Morgunblaðið - 20.03.2020, Blaðsíða 19
Erla var jákvæð að eðlisfari
og sá alltaf björtu hliðarnar ef
upp komu verkefni eða vanda-
mál. Hún átti einlæga trú á Jesú
Krist og fól sig og sína í hans
hendur. Erla stóð eins og klett-
ur við hlið Helga, ekki síst eftir
að veikindi tóku að hrjá hann og
taka sinn toll. Um tíma flúðu
þau kalda íslenska vetur, sem
fóru illa í Helga eftir veikindin,
og höfðu vetursetu á Spáni.
Okkur auðnaðist að heimsækja
þau þangað og eiga með þeim
ógleymanlegar stundir.
Samband Erlu og barna
hennar var einkar fallegt og
finnst mér aðdáunarvert hvað
þau sinntu mömmu sinni vel.
Þau heimsóttu hana reglulega
eða tóku hana með sér í lengri
og styttri ferðir. Eins var oft
skroppið á kaffihús eða uppá-
haldsveitingastaðinn Laugaás.
Erla kunni vel að njóta lífsins og
gleðjast í stóru sem smáu. Hún
naut þess að vera með fjöl-
skyldu sinni.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti fyrir öll árin sem
við áttum saman og allar góðu
stundirnar. Guð blessi minningu
Þuríðar Erlu Erlingsdóttur.
Guðni Einarsson.
Það er með þakklæti í hjarta
sem ég minnist elsku Erlu
ömmu minnar sem nú hefur
kvatt okkur.
Amma var einstaklega já-
kvæð kona og brosmild. Þegar
ég var lítil og stundaði nám í Ís-
aksskóla sótti amma mig stund-
um eftir skólann. Mér þótti það
nú alltaf gaman, bæði vegna
þess að vinkonur mínar héldu
oft að amma mín væri mamma
mín, af því að hún var svo ung-
leg og mikil skvísa, og líka
vegna þess að krakkarnir
þekktu hana úr skólasundinu í
Sundhöllinni þar sem hún starf-
aði sem sundkennari og þótti
þeim hún langskemmtilegasti
kennarinn.
Bæði Erla amma og Helgi afi
voru dugleg í að koma á skóla-
sýningar, tónleika í tónlistar-
skólanum eða mæta á ýmsa við-
burði sem við barnabörnin
tókum þátt í. Það þótti manni
alltaf vænt um.
Þau glöddust yfir því sem vel
gekk í lífi barna sinna og barna-
barna og það breyttist ekkert
eftir að afi kvaddi árið 2008,
amma hélt því áfram.
Amma sýndi nýjasta verkefni
okkar fjölskyldunnar mikinn
áhuga, en við fórum út í þær
framkvæmdir árið 2018 að
byggja okkur hús. Amma kom
oft í bíltúr með foreldrum mín-
um að fylgjast með framkvæmd-
unum og svo auðvitað kíkti hún
oft við í kaffibolla eftir að við
fluttum inn.
Ég er þakklát fyrir það að
dætur mínar fengu að kynnast
langömmu sinni sem þær minn-
ast með hlýju og sérstaklega
þakklát fyrir sumarfríið þegar
amma kom með okkur fjölskyld-
unni ásamt mömmu minni og
yngri systur til Spánar. Þar átt-
um við notalega daga í hitanum
og sólinni. Amma naut þess að
sitja í sólinni og fá spænska
brúnku á líkama og sál ásamt
því að slaka á í sundlauginni
enda mikil sundkona frá unga
aldri.
Hvíl í friði elsku amma.
Lína Guðnadóttir.
Við systkinin höfum margar
góðar minningar um Erlu
ömmu. Sem lítil börn vorum við
alltaf spennt að fara í heimsókn
að hitta ömmu og afa, þá
skemmdi alls ekki fyrir að við
fengum alltaf vasapening í þess-
um heimsóknum. Það var eitt-
hvað sem amma hefur fengið frá
mömmu sinni, að gefa af sér,
sérstaklega til þeirra sem minna
máttu sín, en langamma hýsti
útigangsmenn Reykjavíkur og
gaf þeim að borða, jafnvel þó að
maðurinn hennar hafi verið yfir-
lögregluþjónn Reykjavíkur.
