Morgunblaðið - 20.03.2020, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020
✝ Þórarinn Jó-hannesson
fæddist 23. ágúst
1957 í Reykjavík.
Hann lést 11. mars
2020 á gjörgæslu-
deild Sjúkrahúss-
ins á Akureyri.
Foreldrar hans
voru hjónin Jó-
hannes Guðmunds-
son húsasmiður
frá Sunnuhvoli á
Stokkseyri, f. 3.2. 1923, d.
19.4. 2018, og Anna Jónína
Þórarinsdóttir frá Fljótsbakka
í Eiðaþinghá, f. 3.2. 1925, d.
5.3. 2012.
Systkin Þórarins eru Guð-
ríður, f. 3.2. 1949, Jóhanna
Matthea, f. 12.2. 1951, Guð-
mundur, f. 18.6. 1953, og Ósk-
ar, f. 9.12. 1958.
þeirra eru Daníel og Elísabet
Anna. Barnabörn Þórarins og
Önnu eru tíu og ein langafa-
stelpa.
Þórarinn lærði húsasmíði
hjá föður sínum og vann við
smíðar allt þar til hann gekk
til liðs við lögregluna á Akur-
eyri 1985. Af og til vann hann
einnig við smíðar meðfram
lögreglustarfinu. Þórarinn,
eða Tolli eins og hann var
jafnan kallaður, stundaði fót-
bolta frá unga aldri og lék með
Knattspyrnufélaginu Fram frá
yngri flokkum og upp í meist-
aradeild. Sumarið 1979 fór
hann til Íþróttafélagsins Þórs
á Akureyri og síðar spilaði
hann einnig með Reyni
Árskógssandi. Hann var öfl-
ugur liðsmaður í félagsstörfum
Lögreglufélags Akureyrar,
ekki síst þegar kom að fram-
kvæmdum og viðhaldi. Þór-
arinn var enn í starfi hjá Lög-
reglunni á Norðurlandi eystra
þegar hann lést.
Vegna aðstæðna í þjóðfélag-
inu er útförin lokuð.
Þórarinn kvænt-
ist eftirlifandi
konu sinni Önnu
Fr. Blöndal 6. júlí
1990. Dóttir Þór-
arins og Elsu
Jennýjar Halldórs-
dóttur er Anna
Borg, f. 16. desem-
ber 1983, maki
Vigfús Ólafur
Bjarkason, börn
þeirra eru Emma
Marín og Jenný Björk, Alex-
ander og Kristín Dögg og
barnabarn Aldís Lilja. Börn
Önnu og fósturbörn Þórarins
eru Agnes Björk, maki Eiríkur
H. Hauksson, börn þeirra eru
Ragnar Þór og Auður Anna,
Jónas Friðrik, börn hans eru
Aurora og Reynir og Elísabet,
maki Daníel Daníelsson, börn
Elskan mín og besti vinur er
farinn og eftir sitjum við ástvin-
ir hans með ólýsanlega sorg og
söknuð í hjarta og sál, það sýn-
ist svo ósanngjarnt að einhver
svo fullur af lífi og orku skuli
svo fljótt vera lagður að velli.
Þeim tilfinningum er e.t.v. best
lýst með ljóði W.H. Auden:
Norður, suður, austur, vestur var hann
mér.
Mín vinnuvika, sunnudagur hver.
Mín nótt, minn dagur með líf og leik.
Ég leit þá ást sem væri hún eilíf, ég
óð reyk.
Hver þarf nú stjörnur, lát myrkvast
himins hjól.
Pakkið saman tungli, hlutið sundur
sól.
Sturtið niður sjónum, sópið trjám
burt.
Um svona hluti verður aldrei framar
spurt.
En þegar verstu hamförunum
slotar og birtan brýst í gegnum
sortann með minningarnar finn-
um við sem syrgjum hann svo
sárt styrk til að halda áfram.
