Morgunblaðið - 20.03.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.03.2020, Qupperneq 32
Bandaríski söngvarinn og lagahöfundurinn Gavin DeGraw heldur tónleika í Silfurbergi í Hörpu 17. ágúst. DeGraw á að baki ýmsa smelli og af þeim helstu má nefna „Chariot“, „I Don’t Want to Be“, „Best I Ever Had“ og „In Love with a Girl“. Fyrsta plata DeGraw kom út árið 2003 og naut mikilla vinsælda og hefur hann gefið út sex aðrar að auki. Miðasala á tónleikana hefst í næstu viku, fimmtu- daginn 26. mars. Gavin DeGraw heldur tónleika í Silfurbergi í Hörpu í ágúst FÖSTUDAGUR 20. MARS 80. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona er einu sæti frá því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Hún er komin heim vegna óvissu- ástandsins og kveðst eiga erfitt með að sjá fyrir sér að leikarnir verði haldnir í sumar. Líney Rut Halldórs- dóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, vonast til þess að leik- arnir geti farið fram, enda myndi það þýða að við værum að sigrast á kórónuveirunni. „Mesta höggið ef leikunum yrði frestað væri fyrir íþróttafólkið sjálft,“ segir Líney. »27 Einu sæti frá Ólympíuleikunum ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hildigunnur Hjálmarsdóttir er 100 ára í dag. „Strákarnir senda tertu hingað og ég borða hana með starfs- fólkinu,“ segir hún. „Mér finnst skelfilegt að veiran skuli vera komin til Íslands og er skíthrædd um að hún komist inn á Grund en samt er ég ekki og hef aldrei verið sjúk- dómahrædd, var aldrei persónulega hrædd við berklana.“ Hildigunnur fæddist í Stykk- ishólmi, ólst upp hjá móður sinni, Soffíu Emelíu Gunnarsdóttur, syst- ur Gunnars skálds, í Norska húsinu þar til hún var átta ára. Þá fluttu þær suður og bjuggu fyrst í Fjala- kettinum í Aðalstræti 8 í Reykjavík. Faðir hennar, Hjálmar Sigurðsson, kaupmaður og útgerðarmaður, lést í kjölfar aðgerðar og sá aldrei dóttur sína. Hún var einbirni og ólst upp hjá einstæðri móður. „Ég tók því eins og sjálfsögðum hlut,“ segir hún. „Ég átti margar og góðar vinkonur. Við stofnuðum saumaklúbb ungar og hann var starfandi nær alla æv- ina, en nú er ég ein eftir.“ Bók fyrir 13 árum Eiginmaður Hildigunnar var bókavörðurinn og leikritaskáldið Agnar Þórðarson, sonur Þórðar Sveinssonar, yfirlæknis á Kleppi, og Ellenar Kaaber. Hann andaðist 2006. Kleppsspítali átti 100 ára af- mæli 2007 og af því tilefni kom út bókin Danska frúin á Kleppi eftir Hildigunni. Bókin fjallar um tengdamóður hennar og hennar fólk. Hildigunnur þýddi líka efni, sem birtist í Morgunblaðinu og Les- bók Moggans. Þar kom sér vel mála- kunnátta hennar en eftir að hafa verið í vinnu í áratugi skellti hún sér í Háskóla Íslands og lauk BA-prófi í frönsku og dönsku. „Annars hef ég lítið fengist við skriftir. Ég hefði gjarnan viljað skrifa meira en ástæðurnar voru þannig að ég þurfti að vinna fyrir heimilinu. Agnar hafði verið berklaveikur sem ungur mað- ur og ég var alltaf hrædd um að berklarnir tækju sig upp. Ég hafði gott starf hjá ríkisspítölunum og mér þótti óskynsamlegt að sleppa því.“ Ellen var menningarlega sinnuð og Hildigunni góð tengdamóðir. „Það var svo margt gott við hana Ellen. Hún var til dæmis svo bjart- sýn og gerði alltaf gott úr öllu. Það má vel vera að hún hafi verið mín fyrirmynd að einhverju leyti.“ Hún bætir við að hún hafi alla tíð haft mikinn áhuga á menningu. „Þegar við vorum erlendis sóttist ég mikið eftir því að komast á söfn.“ Því hafi verið ákaflega ánægjulegt að vera á Ítalíu. „París er náttúrlega minn uppáhaldsstaður og ég hef nokkrum sinnum farið þangað. Ég hef líka ferðast töluvert á seinni hluta æv- innar og kannski má segja að ég sé heimskona. Ég held að margir af minni kynslóð hafi ekki átt kost á að ferðast eins mikið og ég.“ Hildigunnur er hress og hefur frá mörgu að segja. „Ég hef notið góðr- ar heilsu alla tíð, hef lifað hófsam- legu lífi.“ Hún hefur búið á Grund undanfarin rúm þrjú ár og þar ætl- aði hún að vera með veislu í dag. „Ég var búin að fá leigðan sal hér uppi á lofti,“ segir hún. Afkomendur og vin- ir heima og erlendis hafi boðað komu sína, en hún og Agnar eiga þrjá syni, sjö barnabörn og fimm barna- barnabörn. „Það verður ekkert úr þessu í bili en vonandi verður ein- hvern tíma hægt að halda stóra veislu.“ Hún leggur samt áherslu á að sér líði ágætlega. „Vel er hugsað um okkur. Starfsfólkið er frábært. Það vill allt fyrir okkur gera. Ég er mjög þakklát þessu góða fólki sem annast mig hér. Ég er líka þakklát fyrir þetta langa, góða líf. Mér finnst ég hafa átt mjög skemmtilegt líf.“ Ánægð og lífsreynd heimskona á Grund Tímamót Hildigunnur Hjálmars- dóttir varð 80 ára stúdent í fyrra.  Hildigunnur Hjálmarsdóttir hefur átt skemmtilegt líf í 100 ár Í Austurstræti Agnar og Hildigunnur kunnu vel við sig í miðbænum. MTvær konur 100 ára í dag »11 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is DUCA model 2959 L 215 cm Áklæði ct. 83 Verð 395.000,- L 215 cm Leður ct. 25 Verð 585.000,- ESTRO model 3042 L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,- GOLF model 2945 L 216 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- KIPLING model 3088 L 214 cm Áklæði ct. 70 Verð 345.000,- L 180cm Áklæði ct. 70 Verð 325.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 495.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 669.000,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.