Morgunblaðið - 20.03.2020, Page 6
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020
Rafræn atkvæðagreiðsla hefst kl. 12 á hádegi
mánudaginn 23. mars 2020.
Atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 12 á hádegi
föstudaginn 27. mars 2020.
Þann 23. mars nk., kl. 12 á hádegi, hefst rafræn atkvæða-
greiðsla um nýjan kjarasamning Eflingar – stéttarfélags
og Reykjavíkurborgar. Atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 12 á
hádegi föstudaginn 27. mars.
Atkvæðisrétt eiga félagsmenn Eflingar sem vinna hjá
Reykjavíkurborg.
Fái einnhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki aðgang
að atkvæðagreiðslunni, getur viðkomandi snúið sér til
skrifstofu Eflingar fram til loka kjörfundar, og fengið sig
færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi
fram nauðsynleg gögn.
Sjá nánari upplýsingar á www.efling.is
Reykjavík, 19. mars 2020.
Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags
ATKVÆÐAGREIÐSLA
um nýjan kjarasamning
Eflingar við Reykjavíkurborg
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Við erum í rauninni að fórna minni
hagsmunum fyrir meiri. Aðgerðir
okkar eru í samræmi við það sem
landlæknir hefur gefið út,“ segir
Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grund-
ar, dvalar- og hjúkrunarheimila.
Vísar hann í máli sínu til greinar
sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Í
greininni er rætt við Birgi Guðjóns-
son, fv. yfirlækni á Hrafnistu og fv.
aðstoðarprófessor við Yale-háskóla.
Segir Birgir að heimsóknarbann á
hjúkrunarheimili hér á landi stand-
ist ekki skoðun, hvorki læknisfræði-
lega skoðun né út frá heilbrigðri
skynsemi.
Reyna að minnka líkur á smiti
Að sögn Gísla er ráðstöfunin gerð
til að koma í veg fyrir smit við-
kvæmra hópa. Þá hafi, auk fram-
angreindrar ráðstöfunar, verið grip-
ið til veigamikilla aðgerða. „Við
erum að hólfa niður húsið til að
minnka líkur á smiti. Ég er ekki al-
veg sammála því að þetta standist
ekki læknisfræðilega skoðun. Við
getum ekki komið í veg fyrir að
starfsfólk okkar gangi inn og út úr
húsi, en með því að hleypa aðstand-
endum ekki inn erum við að reyna
að minnka líkur á smiti sem mest,“
segir Gísli sem kveðst þó að vissu
leyti geta tekið undir sjónarmið
Birgis. „Við gerum okkur grein fyr-
ir að við komum ekki alveg í veg
fyrir smit með þessu. En við erum
að þessu til að reyna eftir fremsta
megni að minnka þessa umræddu
kúrfu. Það er alveg sjónarmið að
fólk geti komið í heimsókn en eins
og ég segi þá eykur það líkur á
smiti,“ segir Gísli.
Erfitt að útfæra heimsóknir
Meðal þess sem Birgir gagnrýndi
einna harðast var lítill fyrirvari lok-
unar hjúkrunarheimilanna. Þar hafi
hvorki aðstandendur né íbúar heim-
ilanna getað undirbúið sig. Að sögn
Gísla hefði fyrirvari breytinganna
mátt vera meiri. „Eftir á að hyggja
hefðum við átt að veita meiri fyr-
irvara og maður biðst afsökunar á
því. Þessi ákvörðun var hins vegar
tekin í framhaldi af lokun Landspít-
alans. Við vorum ekki að finna þetta
upp hjá okkur heldur var þetta í
samræmi við það sem landlæknir
gaf út,“ segir Gísli og bætir við að
erfitt sé að finna útfærslur heim-
sókna þar sem aðstandendur geti
með góðu móti haldið góðri fjar-
lægð. Því hafi verið ákveðið að
leggja bann við heimsóknum inn á
hjúkrunarheimilin með einni undan-
tekningu þó. „Það er illframkvæm-
anlegt að útbúa aðstæður þar sem
aðstandendur geta komið í heim-
sókn og haldið nægri fjarlægð. Það
er eiginlega alveg útilokað þar sem
fólk sem er með minnisglöp eða
veikt fer ekkert endilega eftir fyr-
irmælum. Sé fólk hins vegar í lífs-
lokameðferð þá veitum við að sjálf-
sögðu undanþágu,“ segir Gísli.
Tekur á andlegu hliðina
Talsvert hefur verið í umræðunni
að undanförnu að með mikilli ein-
veru hraki andlegri líðan fólks. Með
heimsóknarbanni á hjúkrunarheim-
ilin kunni þetta nú að ágerast.
Spurður um málið segir Gísli að
vissulega hafi hann orðið var við
kvíða og sorg meðal fólks. Hann
bindi þó vonir við að þetta jafni sig
þegar faraldurinn er genginn yfir.
„Auðvitað finnur maður fyrir
áhyggjum, kvíða og sorg hjá fólki,
en það er allt mjög eðlilegt. Ef mað-
ur setur sig sjálfur í þeirra spor þá
er þetta ekki mjög gott,“ segir Gísli
sem kveðst sjálfur hafa takmarkað
samneyti við fjölmarga fjölskyldu-
meðlimi.
Spurður hvort einstaklingar sem
búa á hjúkrunarheimilum kunni að
þróa með sér andlega sjúkdóma
segist Gísli síður eiga von á því.
