Morgunblaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 26
KÖRFUBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Stjarnan fór langt með að tryggja
sér deildarmeistaratitilinn annað ár-
ið í röð í Dominos-deild karla í
körfubolta er liðið vann 94:83-
heimasigur á Haukum í gærkvöldi.
Stjarnan getur orðið deildarmeistari
í kvöld, takist Keflavík ekki að vinna
Þór Þorlákshöfn. Annars dugir
Stjörnunni sigur gegn föllnum
Fjölnismönnum í lokaumferðinni í
næstu viku.
Búist við meiru af Haukum
Urald King var stigahæstur hjá
Stjörnunni með 22 stig og þau skor-
aði hann á aðeins 19 mínútum. Þá
lék Hlynur Bæringsson einnig vel
og tók 14 fráköst og gaf sex stoð-
sendingar. Haukar eiga ekki lengur
möguleika á að vera með heimavall-
arrétt í úrslitakeppninni. Hefur
tímabilið þeirra verið hálfgerð von-
brigði, því liðið hefur unnið ellefu
leiki og tapað tíu. Búist var við
meira frá Haukum eftir að Kári
Jónsson snéri heim í haust, en hann
er með 17,4 stig að meðaltali í deild-
inni í vetur. Kári þarf helst að skora
nálægt 30 stigum í leik í úr-
slitakeppninni, ætli Haukar sér
langt í henni.
Sjóðheitir í úrslitakeppnina
Íslandsmeistarar KR fara sjóð-
heitir inn í úrslitakeppnina og virð-
ast þeir enn og aftur vera að toppa á
réttum tíma. KR hafði betur gegn
Val á útivelli, 90:81, og hefur liðið
unnið fjóra leiki í röð. Líkt og gegn
Stjörnunni í síðustu umferð sáu sex
leikmenn alfarið um stigaskor KR-
inga. Fimm skoruðu meira en 15
stig og einn skoraði átta stig. Jakob
Örn Sigurðarson skoraði 22 stig og
hefur hann ekki skorað eins mikið
síðan í 2. umferð gegn Haukum. Er
hann gott dæmi um vaxandi leik
KR-inga að undanförnu.
Tindastóll gulltryggði sér heima-
leikjarétt í úrslitakeppninni með
öruggum 99:76-sigri á ÍR á heima-
velli. Eftir erfiða byrjun á árinu hef-
ur Tindastóll nú unnið fimm af síð-
ustu sex og virðist ætla koma af
krafti í úrslitakeppnina. Það verður
ekkert lið hrifið af því að fara í
Skagafjörðinn þegar allt er undir.
ÍR-ingum líður vel á heimavelli en
þeim virðist ekki líða eins vel á
landsbyggðinni. Breiðholtsliðið hef-
ur fengið þrjá skelli á útivöllum utan
Reykjavíkur; gegn Njarðvík, Kefla-
vík og nú Tindastóli. ÍR verður ekki
með heimavallarrétt í úrslitakeppn-
inni og þarf því að læra að vinna erf-
iða útileiki eftir ferðalög.
Þá vann Njarðvík auðveldan
117:83-sigur á föllnum Fjöln-
ismönnum á heimavelli. Þrátt fyrir
sigurinn getur Njarðvík ekki lengur
náð heimaleikjarétti, þar sem liðin
fyrir ofan unnu sína leiki.
Eftir leikina er ljóst að Stjarnan,
Keflavík, Tindastóll og KR verða
með heimaleikjarétt í úrslitakeppn-
inni og mæta þau Njarðvík, Hauk-
um, ÍR og Grindavík eða Þór Þor-
lákshöfn. Þórsarar þurfa að vinna
tvo síðustu leiki sína og treysta á að
Grindavík tapaði síðustu tveimur til
að ná áttunda sætinu. Þá verður Þór
Akureyri að vinna Grindavík í kvöld,
annars er liðið fallið.
Með níu fingur á
deildartitlinum
KR og Tindastóll með heimavallarrétt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frákast Leikmenn Stjörnunnar og Hauka einbeittir í frákastabaráttu í gær.
KÓRÓNUVEIRAN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Knattspyrnusamband Evrópu,
UEFA, hefur boðað til neyðarfundar
næsta þriðjudag, 17. mars, þar sem
væntanlega verða teknar ákvarðanir
um framhaldið á knattspyrnumótum
álfunnar, sem eru öll í uppnámi
vegna kórónuveirunnar.
Allar 55 aðildarþjóðir UEFA eru
boðaðar til fundarins en fulltrúarnir
þurfa ekki að fara langt því um fjar-
fund verður að ræða til að komast
hjá óþarfa ferðalögum. Til fundarins
er einnig boðið fulltrúum samtaka fé-
lagsliða, deildanna og samtaka at-
vinnuknattspyrnumanna.
Franska blaðið L’Equipe sagði í
gær að samkvæmt sínum heimildum
væri UEFA tilbúið að fresta loka-
keppni EM karla um eitt ár og halda
hana sumarið 2021 til þess að liðka
fyrir um lok keppnistímabilsins
2019-20.