Við áttum saman nærri þrjátíu
og tvö yndisleg ár og nutum
þess að lifa, fyrir þann tíma er
ég af öllu hjarta þakklát. Við
bárum gæfu til að elta
draumana okkar, gera það sem
okkur langaði þegar okkur lang-
aði til og þær myndir raðast nú
upp eins og perlur á bandi.
Glaðar stundir með fjölskyldu
og vinum heima og í bústað,
ferðalög og útilegur. Að hittast
og borða saman góðan mat,
spilakvöld, jólapúsl eða bara
laugardagsgrautur – allt þetta
smáa og stóra sem við gerum
saman.
Gönguferðir og ferðalög um
náttúru Íslands eða erlendis,
tvö ein eða í félagsskap við
börnin okkar, tengdabörn og
barnabörn, fjölskyldu eða vini.
Við byggingu á draumahúsinu
okkar, gróðursetningu og garð-
vinnu – að hlúa að lífi okkar og
tilveru. Í þessari ferð um minn-
ingarnar virðist eins og það
hafi verið sífellt sumar.
Tolli var mikill ástríðumaður í
öllu sem hann hafði áhuga á.
Fótboltaástríðan var dvínandi
þegar okkar samvera hófst en
veiðieðlið vaknað. Hann stund-
aði skotveiðar af miklu kappi og
hafði mikla unun af útiveru og
samveru með vinum í þeim
veiðiferðum eða einn úti í nátt-
úrunni. Stangveiðinni kynntist
hann síðan eftir að við hófum
sambúð og tók hana með trompi
eins og allt annað.
Hann var fóstri barnanna
minna í fallegustu og bestu
merkingu þess orðs hann elskaði
þau eins og væru þau hans eigin
og með honum varð hún Anna
Borg hans okkar. Eins og hann
sagði sjálfur „það eru ekkert
mín og hennar, þau eru okkar
börn“ ef spurt var og þessi ást
og væntumþykja var sannarlega
gagnkvæm.
Með árunum breytast áhersl-
urnar og þegar barnabörnin
komu eitt af öðru var komið nýtt
hlutverk, afahlutverkið. Kannski
var það besta hlutverkið af þeim
öllum og við hvert barn sem
bættist við jókst ríkidæmið okk-
ar, afi Tolli var bestur. Reyndar
hændust öll börn að Tolla.
Eftirlaunaárin okkar nálguð-
ust og við biðum þeirra með
mikilli tilhlökkun, að hafa allan
tímann í heiminum til að gera
allt þetta skemmtilega sem við
áttum eftir að gera, sjá og upp-
lifa. Við ætluðum að taka for-
skot á plönin og ganga Jakobs-
veginn saman í vor – nú er hann
lagður af stað án mín. Farðu í
friði vinur minn, við hittumst á
veginum þegar minn tími kem-
ur.
Höfuðið veit en hjartað með-
tekur ekki að kletturinn í lífi
mínu með hlýja faðminn sinn
muni aldrei framar ganga inn
um dyrnar.
Anna.
Það er þung sorg í hjartanu
mínu, því fóstri minn er látinn.
Það eru ekki allir jafn heppnir
að fá inn í líf sitt manneskju
sem er jafn uppfull af ljósi og
hann Tolli var. Strax á fyrsta
degi tók hann okkur systkinun-
um sem sínum eigin, við vorum
líka börnin hans frá fyrsta degi
og barnabörnin voru gleði hans
og hamingja. Ég verð ævinlega
þakklát fyrir þann tíma sem við
fengum að fylgja honum í þessu
lífi, fyrir allar ferðirnar, öll sam-
tölin og góðmennskuna, faðm-
lögin, spjallið og hjálpina. Tolli
var einstaklega hjálpsamur og
bóngóður. Eitt sinn fengum við
þá hugmynd að byggja aukahús
við sumarbústaðinn okkar og
Tolli, alltaf hjálpsamur, eyddi
fríinu sínu á Suðurlandinu í að
smíða húsið og vildi enga þókn-
un aðra en að fá að taka þátt í
verkefninu og setjast niður á
kvöldin með rauðvínsglas og
góðan mat og spila. Hann hafði
unun af því að vera með fjöl-
skyldunni, að brasa með barna-
börnunum, ferðast og njóta lífs-
ins. Því hann naut lífsins, hann
hafði fundið sálufélagann sinn
og besta vin þegar hann fann
mömmu, og það var lukkan okk-
ar. Lukkan okkar sem fengum
að fylgja honum í gegnum lífið.
