Morgunblaðið - 04.03.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.03.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020 England Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Chelsea – Liverpool ................................. 2:0 Reading – Sheffield United ............ (frl.) 1:2 WBA – Newcastle .................................... 2:3 C-deild: Ipswich – Fleetwood ............................... 0:1  Ísak Snær Þorvaldsson var ónotaður varamaður hjá Fleetwood. Þýskaland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Saarbrücken – Düsseldorf.............. (víti) 8:7 Schalke – Bayern München..................... 0:1 Danmörk Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Esbjerg – AGF ......................................... 1:4  Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn með AGF. Úkraína Dynamo Kiev – Kolos Kovalivka ........... 2:0  Árni Vilhjálmsson lék allan leikinn með Kolos Kovalivka.  Efstu lið: Shakhtar Donetsk 53, Dynamo Kiev 42, Zorya Luhansk 40, Desna 36, Oleksandriya 34, Kolos Kovalivka 26. Pólland Pogon Szczecin – Jagiellonia................. 1:2  Böðvar Böðvarsson var ekki í leik- mannahópi Jagiellonia.  Þýskaland RN Löwen – Leipzig ........................... 26:23  Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyr- ir Löwen og Ýmir Örn Gíslason eitt. Krist- ján Andrésson þjálfar liðið. Magdeburg – Erlangen ...................... 24:20  Gísli Þorgeir Kristjánsson hjá Magde- burg er frá keppni vegna meiðsla. Ludwigshafen – Lemgo...................... 29:36  Bjarki Már Elísson skoraði 7 mörk fyrir Lemgo. Bergischer – Füchse Berlín ............... 26:26  Ragnar Jóhannsson skoraði 3 mörk fyrir Bergischer, Arnór Þór Gunnarsson ekkert. Nordhorn – Hannover-Burgdorf ...... 24:32  Geir Sveinsson þjálfar Nordhorn. Staðan: Kiel 40, Flensburg 38, Magdeburg 37, Hannover- Burgdorf 36, Füchse Berlín 35, Rhein-Neckar Löwen 34, Melsungen 30, Wetzlar 25, Leipzig 25, Lemgo 25, Göpp- ingen 21, Stuttgart 21, Bergischer 20, Er- langen 18, Minden 17, Ludwigshafen 15, Balingen 15, Nordhorn 4. Svíþjóð Önnered – Sävehof.............................. 22:30  Ágúst Elí Björgvinsson varði 10 skot í marki Sävehof, þar af 3 vítaköst.   Dominos-deild kvenna Valur – KR ............................................ 84:77 Staðan: Valur 24 22 2 2079:1577 44 KR 24 17 7 1838:1585 34 Skallagrímur 23 14 9 1566:1579 28 Keflavík 22 14 8 1615:1556 28 Haukar 23 13 10 1666:1597 26 Snæfell 22 7 15 1485:1717 14 Breiðablik 23 3 20 1493:1831 6 Grindavík 23 2 21 1469:1769 4 1. deild kvenna Keflavík b – Fjölnir .............................. 71:88 Grindavík b – ÍR................................... 67:68 Njarðvík – Tindastóll ........................... 88:65 Staðan: Fjölnir 20 16 4 1582:1280 32 ÍR 21 14 7 1422:1234 28 Keflavík b 20 13 7 1484:1394 26 Njarðvík 21 13 8 1451:1225 26 Tindastóll 21 8 13 1379:1548 16 Grindavík b 19 4 15 1088:1404 8 Hamar 18 2 16 1012:1333 4 1. deild karla Vestri – Skallagrímur .......................... 99:80 Staðan: Höttur 21 19 2 1827:1548 38 Hamar 20 17 3 1951:1738 34 Breiðablik 20 16 4 1978:1678 32 Vestri 19 12 7 1687:1531 24 Álftanes 20 10 10 1702:1744 20 Selfoss 20 8 12 1545:1607 16 Skallagrímur 21 3 18 1696:1972 6 Sindri 17 2 15 1370:1578 4 Snæfell 20 2 18 1585:1945 4 Svíþjóð Nässjö – Borås ................................... 