Morgunblaðið - 20.03.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.03.2020, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Julia Louis-Dreyfus Will Ferrell ADifferent Kind of Disaster Movie. m.a. ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN ÓSKARSTILNEFNINGAR2 BESTA ERLENDA MYNDINBESTA LE IKARI : ANTONIO BANDERAS SÝND MEÐ ÍSLENSKU, ENSKU OG PÓLSKU TALI ★★★★ San Francisco Chronicle ★★★★ Indiewire ★★★★ Hollywood reporter Spánverjinn Pedro Almodóv-ar er með merkustu núlif-andi kvikmyndaleikstjórumheims og áhrif hans á kvik- myndagerð eru mikil. Almodóvar er nú orðinn sjötugur en hann kvaddi sér eftirminnilega hljóðs með sinni fyrstu kvikmynd, Pepi, Luci, Bom árið 1980, fimm árum eftir andlát einræðisherrans Francisco Franco. Var þá ritskoðun aflétt á Spáni og listin tók að blómstra á ný og ekki síst í kvikmyndagerð. Almodóvar fór fyrir hópi nýrra leikstjóra sem fóru sínar eigin leiðir og fögnuðu menningarlegu og kynferðislegu frjálsræði. Hann dansaði oft á línu hins ósmekklega og má nefna sem dæmi að í hans fyrstu kvikmynd má sjá svokallaða gullna sturtu. Förum ekki nánar út í þá sálma. Alþjóðlega hylli hlaut hann með hinni merku kvikmynd Mujeres al borde de un ataque de nervios, eða Konur á barmi taugaáfalls árið 1988 en í henni, líkt og svo mörgum öðr- um kvikmynda hans, eru konur í að- alhlutverkum og þar að auki vel mótaðar persónur og ekki skapaðar til þess eins að styðja við eða tala um karlmenn. Síðan eru liðin mörg ár og Almo- dóvar hefur breyst mikið sem kvik- myndagerðarmaður þó að enn megi sjá mörg einkenni hans í nýjustu kvikmyndinni, Dolor y gloria eða Sársauki og dýrð. Þær ýkjur og spaug sem einkenndu fyrstu kvik- myndir hans eru löngu horfnar og miklu dramatískari leikstjóri stig- inn fram. Enn má þó sjá margt það sem alltaf hefur einkennt kvik- myndir Almodóvars, til dæmis sterka liti, eftirminnilegar og vel mótaðar persónur og ólgandi ástríðu. Sársauki og dýrð er að hluta ævi- sögulegt verk. Segir í myndinni af kvikmyndaleikstjóra um sextugt, Salvador Mallo, sem nýtur mikillar virðingar en hefur ekki leikstýrt til fjölda ára vegna veikinda. Mallo glímir við mikla verki í baki og höfði, astma og einkennilega and- nauð sem ekki er vitað hvað veldur framan af mynd. Í áhrifamiklu upphafsatriði kafar áhorfandinn ofan í sundlaug, rennir augum eftir botninum þar til við blasir maður. Líkaminn er slakur, fætur snerta botninn og augun eru lokuð. Eftir hryggjarsúlunni ber hann langt ör, hefur greinilega gengist undir mikla skurðaðgerð. Út frá því er rennt aftur til fortíðar, ungur drengur fylgist með konum við þvott á árbakka. Móðir hans bendir honum á einkennilegan fisk og segir „Sjáðu, Salvador, sjáðu fiskinn, hvað hann er fallegur!“ Þarna er leikstjórinn kominn, barn að aldri, þegar lífið var fallegra, ein- faldara og hann laus við krónískan sársauka og tíðan fylgifisk hans þunglyndið. Sólin skín og konurnar syngja við störf sín. Þetta er falleg minning, líkt og aðrar sem koma í reglulegum afturlitum leikstjórans í myndinni. Salvador er skarpur drengur sem vill alls ekki verða prestur en þar sem hann á fátæka foreldra er ekki annað í boði en að þiggja þá menntun sem kaþólska kirkjan býður upp á. Hann kennir ungum verkamanni að lesa og skrifa og kynhvötin lætur á sér kræla í fyrsta sinn þegar hann sér verkamanninn baða sig. Leikstjór- inn er samkynhneigður, líkt og Almodóvar, og margt annað í mynd- inni minnir á ævi hans. Almodóvar hefur sjálfur sagt að kvikmyndin sé skáldskapur, ítrekaði það m.a. í við- tali í dagblaðinu Guardian í fyrra en bætti svo við að hann væri að reyna að