UEFA þarf þó að taka mið af
heimsmeistaramóti félagsliða sem
FIFA hyggst halda sumarið 2021 og
þá fer einnig fram lokakeppni EM
kvenna. Lokakeppni EM karla 2020
á að fara fram í tólf borgum víðs veg-
ar um Evrópu, hefjast með leik Ítalíu
og Tyrklands í Róm 12. júní, og ljúka
með úrslitaleik á Wembley 12. júlí.
Sextán liða úrslit Meistaradeildar
Evrópu og Evrópudeildar UEFA
eru enn í gangi en ljóst er að ekki
verður hægt að ljúka þeim á til-
settum tíma og litlar líkur eru á að
fyrirhugaðir úrslitaleikir geti farið
fram í maímánuði.
Eins eru enn margar umferðir eft-
ir af flestum vetrardeildum Evrópu.
Englendingar eru að reyna að halda í
30. umferð sinnar úrvalsdeildar um
komandi helgi en þá verða enn eftir
átta umferðir þar. Þjóðverjar stefna
að því að spila 26. umferðina af 34 um
helgina. Spánverjar hafa frestað
næstu tveimur umferðum og þar eru
enn eftir ellefu umferðir af 38. Ítalir
hafa lokið tæplega 26 umferðum af
38 en þar hefur öllum fótbolta verið
frestað fram yfir 3. apríl.
Með frestun á EM um eitt ár ætti
að verða svigrúm til að ljúka Evr-
ópumótunum, sem og deildum hinna
ýmsu landa í sumar, svo framarlega
sem framgangur kórónuveirunnar
leyfir það.
Umspilsleikirnir í uppnámi
Umspilsleikirnir fyrir EM í lok
mars eru í uppnámi. Átta umspils-
leikir eiga að fara fram fimmtudag-
inn 26. mars, þar á meðal viðureign
Íslands og Rúmeníu á Laugardals-
vellinum. Fimm dögum síðar, þriðju-
daginn 31. mars, á umspilinu að
ljúka með fjórum úrslitaleikjum um
sæti á EM.
Ef EM verður frestað verður að
teljast afar líklegt að umspilinu verði
líka frestað. Nú þegar eru mörg
vandamál komin upp, m.a. vegna
leikmanna sem eru fastir á Ítalíu.
Serbar eru með sex landsliðsmenn í
sóttkví þar, Bosníumenn með þrjá
og Íslendingar með Birki Bjarnason.
Þegar liggur fyrir að í Noregi og
Slóvakíu yrði leikið án áhorfenda og
líkurnar á að sama yrði gert hér á
Laugardalsvellinum fara vaxandi
dag frá degi. Bosnía hefur farið fram
á frestun á leik sínum við Norður-
Írland.
Holskefla af frestunum vegna
kórónuveirunnar bættist við í gær.
Danir, Spánverjar og Hollendingar
hafa frestað sinni deildakeppni
næstu tvær vikurnar hið minnsta og
Norðmenn ætla ekki að hefja sína
deildakeppni fyrr en í maí. Í hand-
boltanum hafa Norðmenn blásið til
leiksloka á sínu tímabili, Evrópu-
mótum félagsliða í körfubolta hefur
verið frestað, sömuleiðis NBA-
deildinni í körfubolta, og fréttir af
fjölmörgum fleiri frestunum er að
finna á mbl.is/sport.
Morgunblaðið/Eggert
Hitapylsan Verður allt umstangið á Laugardalsvellinum í vetur til einskis
vegna kórónuveirunnar? Þar á Ísland að leika við Rúmeníu 26. mars.
Evrópukeppninni 2020 frestað?
Neyðarfundur á þriðjudag Minnkandi líkur á að Ísland mæti Rúmeníu 26. mars
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2020
Lengjubikar karla
A-deild, 2. riðill:
KA – Magni............................................... 2:0
Sveinn Margeir Hauksson 35., Brynjar
Ingi Bjarnason 76.
Víkingur R. 12, Keflavík 9, Fylkir 7, KA
7, Fram 0, Magni 0.
Evrópudeild UEFA
16-liða úrslit, fyrri leikir:
Ist. Basaksehir – FC København ........... 1:0
Ragnar Sigurðsson lék ekki með FC Kø-
benhavn vegna meiðsla.
Eintracht Frankfurt – Basel ................... 0:3
LASK Linz – Manchester Utd................ 0:5
Olympiacos – Wolves ............................... 1:1
Rangers – Leverkusen ............................ 1:3
Wolfsburg – Shakhtar Donetsk .............. 1:2
Inter Mílanó – Getafe ....................... frestað
Sevilla – Roma ................................... frestað
Meistaradeild N/M-Ameríku
8-liða úrslit, fyrri leikur:
New York City – Tigres.......................... 0:1
Guðmundur Þórarinsson var ekki í leik-
mannahópi New York City.
SheBelieves-bikarinn
Leikið í Bandaríkjunum:
Spánn – England...................................... 1:0
Alexia Putellas 83.
Bandaríkin – Japan ................................. 3:1
Megan Rapinoe 7., Christian Press 26.,
Lindsay Horan 83. – Mana Iwabuchi 58.
