Morgunblaðið - 20.03.2020, Side 25

Morgunblaðið - 20.03.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is Gítarar Frábært úrv al „OG SVO EIN SPURNING AÐ LOKUM – HVERSU LANGT Á ÉG EFTIR?” „ÉG ÆTLA AÐ TAKA MEÐ MÉR STÓRAN AF KAFFI. PASSAÐU AÐ LOKIÐ SÉ KIRFILEGA FEST.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að dansa saman við ljúfa tóna. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SÆLL, KÖTTUR. ÉG HEF ÁKVEÐIÐ AÐ VERÐA ALVARLEGRI HVERNIG VAR ÞETTA? GOTT, EKKI SATT?! ÞÚ NÁÐIR AÐ GABBA MIG ANDARTAK ÉG ÁTTI YNDISLEGT KVÖLD MEÐ ÞÉR! ÞÚ ERT EINN AF MILLJÓN! ÞAÐ ÞÝÐIR ÞÁ LÍKLEGA AÐ ÞAÐ SÉ NOKKUÐ LANGT Í AÐ ÉG HITTI HANA AFTUR … formaður frá 2010-2014, þá hefur hann verið formaður skipulags- nefndar í Garðabæ frá árinu 2014. „Ég hef áhuga á veiði og skíðum og við hjónin förum árlega á skíði er- lendis og eins eru ávallt skipulagðar nokkrar veiðiferðir á hverju sumri með fjölskyldu og vinum. Ber þar yfirleitt hæst stórskemmtilega veiði- ferð Stjörnuveiðimanna í byrjun september ár hvert.“ Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Þórunn Anna Árnadóttir, f. 5.8. 1976, sviðs- stjóri hjá Neytendastofu. Foreldrar hennar: Hjónin Lára K. Guðmunds- dóttir, f. 3.3. 1950, skrifstofustjóri, og Árni Pétursson, f. 4.2. 1941, d. 9.10. 1996. Barnsmóðir Sigurðar er Svala Hilmarsdóttir, f. 15.2. 1968, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra. Börn Sigurðar og Svölu eru Daníel Garðar Sigurðarson, f. 13.9. 2001, nemi í FG, og Ólöf Sara Sig- urðardóttir, f. 11.3. 2004, nemi í Garðaskóla. Dóttir Sigurðar og Þór- unnar er Björg Sigurðardóttir, f. 31.5. 2013, nemi í Flataskóla. Stjúp- sonur Sigurðar og sonur Þórunnar er Árni Eyþór Hreiðarsson, f. 24.9. 2001, nemi í Verzlunarskóla Íslands. Systkini Sigurðar eru Einar Gunnar Guðmundsson, f. 9.6. 1972, rafvirki, búsettur í Garðabæ, og Margrét Björg Guðmundsdóttir, f. 31.10. 1980, bókari hjá NTC, búsett í Garðabæ. Foreldrar Sigurðar: Hjónin Guð- mundur Einarsson, f. 7.3. 1945, raf- virkjameistari í Garðabæ, og Ólöf Sigurðardóttir, f. 22.11. 1947, d. 17.9. 1995, bókari hjá Sjóvá-Almennum. Seinni eiginkona Guðmundar er Lilja Jónasdóttir, f. 4.4. 1950, ferða- ráðgjafi hjá Vita. Sigurður Guðmundsson Guðrún Kristólína Jónsdóttir húsmóðir í Reykjavík Ólafur Jón Jóhannsson kaupmaður í Reykjavík Friðbjörg Ólafsdóttir húsmóðir í Reykjavík Sigurður Guðmundsson verkamaður á Melavelli í Reykjavík Ólöf Sigurðardóttir bókari í Garðabæ Ólöf Kristjánsdóttir húsmóðir í Görðum Guðmundur Brynjólfsson bóndi í Görðum í Staðarsveit, Snæf. Ingigerður Sigurðardóttir húsmóðir í Reykjavík Ágúst Guðmundsson bifreiðarstjóri í Reykjavik Margrét Sigríður Ágústsdóttir húsmóðir í Reykjavík Einar Gunnar Guðmundsson aðalbókari í Reykjavík GuðnýÁsbjörnsdóttir húsmóðir í Reykjavík Guðmundur Einarsson kirkjugarðsvörður í Reykjavík Úr frændgarði Sigurðar Guðmundssonar Guðmundur Einarsson rafvirkjameistari í Garðabæ Helgi Zimsen yrkir á Leir:Heimskringlu hrellir nú Kovid, í hugsunum víða er þó vit, þótt bylji í tunnum tómum og þunnum kommenta-kerfanna óvit. Páll Imsland heilsar leirliði í og utan einangrunar og fer með limru í tilefni ástandsins: Covid er krúttlegust veira, kringlótt og þaðan af meira. Hún er ættuð frá Kína hvar keisarans skína. Þeir segja’ hana engu þó eira. Sigurlín Hermannsdóttir segir að nú séu allir orðnir veirusérfræð- ingar, þökk sé netinu, og hvetur fólk til að fara varlega á óvissutím- um: Á interneti óvitar öllum stundum hanga. Koma nú fram kóvitar og kenningarnar ganga. Davíð Hjálmar í Davíðshaga kvartar yfir, að nú séu engir íþróttaviðburðir og fátt að sjá í íþróttaþætti sjónvarpsins. Af íþróttum er frekar fátt að frétta, það er miður. Ég horfði á tvo og hálfan þátt um hlaup sem fellt var niður. Síðan segir Davíð Hjálmar að ekki sé einleikið hve Íslendingar eru kvartsárir þegar veðrið á í hlut: Fylgi þér, góa, frost og hríð, frenjast og kvarta gumar. Vilja þeir frekar vetrartíð að vori og næsta sumar? Pétur Stefánsson segir að von- andi sjái fyrir endann á þessum leiðindavetri: Herská Góa herðir kraft, hríð hún þróað getur. Eg hef nógan ama haft af þér snjóavetur. Sigmundur Benediktsson yrkir dýrt: Yfir glugga aukast skuggar, ólund bruggar sumum hjá. Hríðarmugga hugsun ruggar, hefur stuggað sólu frá. Fyrir helgina sagði Jón Atli Ját- varðarson: „Þar sem öllum vær- ingum milli okkar Indriða á Skjald- fönn er nú lokið þá er þessi vísa til sátta ort og engum leiðindum frek- ar við harðan vetur hjá Indriða að bæta.“ Vertu kátur vinur minn, vorið kemst í dalinn þinn. Strokið verður stofugólf og stuggað fé á beitarhólf. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kovid og fátt um íþróttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.