Morgunblaðið - 20.03.2020, Side 27

Morgunblaðið - 20.03.2020, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020 þá yrði gríðarlega erfitt að fresta leikunum fram á næsta sumar sem dæmi. Eins yrði það mikið fjárhags- legt högg fyrir Japani og allt hag- kerfið þeirra í raun. Þetta eru bara svo hrikalega stórir leikar sem snú- ast einfaldlega um svo miklu meira en bara íþróttir. Við erum samt öll sammála um að þetta muni einhvern tíma ganga yfir en það er bara tíma- spursmál hvenær það gerist.“ Vonast til að leikarnir fari fram Líney viðurkennir að höggið yrði mikið fyrir íþróttafólkið ef leikunum yrði frestað. „Mesta höggið, ef leikunum yrði frestað, væri fyrir íþróttafólkið, ekki bara fjárhagslega heldur líka bara andlega og líkamlega því það hefur undirbúið sig fyrir Ólympíuleikana í nokkur ár. ÍSÍ hefur hvatt íslenskt íþróttafólk til þess að halda áfram að æfa af fullum krafti. Það er ekki út- göngubann á Íslandi enn sem komið er, ólíkt mörgum öðrum löndum í kringum okkur, og íslenskt íþrótta- fólk getur því æft vel eins og staðan er í dag. Sjálf vonast ég auðvitað til þess að leikarnir fari fram. Það væri ekki bara frábært upp á Ólympíu- leikana að gera heldur myndi það líka þýða að við værum að sigrast á þessari vá sem þessi veira er,“ sagði Líney Rut. Undirbúningurinn í uppnámi Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir undirbýr sig nú af krafti fyrir Ólympíuleikana í Tókýó en kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á undirbúning henn- ar fyrir leikana. „Heilt á litið hefur undirbúning- urinn gengið nokkuð vel. Ég skipti um þjálfara, fékk Bandaríkjamann- inn Ian O’Brian, um mitt síðasta ár og síðan þá hefur þetta allt verið á réttri leið hjá mér. Vissulega hefur kórónuveiran sett undirbúninginn í ákveðið uppnám því ég hef bara náð einni stórri keppni eftir áramót. Ég fékk að vísu mjög mörg stig fyrir hana en undir eðlilegum kringum- stæðum hefði ég verið að taka þátt í einhverjum sex til sjö keppnum vítt og breitt um heiminn. Þríþrautar- sambandið gaf það út á dögunum að öllum keppnum hefði verið frestað út apríl og þeir ætla svo að byrja aft- ur af fullum krafti eftir það. Hlut- irnir breytast hratt þessa dagna en á meðan mörg lönd hafa sem dæmi lokað landamærum sínum vegna veirunnar er erfitt að sjá keppnis- tímabilið hefjast á nýjan leik strax í maí.“ Guðlaug Edda tók þátt í heimsbik- armótinu í Mooloolaba í Ástralíu um síðustu helgi þar sem hún hafnaði í 24. sæti og skilaði það henni mikil- vægum heimslista- og ólympíu- stigum. Alveg á mörkunum „Það hefur eitthvað verið í um- ræðunni að fjölga sætum á leikunum í ár sem myndi henta mér ágætlega. Eins og staðan er núna þá er ég númer 56 á Ólympíulista en eins og er þá komast 55 efstu inn á leikana. Ég þyrfti helst aðra keppni til þess að gulltryggja ólympíusætið en ef allt helst óbreytt þá er ég alveg á mörkunum að komast inn. Það er samt erfitt að sjá það fyrir sér að Ól- ympíuleikarnir verði haldnir yfirhöf- uð. Auðvitað vona ég að leikarnir verði haldnir en eins og þetta blasir við manni verður hrikalega erfitt að halda þá í sumar. Þú ert með fullt af íþróttafólki frá t.d Ítalíu, Frakklandi og Spáni sem getur ekki einu sinni æft þessa dagana vegna útgöngu- banns. Maður hefur heyrt að veiran eigi ennþá eftir að ná hámarki bæði í Evrópu og Bandaríkjunum en auð- vitað vonar maður það besta. Þegar allt kemur til alls þá er þetta fyrst og fremst alþjóðalegur viðburður og ef fólk frá öllum heimshornum kemst ekki þá á að fresta þessu.