Morgunblaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 27
LANDSLIÐIÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Kórónuveiran hefur ekki haft mikil áhrif á Söru Björk Gunnarsdóttur, landsliðsfyrirliða Íslands í knatt- spyrnu, en hún er búsett í Þýska- landi þar sem hún spilar með Þýskalandsmeisturum Wolfsburg. Sara, sem er 29 ára gömul, flaug til Spánar á mánudagskvöldið síðasta þar sem hún hitti fyrir íslenska kvennalandsliðið sem tekur þátt í alþjóðlegu móti á La Manga ásamt Norður-Írlandi, Skotlandi og Úkraínu en fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Norður-Írlandi í dag. „Ég kom bara til Spánar í gær- kvöldi (fyrradag) þannig að und- irbúningurinn hefur kannski ekki verið mikill hjá mér sem slíkur,“ sagði Sara í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Stelpurnar eru búnar að taka eina góða æfingu og svo tökum við daginn í dag (í gær) í að undirbúa okkur eins vel og kost- ur er fyrir leikinn gegn Norður- Írlandi á morgun. Mér líst vel á ný- liðana í hópnum og maður fær tækifæri til þess að sjá þá aðeins betur á æfingunni seinni partinn í dag (í gær). Þar sem að ég spila í Þýskalandi sé ég minna af þessum leikmönnum sem spila heima á Ís- landi. Þær hafa hins vegar staðið sig það vel að þær eru komnar í hópinn og það verður gaman að sjá hvernig þær munu standa sig í landsliðinu. Það er alltaf spennandi að fá inn nýja leikmenn og það er bara jákvætt fyrir íslenska kvenna- landsliðið.“ Lítið umstang í Þýskalandi Sara og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fengu fræðslufyr- irlestur um kórónuveiruna sem nú herjar á heimsbyggðina en Sara segist hafa verið varari um sig en vanalega á ferðalagi sínu til Spánar á mánudag. „Ég lenti ekki í neinu veseni á ferðalagi mínu til La Manga en maður var klárlega meira var um sig en vanalega. Heilt á litið er stemningin yfir kórónuveirunni í Þýskalandi frekar róleg. Við hjá Wolfsburg fengum fyrirlestur um vírusinn og hvað væri best að gera til þess að forðast smit og ég held að það hafi róað mannskapinn. Pa- nikkið hefur ekki verið mikið í Þýskalandi og mun minna en ég bjóst við. Þetta hefur vissulega verið mikið í umræðunni í landinu en umstangið í kringum þetta hef- ur ekki verið mikið.“ Sara hefur verið talsvert frá vegna meiðsla en hún spilaði sinn fyrsta deildarleik um helgina í tæpa þrjá mánuði þegar hún kom inn á sem varamaður á 65. mínútu í 6:0-útisigri Wolfsburg gegn Jena. Beinmar og bakslag „Endurkoman hefur gengið upp og niður hjá mér því satt best að segja bjóst ég alls ekki við því að vera svona lengi frá vegna meiðsla. Ég var með beinmar í hnénu sem var nánast horfið og ég ákvað samt sem áður að spila ekki síðustu tvo leiki síðasta árs til þess að hvíla vel. Ég ætlaði svo að byrja árið af mikl- um krafti og þá kom smá bakslag hjá mér. Ég þurfti þess vegna að vera þolinmóð en ég náði góðum hálftíma um síðustu helgi sem var mjög jákvætt fyrir mig. Ég hafði ekkert spilað síðan í nóv- ember á síðasta ári en þetta er allt að koma og það eru mikilvægir mánuðir framundan hjá mér og lið- inu þar sem að maður vill standa sig vel. Þetta er hins vegar allt á réttri leið og ég er mjög spennt fyrir loka- mánuðum tímabilsins.“ Mikilvægt að nýta tímann vel Alþjóðlega mótið á La Manga er hluti af undirbúningi íslenska liðsins fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM sem fram fara 9. og 13. apríl næstkom- andi en Ísland er með 9 stig í efsta sæti F-riðils eftir þrjá leiki, líkt og Svíþjóð. „Það er mikilvægt fyrir okkur að fá þessa landsleiki á þessum tíma- punkti. Það er langt síðan við stelp- urnar hittumst síðast og við erum þannig séð allar í sitthvorum lið- unum. Við fáum ekki mikinn tíma saman þegar að við hittumst undir eðlilegum kringumstæðum og það þarf þess vegna að nýta þennan til- tekna tíma alveg í botn. Þessir þrír leikir eru mikilvægir fyrir okkur all- ar því þeir gefa okkur ákveðna mynd af því hvar við stöndum sem lið. Við erum ennþá á fullu í und- ankeppni EM og þessir leikir gefa okkur meðal annars tækifæri til þess að skerpa á ákveðnum atriðum fyrir seinni hluta undankeppn- innar.