Morgunblaðið - 20.03.2020, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Stundum vefstþað fyrir aðtrúa þótt rík-
ur vilji standi til
þess. Og það væri
kraftaverki líkast
ef Kína tækist að
halda kórónuveirunni afmark-
aðri á tiltölulega afmörkuðu
svæði, þar sem upphaf hennar
var. Í fréttum í gær sagði að ný
smit væru vart merkjanleg þar.
Og hitt, sem var jafnvel enn
ótrúlegra, var að dauðsföll af
völdum veirunnar væru nú orð-
in fleiri á Ítalíu en í Kína og
hefðu á 5. hundrað manna látist
þar á síðasta sólarhring.
Birtar tölur segja að 3.245
manneskjur hafi fallið í val veir-
unnar í Kína, en 3.405 á Ítalíu.
Allar tölur um útbreiðslu á
veirusmitinu eru reistar á veik-
um grunni enda lítt samræmdar
tökur á sýnum á milli landa.
Dánartölur á Ítalíu og tölur um
fjölda smitaðra sýna að fjarri
lætur að allir smitaðir séu
skráðir. Skimun á borð við þá
sem Íslensk erfðagreining gerir
er sennilega besta hjálpartækið
til að draga upp mynd af fjölda
smitaðra. Í fréttum er bent á að
ítalska þjóðin sé næstelsta þjóð
í heimi og aðeins sú japanska sé
eldri og vitað sé að veiran nái að
valda mestum skaða í elsta hópi
íbúa og þá einkum hjá þeim sem
búi við veiklaða mótstöðu. En
sé að marka fréttirnar frá Kína
og öðrum þjóðum sem virðast
hafa haldið best utan um sín
mál, má kannski vænta þess að
fyrr muni draga úr faraldrinum
en áður var ætlað. Skal þó fátt
fullyrt í þeim efnum. En það
ýtir undir slíkar vonir að skoða
upplýsingar frá Singapúr, Taív-
an og Hong Kong.
Nú berjast flestar þjóðir á
tvennum vígstöðvum. Annars
vegar er reynt að tryggja að
árásir á varnarmúr heilbrigðis-
kerfisins verði ekki samstundis
gerðar af „ofurefli“ sjúklinga
sem veiran hefur þá heltekið,
svo að við fátt verði ráðið. Það
má þó gæta sín á að vekja ekki
óvart of mikinn ótta með hópn-
um sem talinn er standa veik-
astur fyrir. Sérfræðingar benda
á að þannig sé það ekki. Í fyrsta
lagi þá muni stór hluti þessa
hóps, sem þannig er skil-
greindur, verða fær um, þótt
hann smitist, að standa hætt-
una af sér, án meiriháttar af-
skipta sjúkraliðs. Og þeir sömu
hafa einnig bent á að takist að
koma í veg fyrir að álagið á
þessar stéttir fari úr öllum
böndum, þá séu fjölmörg úr-
ræði til staðar til að bæta víg-
stöðu þeirra sem veikjast alvar-
lega. Ekki er ástæða til að
draga þetta í efa.
Sama gildir um hina barátt-
una sem rekin er samhliða þess-
ari. Hún snýst um
efnahagslega af-
komu þjóðar allt
þar til að rofar til
og misserin á eftir.
Í þeim löndum sem
hafa þegar gengið
langt í að loka eða hægja á
starfsemi sinni til að höggva
eins stór skörð í leið smitsins og
má hafa þegar verið ræddar
mjög mildandi aðgerðir í þágu
atvinnulífsins. Þar gera menn
sér glögga grein fyrir því að
ákvarðanir yfirvalda voru ekki
viðbrögð við vondum eða óá-
byrgum rekstri. Veiran er ör-
lagavaldurinn. Hún er „force
majeure“. Ófyrirsjáanlegur
veikindafaraldur sem tekur til
allrar heimsbyggðarinnar. Á
henni ber enginn formlega
ábyrgð, sem kalla má eftir.
Viðbrögðin við henni af hálfu
hins opinbera valds er ekki
„force majeure“ með sama
hætti. Leiðtogar landanna eiga
vart annað val en að bregðast
harkalega við. Andvaraleysi
kallar á enn meira tjón. En al-
mannavaldið á hverjum stað á
þó nokkurt val um það til hvers
konar viðbragða er gripið. Og
það veit að ákvarðanir þeirra
muni valda einstaklingum og
fyrirtækjum ómældu tjóni.
Leiðtogar allra helstu ríkja
hafa því látið fögur fyrirheit
falla um að bætt verði úr þessu
tjóni eða að minnsta kosti að
dregið úr verstu afleiðingum
ákvarðana ríkisvaldsins.