78:105  Elvar Már Friðriksson skoraði 20 stig fyrir Borås, átti 4 stoðsendingar og tók 3 fráköst á 23 mínútum. NBA-deildin Cleveland – Utah .............................. 113:126 New York – Houston........................ 125:123 Orlando – Portland........................... 107:130 Atlanta – Memphis ............................. 88:127 Miami – Milwaukee ............................ 105:89 Chicago – Dallas ............................... 109:107 San Antonio – Indiana...................... 111:116   BIKARINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Í augum margra er eflaust hinn eig- inlegi bikarúrslitaleikur kvenna í handbolta árið 2020 síðari undan- úrslitaleikur keppninnar sem fram fer í Laugardalshöllinni í kvöld klukkan 20.30. Þar mætast Valur og Fram, liðin sem hafa haft umtalsverða yfirburði á Íslandsmótinu í vetur, rétt eins og tvö undanfarin tímabil, og eru langt á undan keppinautum sínum hvað stigatölu varðar. Valur vann fyrsta leik liðanna á Íslandsmótinu í haust, 19:18 á Hlíð- arenda, en Fram hafði betur í hinum tveimur, 24:19 í Safamýri og 28:24 á Hlíðarenda um síðustu helgi. Fram er fimm stigum á undan Val í deild- inni og á deildarmeistaratitilinn næsta vísan en Valur hirti alla þrjá titlana á síðasta tímabili. Í leiknum um síðustu helgi fóru þær Ragnheiður Júlíusdóttir og Lovísa Thompson á kostum, skoruðu 11 og 10 mörk, og þær eru báðar til alls líklegar í svona leik þegar allt er undir. Fyrri undanúrslitaleikurinn er á milli KA/Þórs og Hauka, liða sem eru hnífjöfn í fimmta og sjötta sæti Íslandsmótsins, eygja bæði von um að ná fjórða sæti og komast þar í úr- slitakeppnina en eru fyrst og fremst að slást um að forðast sjöunda sætið og umspil um áframhaldandi keppn- isrétt meðal þeirra bestu. Rétt eins og toppliðin tvö mættust þessi lið líka í deildinni um síðustu helgi og þar höfðu Haukar betur á Ásvöllum, 27:22. KA/Þór vann hins vegar fyrstu viðureign liðanna í deildinni á Ásvöllum í haust, 25:23, en Haukar unnu á Akureyri í desem- ber, 27:21. Á laugardaginn skoraði Berta Rut Harðardóttir 10 mörk fyrir Hauka og Ásdís Guðmunds- dóttir 10 mörk fyrir KA/Þór þannig að þær mæta heitar til leiks kl. 18 í dag. Valur er ríkjandi bikarmeistari og hefur unnið bikarinn sjö sinnum. Fram hefur hinsvegar unnið oftast, eða 15 sinnum, síðast 2018. Haukar hafa unnið fjórum sinnum, síðast 2007, en KA/Þór freistar þess að komast í sinn fyrsta úrslitaleik. Er úrslitaleikur- inn í kvöld?  Undanúrslit bikarsins í Laugardalshöll Ljósmynd/Þórir Tryggvason Bikarinn Unnur Ómarsdóttir úr Fram og Anna Þyrí Halldórsdóttir úr KA/ Þór gætu mæst í úrslitaleiknum á laugardag, ef lið þeirra vinna í kvöld. Chelsea komst í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu í gærkvöld með sannfær- andi sigri á Liverpool, 2:0, á Stam- ford Bridge. Willian skoraði fyrra markið á 13. mínútu og Ross Bark- ley það síðara á 64. mínútu og Chelsea nýtti ekki góð færi til að skora fleiri mörk. Liverpool tapaði þar með í þriðja sinn í síðustu fjór- um leikjunum, í kjölfarið á ósigrum gegn Watford í úrvalsdeildinni og Atlético Madrid í Meistaradeildinni, en inni