Morgunblaðið - 20.03.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.03.2020, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020 ✝ Þuríður ErlaErlingsdóttir, íþróttakennari, fæddist á Bjargi við Sundlaugaveg í Reykjavík 3. mars 1930. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 10. mars 2020. Foreldrar henn- ar voru Erlingur Pálsson, yfirlög- regluþjónn og sundkappi í Reykjavík, f. á Árhrauni í Ár- nessýslu 3.11. 1895, d. 22.10. 1966, og Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 25.7. 1896 á Hörgs- landi í V-Skaftafellssýslu, d. 31.8. 1974. Af systkinahópnum á Bjargi komust upp sjö systur: Jóhanna, talsímakona, f. 23.4. 1923; Ásdís, íþróttakennari, f. 17.4. 1926, d. 17.1. 2016, maki Úlfar H. Nathanaelsson, stór- kaupmaður, f. 14.8. 1932; Ólöf Auður, húsmóðir, f. 1.3. 1928, d. 27.6. 2005, maki Ingvar Gíslason, fv. ráðherra; Þuríður Erla, sem hér er minnst, Sig- ríður Pálína, menntaskóla- kennari, f. 9.1. 1932, d. 12.10. 2011; Ásta, húsmóðir, f. 7.6. 1935, d. 1.8. 1973, maki Sig- urður Geirsson, stórkaup- maður (látinn); Hulda, lækna- ritari, f. 14.11. 1941, maki 6.7. 1957, gift Birgi H. Sigurðs- syni, skipulagsstjóra Kópa- vogs. Sonur þeirra er Gunn- laugur Hlynur, háskólanemi, f. 4.6. 1995; fyrir átti Sigríður Andra Jóhannesson, f. 17.2. 1983. Birgir átti fyrir tvö börn og á hann fimm barnabörn. 3) Helgi, stjórnmálafræðingur og framhaldsskólakennari, f. 30.4. 1964, var kvæntur Guðrúnu Sigurgrímsdóttur, f. 29.2. 1968, og eiga þau Þuríði Erlu, cross- fit-konu, f. 30.7. 1991, sam- býlismaður Kristján Hrafn Kristjánsson, Sigurjón Pál, nema, f. 16.12. 1993, sambýlis- kona Anna Ragnheiður Tryggvadóttir, og Lilju Lind, háskólanema, f. 31.8. 1996, sambýlismaður Óli Gunnar Hauksson. Vinkona Helga er Brynja Tómasdóttir, deild- arstjóri. Erla, eins og hún var oftast kölluð, ólst upp á Bjargi við Sundlaugaveg þar sem rekinn var búskapur á bernskuárum hennar. Á Bjargi bjó hún sín fyrstu hjúskaparár þar til þau Helgi fluttu á Bugðulæk í hús sem þau byggðu. Erla stundaði nám í Laugarnesskólanum og lauk burtfararprófi frá Íþrótta- skólanum á Laugarvatni árið 1948. Hún starfaði við sund- kennslu víða um land og einnig í Gömlu sundlaugunum og Sundhöll Reykjavíkur, sem Erla vígði sjö ára gömul. Útförin fer fram frá Linda- kirkju í Kópavogi í dag, 20. mars 2020, og hefst klukkan 13. Davíð Arnljótsson, verkfræðingur (látinn). Erla giftist Helga Hallvarðs- syni, fv. skipherra, f. 12.6. 1931, d. 15.3. 2008, hinn 15.4. 1954. Börn þeirra eru: 1) Guð- finna, viðskipta- fræðingur og M.ACC, f. 5.3. 1954, gift Guðna Einarssyni blaðamanni. Börn þeirra eru: Lína, einkaþjálfari og dagfor- eldri, f. 13.7. 1979, gift Böðvari Inga Guðbjartssyni, pípulagn- ingameistara og framhalds- skólakennara. Þau eiga Sölku Rut, f. 26.1. 2004, Elísu Krist- ínu, f. 17.5. 2006, og Guðnýju Finnu, f. 23.10. 2008, auk þess sem Böðvar á tvær eldri dætur. Helgi, prestur, f. 30.6. 1982, kvæntur Kristínu Jónu Krist- jónsdóttur, MA og kennara- nema, f. 25.9. 1983. Þau eiga Guðna Benedikt, f. 14.2. 2011, Guðfinnu Kristnýju, f. 11.12. 2013, og Nönnu Katrínu, f. 24.10. 2016. Guðný Erla, flug- freyja, f. 23.12. 1986. Einar Jó- hannes, sölustjóri, f. 14.6. 1994, kvæntur Guðfinnu Eiríks- dóttur, hársnyrti, f. 15.7. 1994. 