“ Get ekki æft með þjálfaranum Guðlaug Edda var á leið til Banda- ríkjanna frá Ástralíu í æfingabúðir en ákvað að snúa aftur heim til Ís- lands vegna óvissuástandsins sem nú geisar í heiminum. „Planið var að fara til Bandaríkj- anna í æfingabúðir en ég ákvað að koma heim til Íslands út af öllu því sem er í gangi núna og maður veit ekkert hvenær öllum landamærum verður hreinlega lokað. Það versta við að koma heim er auðvitað sú staðreynd að ég get ekki æft með þjálfaranum mínum. Þá eru að- stæður hér heima ekki jafn góðar og í Bandaríkjunum þótt það sé vissu- lega alltaf gott að koma heim. Núna taka við hálfgerðar inniæfingar hjá mér næstu fjórtán dagana í það minnsta þar sem ég er á leið í sóttkví. Ég er heppin með það að það er ekki útgöngubann hér, þann- ig að ég má allavega hjóla og hlaupa. Maður heldur sig bara út af fyrir sig næstu daga sem er svo sem ekki mikil breyting enda hefur maður svo gott sem æft þannig síðan veiran blossaði upp,“ bætti Guðlaug Edda við. Frestun yrði mesta högg- ið fyrir íþróttafólkið  Óvissa um Ólympíuleikana  ÍSÍ fundaði með forseta IOC sem stefnir fullum fetum á að leikarnir verði haldnir  Guðlaug Edda sneri heim vegna ástandsins Ljósmynd/Þríþrautarsamband Íslands Nálægt Guðlaug Edda Hannesdóttir er afar nálægt því að tryggja sér sæti í þríþrautarkeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó. ÓLYMPÍULEIKAR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Margir íþróttamenn hafa kallað eftir því að Ólympíuleikunum 2020, sem eiga að fara fram í Tókýó í Japan í sumar, verði frestað vegna kórónu- veirunnar. Leikarnir eiga að fara fram dagana 24. júlí til 9. ágúst en forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, greindi frá því á dögunum að ekki kæmi til greina að fresta leik- unum. Í fyrradag sátu forráðamenn ÍSÍ fjarfund með Thomasi Bach, forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC, en Bach hefur fundað með öllum 206 ólympíunefndum heimsins undan- farna daga og biðlað til þeirra að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir út- breiðslu kórónuveirunnar. Á fundinum kom einnig fram að Alþjóðaólympíunefndin stefndi ótrauð að því að leikarnir yrðu að veruleika í ár og að engar ákvarð- anir um frestun eða eitthvað slíkt yrðu teknar á þessum tímapunkti. Því ætti allt íþróttafólk að halda áfram undirbúningi sínum fyrir leik- ana af fullum krafti. „Það eru miklir óvissutímar í gangi og við von- umst að sjálf- sögðu til þess að þetta gangi yfir,“ sagði Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmda- stjóri ÍSÍ, í sam- tali við Morg- unblaðið í gær. „Við áttum góðan fund í gær þar sem fólk vill halda í jákvæðnina og stefna ótrautt áfram á leikana. ÍSÍ mun fyrst og fremst fylgja tilmælum íslenskra stjórn- valda og landlæknis þegar þar að kemur. Ef þau mæla gegn því að fólk ferðist til Asíu á þessum tíma þá munum við ekki fara þangað og stofna íþróttafólki okkar í hættu því það er alltaf heilsa íþróttafólksins sem er í fyrsta sæti.“ Hvetur íþróttafólk áfram Eins og áður sagði gaf Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, það út á dögunum að leikunum yrði ekki frestað og Líney viðurkennir að það hafi verið stór orð hjá ráðherranum. „Þetta eru mjög stór orð hjá for- sætisráðherra Japans, það er alveg á hreinu. Eins og þetta blasir við hon- um þá eru leikarnir bara á dagskrá í júlí og hann auðvitað vonast til þess að faraldurinn gangi yfir, eins og all- ir aðrir. Út frá öllum flækjustigum Líney Rut Halldórsdóttir frestað og að keppnin í ár verði mögulega felld niður en eins og staðan er núna eru ekki miklar líkur á að sú keppni fari fram. Niðurstaða fundarins er því eftirfarandi:  Byrjun Íslandsmóta karla og kvenna og bikarkeppnum seink- að þar til um miðjan maí.  Keppni í Lengjubikarnum er lokið og ekki verður krýndur meistari.  