Morgunblaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2020
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Gríðarlegur skjálfti fór um öll helstu
flugfélög í Evrópu og Bandaríkjun-
um í gær í kjölfar tilkynningar Do-
nalds Trump um ferðabann Evrópu-
búa til Bandaríkjanna. Um leið og
kauphöllin í Ósló opnaði var ljóst að
Norwegian Air Shuttle tæki á sig
enn eitt höggið, en hlutabréf félags-
ins hafa verið í frjálsu falli síðasta
mánuðinn. Féllu bréfin um ríflega
22% í gær og hafa þau þá fallið um
rúmt 81% frá áramótum.
Lækkun bréfanna varð að veru-
leika í gær, þrátt fyrir að Erna Sol-
berg, forsætisráðherra Noregs, hafi
lýst því yfir á miðvikudag að rík-
isstjórn landsins myndi tryggja
lausafjárfyrirgreiðslu til flugfélaga
á meðan afleiðingar útbreiðslu kór-
ónuveirunnar ganga yfir. Síðdegis í
gær tilkynnti félagið að það þyrfti
að segja upp helmingi starfsfólks
síns, að minnsta kosti tímabundið.
Norwegian var hins vegar ekki
eina evrópska flugfélagið sem varð
fyrir höggi í gær. Þannig lækkuðu
hlutabréf Air France-KLM um tæp
13% í kauphöllinni í París og hafa
bréf félagsins lækkað um 58,4% frá
áramótum. Bréf Lufthansa lækkuðu
um ríflega 14% í kauphöllinni í
Frankfurt. Þá lækkaði IAG í Kaup-
höllinni í London um 19% en félagið
er eigandi að British Airways. Hef-
ur markaðsvirði félagsins lækkað
um 45% það sem af er ári.
Bandarísku félögin í klemmu
Markaðir í Bandaríkjunum opn-
uðu á eftir hinum evrópsku en ljóst
var strax að áhrif ferðabanns
Bandaríkjaforseta höfðu ekki síður
áhrif á tiltrú fjárfesta á bandarísku
flugfélögunum sem beina vélum sín-
um yfir Atlantshafið. Þannig lækk-
uðu bréf American Airlines um
17,28% og United Airlines lækkaði
um 24,85% en bæði félögin eru
skráð í Nasdaq-kauphöllina í New
York. Þá lækkuðu bréf Delta Airl-
ines um 21% í Kauphöllinni í New
York.
Taugatitringur hefur einnig auk-
ist gagnvart flugvélaframleiðendun-
um Airbus og Boeing enda virðist
mikill samdráttur í spurn eftir flug-
ferðum um allan heim geta haft
veruleg áhrif á spurn eftir vélum úr
smiðjum þeirra. Þannig lækkaði
hlutabréfaverð Airbus um 16,73% í
Kauphöllinni í París og í Kauphöll-
inni í New York lækkuðu bréf
Boeing um rúm 18,11%. Hafa bréf
félagsins, sem er stærsti flugvéla-
framleiðandi í heimi, lækkað um
helming síðasta mánuðinn.
Kalla eftir aðgerðum
Í gær sendu Airlines for Europe,
samtök 16 stærstu flugfélaga Evr-
ópu frá sér yfirlýsingu þar sem kall-
að var eftir því að stjórnvöld í álf-
unni frestuðu álagningu nýrra
svokallaðra umhverfisskatta sem nú
stendur til að leggja á félögin. Þau
kölluðu einnig eftir því að að reglum
er varða bætur til farþega vegna
seinkana eða niðurfellingu flugferða
yrði létt af félögunum í einhverjum
mæli. Einnig kölluðu þau eftir því að
núverandi reglur sem kveða á um að
halda verði uppi 80% nýtingu á út-
gefnum lendingaleyfum til þess að
viðhalda þeim, yrðu numdar úr gildi.
Icelandair tók skarpa dýfu
Hlutabréfaverð Icelandair lækk-
aði um 22,8% í 128 milljóna króna
viðskiptum í gær og hafa bréf fé-
lagsins nú lækkað um 48,4% það
sem af er ári. Við lokun markaða í
gær náði markaðsvirði félagsins
ekki 21 milljarði króna. Bókfært
eigið fé félagsins var hins vegar um
áramót ríflega 65,3 milljarðar
króna.
Hafa bréf félagsins ekki tekið eins
skarpa dýfu síðan 10. júlí árið 2018
þegar félagið gaf út svarta afkomu-
viðvörun. Þá féllu bréf félagsins um
25% á einum degi.
Bogi Nils Bogason forstjóri fé-
lagsins og Eva Sóley Guðbjörns-
dóttir, fjármálastjóri þess, funduðu
með ríkisstjórn Íslands í gær. Þá
gaf félagið út tilkynningu um að
ferðabann Bandaríkjastjórnar
myndi hafa veruleg áhrif á áætlanir
félagsins. Þó var ítrekað að lausa-
fjárstaða félagsins væri sterk. Hún
hefði numið 39 milljörðum króna við
áramót og væri „á sama stað í dag“.