2) Sigríður, skrifstofumaður, f. Mamma var yndisleg, kær- leiksrík, dugleg, ósérhlífin og já- kvæð kona. Hún hafði gaman af því að leika og sótti námskeið í leiklist hjá Ævari Kvaran. Mamma fór ung í Reykjaskóla við Hrúta- fjörð og átti margar góðar minningar þaðan. Hún talaði oft um það þegar hún lék tvo karla sem báðir höfðu viðurnefni og flestir vissu hvað hétu. Á sviðinu voru tveir stólar á móti hvor öðrum og hún skiptist á að sitja í þeim eftir því hvorn hún var að leika. Þetta var gamanleikrit sem hún samdi. Mér er sagt að það hafi verið fyndið og skemmtilegt. Á bernskuárum mínum þegar við bjuggum á Bjargi við Sund- laugaveg var hún heimavinn- andi. Alltaf þegar ég kom heim úr skólanum byrjaði ég á því að kanna hvort hún væri heima. Oftast var hún það, ef ekki, þá var hún „uppi á lofti“ hjá ömmu. Það eru góðar minningar að hugsa til þess að mamma var alltaf heima. Hún elskaði að kenna sund. Mamma lauk íþróttakennara- námi frá Laugarvatni þegar hún var 18 ára og kenndi sund mest- allan starfsferil sinn. Hún kenndi m.a. í gömlu sundlaug- unum við Sundlaugaveg, Sund- laug Vesturbæjar og lauk starfs- ævinni við að kenna í Sundhöll Reykjavíkur, sundlauginni sem hún vígði sjö ára gömul. Mamma var ekki alveg hætt að kenna þegar hún varð 70 ára því hún kenndi í sundlauginni á Kjalarnesi í tvö sumur eftir það. Mamma var trúuð kona og kenndi okkur systkinunum bæn- ir og fór með okkur í sunnu- dagaskóla og samkomur í Guð- rúnarsöfnuðinum í Hörgshlíð. Hún bað með okkur á hverju kvöldi þar til ég var 10-11 ára gömul þegar henni fannst við vera orðin nógu stór til að við gætum farið sjálf með bænirnar. Ég man að ég saknaði þess að mamma kæmi og bæði með okk- ur því það var svo notalegt og góð tilfinning að biðja með mömmu og hafa hana hjá sér fyrir svefninn. Mamma átti stóra myndskreytta Biblíu sem hún notaði mjög mikið til að segja okkur sögur. Athygli mín var óskipt við að hlusta á mömmu og man ég allar sög- urnar sem hún sagði okkur því hún sagði svo eftirminnilega frá. Það erfiðasta í lífi mömmu var að missa pabba. Hún sagði að það gæti enginn ímyndað sér hvað það er erfitt að missa maka sinn fyrr en hann lendir í því sjálfur. Við systkinin hugs- uðum um hana eins vel og við gátum. Mamma átti góða ævi og var heilsuhraust allt sitt líf þar til hún veiktist í janúar á þessu ári. Hún náði því að verða níræð og viku betur. Ég er þakklát fyrir elsku mömmu og mun sakna hennar. Guðfinna Helgadóttir. Þú varst alltaf svo geðgóð, elsku mamma. Og húmorinn, það var alltaf stutt í hann. En auðvitað gat maður stundum gert eitthvað sem skapraunaði þér og þá gastu orðið brúna- þung. En yfirleitt ef eitthvað gerðist þá gerðir þú bara gott úr því. Eitt sinn missti ég for- láta glerdisk í gólfið og hélt að þú myndir ekki taka því vel enda diskurinn úr jólasettinu. En eins og venjulega brostir þú og sagðir bara: „Þetta er allt í lagi, þetta er bara betra!“ Síðan hef ég oft notað þetta á mín börn þegar eitthvað hefur óvart gerst sem þau hafa ef til vill haldið að þau yrðu skömmuð fyrir. „Elskan mín, þetta er bara betra!