdóttir, f. 25. ágúst 1890, d. 11. ágúst 1969. Börn Önnu Margrétar og Hálfdánar eru: 1) Ari, viðskipta- fræðingur og fv. starfsmaður Arion banka, f. 18. ágúst 1952, kvæntur Guðbjörgu Sesselju Jónsdóttur, fv. skrifstofustjóra SVÞ. Börn þeirra eru: Ingibjörg Jónsdóttir, gift Árna H. Krist- eiga tvær dætur, Jökull Helgi Sigurðsson og Jóhannes Kári Sigurðsson. 6) Halldóra, hjúkrunarfræð- ingur og deildarstjóri hjá Leit- arstöð KÍ, f. 7. apríl 1974, gift Hilmari Þór Karlssyni við- skiptafræðingi. Börn þeirra eru Diljá, Hálfdán Aron og Darri. Anna Margrét fæddist í Reykjavík, en eftir skilnað for- eldra sinna var hún alin upp af afa sínum og ömmu, Maren Lár- usdóttur og Finnboga Rúti Jónssyni ritvélaviðgerðamanni í Reykjavík. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1950 og hóf nám í læknisfræði þá um haust- ið. Anna Margrét hvarf frá námi eins og margar konur á þeim árum eftir að hún stofnaði fjölskyldu. Árið 1956 fluttist fjölskyldan til Hvolsvallar. Kenndi hún við barnaskólann þar og þegar fjölskyldan flutti til Víkur í Mýrdal 1961 kenndi hún við Víkurskóla. Árið 1968 fluttu þau til Hellu á Rangár- völlum og bjuggu þar til ársins 1984. Kenndi hún við grunn- skólann og var skólastjóri árin 1980 til 1984 er þau fluttu í Mosfellsbæ. Anna Margrét kenndi við gagnfræðaskólann þar árin 1984-1997. Árið 1999 fluttu þau hjón að Dalbraut 16 í Reykjavík, þar sem Anna Mar- grét bjó til dánardags. Anna Margrét var alla tíð mjög virk í félagsstarfi. Hún var virk í starfi skólafélaga á skólaárun- um og síðar meir í starfi stétt- arfélaga kennara. Þar sem fjöl- skyldan bjó var hún iðulega í stjórnum kvenfélaga staðanna. Útför Önnu Margrétar fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 4. mars 2020, og hefst athöfnin klukkan 15. inssyni og eiga þau þrjú börn, Hringur Pjetursson í sam- búð með Karólínu Þórðardóttur, Hringur á tvær dætur með Dröfn Sigurðardóttur og Hjörtur Arason, í sambúð með Kathryn Payne og eiga þau einn son. 2) Finnbogi Rút- ur, lyfjafræðingur hjá Product Life-Group, f. 20. september 1953, kvæntur Guðrúnu Eddu Guðmundsdóttur lyfjafræðingi. Börn þeirra eru: Hulda Margrét Rútsdóttir, gift Allan Richard- son, þau eiga fjögur börn en fyrir á Allan tvo syni, Guðrún Rútsdóttir, gift Jonas Haralds- son, þau eiga tvö börn og Guð- mundur Sigurður Rútsson. 3) Guðmundur, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, f. 1. febrúar 1956, kvæntur Þór- unni Sigurðardóttur rannsókn- arprófessor. Sonur þeirra Sig- urður Jónas lést 4. apríl 2016. 4) Jóna, mannfræðingur og deildarstjóri hjá Flóttamanna- samtökum Hollands, f. 26. sept- ember 1961, gift Einari Má Guðmundssyni umhverfisfræð- ingi. 5) Guðrún, fjölmiðlafræð- ingur og blaðamaður á mbl.is, f. 28. september 1966, gift Sigurði Árna Sigurðssyni myndlistar- manni. Synir þeirra eru Davíð Már Stefánsson, í sambúð með Hugrúnu Björnsdóttur, þau Elsku mamma mín. Ekki grunaði mig þegar ég keyrði mömmu á Landspítalann 10. febrúar að hún ætti ekki aft- urkvæmt þaðan. Spurningin var miklu frekar hvort hún myndi ekki örugglega vera komin heim fyrir þorrablótið á Dalbrautinni helgina á eftir. En kallið kemur stundum án þess að maður eigi von á því og ég veit að hún hefði viljað fara á þennan hátt, óvænt, en um leið búin að upplifa svo margt sem hún hafði ekki átt von á að sér tækist á lífsleiðinni. Til að mynda að sigla um öll heimsins höf með Jónu og Mossa. Mamma var svo sannarlega ekki fædd með silfurskeið í munni og margt sem hefði mátt vera öðruvísi en það var í henn- ar barnæsku. Ein hennar mesta gæfa var að kynnast Eddu þeg- ar þær voru sjö ára og til varð vinátta sem aldrei bar skugga á. Mamma og Edda hafa stutt hvor aðra í gegnum þykkt og þunnt síðustu 80 árin og síðustu áratugi hafa þær búið í nágrenni hvor við aðra og talað saman mörgum sinnum á dag. Foreldrar mínir kynntust á 1. des.