Morgunblaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Árannsóknarstofum umheim allan leggja vís-indamenn nú nótt við dagtil að finna bóluefni sem gagnast getur í baráttunni við kór- ónuveiruna sem Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin (WHO) hefur gefið nafnið Covid-19 til aðgreiningar frá öðrum veirum af sama stofni. Nokkur bjartsýni ríkir um að fyrstu tilraunir á mönnum geti hafist í næsta mánuði. Ýmislegt flækir þó fyrir, m.a. það að veiran er í tveimur gerðum, kallaðar S og L, og er sú síðarnefnda yngri og skæðari. Dæmi er um að báðar útgáf- urnar hafi tekið sér bólstað í sama einstaklingnum samtímis. Talið er að 70 prósent allra þeirra sem smitast hafa af veirunni séu með L-gerðina. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær höfðu nær 130 þúsund manns víðs vegar um heim smitast af veir- unni. Vel á fimmta þúsund voru látn- ir. Nýjum tilfellum fór hratt fjölgandi í Evrópu og Bandaríkjunum. Veir- unni fylgja síðan þjóðfélagsleg spenna og efnahagslegur samdráttur. Í umfjöllun breska blaðsins Tele- graph um bóluefni gegn veirunni kemur fram að það hafi flýtt mjög fyrir þeirri rannsóknarvinnu sem nú stendur yfir að Kínverjar hafa miðlað upplýsingum til Vesturlanda um þá þekkingu sem þeir hafa öðlast á veir- unni. Það er einmitt í Kína sem veir- an á upptök sín og þar hefur allur þorri smita átt sér stað, rúmlega 80 þúsund. Í Telegraph segir að stefnt sé að því að hefja tilraunir með bóluefni gegn veirunni á mönnum í næsta mánuði, en á undanförnum vikum hafa farið fram tilraunir á dýrum. Það eru ungir og heilsuhraustir sjálf- boðaliðar sem gangast undir prófanir á fólki. Ef fyrstu tilraunir á þeim vett- vangi verða árangursríkar verður mun stærri hópum boðin meðferð. Ólíklegt þykir þó að bóluefnið yrði al- mennt á boðstólum fyrr en í lok þessa árs eða í byrjun hins næsta. Alþjóðleg samtök, Cepi, sem sett voru á fót eftir ebólufaraldurinn í Afr- íku á árunum 2014-2016, styrkja rannsóknir á bóluefni fjárhagslega. Á vegum þeirra hefur verið unnið að því að finna bóluefni gegn annarri skæðri kórónuveiru, MERS. Fyrir stuttu greindu samtökin frá því að tilraunir með bóluefni gegn Covid-19 gætu hafist í maí næstkomandi. Svo snögg framleiðsla á bóluefni gegn nýrri veiru er algert einsdæmi. Það verður þó að hafa í huga að eftir tilraunir á dýrum og mönnum þurfa öll bóluefni að fara í gegnum strangt ferli lyfjaprófunar og eftirlits. Slíkt ferli tekur venjulega ár og daga en dæmi er um að því sé flýtt þegar unn- ið er í kapp við tímann og alvarlegt ástand hefur skapast. Þannig var bóluefninu gegn ebólunni í Kongó flýtt mjög fyrir tveimur árum. Menn eru tilbúnir til að taka meiri áhættu þegar engin önnur leið er í augsýn. Frá Bandaríkjunum berast þær fréttir að verið sé að gera tilraunir með skammtíma bóluefni gegn veir- unni. Er hugmyndin sú að það geti dugað í einn eða tvo mánuði á meðan bóluefni til lengri tíma er í vinnslu. Það tekur líka sinn tíma að fram- leiða bóluefni fyrir milljónir manna um heim allan. Vel má vera að kór- ónuveiran verði gengin yfir þegar bóluefnið verður loks á boðstólum. En hvenær svo sem það kemur á markað er ljóst að það þarf að for- gangsraða hópunum sem fá það fyrstu mánuðina. Fremstir í biðröð- inni eru heilbrigðisstarfsmenn og síð- an aldraðir og aðrir áhættuhópar sem viðkvæmir eru fyrir smiti. Leitað að bóluefni í kappi við tímann AFP Kórónuveiran Unnið er að því víða um heim að finna bóluefni gegn veir- unni. Ríkir bjartsýni um að tilraunir á mönnum geti hafist í apríl. 