Þá hafa seðlabankar hvar-
vetna lækkað stýrivexti sína,
síðast Englandsbanki fyrir
fáum dögum í 0,5% og svo í
0,1%. Sömu sögu er að segja frá
öðrum bönkum, stórum og
smáum. Viðbrögð „markaða“
ollu vonbrigðum á hverjum stað
því að þeir rúlluðu áfram niður
rennibrautina. En það þýðir
ekki að ákvarðanirnar hafi ver-
ið rangar. Það verður fyrst þeg-
ar rofar til sem slíkar ákvarð-
anir skila hugsanlega árangri.
Meðvitundarlaus maður snýr
sér ekki að matnum, en það er
hugsanlegt að ilmurinn af rétt-
unum ýti undir að það rjátlist af
honum.
Sumir talsmenn ríkisvalds á
meginlandinu virðast telja að
rétt sé að þjóðnýta atvinnu-
starfsemi í slíkum vanda. En
aðrir minna á illan endi slíks og
á að annað form sé líklegra til
að skila fjárveitingum til
þrautavara aftur til ríkisvalds-
ins og það jafnvel með sæmi-
legri ávöxtun.
Takist þjóð, eins og okkar, að
halda sæmilega á svo alvar-
legum og viðkvæmum þáttum
er alls ekki útilokað að við get-
um öll, þrátt fyrir allt, horft
sæmilega sátt til baka, áður en
varir.
Það glittir í margar
efnilegar máls-
greinar þótt enn séu
ekki kaflaskil}
Barist á tvennum
vígstöðvum
N
ú þarf stórar og fordæmalausar
ákvarðanir sem taka þarf
strax. Þúsundir landsmanna
bíða nú með öndina í hálsinum
hvort þeir missi vinnuna og
enn aðrir sjá fram á að missa sinn rekstur og
um leið sitt lifibrauð. Ríkisstjórnin hefur
þegar lagt fram ákveðnar tillögur sem, þegar
þetta er ritað, eru til meðferðar í þingnefnd.
Ríkisstjórnin mun ekki ein geta ráðið fram
úr því ástandi sem nú er, því munum við
styðja við þeirra góðu tillögur, leggja til
breytingar þar sem þarf og benda á nýjar
eða aðrar leiðir. Betur sjá augu en auga.
Við þurfum að vera djörf við aðstæður
sem þessar og taka margar ákvarðanir og þá
einfaldlega breyta og bæta þær sem ekki
virka eða ganga of langt. Nú þarf að ganga
langt. Fyrirtæki og heimili eru undirstaðan og þeim
verður að bjarga með öllum ráðum. Sem betur fer var
ráðist í miklar aðgerðir á árunum 2013-2016 sem við
búum enn að. Ríkissjóður stendur vel og skuldir heim-
ilanna hafa verið viðráðanlegar. Allt getur þetta breyst
ef ekki er gripið kröftuglega í taumana.
Við þessar aðstæður má sú staða ekki koma upp að
lánveitendur eða ríkisstofnanir velji hvaða fyrirtækjum
sé bjargað og hverjum ekki. Allir eiga að fá greiðslu-
skjól í nokkra mánuði í þessari fordæmalausu stöðu.
Það gengur heldur ekki að rétta fyrirtækjum helming
launa starfsmanna ef þau eiga ekki fyrir hinum helm-
ingnum. Það gengur heldur ekki að foreldrar sem eru
heima með börnum vegna lokunar skóla eða vegna þess
að þau eru í áhættuhópi fái ekki greidd full
laun. Við eigum að vera viðbúin því að þurfa
að afnema eða frysta verðtryggða vexti hús-
næðislána og við eigum að hvetja fólk til að
velja íslenskt. Nú þarf að spara gjaldeyri.
Koma verður í veg fyrir sjálfvirkar hækk-
anir vísitölutengdra liða og koma í veg fyrir
hækkanir á vörum og þjónustu. Við eigum
að lækka strax skatta, afnema trygginga-
gjaldið og jafnvel virðisaukaskatt á mat-
vælum.
Skv. fjölmiðlum hefur Evrópusambandið
lokað á útflutning til Íslands og fleiri landa á
nauðsynlegum heilbrigðisvörum. Það hefði
ekki átt að koma á óvart m.v. hvernig sam-
bandið brást við óskum Ítala um aðstoð.
Ítalir fengu hinsvegar aðstoð frá Kína sem
var til fyrirmyndar. Eflaust fer ákvörðun
ESB í bága við EES-samninginn en undirstrikar að
þegar hagsmunir þjóða(r) eru undir þá taka menn
ákvarðanir út frá því. Munum það.
Í gær birti Miðflokkurinn nokkrar leiðir til að vinna
á þessari erfiðu stöðu sem er uppi. Almennar stórar að-
gerðir. Við leggjum þær fram því taka þarf ákvarðanir
hratt og strax. Ef á þeim eru gallar þá lögum við þá
eftir á. Áhrifin eru um allt okkar samfélag. Enginn
sleppur alveg en sumir betur en aðrir.
Við erum tilbúin að vinna með stjórnarflokkunum að
lausnum sem virka.