-balli í Háskólanum árið 1950. Pabbi ætlaði að heilsa vini sínum og frænda mömmu þar sem hann sat við hlið mömmu þegar hún stökk á fætur og sagði já takk! Þarna steig pabbi sín fyrstu spor á dansgólfinu. Áður en yfir lauk urðu þau ansi mörg og helst með mömmu í faðminum. Það var afar þung- bært þegar pabbi veiktist fljót- lega eftir að hann fór á eftirlaun og lést árið 2001. Við systkinin erum sex talsins og 22 ár á milli elsta og yngsta. Bræðurnir þrír fæddust í Reykjavík en húsnæð- isskortur rak fjölskylduna frá borginni til Hvolsvallar. Þaðan lá leiðin til Víkur í Mýrdal og Hellu á Rangárvöllum. Ein stúlka bættist í systkinahópinn á hverjum stað. Þegar foreldrar mínir kynnt- ust var mamma í læknisfræði og pabbi í viðskiptafræði. Þegar von var á fyrsta barninu kom aldrei neitt annað til greina hjá henni en að hætta námi þrátt fyrir að pabba hafi fundist sjálf- sagt að hún héldi áfram að læra og hann færi að vinna því hún var afburðanámsmaður. Sat fyrstu tvö árin í MR og tók síð- an tvö seinni námsárin saman utanskóla og varð stúdent 18 ára og ekkert benti til annars en að hún flygi í gegnum lækn- isfræðina. Mamma byrjaði að kenna á Hvolsvelli og var það góð ákvörðun sem markaði upphaf að löngum starfsvettvangi innan skólakerfisins. Ekki bara góð fyrir hana sjálfa heldur allan þann fjölda sem hún átti eftir að kenna næstu áratugina. Hún gerði kröfur til nemenda sinna en aldrei ósanngjarnar. Hún lagði á sig ómælda vinnu við að útbúa námsefni þegar kennslu- bækur vantaði og námsefnið var of þungt eða of létt fyrir ein- staka nemendur. Eins ef þeir þurftu á meiri stuðningi að halda eða voru komnir í fram- haldsskóla og áttu í erfiðleikum með námið var það alltaf sjálf- sagt mál að taka á móti þeim heima og aðstoða. Foreldrar mínir voru ákaflega samheldnir og vissu fátt betra en að eyða tímanum með okkur fjölskyldunni. Að sitja saman og rökræða um heimsmálin, lífið og tilveruna. Þau studdu ólíka stjórnmálaflokka en innst inni voru þau sammála. Að bera virð- ingu fyrir öðru fólki og að allir hefðu sama rétt. Ég held að þetta veganesti sem við systk- inin fengum sé eitt það mik- ilvægasta sem hægt er að veita börnum, svo ekki sé talað um þá skilyrðislausu ást sem þau veittu okkur alla tíð. Í dag kveðjum við þá manneskju sem hefur senni- lega mótað mig mest og það er erfitt því ég þekki ekki lífið án mömmu og að tala við hana nán- ast daglega. Mamma, takk fyrir allt. Ég elska þig. Guðrún Hálfdánardóttir (Gúna). Mamma hefur alltaf verið til eða hvað? Fyrir okkur börnun- um hennar sex hefur hún alla vega alltaf verið til. En nú er allt í einu klippt á þennan þráð okkar til fortíðarinnar. Nú höf- um við bara minningarnar um mömmu og pabba. Af minning- unum er líka mikið til í huga okkar allra. Um hina ástríku móður sem leiddi okkur og verndaði, skemmti, fæddi og klæddi, kenndi okkur á lífið og tilveruna, sagði okkur sögur af sér og sínu fólki, lífi þess og störfum. Mamma var staðráðin í því frá unga aldri að eignast stóra og samheldna fjölskyldu. Þessu takmarki sínu náði hún með glæsibrag. Við systkinin erum foreldrum okkar ævinlega þakk- lát fyrir að hafa tekið þessa stefnu í lífinu, því ekkert vitum við betra en að eiga svona mörg systkini sem nú deilum minn- ingum um ljúfa æsku í skjóli elskandi foreldra sem litu á það sem sína