“ Og veistu að það er miklu auðveldara að leysa málið svona heldur en að skammast og rífast og búa til vandamál. Ég var mjög hændur að þér þegar ég var smástrákur. Hulda sagði mér frá því þegar þú varst að skutla henni eitthvað á Tá- nusnum. Ég var aftur í, þriggja eða fjögurra ára, standandi á bak við bílstjórasætið með báðar hendur niður um hálsmálið þitt. Þú varst alltaf mjög kelin við mig og eftirlát. Það var margt í þínu fari sem ég minnist úr fari ömmu, mömmu þinnar. Það er svo gaman að segja þér frá því að í fari minna barna sé ég svo margt sem minnir mig á þig og jafnvel langömmu þeirra. Þegar maður hugsar um það þá var langlundargeð þitt aðdáunar- vert. Þú varst sjómannskona alla þína ævi og pabbi stundum lengi á sjó og fjarri heimilinu. En þú varst skipstjóri á þínu heimili á meðan og stjórnaðir með þessari innilegu ást til okk- ar systkinanna. Ég á þér og pabba svo margt að þakka. Elsku mamma, ég á eftir að sakna þín mikið. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgar sitt líf. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt sem hún á. (Ómar Ragnarsson) Þinn sonur Helgi. Elsku mamma mín, Þuríður Erla Erlingsdóttir, verður jarð- sungin í dag. Það er ekki sjálf- gefið að eiga yndislega og góða mömmu. Mamma var alltaf til staðar í blíðu og stríðu, þegar ég var lítil og var veik þá dekraði hún við mig og ég man að það allra besta var að þá fékk ég Malt og Prinspóló, „já, við sjáum nú til“ var viðkvæði mömmu. Mamma var mjög trúuð kona og kenndi okkur systkinunum faðirvorið sem við fórum með á hverju kvöldi. Það var ríkt í mömmu að það væri alltaf til nóg af mat á heimilinu, einu sinni var ég í bíl með þeim og mamma bað pabba um að stoppa í Jóabúð, þurfti bara að kaupa mjólk og brauð, „sannaðu til, hún mamma þín kemur út með tvo fulla poka“ segir pabbi og það passaði. Mamma elskaði að fara í sund, þegar hún var ung og bjó á Bjargi fór hún oft með pabba sínum, Erlingi Pálssyni sund- kappa, að synda í sjónum. Í eitt skiptið sem hún og Dísa systir hennar fóru með honum hafði afi synt út í Viðey, þegar mamma var komin hálfa leið panikkaði hún og sneri við en Dísa kláraði. Það var alltaf svo gaman þegar mamma rifjaði upp gamla tíma, söguna um þeg- ar hún stakk sér af bygginga- krana niðri á höfn og í sjóinn, söguna af Grána gamla sem prumpaði í hverju spori, söguna þegar hún fór á hestvagni með mjólkina og margar aðrar sögur af þeim systrum sem henni þótti mjög vænt um. Helga, tvíbura- systir Þorsteins Erlingssonar skálds, bjó um tíma hjá þeim á Bjargi, þær systur höfðu mjög gaman af því að hleypa Helgu upp og hefði hún haft gaman af því líka, ákváðu þrjár af systr- unum að gera at í henni og stóðu fyrir utan herbergið hjá henni og ein þeirra sagði: „Nú ætla ég að segja ykkur sögu af Ásu, Signýju og Helgu, Ása og Signý voru voða prúðar og stillt- ar en Helga var hinn mesti vargur“ og áður en þær vissu af opnaðist hurðin og mamma sá stjörnur! svo hófst eltingaleikur í kringum stofuborðið sem þær allar höfðu gaman af. Barnabörn mömmu eru 9 og hún elskaði þau öll. Þegar ég átti hann Andra minn voru þau kletturinn í okkar lífi, okkur skorti aldrei neitt, þá aðallega góð ráð, hlýju, ást og umhyggju, Andri minn var mikið hjá þeim, þótti mjög vænt um þau, einu sinni kom hann heim, búinn að rífa gat á buxurnar sínar, þá sagði hann: „Þetta er allt í lagi, hún amma saumar þetta bara“, já, amma getur allt. Mamma var alltaf mjög heilsuhraust og tók ekki inn nein lyf, þegar hún var að verða áttræð fór hún á Heilsuhælið í Hveragerði og þegar læknirinn var að fara yfir hvaða lyf hún notaði og mamma sagðist ekki nota nein lyf, sagði læknirinn undrandi: „Þú ert bara eins og heilög María.