Við gátum alltaf treyst á
ömmu og afa ef okkur vantaði
eitthvað, þó að það væri ekki
nema mjólkurdreitill eða að fá
far heim af æfingu.
Þegar afi dó tók við erfitt
tímabil, en amma var svo sterk
og það leið ekki á löngu þar til
hún fór að geta rifjað upp
skemmtilegar minningar og sagt
okkur sögur af Helga afa skip-
herra.
Í einni af heimsóknum okkar
til þín sagðir þú okkur frá
frænda okkar og ljóðskáldi, hon-
um Þorsteini Erlingssyni. Þá
sagðirðu okkur að þú hefðir
samið ljóð á barnaskólaárum
þínum, það vildum við auðvitað
hlýða á og hljóðaði svo:
Nú glitrar Ísland á klæðin þín
vötnin eru heiðblá og vorloftið hlýtt
svo tekur hún sólin á móti þér blítt
ó mitt ástkæra fósturland frítt.
Þegar heilsa hennar ömmu
fór að dala flutti hún á Hrafn-
istu, hún fór fljótlega að styðjast
við göngugrind og vildi láta rúlla
sér um í hólastól. Fyrir okkur
leit hún út fyrir að vera svo
heilsuhraust og þurfa ekki þessi
hjálpartæki. Það var samt sama
hvað við spurðum hana hvort
hún vildi ekki bara ganga að
hún vildi það nú alls ekki. Við
skildum það alveg en sjón og
heyrn var byrjað að hraka. Það
er okkur því minnisstætt eitt
skiptið þegar við komum í heim-
sókn og það var messa í holinu
rétt við herbergið hennar svo að
gangurinn var fullur af fólki sem
sat upp við vegginn og engin
leið að komast framhjá með
göngugrindina. Viti menn,
amma lyfti göngugrindinni upp í
loftið og lyfti fótunum hátt upp í
hverju skrefi svo hún komst yfir
fæturna á þeim sem sátu með-
fram ganginum.
Við minnumst þess öll hvað
hún var lífsglöð og aldrei langt í
hláturinn. Hún gat séð kímnina í
öllu og erum við heppin að hafa
átt svona yndislega og góða
ömmu.
Við elskum þig Erla amma og
söknum þín.
Þuríður Erla Helgadóttir,
Sigurjón Páll Helgason og
Lilja Lind Helgadóttir.
Elsku Erla amma, ég fékk
ekki að kveðja þig en ég er
þakklát fyrir það að ég hafi ver-
ið á Íslandi í janúar og hitt þig
þá.
Þegar ég var komin aftur til
Sviss hringdi ég í þig og þú
sagðir mér frá því að strákur
sem vann á Hrafnistu þar sem
þú bjóst spurði þig hvernig
stæði á því að þú værir svona
veikburða þegar barnabarnið
þitt væri svona sterkt. Svona
varstu alltaf að slá mér gull-
hamra og aldrei langt í kímni og
grín.
Þú tókst alltaf svo vel á móti
mér: „Er það ekki hún Þuríður
Erla, nafna mín“ og á eftir
fylgdi hrós: „Dúxinn minn“ eða
„Íslandsmeistarinn minn“ eða
eitthvað í þá áttina. Þér tókst
alltaf að láta mér líða vel með
sjálfa mig og sú tilhugsun hlýjar
mér að þú hafir verið stolt af
mér.
Það var alltaf svo gaman að
fara í heimsókn til þín og Helga
afa, það var alltaf til nóg af Apa-
ís og Tomma&Jenna til að glápa
á.
Þið komuð á fótboltaleiki sem
ég spilaði sem barn og hvöttuð
mig áfram á fimleikamótum og
frjálsíþróttamótum. Það þótti
mér alltaf ótrúlega vænt um.
Þú kenndir mér að synda og
stór hluti af áhuga mínum á
hreyfingu og íþróttum kemur
frá þér. Ég hef alltaf litið upp til
þín og þú verður alltaf mikil fyr-
irmynd fyrir mig.
Takk fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig og kennt mér. Ég
bið að heilsa Helga afa, ég elska
þig.
Þuríður Erla Helgadóttir.