æðstu köllun að koma barnahópnum sínum til manns. Efst í æskuminningum okkar bræðranna þriggja, sem erum jú nokkru eldri en systur okkar, eru stundirnar sem við áttum við móðurkné áður en sjónvarp og önnur tæki til fjölmiðlunar náðu yfirhöndinni á heimilunum. Á þessum árum las hún fyrir okkur góðan hluta af Íslendinga- sögunum. Þeir Gunnar, Skarp- héðinn, Kári, Egill, Kjartan og Bolli voru okkar hetjur sem lifn- uðu meðal okkar á þessum stundum sem og í leikjum okk- ar. Einnig kvenhetjurnar, Berg- þóra, Guðrún Ósvífursdóttir, Þorgerður Egilsdóttir og Helga jarlsdóttir. Halldór Laxness var líka lesinn, Heimsljós og Ís- landsklukkuna bar þar hæst. Persónur þessara sagna eins og Jónarnir þrír í Íslandsklukk- unni, Ólafur Kárason og Pétur þríhross eru hluti af æskuminn- ingum okkar frá lestrarkvöld- unum hjá mömmu. Aðrir höf- undar komu einnig við sögu eins og Jón Trausti og fleiri. Einnig voru lesnar ýmsar bækur sem tengdust sagnfræði, landafund- um og þ.h. og þá gjarnar þýddar um leið úr ensku eða dönsku. Mamma kenndi okkur að allir eiga að hafa sama rétt án tillits til hvaðan þeir eru, litarhafts eða kynferðis, sömu möguleika og tækifæri. Mamma var alla tíð trú þeim lífsgildum sem hún lærði í æsku, sósíalismanum þar sem öll áhersla er lögð á jöfnuð og frelsi. Mamma var með það á hreinu að fáviska og þekkingarskortur væri rót flests þess sem aflaga færi í stóru sem smáu. Með þetta að leiðarljósi gerði hún kennslu barna og unglinga að sínu ævistarfi og köllun. Þrátt fyrir eril við kennsluna og stórt heimili til að sjá um hafði hún alltaf tíma til að aðstoða okkur systkinin við námið og hvetja okkur til dáða því hún vissi sem var hversu mikilvæg góð mennt- un getur verið hverjum og ein- um til að eiga gott og innihalds- ríkt líf. Við álitum í æsku að mamma vissi allt og gæti allt. Við lærð- um reyndar seinna að svo var ekki, en mikið assgoti vantaði lítið þar upp á. Finnbogi Rútur Hálfdanarson. Eftir stúdentspróf vorið 1950, nýorðin 18 ára, hóf móðir mín nám í læknisfræði við Háskóla Íslands. Hafði hún lokið tveimur árum af náminu þegar hún hvarf frá því þar sem ég, frum- burðurinn, kom í heiminn síðla sumars 1952. Sagði hún síðar að líklega hefði hún hvort eð er aldrei orðið góður læknir. Kennsla barna og ungmenna varð ævistarf hennar. Hafði hún mikinn metnað í að koma ekki bara sínum börnum til vits og ára heldur einnig annarra manna börnum. Tók hún oft börn heim í sérkennslu sem á þurftu að halda auk þess sem hún útbjó kennsluefni þegar henni þótti það sem í boði var ekki henta eða kennsluefni var yfirhöfuð ekki tiltækt. Margir fyrrverandi nemendur hennar hafa síðan haft á orði að hún hafi verið mjög góður kennari og jafnvel sá albesti sem þau hafi haft. Hefur okkur börnum hennar hlýnað við þann vitn- isburð. Foreldrar okkar og þá ekki síst mamma lögðu áherslu á gildi menntunar við okkur systkinin. Gerðu þau allt sem í þeirra valdi var til að gera okk- ur kleift að stunda það nám sem hugur okkar stóð til. Hún lagði eftir sem áður áherslu á að við og aðrir nemendur hennar lærð- um að umgangast hvert annað með virðingu og umhyggju. Með aðstoð okkur systkin- anna náði mamma að smita pabba af ferðabakteríu sem blundað hafði í henni. Fóru þau í nokkrar góðar ferðir saman og voru eyjar í Grikklandshafi í sérstöku uppáhaldi þeirra beggja. Eftir lát pabba fyrir rúmum 18 árum tóku svo Jóna, elsta systirin, og hennar maður við sem samferðamenn hennar. Fór mamma með þeim í margar reisur, hvort heldur var fljúg- andi eða siglandi. Sá maður til- hlökkunina í svip hennar þegar búið var að ákveða hvert