Morgunblaðið - 20.03.2020, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020
Heill frumskógur af gæludýrum...
Í fiskana mig langar svo
að setja í búrið stóra
mamma segir þú færð tvo
en pabbi segir fjóra.
Kauptúni 3 | Garðabæ | Sími: 564 3364 | fisko.is
Opið laugardag 10-18 sunnudag 12-18
L i f and i v e r s l un
kíktu í heimsókn
Hundar Kettir Fiskar Fuglar Nagdýr
60 ára Hákon er frá
Haga á Barðaströnd og
er með sitt annað
heimili þar en býr líka í
Reykjavík. Hann er
menntaður húsasmið-
ur og ökukennari en
rekur eigið ferðaþjón-
ustufyrirtæki.
Maki: Birna Jóhanna Jónasdóttir, f.
1956, kennari.
Dætur: María Katrín, f. 1982, Björg, f.
1992, og Guðrún Anna, f. 1994. Dætra-
synirnir eru orðnir fimm.
Foreldrar: Bjarni Hákonarson, f. 1932, d.
2018, bóndi í Haga, og Kristín Ingunn
Haraldsdóttir, f. 1936, fv. bóndi í Haga,
dvelur á Patreksfirði.
Hákon
Bjarnason
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú drífur aðra áfram og tekur málin
föstum tökum, einmitt það sem fólk vill. Þó
að þú lendir á milli tannanna á fólki veistu
fyrir hvað þú stendur.
20. apríl - 20. maí
Naut Forvitni þín vaknar og ímyndunaraflið
fer á flug. Sá sem þú lítur upp til dettur af
stallinum og þú þarft að endurmeta hlutina
upp á nýtt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Trúðu nánum vini fyrir innstu
draumum þínum og þrám, viðbrögðin
gætu komið þér á óvart. Gakktu úr skugga
um að vinum líði vel.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Tækifæri til aukinnar menntunar
eru ofarlega í huga þér núna. Hvernig væri
að taka stökkið? Taktu af öll tvímæli um til
hvers þú ætlast af heimilisfólki.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gefðu þig alla/n í allt sem þú gerir,
þannig nærðu árangri. Þér finnst þú utan-
veltu í vinahópnum en það er tímabundið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er sætt hversu tilfinninga-
næm/ur þú ert og kannt að tárast á réttu
augnablikunum. Hver er sinnar gæfu
smiður.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hertu þig upp og leitaðu réttar þíns
þótt það kosti átök og smá pening. Ekki
tala í hálfkveðnum vísum. Hreinskilni borg-
ar sig til langs tíma litið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það léttir lífið að hafa gaman-
semina alltaf við höndina. Fólk virðist bæði
geðstirt og óútreiknanlegt núna og erfitt er
að reikna út í hvorn fótinn skal stíga.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Taktu höndum saman með öðr-
um til þess að láta hjólin snúast. Settu þína
eigin heilsu ofar öllu öðru því að öðrum
kosti áttu á hættu að finna fyrir kulnun.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þótt maður laðist að fólki sem
er ólíkt manni getur verið erfitt að vinna
með því. Eigðu frumkvæðið í þetta sinn og
bjóddu vinunum heim til þín.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur búið svo um hnútana
að fátt á að geta komið þér í opna skjöldu.
Enginn fer í gegnum lífið án gagnrýni frá
öðrum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það getur reynst hættulegt að
hlaupa til og kaupa bara til þess að kaupa.
Forðastu fólk sem rignir upp í nefið á.
þar af formaður 1996 og í stjórn full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Garðabæ frá 1996 til 1998.
Hann var varabæjarfulltrúi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn kjörtímabilið
1998-2002 og aftur frá 2010-2014 en
frá þeim tíma hefur hann setið sem
stjóri viðskiptatengsla hjá
eMerchantpay.“
Sigurður hefur sinnt margvís-
legum störfum fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn í Garðabæ, var í stjórn
Hugins, félags ungra sjálfstæðis-
manna í Garðabæ frá 1994 til 1999,
S
igurður Guðmundsson
fæddist 20. mars 1970 í
Reykjavík en flutti 5 ára í
Garðabæ og hefur búið
þar allar götur síðan.