“ Mamma varð 90 ára 3. mars, þá var heilsan ekki góð og ekki var hægt að halda upp á það eins og til stóð. Við Finna systir erum svo þakklátar fyrir að hafa getað farið með hana á Hótel Örk í Hveragerði í október, þá var hún hress og kát og við nutum allar þessarar samveru. Elsku góða mamma, ég mun sakna hennar mjög mikið alla daga, en hún verður í hjarta mínu um aldur og ævi, hún er komin á góðan stað með öllum þeim sem hún elskar. Hvíl þú í friði, elsku mamma. Sigríður Helgadóttir. Ég kynntist verðandi tengda- foreldrum mínum, Erlu og Helga, fyrir meira en 46 árum. Þau tóku mér mjög vel frá fyrstu stundu og bar aldrei skugga á okkar kynni. Helgi kvaddi fyrir tólf árum og nú er Erla farin. Minnist ég þeirra beggja með þakklæti og virð- ingu. Áður en við Finna konan mín urðum foreldrar heimsóttum við Erlu og Helga yfirleitt í hverri viku. Þau voru sem endranær mjög gestrisin og greiðasöm. Fengum við oft að njóta að- stoðar þeirra og örlætis. Erla var sjómannskona og því vön að halda utan um heimilið í fjarveru bónda síns. Auk þess vann hún fulla vinnu við sund- kennslu. Föðurfjölskylda Erlu var í fararbroddi sundiðkunar og sundkennslu hér á landi, sem var áhrifamikil leið til að fækka drukknunum í vötnum og sjó. Erla fetaði í þau fótspor líkt og Ásdís heitin systir hennar einnig. Þuríður Erla Erlingsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma okkar. Við þökkum fyrir allar minningarnar sem við eig- um saman. Til dæmis brunch á laugardögum hjá afa og ömmu, bíltúra með þér og ömmu og sumarfríið okkar á Spáni. Takk fyrir að koma í öll afmælin okkar og takk fyrir alla þúsund- kallana. Þú varst frábær langamma. Hvíldu í friði elsku amma okkar. Salka Rut, Elísa Kristín og Guðný Finna Böðvarsdætur. ✝ GuðmundurSigurður Ingi- marsson fæddist í Reykjavík 6. júní 1955. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 10. mars 2020. Foreldrar hans voru Þorbjörg Hulda Alexand- ersdóttir, f. 28. febr- úar 1927, d. 14. mars 2005 og Ingimar Sigurðs- son, f. 3. ágúst 1924, d. 7. desem- ber 2005. Systkini Guðmundar Sigurðar eru: Guðrún Krist- insdóttir, f. 17.7. 1945, maki Helgi Hinrik Stefánsson, f. 2.6. 1945, þau eiga tvær dætur, tvö barnabörn og eitt barnabarna- barn. Alexander Ingimarsson, f. 17.3. 1951, maki Edda Ástvalds- dóttir, f. 10.3. 1953, þau eiga eina dóttur og tvö barnabörn. Birna Rúna Ingimarsdóttir, f. 19.7. 1959, maki Friðþjófur Th. Ruiz, f. 3.1. 1964, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Guðmundur Sigurður eign- aðist einn son, Alexander Má, f. 27.11. 1999, móðir hans er Kornelia Eyrós Galecia, f. 27.11. 1964. Guðmundur Sigurður eða Siggi eins og hann var alltaf kallaður í fjölskyldunni ólst upp í Kópavogi frá sjö ára aldri og bjó þar alla tíð utan tíu ára sem hann bjó á Eskifirði og í Danmörku. Siggi var í sveit á yngri árum í Tungu í Valþjófsdal í Önund- arfirði. Hann lærði bifvélavirkj- un hjá Vegagerð ríkisins og seinna bætti hann við sig vélstjórnarréttindum og var vélstjóri á fiskiskipum í nokkur ár. Síðustu árin vann hann á Vinnuvélaverkstæði Álversins í Straumsvík við viðhald og við- gerðir á tækjum. Hann var ætt- rækinn og vinmargur og dug- legur við að heimsækja ættingja sína og vini. Útförin fer fram í kyrrþey í dag, 20. mars 2020. Minningar- athöfn verður síðar. Ég kynnist Sigga vini mínum fyrst um aldamótin. Hann kom og kynnti sig sem nýjan ná- granna. Hann hafði þá keypt sumarbústaðarlóð rétt hjá mér. Með honum var fyrrverandi kona hans og ungur sonur þeirra. Ég man að mér þótti maðurinn stórfurðulegur í já- kvæðri