“ Horfir til Evrópulanda Sara verður samningslaus næsta sumar og gaf hún það út á dögunum að hún væri á förum frá Þýskalandi en landsliðsfyrirliðinn á þó von á því að spila áfram í Evrópu. „Ég er að skoða mín mál og mun taka ákvörðun um framtíð mína á komandi vikum. Þetta er í bígerð ef svo má segja en ég er með nokkur tilboð í höndunum, ég get alveg við- urkennt það. Planið er að halda sig í Evrópu og ég er að horfa til Frakk- lands, Englands og Spánar eins og staðan er núna. Þetta eru þau lönd sem mér finnst áhugaverðust fyrir næstu skref á ferlinum,“ sagði Sara Björk í samtali við Morgunblaðið. Nýir leikmenn spennandi  Sara Björk er komin aftur á völlinn eftir meiðsli  Ísland mætir Norður- Írlandi á alþjóðlegu móti á Spáni í dag  England, Frakkland og Spánn heilla Morgunblaðið/Eggert Spánn Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir mæta Norður- Írum í fyrsta leiknum á Pinetar-mótinu á Spáni í dag. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020  Seiko Hashimoto, ólympíu- málaráðherra Japan og fyrrverandi af- rekskona í bæði skautahlaupi og hjól- reiðum, sagði í gær að til greina kæmi að fresta Ólympíuleikunum í Tókýó um vikur eða mánuði vegna kórónuveir- unnar. Í gær voru um þúsund Japanir smitaðir af henni og tólf látnir. Leik- arnir eiga að standa yfir 24. júlí til 9. ágúst en Hashimoto sagði að sam- kvæmt samningi ættu leikarnir að fara fram á árinu 2020 og því ætti að vera svigrúm til að halda þá síðar á árinu ef nauðsyn krefði.  Bjarki Már Elísson er áfram með átta marka forskot á Hans Óttar Lind- berg í einvígi þeirra um markakóngs- titil þýsku 1. deildarinnar í handknatt- leik. Bjarki skoraði 7 mörk fyrir Lemgo í útisigri á Ludwigshafen í gærkvöld, 36:29, og Hans Óttar skoraði 7 mörk fyrir Füchse Berlín sem gerði jafntefli, 26:26, við Bergischer á útivelli. Eftir 26 umferðir af 34 hefur Bjarki skorað 194 mörk í deildinni en Hans Óttar 186.  Elvar Már Friðriksson og félagar í Borås unnu í gærkvöld sinn ellefta sig- ur í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik en þeir eru með sex stiga forskot á Luleå á toppi deild- arinnar. Elvar skoraði 20 stig í leiknum en Borås vann Nässjö auðveldlega á útivelli, 105:78.  Páll Kristinsson var í gær kjörinn formaður knattspyrnudeildar KR. Hann tekur við af Kristni Kjærnested sem hefur stýrt deildinni um árabil og kveður með Íslandmeistaratitli karla 2019.  Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, sagði við Fot- bollskanalen í gær að landar sínir þeir Janne Andersen, þjálfari Svía, og Lars Lagerbäck, þjálfari Norðmanna, yrðu sér innan handar við upplýsingar um lið Rúmeníu fyrir umspilsleikinn á Laugardalsvellinum 26. mars. Rúmen- ar voru í riðli með Svíum og Norð- mönnum í undankeppni EM.  Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, sagði eftir dráttinn í Þjóðadeild UEFA í gær að riðill enska liðsins hefði getað verið sterkari því það hefði getað dregist gegn Þýskalandi eða Króatíu úr fjórða styrkleikaflokki. Ís- land og Pólland voru hin tvö liðin sem komu til greina úr þeim flokki. South- gate tók við enska liðinu eftir að það tapaði 2:1 fyrir Ís- landi á EM 2016 í Frakklandi en Roy Hodgson sagði starfinu lausu strax eftir leik- inn. Eitt ogannað Þýska handknattleiksfélagið Magdeburg tilkynnti í gær að það hefði framlengt samning sinn við Gísla Þorgeir