Morgunblaðið - 20.03.2020, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Heiðargerði 7-8, Flóahreppur, fnr. 234-6926 , þingl. eig. Fóðurstöð
Suðurlands ehf., gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Flóahreppur,
miðvikudaginn 25. mars nk. kl. 10:00.
Hafnargata 9, Sveitarfélagið Árborg, fnr. 219-9810 , þingl. eig.
Nónhólar ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóri, miðvikudaginn 25. mars
nk. kl. 10:40.
Hafnargata 9, Sveitarfélagið Árborg, fnr. 226-3937 , þingl. eig.
Nónhólar ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóri, miðvikudaginn 25. mars
nk. kl. 10:40.
Hafnargata 9, Sveitarfélagið Árborg, fnr. 226-3935 , þingl. eig.
Nónhólar ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóri, miðvikudaginn 25. mars
nk. kl. 10:40.
Hafnargata 9, Sveitarfélagið Árborg, fnr. 226-3938 , þingl. eig.
Nónhólar ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóri, miðvikudaginn 25. mars
nk. kl. 10:40.
Hafnargata 9, Sveitarfélagið Árborg, fnr. 227-6997 , þingl. eig.
Nónhólar ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóri, miðvikudaginn 25. mars
nk. kl. 10:40.
Hafnargata 9, Sveitarfélagið Árborg, fnr. 227-6999 , þingl. eig.
Nónhólar ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóri, miðvikudaginn 25. mars
nk. kl. 10:40.
Hafnargata 9, Sveitarfélagið Árborg, fnr. 227-7002 , þingl. eig.
Nónhólar ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóri, miðvikudaginn 25. mars
nk. kl. 10:40.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
19. mars 2020
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Skipholt 7, Reykjavík, fnr. 222-8488 , þingl. eig. Hjalti Sigurðarson,
gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 24.
mars nk. kl. 10:00.
Eyjarslóð 7, Reykjavík, fnr. 223-5367 , þingl. eig. Hífandi ehf., gerðar-
beiðendur Arion banki hf., Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur-
vatns sf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 24. mars
nk. kl. 11:00.
Eyjarslóð 7, Reykjavík, fnr. 200-0092 , þingl. eig. Hífandi ehf., gerðar-
beiðendur Arion banki hf., Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur-
vatns sf., Faxaflóahafnir sf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf.,
þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 11:10.
Brekkutangi 4, Mosfellsbær, 50% ehl., fnr. 208-3178 , þingl. eig. Karl
Guðni Erlingsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 24.
mars nk. kl. 13:30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
19. mars 2020
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Draupnisgata 4, Akureyri, fnr. 214-5626 , þingl. eig. Þrír K fasteignir
ehf., gerðarbeiðendur Vörður tryggingar hf. og Akureyrarbær, þriðju-
daginn 24. mars nk. kl. 10:15.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
19. mars 2020
Félagsstarf eldri borgara
Garðabæ Skipulagt tómstunda- og íþróttastarf fyrir eldri borgara á
vegum Garðabæjar, s.s. í Jónshúsi, Smiðjunni, Litlakoti,
íþróttahúsinu í Sjálandsskóla og Ásgarði, fellur niður tímabundið.
Starfsemi hjá FEBG og FEBÁ fellur einnig niður tímabundið.
Korpúlfar Allt félagssstarf á vegum Korpúlfa fellur niður vegna
Kórónaveirufaraldurs nema gönguhópar Korpúlfa, gengið er frá kl.
10:00 mánudaga, frá Borgum, Grafarvogskirkju og í Egilshöll. Á
miðvikudögum og föstudögum kl. 10:00 frá Borgum og inni í
Egilshöll. Hvetjum alla til að halda áfram heilsueflingu og passa upp á
hvert annað með því að hringja hvert í annað og fylgjast vel með á
samfélagsmiðlum takk
Norðurbrún 1 Félagsstarfið liggur liggur niðri vegna COVID-19
smits.
Seltjarnarnes Allt félags og tómstundastarf hjá eldri borgurum á
Seltjarnarnesi liggur niðri vegna COID19. Við hjá félagsstarfinu gerum
allt sem í okkar valdi stendur til að upplýsa og vera til staðar. Hægt er
að vera í sambandi á fb síðunni eldri borgarar á Seltjarnarnesi með
ábendingar eða leyta upplýsinga. Einnig má hringja í Kristínu í síma
8939800 eða senda póst á kristin.hannesdottir@seltjarnarnes.is
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er lokað um óákveðin tíma
vegna Covid-19 smits innanlands
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Faglærður Húsasmiður.
