Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Blaðsíða 2
Til hamingju með annað sætið! Takk, við erum mjög ánægðir með silfrið. Þetta var gríðarlega skemmtilegt. Ertu búinn að ná þér niður? Ég var svo sem ekkert að básúna það en ég var veik- ur á úrslitakeppninni. Vaknaði um morguninn með hása rödd. En ég fann sem betur fer ekki fyrir því þegar ég flutti lagið. Þú ert bæði rokkari og töframaður; hvernig fer það saman? Það fer mjög vel saman. Hvort tveggja eru skapandi sviðslistir þar sem hægt er að fá útrás fyrir sköpunar- þörfina og tjáningu. Ég vinn svo í skiltagerð á daginn; það er mitt öryggi. Það þarf víst að borga reikninga. Hvenær kviknaði áhuginn á töfrabrögðum? Ég sá fyrst töfrabrögð í sjónvarpinu þegar ég var sex ára. Mér fannst þetta svo magnað að ég sá að þetta var eitthvað sem ég vildi gera. Svo um tíu ára sá ég Baldur Brjánsson í sjónvarpinu og hafði samband við hann. Sagði að við kollegarnir þyrftum að hittast. Hann tók vel í það og tók mig undir sinn verndarvæng. Hverju mega áhorfendur á sunnudag búast við? Hugsanalestri, rakvélablöðum og sjónhverfingum. Hvað ertu að gera með þessi rakvélablöð? Ég gleypi þau með tvinna og dreg þau svo út úr mér með rakvélablöðunum þræddum á. Þetta er ákveðin áskorun. Morgunblaðið/Eggert INGÓ GEIRDAL SITUR FYRIR SVÖRUM Gleypi rakvélablöð Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2020 Allt hefur sinn tíma og komið er að kveðjustund hér á Morgunblaðinunú þegar Ragnar Axelsson hættir eftir margra áratuga starf. Égvarð þeirrar gæfu aðnjótandi að detta inn í hóp frábærra ljósmynd- ara sumarið 1995, fyrir aldarfjórðungi. Þegar ég kom þarna blaut á bak við eyrun hafði Raxi starfað þar nánast síðan 1974 og varð fljótt góður vinur og mikil fyrirmynd. Ljósmyndadeildin á þessum árum var uppi á sitt besta og ekki skorti þá fé til að sinna skemmtilegum og sögulega merkilegum verkefnum. Raxi var þar alltaf fremstur í flokki og í mínum huga er það engin spurning að þar fer besti ljósmynd- ari Íslandssögunnar. Nú ætlar hann að taka flugið án Moggans og þótt hans verði sárt saknað verður spennandi að fylgjast með honum elta sína drauma. Allir sem þekkja Raxa vita að hann er stríðnispúki hinn mesti. Hefur undirrituð fengið að kenna á því í 25 ár. Hversu oft hef ég ekki gengið um ganga Morgunblaðsins með blað sem hann hafði límt á bakið á mér og skrifuð voru á velvalin orð, eins og „passið ykkur á mér, ég er á lausu“, „ég er ein heima í kvöld, bankið fast,“ eða einhver álíka skilaboð! Við kollegar hans reyndum margsinnis að borga til baka fyrir öll prakk- arastrikin með misjöfnum árangri. Í eitt skipti tókst okkur vel upp! Það var í kringum 2006 og farsímar voru orðnir nokkuð góðir. Nýjung var þá í boði, hægt var að búa til sinn eigin hringitón; syngja inn á símann, tala eða hljóðrita hvað sem var. Við Golli ljósmyndari fengum snilldarhugmynd og stálum símanum hans Raxa þegar hann sá ekki til. Við lokuðum okkur inni í litlu herbergi, Golli stillti á „record“ og ég stundi sem mest ég mátti. „Ohhh, Raxi …“ og fleira sem ekki er birtingarhæft hér. Við skiluðum svo símanum og Raxi hentist út í myndatöku. Hann átti að mynda fund með háttsettum ráðamönnum í Höfða, eða þannig minnir mig að sagan sé. Um það bil sem við áætluðum að Raxi væri kominn þar inn, hringdum við að sjálfsögðu í símann. Úr vasa Raxa mátti heyra vel leiknar kynlífsstunur sem tóku engan enda. Það voru sér- kennilegar augngotur sem Raxi fékk þar frá ráðamönnum þjóðarinnar. Við Golli hringdum óspart í hann allan daginn. Og næstu daga, því hann kunni ekkert að breyta þessu! Takk, Raxi, fyrir allar ódauðlegu myndirnar. Og öll prakkarastrikin! Takk fyrir öll prakkarastrikin! Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Úr vasa Raxa máttiheyra vel leiknarkynlífsstunur sem tókuengan enda. Það voru sér- kennilegar augngotur sem Raxi fékk þar frá ráða- mönnum þjóðarinnar. Sigurbjörg Þráinsdóttir Ég óttast það ekki en ég held það muni trúlega gerast. SPURNING DAGSINS Óttast þú að lenda í sóttkví? Gunnar Birgisson Ég er að fara utan í næstu viku og er ekki smeykur en maður tekst bara á við það ef það gerist. Hólmfríður Ólafsdóttir Ég gæti lent í sóttkví af því að ég vinn í kirkju þar sem margt fólk kemur saman. Sigurður Þór Þórðarson Já. Ég tel miklar líkur á því. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson Töframaðurinn og rokkarinn Ingó Geirdal sýnir í Salnum í Kópavogi töfrabrögð á heimsmælikvarða á sunnudag, 8. mars, klukkan 16. Miðar fást á tix.is. SÍGILDIR SUNNUDAGAR KLASSÍSK TÓNLEIKARÖÐ Nánar á harpa.is/sigildir Kammermúsík- klúbburinn Strokkvartettinn Siggi 8. mars kl.16 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.