skyldi haldið næst, þó svo ferðina ætti ekki að fara fyrr en nokkrum mánuðum síðar. Síðasta ferðin hennar var nú í nóvember sl. er þau sigldu frá Dúbaí til Singa- púr með viðkomu m.a. á Ind- landi. Hún tók virkan þátt í fé- lagsstarfi sem boðið var upp á fyrir aldraða við Dalbrautina. Í félagsstarfinu var m.a. boðið upp á leiðsögn við málun og sýndi hún þar gamla og góða takta, en hún hafði sem barn og unglingur teiknað mikið. Lætur hún eftir sig safn mynda sem hún hefur málað og verða góður minnisvarði um hana. Ég minnist mömmu sem hjartahlýrrar konu sem vildi allt fyrir okkur börnin hennar gera. Faðmur hennar var opinn okkur öllum, alltaf. Elsku mamma, þín verður sárt saknað. Þinn sonur, Ari. Elsku Anna Margrét, tengda- mamma, ég sendi þér þessar lín- ur til að þakka þér fyrir þá náð að hafa mátt kynnast þér. Hinn 18. febrúar 1984 kynnt- ist ég dóttur þinni Jónu sem var mín mesta lífsgæfa og í kaup- bæti fékk ég yndislega tengda- foreldra sem urðu okkar bestu vinir. Minnisstæðar eru mér allar helgarkvöldstundirnar sem við áttum saman uppi í Mosó, þá var oft setið lengi og þar fékk ég smátt og smátt að kynnast ykk- ur og sögu fjölskyldunnar, sem var mér ómetanleg gæfa. Þessi gæfa fólst í því að mér fannst ég vera tekinn inn í ykkar fjöl- skyldu og þar með eignast aðra fjölskyldu og þá er maður ríkur. Eftir að við fluttum til Hol- lands komuð þið Hálfdán annað hvert ár við hjá okkur á leið ykkar til grísku eyjanna. Þetta tækifæri var notað til að sitja lengi og ræða um heima og geima sem og að ferðast um Holland og nærliggjandi lönd. Eftir andlát tengdapabba fjölgaði heimsóknum þínum og dvölin varð lengri í hvert skipti, sem bauð upp á þann möguleika að fara í lengri og styttri ferða- lög innan og utan Evrópu. Aldr- ei sagðir þú nei við uppástung- um um ferðir, hvort sem það var að sofa í tjaldi úti í eyðimörkinni í Jórdaníu, göngutúr eftir Kín- verska múrnum, gisting í fjalla- kofa í frönsku Ölpunum eða sigl- ing á Níl, á Miðjarðarhafi eða yfir Indlandshaf. Fyrir þér var allt mögulegt. Það var ótrúlegt að sjá hversu auðveldlega þú gast laðað að þér dýr, skipti þá engu máli hvort það voru úlf- aldar í Egyptalandi, geitur í El- saz, fílar í Taílandi, asnar í Petru, smáfuglar á Íslandi, hest- ar í Gautsdal eða hundar hvar sem var. Í okkar fjölmörgu ferð- um varst þú okkar lifandi al- fræðiorðabók sem vissir ótrú- lega mikið um sögu og menningu þeirra svæða sem við heimsóttum. Þú varst ákaflega félagslega meðvituð með þínar sterku skoðanir á pólitískum málefnum og barst alltaf hag þeirra sem minna mega sín fyrir brjósti. Vinstrisinnuð með stórt hjarta sem þoldi ekki óréttlæti og mis- skiptingu. Það var þér ekki nóg að vera elskandi móðir barnanna þinna og amma barnabarnanna heldur varstu líka áratugum saman fósturforeldri fjölda barna í mismunandi löndum. Þér féll aldrei verk úr hendi, varst alltaf að mála myndir eða postulín, prjóna, sauma út, baka brauð, elda stórkostlegan mat, dytta að rósunum þínum, lesa, skrifa bréf, hjálpa barnabörn- unum með stærðfræði eða dönsku, horfa á spennuþætti og ráða krossgátur og sudoku, sem þú kallaðir heilaleikfimi. Oftar en ekki lá ég í sófanum og varð dauðþreyttur á að fylgjast með þér, þvílík kjarnorkukona! Tengdamamma, þú munt allt- af eiga stóran stað í hjarta mínu við hlið dóttur þinnar. Sjáumst síðar! Einar Már Guðmundsson. Í dag verður tengdamóðir mín Anna Margrét borin til grafar. Ég kynntist henni þegar ég kom inn í fjölskylduna með elsta syni hennar fyrir tæpum 40 árum. Það þarf mörg orð til að lýsa mannkostum Önnu