Gunnar Bragi
Sveinsson
Pistill
Tökum stórar ákvarðanir strax
Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og vara-
formaður Miðflokksins. gunnarbragi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Dregið hefur úr áhættu-drykkju og ölvun lands-manna milli áranna 2018og 2019, mest í yngsta
aldurshópi karla. Enn er ölvun al-
gengari meðal karla en kvenna í öll-
um aldurshópum. Þetta má lesa út
úr könnun embættis landlæknis á
áhrifaþáttum heilbrigðis meðal
landsmanna, 18 ára og eldri.
Landlæknir hefur frá 2014 látið
framkvæma slíkar kannanir til að
fylgjast með notkun áfengis og tób-
aks, hreyfingu, mataræði, líðan og
ofbeldi. Könnun ársins 2019 var birt
á dögunum, en niðurstöður hennar
eru byggðar á svörum ríflega tíu
þúsund manns. Þátttökuhlutfall var
um 46%.
Fjórðungur drekkur sig fullan
Í könnuninni kemur fram að árið
2019 sögðust um það bil 86% fullorð-
inna Íslendinga hafa drukkið að
minnsta kosti eitt glas af áfengum
drykk á liðnum 12 mánuðum. 34%
kváðust drekka áfengi í hverri viku
og 26% höfðu orðið ölvuð einu sinni í
mánuði eða oftar á síðustu tólf mán-
uðum. Í umfjöllun landlæknis segir
að þar með falli um fjórðungur
landsmanna undir þá skilgreiningu
að vera með skaðlegt neyslu-
mynstur áfengis, eða áhættu-
drykkju.
Fækkun um fimm þúsund
Ef rýnt er nánar í þetta kemur í
ljós að í fyrra féllu 25% karla og 22%
kvenna undir umrædda skilgrein-
ingu. Hlutfallið var óbreytt frá 2018
hjá konum en hafði lækkað hjá körl-
um, úr 29% í 25%. „Sé þetta hlutfall
heimfært upp á þjóðina alla má gera
ráð fyrir að karlmönnum með skað-
legt neyslumynstur hafi fækkað um
5 þúsund milli þessara tveggja ára
eða farið úr um 40 þúsund niður í 35
þúsund. Ætla má að um 30 þúsund
konur séu með skaðlegt neyslu-
mynstur áfengis,“ segir í umfjöllun
landlæknis. Þá hafði sömuleiðis
dregið úr ölvunardrykkju karla. Ár-
ið 2018 drukku að jafnaði 42% karla
sig ölvaða einu sinni í mánuði eða
oftar. Í fyrra var þetta hlutfall kom-
ið niður í 34%. Um 19% fullorðinna
kvenna gerðu slíkt hið sama í fyrra.
Enn dregur úr reykingum fullorð-
inna. Árið 2019 mældust þær 11%
samkvæmt könnuninni. Þar af sögð-
ust 8% aðspurðra reykja daglega en
3% sjaldnar en daglega. Árið áður
reyktu 9% daglega og 4% sjaldnar
en daglega. Hlutfallsleg notkun á
rafrettum stóð í stað milli ára og var
um 7% árin 2018 og 2019. Um þrír af
hverjum fjórum sögðust hafa notað
rafrettur til þess að hætta að reykja
eða hætta að nota tóbak í vör. Á það
jafnt við um konur og karla. Algeng-
ara var að einstaklingar 35 ára eða
eldri sem notuðu rafrettur hefðu áð-
ur reykt eða notað tóbak í vör.
Notkun á tóbaki í vör jókst hins
vegar lítillega, fór úr 5% árið 2018 í
7% árið 2019, en samkvæmt því má
gera ráð fyrir að um nítján þúsund
fullorðnir noti tóbak í vör. Notkunin
er mest meðal karla. Hún jókst í
aldurshópnum 18-34 ára; fór úr 21%
árið 2018 í 24% árið 2019. Jafnframt
vekur athygli að umtalsverð aukn-
ing hefur orðið á notkun tóbaks í vör
hjá körlum á aldrinum 35-54 ára.
Notkunin fór úr 5% árið 2018 í 11%
árið 2019.
Dregur úr áhættu-
drykkju hérlendis
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vínbúðin Karlmönnum með skaðlegt neyslumynstur hér á landi fækkaði um
5 þúsund milli ára, úr um 40 þúsund niður í 35 þúsund, samkvæmt könnun.
29%
22%
13%
11%
7% 7%
5%
7%
25%
22%
Áfengis- og tóbaksnotkun 2018 og 2019
Áhættudrykkja Notkun tóbaks og rafretta
2018 2019 2018 2019
Karlar Konur
2018 2019 2018 2019 2018 2019
Reykingar Rafrettur Tóbak í vör
Heimild: Embætti landlæknis
Samtals hlutfall þeirra sem nota tóbak eða
rafrettur daglega og sjaldnar en daglega