Hann eigi þó erfitt með að fullyrða
um það. „Ég á von á því að þetta
jafni sig á endanum. Ég á ekki von á
því að fólk þrói með sér nýja and-
lega sjúkdóma þó að maður geti að
sjálfsögðu ekki fullyrt um það.“
Bannið til að forðast smit
Með lokun hjúkrunarheimila er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri
Fyrirvari aðgerðanna hugsanlega of lítill Viðkvæmir eru taldir í mestri hættu
Ljósmynd/Hreinn Magnússon
Hjúkrunarheimili Til að létta lund heimilisfólks sungu tónlistarmenn fyrir utan Ísafold í Garðabæ á miðvikudag.
Þrír starfsmenn Alþingis hafa verið
greindir með kórónuveirusmit og
eru komnir í einangrun. Tveir þeirra
höfðu verið í sóttkví vegna sam-
skipta við þann þriðja, sem fyrst
greindist með smit. Vinna þeir allir í
sömu starfsstöð Alþingis, Skúlahúsi
við Kirkjustræti.
Smitun er eftir því sem best er vit-
að eingöngu bundin við það hús.
Annað starfsfólk hefur ekki verið
sett í sóttkví af smitrakningarteymi
Almannavarna.
Af þessum sökum hefur Alþingi
tekið starfsáætlun sína úr sambandi
til og með 20. apríl nk. Einungis
verður boðað til þingfunda um mál
sem tengjast kórónuveirufaraldrin-
um. Þetta samþykkti forsætisnefnd í
gær.
Hefðbundin fundaáætlun fasta-
nefnda Alþingis hefur sömuleiðis
verið tekin úr sambandi. Eingöngu
verður boðað til funda í þeim nefnd-
um sem tengjast viðbrögðum við far-
aldrinum. Sækja þarf sérstaklega
um leyfi til forseta nefndasviðs til að
aðrar fastanefndir komi saman.
aronthordur@mbl.is
Þrír á þingi
með kórónu-
veirusmit
Alþingi breytir
starfsáætlun sinni
„Það hefur gengið ágætlega að koma
fólki heim. Flestir sem við höfum
talað við eru um það bil að komast til
landsins,“ segir María Mjöll Jóns-
dóttir, upplýsingafulltrúi utanríkis-
ráðuneytisins, í samtali við Morgun-
blaðið.
Að hennar sögn eru um 6.200 ein-
staklingar með skráðan heimferð-
ardag í dag eða á næstu dögum.
„Margir eru auðvitað komnir án
þess að við vitum um það. Þannig
eiga allir sem vilja komast heim að
geta komist,“ segir María.
Allir eiga að
komast heim
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Fjögur skemmtiferðaskip sem áttu
að koma til Reykjavíkur í vor hafa
aflýst komu sinni. Gísli Gíslason,
hafnarstjóri Faxaflóahafna, segist
reikna með að afbókunum muni
fjölga hratt á næstunni vegna kór-
ónuveirunnar og að töluverð röskun
geti orðið a.m.k. fram í júní. Hann
segir að skipafélög víða um heim
hafi aflýst flestum ferðum á næst-
unni og 30-60 daga siglingahlé hafi
verið algengt hjá félögunum frá
byrjun marsmánaðar.
Gísli segir að ekki sé við því að
búast að staðan skýrist fyrr en um
eða eftir páska. Þróun faraldursins,
ákvarðanir um ferðabann og staðan
hjá einstökum fyrirtækjum ráði þar
mestu. Hann segist reikna með
röskun á komu skipa eitthvað fram í
júní, einhver muni hætta við og önn-
ur breyta tímasetningum. Menn séu
að búa sig undir slíkar breytingar,
en dekksta sviðsmyndin sé að hing-
að til lands komi engin skemmti-
ferðaskip í sumar.
Skemmtiferðaskipið Magellan
kom til Reykjavíkur 9. mars og von
var á Astoria í þessari viku, en ekk-
ert varð af komu skipsins. Ekkert
skip var væntanlegt í apríl, en þegar
eru farnar að berast afbókanir
vegna komu skipa í maí. Háönn í
komu farþegaskipa til landsins er
frá júníbyrjun og fram eftir ágúst-
mánuði.
Gæti orðið talsvert tekjutap
Alls var reiknað með 190 komum
skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur í
ár. Mörg þeirra sigla jafnframt á
aðrar hafnir eins og til Ísafjarðar og
Akureyrar, en einnig hafa Grundar-
fjörður, Seyðisfjörður og Vest-
mannaeyjar verið vaxandi í þessari
þjónustu.
Gísli segir að fyrir tveimur árum
hafi efnahagsáhrifin fyrir þjóðarbú-
ið í heild verið metin um 15 millj-
arðar króna og er þá allt talið; hafn-
ir, viðskiptaaðilar og hið opinbera.
Lauslega áætlað hefðu tekjur hafn-
anna í heild á þessu ári orðið eitt-
hvað yfir einn milljarð og fyrir
Faxaflóahafnir hefðu brúttótekjur í
ár getað numið hátt í 500 milljónum
miðað við komu 190 skipa.
Reiknað með mörgum
afbókunum farþegaskipa
Dekksta sviðsmyndin að engin skip komi hingað í sumar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Magellan Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom í skugga kórónuveirunnar.