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Umræðansnýst öllum kór- ónuveiruna. Og er ekki að undra. En það er líka fundið að því að almenn- ingur láti til sín taka í um- ræðunni og þess vegna skekki hana í stað þess að lúta „sér- fræðingunum“ álútur og þegj- andi. Það er nú það. Margt gengur vissulega í skrítnar áttir þegar við „almúginn“ léttum á okkur og spyrjum um það sem þyngst liggur á hjarta. Fréttamenn Ríkisútvarps- ins spyrja í stuttum útsend- ingartíma „öryggistækisins“ um hvernig sé best að haga þvotti á fatnaði? Og sérfræð- ingarnir reyna að taka þessu öllu vel. En bæði hér og er- lendis verður almenningur órólegur þegar hann hugsar til þess að mat og ráð sérfræð- inganna og aðgerðir, sem vissulega eru gerðar í góðri trú, skila ekki þeirri niður- stöðu sem fólkinu var talin trú um. Dæmin eru mörg. Sérfræð- ingar og „yfirvöld“ voru farar- stjórar á Ítalíu og öll þeirra ráð gerðu ekki mikið gagn og margir þarlendra telja reynd- ar orðið óyggjandi að þau hafi gert illt verra. Engar skýr- ingar hafa verið gefnar á því hvers vegna allt fór úrskeiðis þar syðra. Aðalskýringin hef- ur verið sú að lengi hafi verið beðið blessunar frá Brussel og hún komið seint og illa og í skötulíki. Og ekki hefur held- ur fengist skýring á því hvers vegna dánartölur á Ítalíu hafa verið úr öllu hlutfalli við það sem áður hafði verið nefnt sem almenn regla. Margir þeirra sem fylgjast með vekja athygli blaðsins á því sem þeim þykir illa ganga upp. Fróðleiksmaður mikill varð undrandi á sjónarmiðum íslenska sóttvarnalæknisins á fréttafundi, eins og hér kemur fram í styttri endursögn: „Þegar hann er spurður um yfirlýsingu Merkels um að 60 til 70 prósent Þjóðverja kunni að smitast af veirunni, segir hann það úr lausu lofti gripið! Merkel byggði tölur sínar á áliti fremstu veirufræðinga Þýskalands...“ Og svo: „Þýskaland er öflugasta ríki Evrópu á sviði læknavísinda – og eitt hið öflugasta á því sviði í veröldinni. Sagt er að fram- lag þýskra veirufræðinga við að framleiða lyf gegn veirunni geti skipt sköpum vegna þess hve veirufræðin er þar á háu stigi. Sóttvarnarlæknirinn talar enn á þeim nótum að sóttin gangi niður á næstu mánuðum, þetta er þvert á álit þeirra veiru- fræðinga sem stjórna fremstu rann- sóknastofnunum í Þýskalandi, eins og má sjá af fréttum. Þeir telja að þróun í Íran og víðar sýni að ekkert sé að byggja á kenningum um að veiran gangi niður með vorinu, öðru nær, því að hún hafi þegar sýnt að hún standi vel af sér hitabreytingar. Og jafnvel þótt faraldurinn gangi eitt- hvað niður, þá sé viðbúið að hann gjósi aftur upp í haust af meiri krafti og auknum mann- skaða. Það er raunar einnig viðkvæði manna nú varðandi fullyrðingar kínversku stjórn- arinnar um að tekist hafi að sigrast á sóttinni í Kína. Veirufræðingar hér óttast margir að strax og sóttkvínni í Wuhan sé aflétt og fólk hverfi aftur til starfa, fari allt í gang aftur. Reikna verði með tveggja ára faraldri og er þá væntanlega gert ráð fyrir að fyrr verði lyf ekki til reiðu.“ Það er vafalaust að marg- víslegar spurningar af slíku tagi brenna á vörum almenn- ings. En um leið ber að við- urkenna að á þörfum upplýs- ingafundum þeirra sem mynda hina fámennu varn- arlínu gegn veirunni hér á landi verður ekki mikið meira gert en að koma nýjustu upp- lýsingum á framfæri og flytja þýðingarmiklar ábendingar, tilmæli eða fyrirmæli út til þjóðarinnar. Fjölmiðlar landsins hafa flestir gert verulegt átak til að koma fróðleik og upplýsingum á framfæri. Það er reyndar vandmeðfarið, því að þeir sem koma fróðleik og upplýsingum á framfæri vilja ekki verða til þess í ógáti ýta undir óróleika og ótta. Þeir þættir eru auðvitað til staðar og ef þungi þess eykst getur skaðinn sem af því hlýst bæst við það tjón sem veiru- pestin sjálf veldur. Það er vandlifað þegar átt er við pest sem getur ef illa tekst til fært dauðann nær mönnum en skyldi. Dauðinn kemur enda fáum við hann öll, oftast þó ótímasettan í fæð- ingargjöf. En við erum öll samtaka um það að vilja með öllum ráðum og