Eftir standa óteljandi minning-
ar sem eru sveipaðar gleði og
hamingju. Það er sárt að hugsa
um þessar minningar á þessari
stundu því það er svo mikið
óréttlæti að hann hafi verið tek-
inn frá okkur, en þær búa á sér-
stökum stað í hjartanu mínu um
ókomna framtíð og munu með
tímanum vera mér huggun og
hlýja og ég mun hugsa til þeirra
með þakklæti.
Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu
þá aftur huga þinn og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess sem var
gleði þín.
(Spámaðurinn)
Ég er þakklát fyrir að börnin
mín fengu að njóta þess að eiga
Tolla fyrir afa, hann var afi af
einstakri gerð, með hjarta úr
gulli og þolinmæði í bílförmum.
Tolli var stoltur af börnunum
sínum og barnabörnum og ég er
stolt að kalla mig dóttur hans.
Nú grætur sorg mín gengnum vonum
yfir,
genginni von, sem fyrrum átti þrótt,
því slíkum dauða drúpir allt sem lifir,
er dagur ljóssins verður svartanótt.
Hið tæra ljóð, það óx þér innst við
hjarta,
sem ástin hrein það barst í sál mér
inn.
Og nú, þótt dauðinn signi svip þinn
bjarta,
þú syngur ennþá gleði í huga minn.
Ó, minning þín er minning hreinna
ljóða,
er minning þess, sem veit hvað tárið
er.
Við barm þinn greru blómstur alls
hins góða.
Ég bið minn guð að vaka yfir þér.
(Vilhjálmur frá Skáholti)
Hvíldu í friði, elsku Tolli, við
sjáumst í draumalandinu.
Elísabet Blöndal.
Í dag kveðjum við Tolla. Það
hvarflaði aldrei að mér að ég
ætti eftir að sitja hér í dag og
skrifa minningarorð um elsku
Tolla minn. Það átti ekki að ger-
ast fyrr en eftir þrjátíu ár hið
minnsta.
Ég var unglingur þegar
mamma sagði mér í óspurðum
fréttum að hún hefði rekist á
mann sem hún þekkti úti í búð
og ekki leið á löngu þar til Tolla
fór að bregða fyrir heima hjá
okkur. Ég var tortryggin til að
byrja með og leist ekkert á
þetta en áður en ég vissi af var
hann orðinn ómissandi hluti af
fjölskyldunni. Þau mamma voru
sálufélagar, hún var írafárið og
hann var ljósið og lognið. Hann
var kletturinn okkar og kjölfest-
an í lífinu. Frá fyrsta degi vor-
um við systkinin líka börnin
hans og ég verð í hjarta mínu
ævinlega þakklát fyrir þann
tíma sem við fengum að fylgja
honum í gegnum lífið.
Hann kunni svo vel að njóta
lífsins og njóta þess einfalda í
hversdagslífinu, litlu einföldu
hlutanna sem maður tekur alltof
oft sem sjálfsögðum hlut. Hann
sá svo vel hvað það er sem
skiptir máli í lífinu og lifði í sam-
ræmi við það. Hann var hlýr og
góður, traustur og trúr, glað-
lyndur og gamansamur og hafði
alltaf tíma fyrir barnabörnin sín
og okkur hin líka. Hann var allt-
af að brasa eitthvað, alltaf með
einhver verkefni í gangi og tók
öllu sem að höndum bar með
sömu róseminni, vandamál voru
ekki til, bara verkefni til að
leysa. Betri fyrirmynd í lífinu er
ekki hægt að hugsa sér.