Mar- grétar; stundvís, fróð, víðsýn, fjölhæf, listræn, þrjósk en hún var fyrst og fremst góð og með hlýtt hjarta sem sló sérstaklega með þeim sem minna máttu sín. Það er margs að minnast frá þessum árum, fjölskylduboðin óteljandi enda vel haldið utan um börnin sex, maka þeirra og afkomendur og samskipti mikil. Helgarferðir til Hellu þegar tengdaforeldrar mínir bjuggu þar, sumarbústaðaferðir, heim- sókn til ömmu Gúnu í Ameríku, stórfjölskylduboðin á hverju gamlárskvöldi og síðan bíóferð fyrir alla unga sem aldna á ný- ársdag. Það var mikið áfall fyrir Önnu Margréti að missa mann- inn sinn Hálfdán langt fyrir ald- ur fram fyrir 18 árum. En lífið hélt áfram og hún náði að ferðast um allan heiminn til síð- asta dags þrátt fyrir að heilsan dapraðist með árunum. Hugur- inn bar hana ætíð alla leið og hún gaf sig ekki auðveldlega ef hún ætlaði sér eitthvað. Ég kveð þig með söknuði og takk fyrir samfylgdina. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir Guðbjörg (Sella). Í minningunni er alltaf sól og sumar og blankalogn í Arnar- tanganum hjá ömmu og afa. Nema kannski þegar það eru jól og áramót. Ein af mínum fyrstu minn- ingum þaðan er þegar ég er með ömmu úti í garði og hún er að smíða grind til að setja fyrir stofuhurðina út í garð svo hún geti loftað út án þess að Rú- skinn, hundurinn þeirra, sleppi út. Ég spyr hana hvort þetta sé nú ekki verk fyrir afa. Hún kippir sér ekkert upp við spurn- inguna en segist mun lagnari við svona hluti en hann. Þegar ég sagði dóttur minni þessa sögu spurði hún: Var það þá sem amma kenndi þér að vera feministi? Ætli það sé ekki bara nokkuð til í því hjá henni. Guðrún Rútsdóttir. Betri konu en ömmu veit ég ekki um. Við vorum mjög nánar og þykir mér afar vænt um tím- ann sem við áttum saman. Ég og amma vorum mikið saman og brölluðum við ýmislegt sniðugt. Saman föndruðum við heilmikið af jólaskrauti, saumuðum, spil- uðum, fórum í göngutúra og margt fleira. Við amma vorum báðar mikið fyrir að halda í hefðirnar og reyndum við því að baka saman vanilluhringi öll jól en sá bakstur er nauðsynleg teymisvinna að okkar mati og vorum við ansi færar saman. Við amma ferðuðumst saman víða og má þar helst nefna nokkrar góðar utanlandferðir á stóraf- mælunum hennar ömmu. Það sem skilur mest eftir sig eftir þennan tíma samt sem áður eru öll yndislegu samtölin okkar ömmu en við gátum setið saman og spjallað í fleiri klukkustundir. Við töluðum um daginn og veg- inn og jafnframt sagði amma mér sögur frá því að hún var ung og fræddi mig heilmikið um fyrri tíma. Þrátt fyrir 68 ára aldursmun smullum við saman, enda vorum við alveg sammála um að hún væri svo ung í anda og vorum því bestu vinkonur. Amma er mín helsta fyrirmynd, hún kenndi mér svo ótalmargt og opnaði augu mín fyrir svo mörgu. Ég er endalaust þakklát fyrir allar minningarnar okkar saman og mun alltaf geyma þær í hjarta mínu. Diljá Hilmarsdóttir. Elsku amma mín, þá er komið að kveðjustund. Ég er þakklát fyrir ótal minn- ingar og samverustundir sem við höfum átt í gegnum tíðina. Þegar ég man fyrst eftir mér bjugguð þið á Hellu. Það var alltaf spennandi að koma til ykkar þangað. Þó svo ég muni ekki eftir því sjálf, enda var ég bara tveggja ára, rifjaðir þú reglulega upp söguna af því þeg- ar ég fékk skurð á ennið og illa gekk að ná sambandi við lækni. Sem betur fer náðist að lokum í lækni svo hægt var að sauma sex spor í ennið á mér. Afi beið frammi með Dóru, sem var hundfúl yfir að fá ekki að koma með inn og sjá þegar læknirinn myndi sauma í ennið á mér með saumavél. Anna Margrét Jafetsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.