Húsasmiður/einyrki með mikla
reynslu óskar eftir vinnu. S.7820040
Þjónusta
Málningarþjónusta
Upplýsingar í síma 782 6034.
Bílar
Nissan Micra árg. 2016
til sölu
Ekinn 71 þús. km.
Bíll í mjög góðu standi.
Verð kr. 890.000.
Upplýsingar í síma 822 6554.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Smá- og raðauglýsingar
HINSTA KVEÐJA
Ég kveð þig, hugann heillar
minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Eva Kristín.
Hér er minning hrein og þýð
er hjartað geymir alla tíð.
Aldrei skal gleymast ástvin kær
þótt okkar tíma sé hann fjær.
Þeim er á jörðu flytur frið
fagnandi Drottinn tekur við.
Þannig Guðs loforð ljúfast er,
sem ljós í mannahjörtu ber.
Öll skal nú þakka árin blíð,
allt sem gladdi á fyrri tíð.
Liðinnar ævi stutt er stund
stefnum við öll á Drottins fund.
(Rósa B. Blöndals)
Kristín.
✝ Magnús Guð-mundsson fædd-
ist í Reykjavík 9. des-
ember 1937. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 6. mars
2020. Foreldrar hans
voru Áslaug Magn-
úsdóttir húsmóðir, f.
9. nóvember 1913, d.
17. ágúst 1997, og
Guðmundur Frið-
finnsson pípulagningameistari, f.
23. ágúst 1910, d. 12. apríl 1971.
Hálfsystir Magnúsar, honum sam-
feðra, er Kolfinna, f. 1. ágúst
1950. Magnús kvæntist Kristínu
Jóhannesdóttur, f. 26. maí 1948,
árið 1994 en þau voru í sambúð á
árunum 1986-2001. Sonur þeirra
er Guðmundur Ás Magnússon, f.
20. júní 1988. Systkin Guðmundar
Áss, sammæðra, eru Reynir Reyn-
isson, f. 1967, Guðbjörg Arndal, f.
1969, Jóhann R. Arnarsson, f.
1971, Stefanía M. Arndal, f. 1977
og Eva Kristín Arndal, f. 1983.
Magnús fór utan til náms rétt
fyrir tvítugt og nam blómaskreyt-
ingar. Hann lærði fyrst hjá dönsk-
um meistara en fór síðan til Þýska-
meðferðir þar. Hann var líka
með heilsunudd og æfingar í
Sunnuhlíð í Kópavogi. Um alda-
mótin bjó Magnús á Hellissandi
og starfaði þar við heilsu-
meðferðir, byggingavinnu og
fleira. Magnús ferðaðist mikið og
var alla ævi áhugasamur og fróð-
leiksfús um fjölmargt, til dæmis
heilsu, mataræði og menningu
annarra þjóða. Hann bjó og starf-
aði í Noregi í nokkur ár, var með
meðferðir og vann við blóma-
skreytingar og fleira. Eftir að
hann flutti heim bauð hann upp á
heilsumeðferðir og hjálpaði
mörgum sem áttu við vanheilsu
að stríða. Þá tók Magnús sig til
og lærði frönsku á seinustu ár-
um, fór til Frakklands og dvaldi
þar um skeið. Blómaskreytingar
og allt sem þeim tengdist var
Magnúsi alltaf ofarlega í huga og
hann bætti við kunnáttu sína í
þeim efnum ævina á enda.
Þegar hann kenndi heilsubrests
fyrir liðlega ári hugðist hann leita
sér náttúrulækninga og hafði leit-
að sér upplýsinga um slíkar lækn-
ingar í Bandaríkjunum. Fram á
síðustu daga ævi sinnar var hann
staðráðinn í því að ferðast vestur
um haf og fá bót meina sinna með
þeim hætti. Banamein hans var
krabbamein í brisi.
Útförin fer fram frá Háteigs-
kirkju í dag, 20. mars 2020,
klukkan 13.
lands þar sem hann
bætti við þekkingu
sína og vann þar við
fagið. Eftir heim-
komuna rak hann
blóma- og gjafa-
verslun í Reykjavík
um nokkurra ára
skeið. Síðar vann
Magnús hjá Póst-
inum í nokkur ár en
samtímis við blóma-
skreytingar.