Erla var ein af mínum sex
eldri systrum og sú fjórða í röð-
inni og ég sú yngsta. Mínar
fyrstu minningar um hana eru
því ekki fyrr en hún var tán-
ingur. Erla var mjög hugmynda-
rík, uppátækjasöm og mikill
leikari. Við bjuggum á Bjargi
við Sundlaugaveg þar sem lítið
var byggt í þá daga. Á Bjargi
var bú og þar var meðal annars
hesturinn Gráni sem var vagn-
hestur og ávallt vel tiltækur.
Erla nýtti sér það ófá jólin þeg-
ar henni datt í hug að setja á
hann kerru, klæða sig upp og
fara um hverfið og gleðja börnin
með því að leika jólasvein. Hún
og Ásta heitin systir okkar sem
var sú sjötta í röðinni voru góð-
ar vinkonur, báðar voru þær
miklir húmoristar og góðir leik-
arar. Þær áttu það til að búa til
sínar eigin persónur og setja
upp heimatilbúið uppistand fyrir
fjölskyldu, ættingja og vini þar
sem allir lágu úr hlátri og
skemmtu sér vel. Erla hafði
hæfileika til að geta orðið góð
leikkona, en á Bjargi var sundí-
þróttin í hávegum höfð og Erla
sem var einnig mikil íþrótta- og
sundkona valdi frekar að fara í
íþróttakennaraskólann, sem
leiddi til þess að íþrótta- og
sundkennsla varð hennar ævi-
starf. Lengst vann hún sem
sundkennari í Sundhöll Reykja-
víkur þar sem hún hafði það orð
á sér að vera ljúfur og góður
kennari.
Erla var mér ávallt góð systir
en vegna aldursmunar þá urðu
okkar samskipti meiri með ár-
unum. Ekki síst eftir að við báð-
ar vorum komnar með fjölskyld-
ur og ég flutt aftur til
Reykjavíkur. En þá var Erla
flutt í fallegt einbýlishús við
Lyngheiði í Kópavogi, þar sem
alltaf var heitt kaffi á könnunni
og ávallt gott að koma. Yfir æv-
ina fórum við Erla saman í þrjár
utanlandsferðir og varð Ítalía
ávallt fyrir valinu þar sem
margt var skoðað og mikið
spjallað og þaðan á ég margar
góðar minningar með skemmti-
legri og yndislegri systur.
Nú er elsku Erla mín farin og
hennar er sárt saknað. Ég votta
börnum hennar, tengdabörnum
og barnabörnum mína dýpstu
samúð.
Hulda
Erlingsdóttir.
Notalegrar yfirvegunar gætti
í fari Erlu, móðursystur minnar,
um leið og hún var mjög opin og
jákvæð. Hún hlustaði vel, gerði
andartaks hlé á máli sínu en
kom síðan með meitlaðar at-
hugasemdir.
Ég var alltaf full aðdáunar á
því hvernig hún hafði spilað úr
lífi sínu, gift manni í ábyrgð-
arstöðu á sjó, var heimavinnandi
mörg fyrstu ár barnanna, fór
svo í fullt starf og sá þá jafn-
hliða um börn og bú.
Ekki vantaði sköpunarkraft-
inn. Í sjö systra hópi var hún
ásamt Ástu grínistinn og átti til
með að bregða sér í hlutverk
þeirra kynlegu kvista sem þær
systurnar hittu í gömlu laug-
unum. Ekkert vol og víl yfir
ágengri athyglinni.
Erla var okkur systrabörnum
sínum kær. Þegar við Úlla
frænka fórum nýlega að heim-
sækja hana, rifjaði hún upp síld-
arárin á Sigló og Parísarferðina,
sem henni var boðið í ungri að
árum. Frásögnin var nákvæm-
lega tíunduð og sveipuð ljóma.
Við vorum sem uppnumdar og
fjarri því að vita að kveðju-
stundin væri skammt undan. Ég
kveð hana með orðum Jakobs
Jóhannessonar Smára:
Langt er flug til fjarra stranda,
fýkur löður, stormur hvín.
Eins og fugl, sem leitar landa,
leita ég, ó, Guð, til þín.
Blessuð sé minning Þuríðar
Erlu Erlingsdóttur.