sannfæra sjálfan sig um að svo væri, þó undir niðri væri honum ljóst að myndin fjallaði um hann sjálfan. Salvador er því einhvers konar blendingur af Almodóvar og öðrum manni sem hann hefur mót- að listilega. Salvador fær þær fréttir að sýna eigi kvikmynd sem hann gerði fyrir 32 árum í endurbættri útgáfu í listabíói í Madríd og fer á fund aðal- leikara myndarinnar sem hann hef- ur ekki rætt við frá því þeim sinn- aðist við gerð myndarinnar. Þeir sættast og leikarinn tekur fram heróín. Salvador spyr hvort hann megi prófa og finnur í heróíninu flótta undan sársaukanum. Í vímunni svífur hann á vit minning- anna, til æskunnar og móður sinnar sem er látin og síðar til hennar hinstu daga. Þegar líður á kvik- myndina bætist svo við þriðja lag frásagnarinnar þegar gamall elsk- hugi knýr dyra. Sársauki og dýrð er líklega per- sónulegasta kvikmynd Almodóvars til þessa þó oft hafi hann skrifað út frá eigin reynslu og reynsluheimi og þá sérstaklega í La mala educacíon og La ley del deseo. Frásögnin er lágstemmd, á yfirborðinu virðist lít- ið gerast en undir niðri býr heil- mikil saga af ást, fortíðarþrá, eftir- sjá og sektarkennd. Þetta er áhrifamikið portrett af manni og Almodóvar kastar líka fram spurn- ingunni um hversu áreiðanlegar minningar okkar séu. Hvernig hann gerir það er best að láta ósagt, nægir að segja að mörk skáld- skapar og veruleika verða óljós þar líkt og þegar kemur að aðalpersón- unni sjálfri; hversu stór hluti af henni er Almodóvar og hversu stór hluti hennar er sköpunarverk hans og skáldskapur? Ísland kemur líka skemmtilega við sögu þegar Salva- dor furðar sig á vinsældum sínum hér á landi eftir að hafa fengið boð um að sækja hér kvikmyndahátíð. Antonio Banderas er virkilega góður í hlutverki Salvador Mallo, leikurinn er hárfínn og aðrir leik- arar eru að sama skapi eftirminni- legir, ekki síst Asier Etxeandia í hlutverki leikarans og heróínfíkils- ins Alberto Crespo. Penelope Cruz er að vanda vel leikstýrt af Almo- dóvar og Asier Flores heillandi í hlutverki hins unga Salvador. Sviðsmyndir eru úthugsaðar og mikið augnayndi og myndatakan er óaðfinnanleg. Innrömmun töku- manns vekur oftar en ekki athygli, t.d. þegar horft er á sjónvarp sem rammað er inn af bókaskápum með athyglisverðum hætti og speglar at- riðið annað þar sem leikari flytur einleik eftir Salvador frammi fyrir stórum skjá. Sterkir, heitir litir eru áberandi líkt og í fyrri myndum Almodóvars, einkum þó æpandi rauður sem má til dæmis sjá á eldhúsinnréttingu á heimili leikstjórans við sægrænar flísar. Rauður er litur ástríðu en líka hættu og hins forboðna eða bannaða en blár er litur róarinnar, eins og sjá má í upphafsatriðinu fyrrnefnda. Búningar eru líka litrík- ir og minna fötin sem Salvador er í oft á fötin sem maður hefur séð Almodóvar klæðast. Einhvers stað- ar las ég að þetta væru í raun og veru föt Almodóvars og íbúðin eft- irmynd af íbúð leikstjórans. Frum- samin tónlist Alberto Iglesias fellur svo fullkomlega að kvikmyndinni, hún er kannski ekki frumlega eða óvenjuleg en alltaf falleg. Litadýrð Antonio Banderas í hlutverki Salvador Mallo í litríku eldhúsi heimilis síns í Dolor y gloria. Óljós mörk Bíó Paradís og Sambíóin Kringlunni Dolor y gloria bbbbm Leikstjórn og handrit: Pedro Almodóvar. Aðalleikarar: Antonio Banderas, Asier Etxeandia, Leonardo Sbaraglia, Nora Navas, César Vicente, Asier Flores og Penélope Cruz. Spánn, 2019. 113 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Fjallað er um Dolor y gloria í nýj- asta þætti kvikmyndahlaðvarps mbl.is, BÍÓ, á undirsíðunni Fólk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.