Magnús fékk snemma mikinn
áhuga á óhefðbundnum lækn-
ingum og ýmiss konar með-
ferðum til heilsubótar. Hann var
langt á undan samtíð sinni í
mörgu því sem sneri að matar-
æði, heilsunuddi og náttúru-
lækningum og sótti sér margs
konar þekkingu í þeim efnum.
Hann lærði sogæðanudd í
Þýskalandi, svæðanudd í Dan-
mörku sem og ungbarnanudd og
ungbarnasund. Einnig lærði
hann höfuðbeina- og spjald-
hryggsnudd, bæði hér heima og
erlendis, sem og heilsubóta-
rnudd. Magnús var mjög góður
heilari og bjó lengi á Mánabraut
í Kópavogi og bauð upp á heilsu-
Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað.
Vinur aftansólar sértu,
sonur morgunroðans vertu.
(Stephan G. Stephansson)
Í dag kveðjum við frænda okk-
ar Magnús Guðmundsson, Magga
frænda. Magnús var sonur
hjónanna Áslaugar Magnúsdótt-
ur og Guðmundar Friðfinnssonar.
Hann var fyrsta barnabarn þá-
verandi Kjaransstaðahjóna, Frið-
finns og Jóhönnu, og því nokkur
aldursmunur á okkur frænd-
systkinunum, þar sem Maggi var
nær föður okkar í aldri en okkur.
Hálfsystir Magnúsar er Kol-
finna Guðmundsdóttir.
Okkur systkinunum barst sú
gæfa í fang að kynnast honum,
mismikið þó. Það þótti eðlilegt og
sjálfsagt að börn og unglingar
þeirra tíma sem höfðu heimilis-
festi á „mölinni“ væru send í sveit
yfir sumartímann. Þar var
Magnús engin undantekning.
Hann minntist oft þeirra sumra
þar sem hann var í uppeldi for-
eldra okkar og sagðist hafa lært
að jarðtengja sig á Kjarans-
stöðum.
Maggi var listhneigður og
lærði blómaskreytingar bæði í
Danmörku og Þýskalandi. Hann
starfaði víða í Evrópu eftir námið
en kom að lokum heim og stofnaði
blómabúðina Merkúr. Hann hafði
næmt auga fyrir skreytingum og
hélt vinsæl námskeið fyrir land-
ann í umgengni við blóm og í
blómaskreytingum.
Það bar snemma á því að
Maggi var andlega sinnaður og
eignaðist með árunum stóran hóp
aðstoðarmanna að handan. Hann
gerði sér snemma grein fyrir mik-
ilvægi þess að ástunda heilbrigt
líferni og næra sig af ábyrgð. Á
þeim sviðum var hann virkilega á
undan sinni samtíð. Hann lærði
svæðanudd og sogæðanudd
ásamt öðrum heilsuaðferðum og
var meðferðaraðili af guðs náð.
Hann starfaði við það að ein-
hverju leyti fram undir síðustu
stund. Það var öðruvísi að koma á
bekkinn hjá honum en flestum
öðrum. Hann tjáði manni iðulega
að fyrra bragði af hverju maður
var komin til hans. Það brást ekki
að út fór maður betri manneskja
en áður.
Maggi kvæntist Kristínu
Jóhannesdóttur og eignaðist með
henni einn son, Guðmund Ás.
Fyrir átti Kristín fimm börn. Þau
slitu samvistir. Við vottum öllum
aðstandendum samúð okkar og
Magga frænda blessunar í
Sumarlandinu.
Fyrir hönd systkinanna frá
Kjaransstöðum í Dýrafirði,
Hanna Laufey Elísdóttir.
Ég kynntist Magnúsi fyrst fyr-
ir um það bil 35 árum í Heilunar-
skóla Jyttu Eiríksson. Alla tíð síð-
an höfum við verið í sambandi,
þrátt fyrir að hafa ekki hist oft hin
síðari ár, öðruvísi en í gegnum
síma, eða hist á förnum vegi, og
byrjaði hann oft samtalið á
„Bonjour Madame!“ á sinn gletti-
lega hátt (líklega því neðangreind
var í París í eitt ár forðum).
Spurðum hvort annað frétta.