Fanny
Ingvarsdóttir.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020
✝ Jóhanna Guð-rún Brynjólfs-
dóttir fæddist á
Borðeyri við Hrúta-
fjörð 8. febrúar
1948.
Hún lést á Tene-
rife 21. febrúar
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Brynjólfur
Sæmundsson vöru-
bílstjóri og Guðrún
Lilja Jóhannesdóttir húsfreyja.
Systur Jóhönnu eru Dagmar
Brynjólfsdóttir og Jóna Pálína
Brynjólfsdóttir.
Jóhanna giftist Sveinbirni
Jónssyni hinn 10. desember 1977,
og bjuggu þau allan sinn búskap í
Skálholtsvík, Hrútafirði. Þau
eignuðust þrjú börn; Brynjólf
Sveinbjörnsson 1969, Guðrúnu
Lilju Sveinbjörnsdóttur 1972, og
Sigríði Sveinbjörnsdóttur 1970.
Fyrir átti Sveinbjörn einn son;
Ágúst, fæddan 1966, enn hann
lést árið 1974.
Eiginmaður Sig-
ríðar Sveinbjörns-
dóttur er Trausti
Bjarnason og eiga
þau 4 börn; Svein-
björn Traustason,
Bjarna Traustason,
Jóhönnu Trausta-
dóttur og Ágúst
Loga Traustason.
Jóhanna Guðrún
ólst upp á Borðeyri,
fór í Héraðsskólann
á Reykjum og svo í Húsmæðra-
skólann á Varmalandi. Árið 1970
fluttist hún til Skálholtsvíkur og
þar bjó hún til æviloka ásamt
eiginmanni sínum.
Með búrekstrinum vann hún í
nokkur ár sem matráður í
Barnaskóla Borðeyrar, í slátur-
húsi á haustin og svo í Brúar-
skála, síðar Staðarskála. Einnig
var hún í félagsmálum; verka-
lýðsfélagi og ungmennafélagi.
Vegna aðstæðna í þjóðfélag-
inu fer útför Jóhönnu fram í lok-
aðri athöfn.
Ég hafði heyrt margt fallegt
um heimsins bestu ömmu áður en
við hittumst fyrst. Mikið sem ég er
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þér, þó ég hefði viljað
margfalt meiri tíma. Takk fyrir
hvað þú varst yndisleg og góð-
hjörtuð og hvað þú hugsaðir vel
um fólkið þitt. Hvíldu í friði, elsku-
leg.
Pála Margrét
Það er með trega sem við systk-
inin kveðjum hana ömmu okkar. Á
sama tíma minnumst við hennar
fyrir allan þann kærleik sem hún
bjó yfir. Hún amma heilsaði og
kvaddi okkur alltaf skælbrosandi
og talaði reglulega um hversu rík
hún væri að eiga okkur öll að.
Hún kenndi okkur að brosa
framan í lífið og njóta þess. Hún
kenndi okkur að fjölskyldan og
vinir ættu ávallt að vera í fyrsta
sæti. Þetta munum við taka til
okkar og gera, líkt og amma okkar
var fræg fyrir.
Hvíldu í friði, elsku amma, og
takk fyrir allar góðu minningarn-
ar.
Sveinbjörn, Bjarni, Jóhanna
og Ágúst Logi.
Það var þungt höggið sem
fylgdi þeirri frétt að Jóa okkar,
Jóhanna Guðrún Brynjólfsdóttir
frá Skálholtsvík, hefði orðið bráð-
kvödd á Tenerife.
En eigi má sköpum renna.
Haustið 1966 hóf glaðvær og
röskur hópur ungra stúlkna nám
við Hússtjórnarskóla Borgfirð-
inga, Varmalandi. Þar á meðal var
Jóa. Þá níu mánuði sem við dvöld-
um þar mynduðust órjúfanleg
tengsl, vinátta og væntumþykja
sem allar götur síðan hafa fylgt
okkur. Það sem einkenndi Jóu var
hennar létta og glaða lund og góð-
ur húmor fyrir því spaugilega,
ekki síst sjálfri sér. Þarna var oft
glatt á hjalla og til urðu margar
ógleymanlegar minningar sem
hafa verið rifjaðar upp aftur og
aftur í áranna rás.