„Ég var í sveit hluta úr sumri frá 7
til 14 ára aldurs á Þorgautsstöðum í
Hvítarásíðu hjá þeim heið-
urshjónum Katli og Sögu,“ segir
Sigurður.
Sigurður hóf strax að æfa knatt-
spyrnu með Stjörnunni þegar hann
flutti í Garðabæinn og gerði til 26
ára aldurs og eftir það þjálfaði hann
hjá Stjörnunni í 10 ár. „Í gegnum
Stjörnuna kynntist ég mínum bestu
vinum og við hittumst félagarnir alla
föstudaga milli kl. 16 og 18 á Mat-
húsi Garðabæjar og ræðum ekki síst
málefni Stjörnunnar, en flestir reyn-
um við að skila einhverju til baka til
félagsins. Við sjáum um þorrablótið
í Garðabæ og erum í bakvarðasveit
fyrir knattspyrnudeildina, einnig
ræðum við ensku knattspyrnuna en
þar fer þrautagöngu minna manna í
Liverpool að ljúka fljótlega.
Ég fór í þessa hefðbundnu grunn-
skóla í Garðabæ, Hofsstaðaskóla,
Flataskóla og Garðaskóla en ákvað
síðan að fara í Verzlunarskóla Ís-
lands og á mjög skemmtilegan og
góðan vinahóp frá tíma mínum þar
en ég útskrifaðist þaðan 1990.“ Sig-
urður hóf síðan nám við Háskóla Ís-
lands og útskrifaðist hann sem lög-
fræðingur (cand. jur.) þaðan árið
1996. „Samhliða námi við lagadeild-
ina og eftir útskrift til 1998 starfaði
ég á Lögfræðistofu Suðurnesja hjá
þeim Ásbirni Jónssyni heitnum og
Lárentsínusi Kristjánssyni og þar
var virkilega gott að hefja starfsfer-
ilinn og á ég þeim mikið að þakka.“
Þaðan lá leiðin í Húsnæðisstofnun
ríksins og til Tollstjórans í Reykja-
vík en árið 2002 hóf hann störf hjá
Borgun og starfaði þar til 2017 sem
framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
og alþjóðasviðs mestan tímann.
„Það var sérlega skemmtilegur tími
og gaman að starfa í síbreytilegum
heimi greiðslumiðlunar. Í framhaldi
af starfi mínu hjá Borgun hóf ég að
vinna við ráðgjöf í greiðslumiðlun í
gegnum eigið félag mest erlendis og
í dag starfa ég sem framkvæmda-
aðalmaður í bæjarstjórn Garða-
bæjar og flest árin jafnframt í
bæjarráði, í dag er hann forseti bæj-
arstjórnar Garðabæjar. Sigurður sat
í stjórn Íþrótta- og tómstundaráðs
Garðabæjar frá 1998-2006, þar af
formaður 1998-2002 og aftur sem
Sigurður Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar – 50 ára
Fjölskyldan Frá vinstri: Árni Eyþór, Þórunn, Sigurður, Lára Björg, Ólöf Sara og Daníel Garðar.
Harður Garðbæingur í 45 ár
Á skíðum Fjölskyldan stödd í Austurríki fyrir nokkrum árum. Á veiðum Sigurður í Dalsárósi í Víðidalsá 2019.
40 ára Kristinn er
Sauðkrækingur, fædd-
ur og uppalinn og
Sauðárkróki og hefur
ávallt átt heima þar.
Hann er húsasmíða-
meistari að mennt og
er húsasmiður hjá
Friðriki Jónssyni ehf.
Maki: Sunna Björk Atladóttir, f. 1989,
lögmaður hjá Pacta lögmönnum.
Sonur: Björgvin Skúli, f. 2019.
Foreldrar: Jófríður Tobíasdóttir, f. 1939,
húsmóðir, búsett á Sauðárkróki, og
Björgvin Jónsson, f. 1929, d. 2000, skrif-
stofumaður hjá Mjólkursamlagi Sauðár-
króks.
Kristinn Tobías
Björgvinsson
Til hamingju með daginn
Sauðárkrókur Björg-
vin Skúli Kristinsson
fæddist 8. nóvember
2019. Hann vó 3.735 g
og var 54 cm langur.
Foreldrar hans eru
Kristinn Tobías Björg-
vinsson og Sunna
Björk Atladóttir.
Nýr borgari