Við vorum lengi, er þau Kristín
bjuggu á Reykjavíkursvæðinu, í
heilunarhóp, eftir námið, ásamt
félögum, sem mörg mynduðu litla
hópa, sumir voru menntaðir
hjúkrunarfræðingar, kennarar,
og garðyrkjufólk, jafnvel hár-
greiðslumeistari … hugleiddum
með ákveðinni tónlist (með viss-
um heilunaráhrifum) og sendum
(vorum milliliðir) lækningaorku
til þeirra sem þess báðu, og fyrir
friði í heiminum öllum. Eftir hug-
leiðslu og fjarheilun bauð Jytta
eða dóttir hennar Rakel upp á
„jarðtengingu“ súkkulaðibita eða
litla kexköku! Gefandi stundir.
Magnús kvæntist Kristínu
Jóhannesdóttur, sem var einnig í
Heilunarskólanum, kær vinkona
mín.
Við, þessi góði hópur hennar
Jyttu, fórum saman í ferðalög á
sumrin, þá á staði þar sem vitað
var um einstaka orku, til dæmis
gistum við að Hellnum á Snæfells-
nesi, litum jökulinn, fundum
kraftinn, æfðum orkutækni,
hlustuðum á fyrirlestra. Fórum
einnig á Þingvöll, klöngruðumst
yfir Spöngina og settumst í hring í
hugleiðslu. Magnús og Kristín
eignuðust soninn Guðmund Ás, af
fyrra hjónabandi átti Kristín
fimm börn, var nú með fjögur
börn, myndarlegur og stór hópur,
þar sem Magnús tók við föður-
hlutverki með alúð, en mikil við-
brigði líklega, þá kominn á fimm-
tugsaldur, sjálfur einbirni. Hann
og Kristín voru saman í 15 ár.
Ég og vinkona okkar, Guðrún
heitin Georgsdóttir, urðum þess
heiðurs aðnjótandi að vera
„svarakonur“ í fallegri lítilli
kirkju við Hellissand hjá þeim
fyrrverandi hjónum, ásamt Ró-
berti, syni Kristínar og Munda
litla, fjögurra eða fimm ára syn-
inum.
Maggi starfaði á ýmsum stofn-
unum við heilsu-sjúkranudd, var
einnig um tíma með eigin nudd-
stofu, meðal annars á Hellissandi
og í Kópavogi. – Hann hafði átt
eigin blómabúð, en á erfiðum tím-
um í þjóðfélaginu hafði hann þurft
að hætta rekstri hennar, honum
mjög erfitt. Blómaskreytingar
hafði hann m.a. lært í Danmörku,
en útskrifaðist áður við það nám
að Reykjum, Garðyrkjuskólanum
í Ölfusi.
Hve undurfagrar voru skreyt-
ingar hans í fermingarveislum
barnanna, þeirra sem þegar voru
ekki fermd. Eða við útför móður
hans, þar sem hann sá um allar
skreytingar, bæði í kirkjunni og í
erfidrykkjunni, hvít og fögur
blóm. Hve hún hefði verið ánægð
að sjá þetta kærleiksríka hand-
bragð sonarins.
Magnús var ekki allra, hann
kom víða við, við hittumst oft á
hinum ýmsu fræðslufundum um
hin og þessi heilbrigðismál, hann
lét sér ekkert óviðkomandi í sam-
bandi við þau mál, ekki síst
krabbamein og kynnti sér ýmis-
legt, lærði sogæðanudd í Þýska-
landi o.fl. og las og fékk send
fréttablöð þaðan, sem hann oft
þýddi og sendi vinum, m.a. mér.
Hann mælti mikið með engiferrót
vegna bólgusjúkdóma, og mörgu
fleira sem ekki verður talið upp í
kveðju hér.
Ég kvaddi Magnús Guðmunds-
son á líknardeild 4.3. en 6.3. lést
hann. Þar sem Kristín og sonur
þeirra, Guðmundur Ás, og upp-
eldisbörn voru viðstödd. Mikill
friður lýsti af andliti hans látnum,
var mér tjáð.
Ég kveð þennan einstaka
mann, náttúrubarn, einfara, fag-
urkera, og votta syni hans, Guð-
mundi, og uppeldisbörnum Evu,
Stefaníu, Guðbjörgu og Róberti,
ættingjum og vinum öllum, ekki
síst Kristínu, dýpstu samúð.
Norma.
Magnús
Guðmundsson