Við skólasystur höfum haldið
þétt hópinn og komið saman, þá
ekki síst á stórum afmælisárum,
nú síðast 2017 að Reykholti í
Borgarfirði. Þaðan eigum við nú
myndir og góðar minningar til að
leita í við þessa óvæntu og sorg-
legu staðreynd að vinkona okkar
verður ekki oftar með okkur. Á
dögum endurfunda skiptumst við
á frásögnum af okkar lífshlaupi og
ekki síst í seinni tíð frásögnum af
afkomendum, barnabörnunum og
öðru því sem hjartanu stóð næst.
Jóa bjó sér heimili í sinni sveit
ásamt manni sínum og börnum.
Bæjarhreppurinn var hennar
sveit og íbúar hans hennar fólk.
Þar átti hún sínar sælustu stundir.
Skrifuð á blað
verður hún væmin
bænin
sem ég bið þér
en geymd
í hugskoti
slípast hún
eins og perla í skel
við hverja hugsun
sem hvarflar til þín.
(Hrafn Andrés Harðarson)
En nú er komið að leiðarlokum.
Missir ástvina Jóu er mestur. Við
skólasystur vottum Sveinbirni,
Binna, Siggu og Gunnu, barna-
börnunum, augasteinum Jóu,
systrum hennar og öðrum ástvin-
um okkar dýpstu samúð. Góð kona
er gengin.
Við Varmalandssystur kveðj-
um með kærri þökk fyrir sam-
fylgdina.
Minningin lifir.
Sigrún Guðmundsdóttir.
Við fæðumst og deyjum, það er
gangur lífsins og kemur yfirleitt
ekki á óvart þegar fólk fer, því
flestir deyja saddir lífdaga. En
eigi má sköpum renna. Við göng-
um yfirleitt að flestum hlutum vís-
um. Við teljum okkur trú um að
lífið og tilveran séu að mestu
meitluð í stein, að lífið gangi sinn
vanagang. Svo koma frávikin.
Frávikin gera það að verkum að
lífið og tilveran taka óvænta
stefnu, stundum sem betur fer.
Frávikin valda oft sorg og depurð
þegar dauðinn á í hlut, þegar fólk
deyr skyndilega um aldur fram.
Þannig varð það þegar Jóa okkar
var tekin frá okkur.
Jóa frænka í Skálholtsvík var
fastur punktur í tilverunni hjá
okkur hjónunum á sumrin. Þegar
við mættum með hjólhýsið á Ing-
hólinn á vorin tóku Jóa og Sveinki
á móti okkur með sinni yndislegu
hlýju og væntumþykju. Jóa sagði
oft að vorið kæmi ekki fyrr en
hjólhýsið væri komið á hólinn. Ég
grínaðist oft með það að við Björg
ættum þá bara að koma með hjól-
hýsið í mars til að flýta sumar-
komunni.
Jóa var yndisleg kona sem ég
hef þekkt allt mitt líf. Fyrst sem
stelpuskott á Borðeyri, nokkrum
árum eldri mér og síðar húsfrú og
bóndi í Skálholtsvík. Okkur Jóu
varð vel til vina og sátum við
ósjaldan við eldhúsborðið yfir
kaffibolla að spjalla um lífið og til-
veruna. Jóa var hlý í viðmóti og
tjáði tilfinningar sínar frá hjart-
anu. Skopskynið var á sínum stað
og oft sá hún spaugilega hlið á
málum sem öðrum var hulin. Hún
tjáði yfirleitt sína skoðun umbúða-
laust, meinti það sem hún sagði.
Ég og allir sem þekktum Jóu viss-
um alltaf hvar við höfðum hana.
Góð kona er farin yfir á annað
tilverustig. Í mínum huga er það
ekki spurning, hún mun bæta allt
sem hún kemur nálægt, hér eða í
öðrum heimum. Við Björg munum
sakna Jóu og nærveru hennar um
aldur og ævi. Í vor þegar við mæt-
um í Skálholtsvík, á Inghólinn,
verður eitthvað sem vantar. Við
vitum öll hvað það er. Megi algóð-
ur guð halda utan um Jóu og
hennar nánustu. Hugga og
styrkja Sveinka, Binna, Siggu og
fjölskyldu, Gunnu, systur hennar
og alla aðra vini og ættingja.
