Morgunblaðið - 20.03.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.03.2020, Qupperneq 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020 Aðalfundur Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi Hampiðjunnar, sem til stóð að yrði haldinn föstudaginn 27. mars, um óákveðinn tíma þar til aðstæður til fundarhalda batna og smithætta minnkar. Stjórn Hampiðjunnar hf. Þegar ákvörðun um nýjan fundartíma liggur fyrir verður fundurinn auglýstur með tilskildum 14 daga fyrirvara. Hluthöfum og öðrum áhugasömum er bent á að ársreikningur samstæðu Hampiðjunnar 2019 er aðgengilegur á heimasíðu félagsins og í fréttakerfi Nasdaq Iceland. Teitur Gissurarson Jón Pétur Jónsson Ljóst þykir að kórónuveiran sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er að sækja í sig veðrið og fjölgaði greindum smitum talsvert í gær miðað við undanfarna daga. „Við er- um komin af stað upp brekkuna í kúrfunni, það er augljóst.“ Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögreglu- þjónn hjá almannavarnadeild Rík- islögreglustjóra, um mikla fjölgun kórónuveirusmita hér á landi á blaðamannafundi í gær. Alls voru 80 ný smit greind sólar- hringinn á undan og voru því smitin orðin 330, samkvæmt upplýsinga- síðunni covid.is, þegar Morgunblað- ið fór í prentun í gærkvöld. „Við er- um búin að vera að horfa á þetta trend síðustu daga og reiknilíkönin sem við höfum verið að skoða sýna að við erum í brekkunni og það er augljóslega þannig í dag,“ sagði Víðir. Engar stórar breytingar Aðspurður sagði Víðir að mikil fjölgun greindra smita yrði þó ekki til þess að aðgerðum vegna veirunn- ar yrði breytt í stórum atriðum. „Við erum að skoða einstök tilfelli og ein- staka aðgerðir en í heildina er engra stórra breytinga að vænta næstu daga.“ Sagði hann enn fremur að út- göngubann, líkt og hefur verið tekið upp í sumum löndum í Evrópu, hefði ekki verið rætt og væri því ekki í spilunum. Eins og vanalegt er orðið voru á fundinum ásamt Víði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma D. Möller landlæknir og nutu þau í þetta sinn liðsinnis Ævars Pálma Pálmasonar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns og yfirmanns smitrakningar- teymis almannavarnadeildar ríkis- lögreglustjóra og sóttvarnalæknis. Alma landlæknir hóf mál sitt á því að segja frá því að ferðamaðurinn sem var smitaður af kórónuveirunni og lést fyrr í vikunni hefði líklega látist af völdum sjúkdómsins. „Það eru miklar líkur á því að maðurinn hafi látist af völdum COVID-19,“ sagði Alma en gerði þann fyrirvara að ekki væri þó hægt að staðfesta það endanlega. Bætti hún við að ein- kenni mannsins hefðu verið ódæmi- gerð fyrir sjúkdóminn. Sagði hún hug allra vera hjá aðstandendum mannsins. Aukinheldur ræddi Alma um spá- líkan sem spáir fyrir um hvert álag á heilbrigðiskerfið gæti orðið nú þeg- ar kórónuveirufaraldurinn ríður yf- ir. Sagði hún meðalspá benda til að faraldurinn næði hámarki 7. apríl, þá yrðu 40 sjúklingar á sjúkrahúsi. Verri spá gerði hins vegar ráð fyrir 110 sjúklingum á sjúkrahúsi. Ef gjörgæsluinnlagnir væru sérstak- lega skoðaðar þá yrðu innlagnir alls sjö 14. apríl miðað við meðalspá en 30 miðað við verri spána. Sagði hún spána þó taka mið af tölum liðinna daga og að mögulega þyrfti að upp- færa hana. Stöðugt þyrfti að endur- skoða og endurreikna. Breytist oft á dag Ævar Pálmi, yfirmaður smitrakn- ingarteymis, sagði að umfang verk- efnisins sem teymið stendur frammi fyrir ykist dag frá degi. Sagði hann að í teyminu væru 40 starfsmenn, 16 heilbrigðisstarfsmenn og 22 frá lög- reglu, og að lögreglan hefði reynslu af því að rekja ferðir og finna tengsl og það væri blandað reynslu heil- brigðiskerfisins. „Verkefnið hefur tekið breytingum oft á dag,“ sagði hann. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir ræddi einnig almennt um stöðuna og sagði frá því að sjö lægju inni á Landspítalanum með kórónu- veiruna, þar af einn á gjörgæslu, sem væri þó ekki í öndundarvél. Sagði hann einnig frá því að jákvæð sýni sem greinst hefðu á veirufræði- deild Landspítalans hefðu sólar- hringinn áður verið 73 talsins og hlutfall sýktra, af þeim sem hefðu verið rannsakaðir, hefði því farið úr um 10 prósentum í 15. Þannig hefði orðið stökk í staðfestum smitum á veirufræðideildinni sem væri merki um að veiran væri að ná sér „á flug“. Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 4 19 Útlönd 0 4 Austurland 0 22 Höfuðborgarsvæði 287 2.595 Suðurnes 12 142 Norðurland vestra 1 238 Norðurland eystra 2 177 Suðurland 24 462 Vestfirðir 0 17 Vesturland 0 49 Smit Sóttkví Fjöldi staðfestra smita frá 28. febrúar 28.2. 29.2. 1.3. 2.3. 3.3. 4.3. 5.3. 6.3. 7.3. 8.3. 9.3. 10.3. 11.3. 12.3 13.3. 14.3. 15.3. 16.3. 17.3. 18.3. Upplýsingar eru fengnar af Uppruni smits Innanlands Erlendis Óþekktur 26%33% 41% 330 smit voru staðfest í gær kl. 11.00 3.718 hafa verið settir í sóttkví 7.833 sýni hafa verið tekin 9 einstaklingar hafa náð bata 532 hafa lokið sóttkví 3 einstaklingar eru á sjúkrahúsi 330 manns eru í einangrun 300 250 200 150 100 50 330 Komin af stað „upp brekkuna“  330 smitaðir hér á landi  Dánarorsök ferðamannsins líklega kórónuveiran  Hámarkið hér á landi gæti orðið eftir um þrjár vikur  Meðalspá gerir ráð fyrir fjörutíu á sjúkrahúsi þegar mest verður Ljósmynd/Lögreglan Framlínan Víðir, Þórólfur og Alma á sínum vanalegu stöðum. Lengst til hægri er Ævar Pálmi á fundinum í gær. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við reiknum með að geta hafið skólastarf í næstu viku, svo framar- lega sem það heltast ekki fleiri úr lestinni. Það fór nú einn í sóttkví í dag,“ segir Sævar Þór Helgason, skólastjóri grunnskólans í Hvera- gerði. Þar í bæ eru hátt í þrjú hundr- uð manns í sóttkví, flestir starfs- menn og nemendur grunnskólans. Óhætt er að segja að smit af völd- um kórónuveirunnar, dvöl í sóttkví og samkomubann sem gekk í gildi í byrjun vikunnar hafi sett svip sinn á skólastarf víða um land. Þrír leikskólar eru lokaðir í Reykjavík vegna kórónuveirunnar, Stakkaborg við Stakkahlíð, Lauf- skálar í Grafarvogi og Nóaborg í Hlíðunum. Þá er Háteigsskóli lokað- ur vegna þriggja smita meðal starfs- manna. Klettaskóla hefur sömuleiðis verið lokað um óákveðinn tíma vegna smits hjá starfsmanni. Í Mosfellsbæ hefur einum leik- skóla, Hlaðhömrum, verið lokað til miðvikudagsins 25. mars en aðrir leik- og grunnskólar eru opnir með takmörkunum. Ekki hefur komið til lokana í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ eða á Seltjarnarnesi vegna kórónuveirunnar. Allir nemendur og starfsmenn Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga hafa verið settir í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist með kórónuveirusmit. Verður fólkið í sóttkví til 30. mars. Í Vestmannaeyjum hefur leikskól- anum Sóla verið lokað eftir að starfs- maður greindist með veiruna. Sam- kvæmt niðurstöðum rakningar- teymis fara 27 af 29 starfskonum Sóla í sóttkví og nemendur af einum kjarna hans. Auk þess eru þrír kenn- arar í grunnskóla bæjarins og einn stuðningsfulltrúi í sóttkví. Hafa þurft að loka vegna smita  Kórónuveiran heftir skólastarf víða Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Seljaskóli Passað er upp á þrifin. Búist er við því að fyrir lok maí 2020 hafi 1.000 manns verið greindir með kórónuveiruna á Íslandi, en talan gæti náð rúmlega 2.000 samkvæmt svartsýnustu spám. Þetta eru fyrstu niðurstöður spálíkans sem unnið hefur verið af vís- indamönnum frá Háskóla Íslands, Embætti landlæknis og Landspítala. Aðrar helstu niðurstöður eru að bú- ist er við að fjöldi greindra ein- staklinga með virkan sjúkdóm nái há- marki í fyrstu vikum apríl og verði sennilega 600 manns, en gæti náð 1.200 manns samkvæmt svartsýnustu spám. Þá er búist við að um 60 manns muni þarfnast aðhlynningar í innlögn á sjúkrahúsi, en alls 200 samkvæmt svartsýnustu spám. Sóttvarnalæknir kallaði saman hóp vísindamanna til að gera umrætt spá- líkan sem nýst gæti við ákvarðanatöku um viðbrögð og skipulag heilbrigð- isþjónustu meðan kórónuveirufarald- urinn ríður yfir. Spá því að um 1.000 smitist  60 manns gætu þurft sjúkrahúspláss Heilbrigðisstarfs- maður við störf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.