Ljóst er að fyrrnefnt ferðabann
hefur hlutfallslega mikil áhrif á Ice-
landair og íslenska ferðaþjónustu
miðað við aðra markaði. Samkvæmt
greiningarfyrirtækinu CAPA gerðu
áætlanir ráð fyrir að í yfirstandandi
viku yrðu seld 11.759 sæti milli
Bandaríkjanna og Íslands. Hins
vegar yrðu seld 10.015 sæti milli
Bandaríkjanna og Danmerkur,
4.440 sæti milli Bandaríkjanna og
Noregs og 4.806 sæti milli Banda-
ríkjanna og Svíþjóðar.
Flugheimurinn allur
í afar djúpri dýfu
Boeing og Airbus fara ekki varhluta af stöðunni
Icelandair féll um 22,8% í 128 milljóna viðskiptum
Áhrifin af yfirlýsingu Trumps ekki enn ljós
Daglegar flugferðir : 560
Flugsæti á dag: 160.000
Áætlun um 30 daga
frá 13. mars:
40 flugfélög
Helstu tölur um hvað geti
verið í húfi:
Flugferðir milli Bandaríkjanna og Evrópu
Heimild: flightglobal.com/Cirium schedules data
Umsvifamestu bandarísku
flugfélögin
Umsvifamestu evrópsku flugfélögin
American Airlines
Lufthansa Air France
Um það bil 60
flugferðir á dag
Um það bil 37
flugferðir á dag
Delta Air Lines
United Airlines4,8 milljónir flugsæta
17.000 flugferðir
Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræð-
ingur Íslandsbanka segir í samtali
við Morgunblaðið að mörg Evrópu-
ríki, og í raun Bandaríkin líka, hafi
ekki sömu stoðir og Íslendingar hafa,
og séu því verr í stakk búin til að tak-
ast á við þá stöðu sem komin er upp
núna með útbreiðslu kórónuveirunn-
ar og ferðabanni Bandaríkjanna á
Evrópu næstu 30 dagana. „Mörg
Evrópuríki eru mjög skuldsett, og
hið opinbera því ekki til stórræðanna
til að koma til móts við atvinnulífið í
löndunum. Víða í Evrópu hefur í
raun aldrei komið almennilegur hag-
vöxtur eftir hrunið árið 2008, og
skuldir hafa safnast upp. Verkfæra-
kistan er ansi fátækleg á að líta víða.“
Jón Bjarki vísar þar til sterkrar
stöðu ríkissjóðs Íslands og mikillar
skuldaniðurgreiðslu síðustu missera,
bæði ríkis og sveitarfélaga. „Sveitar-
félögin standa mörg hver býsna vel.
Fyrirtækin í landinu eru líka minna
skuldsett en þau voru, og heimilin
standa sterkari fótum. Það mun
reyna á þetta allt saman núna. Við
getum prísað okkur sæl að hafa búið í
haginn í uppsveiflu síðustu ára.“
Jón Bjarki minnir á að skellirnir
sem dynji á þjóðinni þessa dagana
séu tímabundnir, og þegar allt verði
yfirstaðið séu grunnstoðir landsins
traustar til að byggja upp á ný. Góð-
ar líkur séu á þokkalega hröðum
bata.
Spurður um áhrifin á heimilin í
landinu segir Jón Bjarki að ekki sé
von á verulegum viðskiptahalla. Það
takmarki gengissig krónunnar og
haldi verðbólgu í skefjum. „Þá ætt-
um við síður að sjá höfuðstól verð-
tryggðra lána heimilanna rjúka
upp.“
Sumaráætlanir ganga ekki upp
Sveinn Þórarinsson, hlutabréfa-
greinandi hjá Landsbankanum, segir
að burtséð frá þessu 30 daga ferða-
banni Bandaríkjamanna þurfi nú að
horfa á áhrifin sem þetta hefur á
mesta ferðamannatíma ársins, sum-
artímann. „Áhættufaktorinn fyrir
Icelandair er hvernig sumarið verð-
ur. Félagið kemst í gegnum erfið-
leika í mars og apríl, en ef það kemur
risahögg í sumar horfir það öðruvísi
við. Það er nú þegar ljóst að áætlanir
fyrir sumarið munu ekki ganga upp.“
tobj@mbl.is
Ísland í betri
stöðu en aðrir
Sumarið áhættuþáttur fyrir Icelandair
Jón Bjarki
Bentsson
Sveinn
Þórarinsson
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70
hitataekni.is
Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar
ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými.
Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð
og framleidd í Svíþjóð.
– sjö viftur í einni
Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB)
Allir vöðvar eru sérvaldir úr fitusprengdum Írskum
nautgripum sem eingöngu hafa verið fóðraðir á grasi.
Kjötið er hægmeyrnað í 21 til 28 daga.
Nautakjötið frá John Stone er marg verðlaunað hefur
meðal annars hlotið gullverðlaun í
World Steak Challenge 2017-2018-2019!
Bókaðu borð á matakjallarinn.is
eða í síma 558-0000.
JOHN STONE STEIKARDAGAR
ÁMATARKJALLARANUM 4. - 15. MARS