Morgunblaðið - 20.03.2020, Page 8

Morgunblaðið - 20.03.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020 kassagerd.is kassagerd@kassagerd.is Klettháls 1, 110 Reykjavík +354 545 2800 Vandaðar vörur þurfa hágæða umbúðir til að komast ferskar í hendur kröfuharðra kaupenda. Hver sem varan þín er þá höfum við umbúðirnar sem henta henni. Áralöng reynsla og sérþekking okkar tryggir að við finnum bestu lausnina sem hentar fyrir þinn rekstur, hratt og örugglega. Við bjóðum breitt úrval umbúða frá traustum og öflugum samstarfsaðilum. Þannig getum við tryggt þér lausnir sem auka árangur þinn í rekstri, í sátt við umhverfi og náttúru. Ef þú hefur spurningar varðandi umbúðir þá höfum við svörin. Hafðu samband eða kíktu í kaffi og leyfðu okkur að hjálpa þér að finna lausnirnar sem henta þínum þörfum. Spjöllum um umbúðir. UmBúÐiR eRu oKkAr fAg Athyglisverðasta efni Við-skiptablaðsins þessa vikuna, að ýmsu öðru ágætu efni ólöstuðu, eru þrjár auglýsingar frá 36 fyr- irtækjum undir yfirskriftinni Lækkum skatta.    Í auglýsing-unum segir: „Áður óþekktur tekjusamdráttur verður í íslensku atvinnulífi á næstu mánuðum. Mörg annars líf- vænleg fyrirtæki verða í bráðri hættu og lífsviðurværi tugþúsunda í uppnámi. Það er lífsnauðsynlegt fyrir íslensk fyrirtæki að skattar og gjöld verði lækkuð og afnumin tímabundið, svo þau þrauki og verði reiðubúin í uppbygging- arstarfið sem bíður. Til þess hefur hið opinbera óvenju mikið svigrúm nú og það þarf að nota þegar í stað.“    Hægt er að taka undir hvert orðí þessari auglýsingu. Líklega það eina jákvæða sem hægt er að segja um kórónufaraldurinn, að því marki sem hægt er að finna nokkuð jákvætt til að segja um hann, er að hann kemur á heppilegum tíma fyrir Ísland.    Ríkissjóður stendur vel, skuldireru hóflegar og erlend staða þjóðarbúsins er sterk.    Þessu tilviðbótar eru skattar há-ir, þannig að augljóst er að mikið svigrúm er til að létta undir með fyrirtækjum sem nú glíma við áður óþekktan tekjusamdrátt, eins og það er réttilega orðað í fyrr- nefndum auglýsingum.    Það er ekki eftir neinu að bíða. Óþolinmæði er stundum dyggð STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Samninganefndir stéttarfélaga starfsmanna í ál- veri Ísal í Straumsvík og viðsemjendur þeirra hafa undirritað nýjan kjarasamning. Verkfallsaðgerð- um sem hefjast áttu 24. mars hefur verið frestað um tvær vikur. Nýju álverssamningarnir eru afturvirkir og gilda frá 1. júní á síðasta ári og til 31. mars á næsta ári, eða í alls 22 mánuði. Samkvæmt upplýsingum Kolbeins Gunnars- sonar, formanns verkalýðsfélagsins Hlífar, byggir samningur félagsins í öllum meginatriðum á þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið á umliðnu ári. Því til viðbótar hafi náðst inn að hluta leiðrétt- ingar á ýmsu, þar sem laun starfsfólks í álverinu hafi dregist aftur úr öðrum samningum frá 2015. Kolbeinn segir menn hafa beðið í tvo mánuði eftir að ljúka þessari vinnu því félagið hafi verið sátt við þau drög sem lágu fyrir í janúar en fyrir- tækið hafi ekki fengið heimild frá Rio Tinto til að skrifa undir. Á þriðjudag kom svo staðfesting frá Rio Tinto og skrifað var undir á miðvikudag. Þrýstingur vegna verkfallsaðgerða virðist því hafa skilað árangri. Gert er ráð fyrir að kosningu um samningana verði lokið 27. mars. omfr@mbl.is Samningar náðust í álveri Ísal  Verkfallsaðgerðum frestað um tvær vikur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Álverið í Straumsvík Náðst hafa kjarasamningar. Fulltrúar stéttarfélaganna Fram- sýnar, Starfsmannafélags Húsa- víkur og Framhaldsskólans á Húsavík gættu fyllsta öryggis vegna smithættu í veirufaraldr- inum þegar þau komu saman síð- astliðinn miðvikudag til að und- irrita nýja stofnanasamninga. Báru þau andlitsgrímur og notuðu hanska við undirritunina og voru að sjálfsögðu með sprittbrúsa á milli sín. Aðalsteinn Á. Baldursson, for- maður Framsýnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta hefði verið afar sérstætt og kjarasamn- ingafólk hefði áreiðanlega aldrei fyrr komið saman svona útbúið til að skrifa undir kjarasamninga. Viðræður hafa staðið yfir að undanförnu milli stéttarfélaganna um endurskoðun á stofnanasamn- ingum við Framhaldsskólann á Húsavík sem hafa að mestu farið fram í gegnum netið vegna að- stæðna í þjóðfélaginu. Þegar end- anlegir samningar lágu fyrir komu þau síðan saman Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík, Að- alsteinn og Arna Ýr Arnarsdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri skól- ans, til að skrifa undir. Í stað þess að takast í hendur eins og venja er innsigluðu þau samkomulagið með lófaklappi. omfr@mbl.is Gættu fyllstu varúðar við undirskriftina Ljósmynd/Framsýn Aðgát Arna Ýr, Valgerður og Aðalsteinn innsigla samkomulagið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.