meðal annars því að brjót- ast um fast, að koma í veg fyrir að sá skarfur mæti sem illa tímasett boðflenna inn í líf okkar eða landa okkar. Umræðan getur fleygst um víðan völl, en umræðuleys- an yrði hættulegri} Almenningur tekur ekki vondri pest þegjandi Þ egar stjórnmálamenn búa til kerfi til þess að leysa vanda er voðinn oft- ast vís. Eins og öll sértæk úrræði sem stjórnvöld standa fyrir leiðir byggðakvóti af sér óhagræði og spillingu. „Mikið af svokölluðu „svindli“ í þessu kerfi er þegar menn eru að reyna að finna leiðir framhjá því sem er óframkvæmanlegt. Annaðhvort með því að fá undanþágur eða vera með einhverjar brellur. Það virðist sem kerfið sé byggt upp í kringum það að reyna að koma hlutum í ástand sem var 1970 eða 1980.“ Áður en einhver grípur símann eða pennann til þess að skamma mig fyrir stóryrði verð ég að geta þess, að hér vitna ég í formann starfshóps sem skilaði fyrir skömmu skýrslu til sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra um atvinnu- og byggðakvóta. Í skýrslunni er kveðið fast að orði og höf- undar segja í raun undir rós að ekkert vit sé í kerfinu. Tal- að er um „stirt regluverk“ sem ætti að leggja af. Enginn samningur sé um að byggðarlögin nái mælanlegum mark- miðum. Vegna þess að stjórnmálamenn vilja þarna úthluta gæð- um en ekki peningum er stjórnsýslan losaraleg og ýtt er undir spillingu við úthlutunina. Víða heyrast sögur um að byggðakvótinn sé notaður til þess að hygla „réttum“ út- gerðum. Byggðakvótinn er stór hluti af heildaraflamarkinu eða 5,3%. Aðeins fjórar útgerðir á landinu fá meiri kvóta í sinn hlut. Verðmætin sem ríkið úthlutar til byggðanna eru mikil eða milli 5,5 til 7,6 milljarðar króna samkvæmt skýrslunni. Kvótanum er dreift án nokkurra skilyrða – til þess að færa ástandið fimmtíu ár aftur í tímann! Miðað við þetta er árlegt verðmæti alls kvóta á landinu 100 til 150 milljarðar króna. Það eru 21 til 28 þúsund ódýrar Teslur á hverju ári. Eða 7 til 9 þúsund Landcruiser Luxery, svo talað sé mál sem útgerðarmenn skilja. Eins og fram kom í grein minni í Morgun- blaðinu í liðinni viku geta útgerðir leigt úthlut- aðan kvóta frá sér og fengið fyrirhafnarlausan pening. Kerfið býður upp á þetta og ekki við einstakar útgerðir að sakast. Hver vill ekki fá milljarða hlunnindi frá ríkinu? Lausnin er auðvitað sú að hætta að úthluta byggðakvóta og setja hann á markað. Byggða- stuðningur á að vera í formi peninga og með skýr markmið. Bæjarfélögin geta þá keypt kvóta, telji þau það uppfylla markmiðin best. Með þessu væri stigið fyrsta skref í að taka upp mark- aðstengt aflagjald fyrir allar veiðiheimildir. Engar gjafir til vildarvina. Ekkert „svindl“ eða „brellur“. Allt sýnilegt. En þótt kjósendur vilji flestir réttlátt kerfi gerir núverandi rík- isstjórn ekkert. Vel á minnst. Samherji ákvað að auka hlut sinn í Eim- skipafélaginu og mun á næstu vikum gera öðrum hlut- höfum yfirtökutilboð. Var það eitt af markmiðum kvóta- kerfisins að Samherji eignaðist óskabarnið einn? Benedikt Jóhannesson Pistill Svindl og brellur í kvótakerfinu Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Meðan þess er beðið að bólu- efni gegn veirunni komi fram er mikilvægt að allir hlíti leiðbein- ingum heilbrigðisstarfsfólks og almannavarna. Ekki er hægt að sitja með hendur í skauti í trausti þess að lyf taki ómakið af mönnum. Meginreglan er að gæta ýtrasta hreinlætis, spritta hendur og takmarka sem kostur er samskipti við aðra sem kalla á mikla nærveru og snertingu. Sérstaklega er brýnt að fara varlega í nánd við þá sem eru viðkvæmastir fyrir smiti, en það eru aldraðir og sjúkir. Meðan beðið er bóluefnis KÓRÓNUVEIRAN Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Spritt Sótthreinsun er mikilvæg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.