Morgunblaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 32
Af jörðu er heiti sýningar sem Rósa Sigrún Jónsdóttir myndlistarkona opnar í Galleríi Úthverfu á Ísafirði í dag, föstudag, kl. 17. Hún hefur sýnt verk sín víða á undanförnum árum og vinnur nú í nýjum mynd- verkum með mismunandi litaduft úr vestfirskum fjöllum og jurtir sem hún heklar og málar, svo plöntur, rýmið og jarðlögin verða eitt. Af jörðu Rósu Sigrúnar í Galleríi Úthverfu FÖSTUDAGUR 13. MARS 73. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Verður Evrópukeppni karla í fót- bolta sem fram á að fara í sumar frestað um eitt ár? Verður umspils- leik Íslands og Rúmeníu sem fram á að fara á Laugardalsvellinum 26. mars líka frestað? Þetta skýrist væntanlega á neyðarfundi sem UEFA hefur boðað með öllum aðild- arþjóðum sínum á þriðjudaginn kemur. »26 Verður bæði EM og umspilinu frestað? ÍÞRÓTTIR MENNING Myndlistarkonan Steinunn Gunn- laugsdóttir opn- ar einkasýn- inguna Glópagull – Þjóðsaga í sýn- ingarrýminu Midpunkti í Hamraborg í Kópavogi í dag kl. 17. Steinunn er mörgum kunn fyrir gjörninga og höggmyndir, til að mynda Litlu hafpulsuna sem stóð í Reykja- víkurtjörn veturinn 2018. Verk Steinunnar eru iðulega gáska- blandin og gagnrýnin á sam- félagið. Hún vinnur í ýmsa miðla, gerir skúlptúra, myndbönd, hljóð- verk, teikningar, gjörninga og inn- setningar. Glópagull og þjóðsaga Steinunnar í Midpunkt Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Aðalbjörg Guðmundsdóttir verður 100 ára á sunnudag og er bjartsýn á framhaldið sem fyrr. „Kórónuveiran er dálítið erfið fyrir okkur Íslend- inga og aðra en við verðum að hrista hana af okkur,“ segir hún. Dagarnir eru í frekar föstum skorðum hjá Aðalbjörgu, sem býr í séríbúð í húsi hjónanna Elínar Rögnvaldsdóttur, dóttur sinnar, og Björgvins Guðmundssonar, flutti þangað með eiginmanninum Rögn- valdi Jóhanni Sæmundssyni 2006, en hann lést 2016. Þau eiga þrjú börn, Sæmund, Elínu og Margréti, átta barnabörn, 20 barnabarnabörn og von er á fyrsta langalangömmu- barninu. „Við mæðgurnar fáum okk- ur kaffi öðrum megin við klukkan tíu og svo les ég mikið. Núna er ég að lesa bókina Hornauga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur,“ segir hún. Foreldrar Aðalbjargar voru Guð- mundur Stefánsson og Margrét Sig- geirsdóttir. Hún fæddist á Harðbak á Melrakkasléttu og ólst þar upp, var þriðja í röðinni af sex systrum, en auk þess áttu þær yngri fóstur- bróður. „Okkur fannst lífið ganga vel,“ segir hún. „Það var tvíbýli, margir krakkar, og við gátum dans- að þegar okkur langaði en gamall maður, Sigurður Jónsson, spilaði á harmoniku auk þess sem hann skar út hluti fyrir okkur, kommóðu handa mér og skatthol handa systur minni.“ Ekkert skorti í sveitinni, að sögn Aðalbjargar. „Fólkið í nágrenninu sagði að ekki væri erfitt fyrir Slétt- unga að lifa, því ef þeir legðust á grúfu á vatnsbakkann synti silung- urinn upp í þá og ef þeir legðust á bakið verpti fuglinn ofan í þá. Hlunnindin voru svo mikil.“ Þegar Aðalbjörg var 17 ára fór hún í Kennaraskólann í Reykjavík, sótti sér síðar viðbótarmenntun og kenndi víða í rúmlega 40 ár. „Ung kennslukona úr Núpasveit kom til þess að vera prófdómari hjá okkur, mér leist vel á hana og uppástóð að ég ætlaði að verða kennari. Mér fannst það alltaf skemmtilegt starf.“ Mætir reglulega á fundi Félagsmálin hafa alla tíð verið Að- albjörgu hugleikin. Hún var meðal annars formaður Ungmennafélags- ins Austra á Raufarhöfn, gæslumað- ur barnastúkunnar Norðurljóssins, í stjórn Þingeyingafélagsins í Reykja- vík og svo mætti lengi telja. Hún er heiðursfélagi Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur og sækir fundi reglu- lega, síðast í liðinni viku. „Margrét, dóttir mín, spurði mig þá hvort ég ætlaði ekki að segja eitthvað svo ég gerði það, en það var nú ekki merki- legt.“ Aðalbjörg hefur farið á æskuslóð- irnar á hverju sumri undanfarin 60 ár, sinnt æðarvarpinu og tekið þátt í dúnhreinsuninni. „Ég fer bara norð- ur og leggst á vatnsbakkann,“ segir hún og hlær dátt. Bætir við að engin breyting verði á í sumar. „Þetta er skemmtilegt og svo þarf að vinna þessa vinnu, en Margrét, dóttir mín, er annars mest í þessu.“ Heilsan hefur alltaf verið góð. „Ég þakka það hvað ég var mikið úti sem krakki, að eltast við kindur og hesta. Maður verður hraustur af því.“ Um helgina ákvað fjölskyldan að loka á heimsóknir til Aðalbjargar vegna veirunnar. „Ég er í eins konar sóttkví og við söfnum fólki ekki sam- an vegna veirunnar en höldum bara upp á afmælið næsta ár.“ Ljósmynd/Hrólfur Einarsson Á Harðbak Aðalbjörg Guðmundsdóttir sinnir æðarvarpinu og tekur þátt í dúnhreinsuninni á hverju sumri. Sæld við vatnsbakkann  Aðalbjörg Guðmundsdóttir 100 ára og áhyggjulaus Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is DUCA model 2959 L 215 cm Áklæði ct. 83 Verð 395.000,- L 215 cm Leður ct. 25 Verð 585.000,- ESTRO model 3042 L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,- GOLF model 2945 L 216 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- KIPLING model 3088 L 214 cm Áklæði ct. 70 Verð 345.000,- L 180cm Áklæði ct. 70 Verð 325.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 495.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 669.000,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.