Morgunblaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020
Þýski gjörningalistamaðurinn Ulay
er látinn, 76 ára að aldri. Bana-
mein hans var eitlakrabbamein.
Ulay var þekktastur fyrir ögrandi
samstarf sitt við serbnesku lista-
konuna Marinu Abramovic en hún
er þekktasti gjörningalistamaður
samtímans.
Utay og Abramovic voru par á
áttunda og níunda áratugnum.
Lengst af bjuggu þau í sendibíl og
óku milli sýningastaða í Evrópu
þar sem þau settu upp ögrandi og
umtalaða gjörninga, sem oft tóku
langan tíma og voru einnig hættu-
legir. Í einum beindi hann lengi
beittri ör í spenntum boga að
hjarta hennar og í öðrum krupu
þau andspænis hvort öðru og létu
löðrunga ganga á víxl. Lokagjörn-
ingurinn árið 1988 markaði skilnað
þeirra en þá gengu þau af stað frá
sitthvorum enda Kínamúrsins og
eftir að hafa gengið hvort hátt í
3.000 km mættust þau á miðri leið
og kvöddust, án þess að nema stað-
ar, og héldu svo áfram.
Eftir að hafa ekki sést í yfir 20
ár mætti Ulay óvænt á frægan út-
haldsgjörning Abramovic í MoMA í
New York árið 2010 og kom henni
fallega á óvart.
Árið 2015 höfðaði Ulay mál gegn
Abramovic og sagði hana skulda
sér fé. Hann vann málið en í kjöl-
farið sættust þau og komu saman
fram í kvikmynd um samstarf sitt.
AFP
Frumherji Ulay á sýningu Marinu Abramo-
vic í MoMA, með bækur um hana.
Gjörningalistamað-
urinn Ulay allur
Böðvar Páll Ásgeirsson
bodvarpall@mbl.is
Þegar Gyða, óútgefið skáld sem
gengur með frábæra hugmynd að
stórri skáldsögu í kollinum, fær rit-
stíflu og ekkert gengur að koma
sögunni á blað verður til Plan B.
Hennar varaáætlun er að skrifa um
sitt eigið líf á meðan á ritstíflunni
stendur.
„Þetta byrjar á því að hún opnar
nýtt skjal í tölvunni þar sem hún
fær útrás á meðan hún getur ekki
skrifað skáldsöguna,“ segir Guðrún
Inga Ragnarsdóttir höfundur skáld-
sögunnar Plan B sem kom út í
kiljuklúbbi Forlagsins í nóvember
síðastliðnum og fór í almenna sölu í
janúar.
Þegar ritstífla Gyðu brestur ekki
er sögunni vindur áfram finnst
henni þurfa að lífga aðeins upp á
frásögnina í Plani B. „Hún vill kom-
ast áfram í skáldsögunni sjálfri en
það er alltaf Plan B sem hefur yfir-
höndina og það er þar sem hún nær
að halda áfram og skrifa eitthvað.
Þegar hún fer að gera sér grein fyr-
ir því að það verður kannski ekkert
úr skáldsögunni ákveður hún að
reyna að gera eitthvað sjálf svo
Plan B verði meira spennandi,“ seg-
ir Guðrún en Gyða fer meðal annars
til Kaupmannahafnar og endurnýj-
ar kynnin við persónur óskrifuðu
skáldsögunnar sem hún kynntist er
hún starfaði í heimaþjónustu þar í
borg og úr verður spennandi ferða-
lag.
Of löng til að byrja með
Bókin er fyrsta skáldsaga Guð-
rúnar en skrifin tóku sinn tíma.
Hún fékk nýræktarstyrk Mið-
stöðvar íslenskra bókmennta árið
2014 til að vinna að skáldsögunni
sem er nú komin út.
„Þá var ég byrjuð og komin svo-
lítið áleiðis, ég hélt að þetta myndi
taka mun styttri tíma og veit eigin-
lega ekki af hverju ég var svona
lengi að þessu,“ segir Guðrún og
hlær. „En með svona bók með þetta
flæði þá skrifaði ég hana bara út og
hún varð allt of löng svo ég þurfti
að stytta hana heilmikið eftir á. Það
er líka hluti af því af hverju þetta
tók svona langan tíma.“
Smásögur heilla
Spurð segist Guðrún tengja að
einhverju leyti við aðalsöguhetjuna
í bók sinni. „Við eigum ýmislegt
sameiginlegt. Margir spyrja mig
hvort þetta sé ég og það er svo sem
ekkert skrýtið því við erum báðar
að skrifa og ég var sjálf að vinna í
heimaþjónustu í Kaupmannahöfn,“
segir Guðrún og bætir við að flestar
persónurnar eigi sér fyrirmynd í
raunveruleikanum. „Ég vil þó helst
ekki tengja mig of mikið við Gyðu
þó að við eigum eitthvað sameigin-
legt, við erum líka um margt ólíkar,
sem betur fer.“
Guðrún hefur fengist við skrif
lengi og lauk meistaranámi í ritlist
frá Háskóla Íslands árið 2014 en
hún var með þeim fyrstu sem lögðu
stund á meistaranám í ritlist hér á
landi. Þá hefur hún skrifað smásög-
ur sem birst hafa í tímaritum auk
þess að hún var ein sjö skálda sem
stóðu að sameiginlegu ljóðabókinni
Ég erfði dimman skóg sem kom út
árið 2015.
Á næstu misserum stefnir Guð-
rún að því að vinna að smásagna-
safni. „Mig langar að gera eitthvað
úr þessum smásögum mínum og
skrifa kannski nokkrar í viðbót. Ég
hugsa að það verði svona það
næsta.“
Eiga ýmislegt sameiginlegt
Plan B er fyrsta skáldsaga Guðrúnar Ingu Ragnarsdóttur Fjallar um
rithöfund sem fær ritstíflu Guðrún hélt að skrifin myndu taka styttri tíma
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varaáætlun Guðrún Inga Ragnarsdóttir skrifar um skáldið Gyðu í fyrstu skáldsögu sinni sem kom út í janúar.
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
WHAT YOU CAN’T SEE
CAN HURT YOU
EL ISABETH MOSS
FEBRUARY 28
T H E
INV I S I B LE
MAN
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Julia Louis-Dreyfus Will Ferrell
ADifferent Kind of Disaster Movie.
Rás 2
FBL
m.a.
ÓSKARSVERÐLAUN3
BESTA KVIKMYNDATAKAN
BESTA MYNDIN
m.a.
ÓSKARSVERÐLAUN4