Magnús og Björg.
Elsku Jóa hefur nú kvatt okkur
og það er óendanlega sárt að
hugsa til þess að eiga ekki fleiri
stundir með henni. Það var alltaf
svo gott að vera í kringum Jóu,
hún var kjarni í lífinu sem náði
manni alltaf niður á jörðina og
minnti mann á hvað í raun og veru
skiptir máli, fólkið í kringum
mann.
Ég var mörg ár í Skálholtsvík
sem barn og það var mikið stuð í
sveitinni alla daga. Jóa og Svein-
björn voru oft með öll sín börn
heima og nokkur aukabörn í sveit.
Mér fannst þetta sjálfsagður hlut-
ur þá en þegar ég lít til baka þá sé
ég að Jóa var í raun og veru ofur-
kona. Að vera með svona marga í
heimili hefur ekki verið neitt smá
mál, elda ofan í alla, baka til að
hafa með kaffinu, þrífa heimili,
þvo þvott og taka þátt í bústörfum.
Sauðburðurinn var annasamur
tími í sveitinni og þá var mikið um
að vera. Ég var svo heppin að eiga
margar stundir með Jóu í fjárhús-
unum. Henni þótti svo vænt um
skepnurnar sínar, fór mjúkum
höndum um þær og sýndi þeim
sömu virðingu og öllum öðrum í
lífinu. Jóa var einstaklega lagin
við fæðingarhjálpina og kenndi
okkur hvernig ætti að bera sig að,
sýndi okkur hvernig ætti að lífga
við lömbin, gefa þeim og umgang-
ast féð.
Jóa hafði alveg einstaklega
rúmgott hjarta. Fjölskyldan var
henni mjög mikilvæg, þau Svein-
björn voru alltaf dugleg að taka
Gunnu heim bæði um sumar og jól
og henni fannst ekkert betra held-
ur en þegar Sigga og fjölskylda
voru líka komin. Hún naut þess út
í fingurgóma að dekra við barna-
börnin sín og hafa þau í kringum
sig. Ofan á það ræktaði hún
frændfólkið sitt einstaklega vel
sem sést vel á því hversu náin hún
var þeim. Jóa átti börnin sín,
barnabörnin og svo okkur öll hin,
börnin sem eyddum mörgum
sumrum í sveit í Skálholtsvík. Hún
átti stóran hlut í okkur, kenndi
okkur margt og mótaði líf okkar á
einstakan hátt. Hún gerði okkur
öll að betra fólki. Jóa var einfald-
lega klettur í lífi allra sem þekktu
hana.
Síðustu ár hef ég tengt aftur við
æskustöðvarnar og eytt meiri
tíma í Skálholtsvíkinni minni en
árin á undan. Eitt af því fyrsta
sem maður hefur alltaf gert þegar
komið er í Víkina er að kíkja yfir
til Jóu og Sveinbjörns. Þá sett-
umst við ávallt niður í eldhúsinu til
að spjalla um lífið og tilveruna.
Þar voru margar sögur sagðar og
mikið hlegið enda stutt í húmorinn
hjá heimilisfólkinu og alltaf gam-
an að vera í kringum þau. Og þeg-
ar maður fór frá Skálholtsvík var
síðasta stoppið alltaf eldhúsið hjá
Jóu. Ekki hefði mig grunað um
síðustu jól þegar við komum til að
kveðja að þetta yrði í síðasta skipti
sem við yrðum öll saman. Við
stöldruðum við aðeins lengur en
við ætluðum því það var einfald-
lega of skemmtilegt og hlýjan svo
mikil að maður tímdi ekki að fara.
Mikið er ég glöð að við gáfum okk-
ur tíma. Og mikið er ég glöð að við
höfum átt fleiri stundir saman í
Skálholtsvík síðustu árin.
Elsku Sveinbjörn, Binni,
Gunna, Sigga, Trausti, Svein-
björn, Bjarni, Jóhanna og Ágúst,
innilegar samúðarkveðjur til ykk-
ar allra á þessum erfiðum tímum.
Elsku Jóa, takk fyrir allt.
Megir þú hvíla í friði.
Fura Ösp Jóhannesdóttir.
Jóhanna Guðrún
Brynjólfsdóttir