Meistarakeppni KSÍ frestað og keppnin í ár mögulega felld niður. Knattspyrnusamband Íslands samþykkti á stjórnarfundi í gær að fresta Íslandsmótum karla og kvenna þar til um miðjan maí. Með því er gert ráð fyrir að hæfilegur tími líði frá lokum samkomubanns þar til keppni getur hafist í öllum mótum. Fari hins vegar svo að samkomub- annið hér á landi verði lengt, mun sambandið þurfa að end- urmeta stöðuna. Fyrsti leikur í efstu deild karla, Pepsi Max-deildinni, átti að vera spilaður 22. apríl og átta dögum síðar átti fyrsti leikur í Pepsi Max-deild kvenna að fara fram. Þá er einnig búið að fresta fyrstu umferðum Mjólk- urbikarsins. Mjólkurbikar kvenna átti að fara af stað 8. apríl og Mjólkurbikar karla 29. apríl. Stjórn sambandsins samþykkti einnig að keppni í Lengjubik- arnum væri lokið og að ekki yrðu krýndir meistarar 2020. Þá var samþykkt að Meistarakeppni KSÍ, þar sem Íslandsmeistarar mæta bikarmeisturum, verði Íslandsmótunum frestað fram í maí Morgunblaðið/Kristinn Magnússon KSÍ Guðni Bergsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands.  Handknattleiksdeild Fram fram- lengdi í gær samning sinn við Þorgrím Smára Ólafsson, einn besta leikmann liðsins. Nýi samningurinn gildir næstu tvö árin, eða til ársins 2022. Þor- grímur er markahæsti leikmaður Fram í úrvalsdeildinni á leiktíðinni með 107 mörk í 20 leikjum. Liðið er í níunda sæti deildarinnar, einu stigi frá Stjörn- unni, í baráttunni um sæti í úr- slitakeppninni. Félagið samdi um helgina við Sebastian Alexandersson og mun hann þjálfa Fram frá og með næstu leiktíð.  Norska knattspyrnufélagið Aale- sund, þar sem þrír íslenskir leikmenn spila, tilkynnti í gær að það hefði af- lýst allri íþróttastarfsemi sinni um óákveðinn tíma. Með liðinu leika þeir Hólmbert Aron Friðjónsson, Davíð Kristján Ólafsson og Daníel Leó Grét- arsson en Aalesund vann norsku B- deildina með miklum yfirburðum á síðasta tímabili og vann sér úrvals- deildarsæti eftir tveggja ára fjarveru. Í yfirlýsingu frá Aalesund segir meðal annars að leikmenn liðsins séu í veik- indaleyfi þar sem þeir hafi verið settir í sóttkví á löglegan hátt af yfirvöldum.  Velska knattspyrnufélagið Cardiff City hefur tilkynnt að Peter Whitt- ingham, einn leikjahæsti leikmaður fé- lagsins á seinni árum, sé látinn, 35 ára að aldri. Whittingham slasaðist í vik- unni þegar hann féll á höfuðið á veit- ingahúsi í borginni Barry í Wales og höfuðmeiðsli sem hann varð fyrir voru það alvarleg að hann lést á sjúkrahúsi í Barry. Hann lætur eftir sig eiginkonu og ungan son.  Martin Schwalb, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Rhein-Neckar Löwen, hefur greinst með kórónuveir- una. Ýmir Örn Gíslason og Alexander Petersson leika með liðinu. Leikmenn- irnir Mads Mensah Larsen og Jannik Kohlbacher greindust fyrr í vikunni og þá hafa fleiri ónafngreindir leikmenn einnig greinst með veiruna. Allt liðið er nú í sóttkví vegna þessa.  Búið er að fresta öllum helstu íþróttadeildum Tyrklands um ótiltek- inn tíma. Þetta staðfesti Mehmet Kas- poglu, íþróttamálaráðherra Tyrklands, á blaðamannafundi í gær. Viðar Örn Kjartansson er leikmaður Yeni Mala- tyaspor í efstu deild og Theodór ELm- ar Bjarnason leikur með Akhisarspor í B-deildinni.  Brasilíski knattspyrnumaðurinn Willian hefur boðist til þess að klára tímabilið með Chelsea, jafnvel þótt hann yrði samningslaus áður en tíma- bilinu lýkur. „Samning- urinn minn rennur út í júlí og ef ég þarf að spila eftir að hann rennur út er það ekk- ert mál. Félagið hefur alltaf staðið vel við bakið á mér, sagði Willian við Esporte Interativo í heimalandinu. Willian hefur rætt við Chelsea um nýjan samning síð- ustu mánuði en hann vill þriggja ára samning á meðan Chelsea er aðeins reiðubúið að bjóða honum tveggja ára samning. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.