á milli vann liðið mjög nauman sigur á West Ham. Chelsea skellti Liverpool AFP Unnu Ross Barkley og Billy Gil- mour fagna marki Barkleys. Fjölnir vann nokkuð torsóttan sig- ur á SR, 6:2, á Íslandsmóti karla í ís- hokkí í Egilshöllinni í gærkvöld. Staðan var 2:2 þegar sjö mínútur voru eftir. Falur Birkir Guðnason gerði tvö mörk fyrir Fjölni, Viggó Hlynsson, Michael Stoklosa, Krist- ján Kristinsson og Ólafur Björnsson eitt hver. Daniel Otuoma og Frant- isek Matula skoruðu fyrir SR. SA á eftir að fá bæði Fjölni og SR í heim- sókn norður. SA hefur þegar tryggt sér heimaleikjaréttinn í úrslita- einvíginu við Fjölni, er með 36 stig gegn 30. SR er án stiga. Endaspretturinn góður hjá Fjölni Ljósmynd/Þórir Tryggvason Skoraði Kristján Kristinsson gerði eitt marka Fjölnis gegn SR. Á HLÍÐARENDA Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Valur tryggði sér í gærkvöld sinn annan deildarmeistaratitil í röð í Dominos-deild kvenna í körfubolta með 84:77-sigri á KR á heimavelli. Valur náði mest 23 stiga forskoti og stóð svo af sér gott áhlaup KR-inga undir lokin. Ekki er hægt að segja annað en að Valskonur séu vel að titlinum komnar. Þær hafa aðeins tapað tveimur leikjum af 22 og unn- ið helstu keppinauta sína í KR fjór- um sinnum. Það kveikti í leikmönnum Vals að tapa í undanúrslitum bikarsins, ein- mitt gegn KR. Síðan þá hefur Vals- liðið unnið risastóra sigra á Grinda- vík, Snæfelli og Skallagrími. Það er eldmóður í Valskonum og þær ætl- uðu ekki að láta KR-inga stöðva sig í gær. Helena Sverrisdóttir sýndi enn og aftur hversu góð hún er, því hún skoraði 23 stig og tók tíu fráköst. Þá sprakk Kiana Johnson út í seinni hálfleik og átti stærstan hlut í því að Valur náði stóru forskoti, sem lagði grunninn að sigrinum. Hallveig Jónsdóttir gerir alltaf sitt og þá verður Dagbjört Dögg Karlsdóttir sterkari og sterkari. Valsliðið er gríðarlega vel mannað og munu sennilega fáir veðja gegn Val í úr- slitakeppninni. Horft framhjá deildartitlinum Í körfubolta hér á landi eru flestir sammála um að Íslandsmeistaratit- illinn sé sá stærsti, síðan bikar- meistaratitillinn og á eftir honum deildarmeistaratitillinn. Áðurnefnd Hallveig segir deildartitilinn hins vegar mjög mikilvægan. „Mér finnst svolítið lítið horft á þennan titil mið- að við hversu mikilvægur hann er. Þetta er erfiðasti titilinn til að vinna og ég er mjög stolt af honum,“ sagði Hallveig við Morgunblaðið. Hún við- urkenndi sömuleiðis að bikartapið gegn KR í síðasta mánuði hefði haft áhrif á undirbúning Valsliðsins. „Heldur betur, en við erum alls ekki búnar að hefna fyrir neitt. Við mun- um ekki gera það fyrr en við verð- um Íslandsmeistarar,“ sagði Hall- veig ákveðin. KR þarf ekki að skammast sín fyrir að lenda í öðru sæti á eftir liði sem er jafn sterkt og Valur og þá sérstaklega þegar Hildur Björg Kjartansdóttir er ekki með vegna meiðsla. KR mun sparka fastar frá sér þegar hún verður heil heilsu. Liðið hefur áður sýnt að það getur unnið Val. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mikilvæg Dagbjört Dögg Karlsdóttir sækir að KR-ingum. Hún er mikilvægur hlekkur í Valsliðinu sem varði deildarmeistaratitil sinn í gærkvöldi. Ekki búnar að hefna fyrir neitt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.