Lokastaðan: Bandaríkin 9, Spánn 6,
England 3, Japan 0.
Olísdeild karla
Selfoss – Haukar .................................. 25:35
FH – KA................................................ 32:22
Staðan:
Valur 20 14 2 4 558:485 30
FH 20 13 2 5 601:535 28
Afturelding 20 12 3 5 545:529 27
Haukar 20 12 3 5 547:524 27
Selfoss 20 12 1 7 618:609 25
ÍR 20 11 2 7 600:559 24
ÍBV 20 11 2 7 587:540 24
Stjarnan 20 6 5 9 531:541 17
Fram 20 7 2 11 479:505 16
KA 20 5 1 14 524:582 11
HK 20 3 0 17 504:592 6
Fjölnir 20 2 1 17 505:598 5
Grill 66 deild kvenna
ÍR – Valur U ......................................... 27:29
Staðan:
Fram U 19 19 0 0 649:425 38
FH 19 15 1 3 537:413 31
Selfoss 19 14 2 3 460:406 30
Grótta 19 12 1 6 490:447 25
Valur U 20 10 1 9 539:530 21
ÍR 20 10 1 9 520:513 21
ÍBV U 19 9 1 9 466:466 19
Stjarnan U 19 7 1 11 455:504 15
Fjölnir 19 6 2 11 458:511 14
HK U 19 4 2 13 464:555 10
Fylkir 19 3 0 16 384:483 6
Víkingur 19 0 0 19 417:586 0
Svíþjóð
Alingsås – IFK Ystad .......................... 33:29
Aron Dagur Pálsson skoraði eitt mark
fyrir Alingsås.
Dominos-deild karla
Valur – KR ............................................ 81:90
Stjarnan – Haukar ............................... 94:83
Njarðvík – Fjölnir .............................. 117:81
Tindastóll – ÍR...................................... 99:76
Staðan:
Stjarnan 21 17 4 1915:1743 34
Keflavík 20 15 5 1802:1612 30
Tindastóll 21 14 7 1829:1727 28
KR 21 14 7 1807:1742 28
Njarðvík 21 13 8 1832:1653 26
Haukar 21 11 10 1834:1799 22
ÍR 21 11 10 1782:1883 22
Grindavik 20 8 12 1698:1750 16
Þór Þ. 20 7 13 1615:1669 14
Valur 21 7 14 1698:1812 14
Þór Ak. 20 5 15 1719:1911 10
Fjölnir 21 2 19 1752:1982 4
1. deild karla
Höttur – Skallagrímur ......................... 85:66
Breiðablik – Snæfell........................... 114:69
Staðan:
Höttur 22 20 2 1912:1614 40
Hamar 22 19 3 2172:1930 38
Breiðablik 22 18 4 2213:1826 36
Vestri 21 14 7 1875:1699 28
Álftanes 22 11 11 1871:1942 22
Selfoss 21 8 13 1628:1706 16
Skallagrimur 23 3 20 1871:2179 6
Sindri 19 2 17 1538:1766 4
Snæfell 22 2 20 1731:2149 4
NBA-deildin
Philadelphia – Detroit...................... 124:106
Atlanta – New York.................. (frl) 131:136
Miami – Charlotte .............................. 98.109
Dallas – Denver .................................. 113:97
Tveimur leikjum var frestað vegna kór-
ónuveirunnar og nú hefur deildinni í heild
verið frestað um ótiltekinn tíma.
Betsy Hassett, landsleikjahæsta
konan í úrvalsdeild kvenna í fót-
bolta, skipti um félag í gær og er
komin til Stjörnunnar eftir tvö og
hálft ár í röðum KR-inga. Hassett,
sem kom til KR á miðju sumri 2017,
hefur leikið 120 landsleiki fyrir
Nýja-Sjáland, síðast gegn Noregi í
þessari viku, en hún hefur leikið
með þjóð sinni á þremur heims-
meistaramótum og einum Ólympíu-
leikum. Hassett, sem er 29 ára
miðjumaður, hefur leikið 38 leiki
með KR í efstu deild og skorað 3
mörk.
Ein þrautreynd til
Stjörnunnar
Morgunblaðið/Hari
Stjarnan Betsy Hassett flytur úr
Vesturbænum í Garðabæinn.
Ólympíueldurinn 2020 var tendr-
aður á hefðbundinn hátt í Ólympíu í
Grikklandi í gær, 134 dögum áður
en hann verður notaður til að
kveikja í ólympíukyndlinum í
Tókýó 24. júlí þegar ÓL 2020 eiga
að hefjast. Anna Korakaki, grískur
ólympíumeistari í skotfimi frá 2016,
hljóp fyrsta spölinn og varð fyrsta
konan í sögunni til að vera fyrsti
kyndilberinn. Hlaupið verður með
eldinn um Grikkland til 19. mars en
þá verður flogið með hann frá
Aþenu til Tókýó og hlaupið með
hann um allt Japan fram að 24. júlí.
Eldurinn lagður
af stað til Tókýó
AFP
Fyrst Anna Korakaki hleypur af
stað með ólympíueldinn.