Ég er afar þakklát fyrir að
börnin mín hafi notið þeirra for-
réttinda að hafa búið nánast alla
sína ævi í næsta nágrenni við
afa Tolla og ömmu, en samt svo
sorgmædd yfir því að þau hafi
ekki fengið meiri tíma með hon-
um. Hann var svo stoltur af öll-
um barnabörnunum og hafði
alltaf svo einlægan áhuga á því
sem afabörnin tóku sér fyrir
hendur, sóttist eftir félagsskap
þeirra og hafði af svo miklu að
miðla til þeirra. Barnabörnin
voru hans líf og yndi, og hann
var alltaf eitthvað að brasa með
þeim, fara á ísrúnt, fara í bakarí,
spila eða horfa á leikinn og ræða
lífið og tilveruna. Alltaf þegar
upp komu vandamál eða einhver
krísa þá var lausnin sú að
hringja í afa, því afi vissi alltaf
hvað skyldi gera. Eins þegar
eitthvað skemmtilegt eða óvænt
gerðist, þá þurfti líka að hringja
í afa.
Tolli og mamma áttu eftir að
byggja húsið sitt við hliðina á
mínu húsi, svo það væri hægt að
labba á inniskónum á milli húsa.
Þar ætluðu þau að verða gömul
saman og þar ætluðum við að
sitja með þeim á pallinum þeirra
eða í eldhúsinu þeirra, í morg-
unkaffi eða kvöldkaffi, og njóta
hversdagsins. Lífið verður tóm-
legt án hans.
Hvíl í friði, elsku Tolli.
Agnes.
Það er hálf nöturlegt að
bregða sér af bæ í jólafrí og
fara til útlanda með sínum nán-
ustu og eiga ekki afturkvæmt í
sitt hefðbundna líf á nýju ári.
Fyrir mér er Tolli nánast bara
enn í jólafríi en manni verður
það ávallt ljósara að hlutirnir
hafa breyst og honum mun ekki
bregða fyrir á löggustöðinni á
Akureyri aftur. Minningin lifir
um einn af máttarstólpum hinna
ýmsu verka sem þar hafa verið
unnin undanfarna áratugi og
ekki síst er kemur að hand-
verki, hvort sem það var fyrir
embættið og ekki síður er teng-
ist orlofseignum okkar lögreglu-
manna í Eyjafirði.
Ýmislegt er hægt að draga
fram þegar Tolli er nefndur og
ávallt er nú létt yfirbragð yfir
því. Ódrepandi áhugi hans á
smíðum fyrir félagsskap okkar
verður vart leikinn eftir og ekki
var nú Anna til að draga úr því,
lagði okkur til hæfileika sína
með teikningum og hugmyndum
sem voru óþrjótandi.
Tolli var búinn að vera nokk-
ur ár í löggunni þegar ég kom
þar inn og tilheyrði hann þar
merkri vakt sem Ingimar Skjól-
dal stýrði og var oftar en ekki
nefnd „helvítis B-vaktin“. Vaktin
Þórarinn
Jóhannesson
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Birting
minningagreina
Samkomubann og óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu hafa leitt til þess að
útfarir eru nú með breyttu sniði.
Morgunblaðið hefur brugðist við með því að rýmka reglur um birtingu á
minningargreinum.
Minningagreinasíður blaðsins standa opnar öllum þeim sem vilja minnast
ástvina eða sýna aðstandendum samúð og samhug.
Í ljósi aðstæðna hefur verið slakað á fyrri verklagsreglum hvað varðar útfarir
í kyrrþey. Ekkert er því til fyrirstöðu að birta minningargreinar sama dag og
útför einstaklings er gerð hvort sem hún er háð fjöldatakmörkunum eða
gerð í kyrrþey.
Starfsfólk greinadeildar Morgunblaðsins er boðið og búið að aðstoða þá sem
hafa spurningar um ritun minningargreina eða hvernig skuli senda þær til
blaðsins.
ICQC 2020-2022