Kristjánsson, sem nú er samningsbundinn félaginu til ársins 2023. Hann kom til Magde- burg frá Kiel í janúar en slasaðist á öxl í fyrsta leiknum með liðinu í síð- asta mánuði og spilar ekki meira á þessu tímabili. „Gísli sýndi á þeim tveimur vikum sem hann æfði og lék með okkur að hann er gríð- arlega efnilegur og hæfileikarík- ur,“ sagði Bennet Wigert, íþrótta- stjóri Magdeburg, á vef félagsins. Sömdu við Gísla á ný til 2023 Ljósmynd/Magdeburg Magdeburg Gísli Þorgeir Krist- jánsson verður þar næstu árin. Knattspyrnumaðurinn Adam Örn Arnarson gekk í gær til liðs við norska félagið Tromsö og er því kominn aftur til Noregs eftir hálft annað tímabil með Górnik Zabrze í Póllandi. Adam lék 13 leiki í pólsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hafði aðeins komið við sögu í einum bikarleik í vetur. Adam, sem er 24 ára bakvörður, lék áður með Aale- sund í Noregi í þrjú ár og þar á undan með Nordsjælland í Dan- mörku. Tromsö féll úr úrvalsdeild- inni síðasta haust og Adam leikur því með liðinu í B-deildinni í ár. Adam kominn aftur til Noregs Ljósmynd/aafk.no/Srdan Mudrinic Noregur Adam Örn Arnarson er kominn aftur á gamlar slóðir. HANDKNATTLEIKUR Coca Cola bikar kvenna, undanúrslit: Laugardalshöll: KA/Þór – Haukar .......... 18 Laugardalshöll: Valur – Fram ............ 20.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Borgarnes: Skallagrímur – Snæfell.... 19.15 Smárinn: Breiðablik – Keflavík........... 19.15 Ásvellir: Haukar – Grindavík .............. 19.15 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Samsung-völlur: Stjarnan – Valur........... 19 Í KVÖLD! ÞJÓÐADEILDIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Enska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir í fyrsta skipti í mótsleik á Laugardalsvöllinn í haust og þar er viðbúið að Englendingar verði með í huga ósigurinn gegn Íslandi í 16-liða úrslit- um Evrópukeppninnar í Nice fyrir fjórum árum. Ísland og England eru í riðli með Belgíu, efsta liði heimslista FIFA, og Danmörku í A-deild Þjóðadeildarinnar 2020-2021 sem dregið var til í Amsterdam í gær og því eru þrjú afar áhugaverð landslið á leiðinni til landsins í september og október þegar heimaleikir Íslands verða spil- aðir. Niðurröðun riðilsins liggur ekki fyrir en leikið er dagana 3. til 8. september, 8. til 13. október og 12. til 17. nóvember, tveir leikir í hvert skipti. Deildirnar og riðlarnir í Þjóðadeild UEFA 2020- 21 eru þannig skipuð: A-deild 1: Holland, Ítalía, Bosnía, Pólland. 2: England, Belgía, Danmörk, Ísland. 3: Portúgal, Frakkland, Svíþjóð, Króatía. 4: Sviss, Spánn, Úkraína, Þýskaland. B-deild 1: Austurríki, Noregur, Norður-Írland, Rúmenía. 2: Tékkland, Skotland, Slóvakía, Ísrael. 3: Rússland, Serbía, Tyrkland, Ungverjaland. 4: Wales, Finnland, Írland, Búlgaría. C-deild 1: Svartfjallaland, Kýpur, Lúxemborg, Aserbaídsjan. 2: Georgía, N-Makedónía, Eistland, Armenía. 3: Grikkland, Kósóvó, Slóvenía, Moldóva. 4: Albanía, Hvíta-Rússland, Litháen, Kasakstan. D-deild 1: Færeyjar, Lettland, Andorra, Malta. 2: Gíbraltar, Liechtenstein, San Marínó. Úrslitakeppni sumarið 2021 Sigurlið riðla A-deildar leika til úrslita um meistaratitilinn sumarið 2021, á heimavelli ein- hvers þeirra. Botnlið riðlanna falla um deild (nema hvað aðeins tvö lið falla úr C-deild) og sig- urlið riðla í B-, C- og D-deildum fara upp í næstu deild. Árangur í Þjóðadeildinni getur hjálpað til í und- ankeppninni fyrir HM 2022 í Katar. Tvö lið sem ekki hafa tryggt sér sæti á HM eða í umspili fá sæti í umspilinu út frá frammistöðu sinni í Þjóða- deildinni. Loks kemur England í Laugardal  Íslendingar eru einnig í riðli með Dönum og Belgum í Þjóðadeild UEFA í haust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.