merkingu þess orðs. Hann var forn í talanda sem út- liti. Hann spurði hverra manna ég væri og eftir smá viðveru í ættfræði barst talið að öðru. Kom þá í ljós þessi glettni sér- staki húmor hjá Sigga sem ég féll fyrir. Siggi var einstaklega verklaginn og hjálpsamur og naut ég góðs af því alla tíð. Hann alltaf tilbúinn að hjálpa. Það var eins og það væri sjálfsagt hjá honum. Siggi var ræðinn og þótti gaman að kynnast nýju fólki þar sem hann var hrókur alls fagn- aðar. Ég hélt lengi að Siggi væri frá Eskifirði. Hann talaði títt og oft um staðinn með saknaðar- og ástarglampa í augunum. Ein- hvern daginn sem kannski oftar langaði mig að stríða Sigga og rakkaði niður plássið en í Eski- fjörð hef ég aldrei komið. Þar fór ég yfir strikið. Sigga var ekki skemmt. Siggi bar sjúkdóm sinn af einstöku æðruleysi til hinsta dags. Það er samt sorglegt og stór skömm eftir langa og vinnu- sama starfsævi hvað kerfið og hinn ástsæli vinnustaður hans brugðust eftir að Siggi veiktist. Hann leið alvarlegan fjárhags- skort síðasta árið og þar lágu áhyggjur hans. Siggi talaði mjög fallega um sína samferðamenn og þá sérstaklega fjölskyldu sína og eitt er víst; Eskfirðingar eignast aldrei annan eins sendi- herra. Og svo var það stóra ást- in, sonurinn Alexander. Innileg- ar samúðarkveðjur, elsku Alexander, fjölskylda og aðrir vandamenn. Minningin lifir um yndislegan mann. Þórarinn Haraldsson. Guðmundur Sigurður Ingimarsson „Hvað er að frétta úr pólitík- inni?“ var viðkvæð- ið hjá heiðurskon- unni Sigríði Ólafsdóttur þegar verið var að spjalla um málefni líðandi stundar. Sigga Ólafs eins og hún var alltaf kölluð var mikil sjálf- stæðiskona og óspör á tíma sinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún var félagi í sjálfstæðiskvennafé- laginu Vorboða í Hafnarfirði, sat um langt árabil í stjórn félagsins og var gjaldkeri í aldarfjórðung. Í starfi sínu þar var hún vakandi á verðinum um fjárhagslega vel- ferð félagsins sem var Sjálf- stæðisflokknum í bænum mikil- vægt. Í hennar tíð var meðal annars stofnaður sjóður fyrir fé- lagskonur en sjóðurinn var þeim hvatning til að sækja landsfundi, landssambandsþing og nám- skeið á vegum flokksins. Pólitík- in var henni ofarlega í huga og var hún að velta fyrir sér vel- gengni flokksins og árangri fram á síðustu vikurnar sem Sigríður Ólafsdóttir ✝ Sigríður Ólafs-dóttir fæddist 6. desember 1926. Hún lést 4. febrúar 2020. Útförin fór fram 27. febrúar 2020. hún lifði. Sigga bjó yfir ríkri þjónustu- lund og vann við þjónustustörf víða, meðal annars á Bessastöðum. Á hennar heimili var þá vaknað fyrir all- ar aldir. Það er í fersku minni þegar Ari eiginmaður hennar sem var leigubílstjóri var mættur fyrstur manna á morgn- ana á Bílastöðina, þá búinn að keyra Siggu til Reykjavíkur. Þrátt fyrir oft mikla vinnu var Sigga alltaf glæsileg, teinrétt í baki, fríð og vel tilhöfð, suðræn með sitt dökka hár og hvíta lokkinn. Starfið í Vorboða og Sjálfstæðisflokknum var öflugt, lifandi og skemmtilegt. Það tengdi okkur þeim konum sem eldri voru og miðluðu til okkar félagslegum þroska sem leiddi til nánari samskipta og vinskap- ar. Nú þegar Sigríður Ólafsdótt- ir, ein af okkar gömlu góðu vin- konum, kveður minnumst við þeirra tíma með þakklæti og virðingu. Við vottum fjölskyldu hennar okkar innilegustu sam- úð. Ásta Michaelsdóttir, Helga Ragnheiður Stefánsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.