Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Blaðsíða 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2020 Met eru eitt. Titlar annað. Auðvitað hefur það kitlað metnaðargirni Jürgens Klopps og lærisveina hans að klára úr- valsdeildina án taps en úr því tapið er komið getur liðið lagt enn meiri áherslu á Meistara- deild Evrópu. Það er ekki eins og Englandsmeistaratitillinn sé í uppnámi. Öðru nær. Eins og við þekkjum á Liver- pool titil að verja í Evrópu og „sá eyrnastóri“ færi ljómandi vel með Englandsbikarnum í þéttskipuðum bikaraskápnum á Anfield. Eins blóðugt og tap- ið óvænta gegn Watford var skal fullyrt hér að það hefur aukið líkurnar á tvennunni hjá Liverpool á þessum sögulega vetri. Auðvitað er langur vegur í mark en for- skotið í deildinni gefur Klopp tæki- færi til að for- gangsraða verkefnum á næstu vik- um. Og hver myndi ekki fórna stiga- og sigramet- um í úrvalsdeildinni fyrir eitt stykki Evrópubikar? Synd væri að segja að Klopp hafi sett bikarkeppnirnar heima fyrir í forgang í vetur. Sá þýski tefldi að mestu fram óhörðnuðum ungmennum í deildarbikarnum, sem sum hver voru varla komin úr mút- um. Það lið komst þó alla leið í átta liða úrslit. Sterkara lið mætti til leiks í bikarkeppni enska knatt- spyrnusambandsins, FA- bikarnum, eins og hann er iðulega nefndur, en þeirri vegferð lauk á Stamford Bridge í vikunni; þar sem Klopp leyfði sér að hvíla nokkra lykilmenn eða hafa þá á bekkn- um. Það var raunsætt mat. LIVERPOOL BERST Á FLEIRI VÍGSTÖÐVUM Hvað um tvennuna? Hershöfðinginn: Jürgen Klopp. Baráttan um Englandsbikarinní knattspyrnu hefur sjaldaneða aldrei verið eins óspenn- andi og í vetur. Til þess er Rauði herinn frá Bítlaborginni Liverpool með alltof sterkt lið fyrir hin nítján sem eiga sæti í úrvalsdeildinni; þar með talið ofurlið og meistara síðustu tveggja ára, Manchester City. Þeir heiðbláu sátu bara agndofa eftir með reyk í vitum og heilu þökurnar í fanginu, eftir að þeir Kloppungar spóluðu fram úr þeim þegar í upp- hafi móts. Nú er það þannig að óvígur her manna úti um allan heim hefur at- vinnu af því að tala og skrifa um ensku knattspyrnuna; fyrir utan alla hina sem gera það glaðir í bragði kauplaust. Þess vegna urðu menn að finna sér eitthvað annað að fjalla um þegar enga þýðingu hafði lengur að velta fyrir sér hvar sjálfur Eng- landsbikarinn myndi enda. Þá blasti við að einblína á tapleysi Liverpool, sem vann lengi vel alla leiki, ef frá er talið jafntefli í Leik- húsi draumanna. Önnur eins stiga- söfnun hefur ekki sést á byggðu bóli. Tvisvar í sögunni hafa lið farið tap- laus gegnum Englandsmótið, efstu deild; Preston North End 1888-89 og Arsenal 2003-04. Allt benti til þess að Liverpool hefði burði til að leika þann leik eftir en sá draumur er úti, alltént að sinni, eftir óvænt tap gegn Watford á Vicarage Road um liðna helgi, í leik númer 28. Ekki nóg með það; Liverpool var líka farið að þefa duglega að öðru meti, sem Arsenal á einnig, 49 leiki í röð án taps í efstu deild. Watford- leikurinn var númer 45. Auðvitað eru þetta vonbrigði fyrir Rauða herinn en mín spá er sú að mannskapurinn hristi það fljótt af sér enda meistaratitillinn sjálfur það sem öllu máli skiptir; ekki síst þegar menn eru búnir að halda í sér í þrjá- tíu ár. Þrátt fyrir ósigurinn gegn Watford teljum við nú tímann þang- að til bikarinn langþráði verður í höfn í dögum en ekki vikum. Og það er bara 8. mars! Fellur sigrametið? Það er heldur ekki eins og tapleysið hafi verið eina metið í augsýn. Sókn er besta vörnin, segir máltækið, og Liverpool á góða möguleika á að slá metið yfir flesta sigra á einu tímabil, 32. Þeim magnaða árangri hefur Manchester City í tvígang náð í 38- leikja deild, 2017-18 og 2018-19. Þeg- ar tíu umferðir eru óleiknar er Liv- erpool þegar komið með 26 sigra og á því mjög góða möguleika á að slá metið. Það yrði þá þriðja árið í röð sem sigrametið yrði annaðhvort slegið eða jafnað. Það segir okkur margt um hæfni Jürgens Klopps og Peps Guardiolas. Til samanburðar má nefna að Ars- enal vann (ekki nema) 26 leiki þegar það fór taplaust gegnum mótið; gerði tólf jafntefli. Liverpool er komið með eitt jafntefli núna. Stigametið í Englandi er ekki nema tveggja ára gamalt en Man- chester City rauf fyrst liða 100 stiga múrinn veturinn 2017-18, fékk slétt 100 stig. Næstbesti árangurinn er 98 stig, City í fyrra, en sem frægt er fékk Liverpool þá 97 stig – án þess að verða meistari. Ég leyfi mér að fullyrða að það muni aldrei gerast aftur; alltént ekki meðan við sem er- um komin á miðjan aldur lifum. Liverpool er með 79 stig eftir 28 leiki. Það þýðir að 30 stig eru ennþá í pottinum. Hæst getur Liverpool sumsé farið í 109 stig. 22 stig þarf til að slá metið. Það eru til dæmis sex sigrar og fjögur jafntefli. Nú eða bara átta sigrar. Vel viðráðanlegt í ljósi þess hvernig þeir Kloppungar hafa leikið í vetur. Frá jafnteflinu gegn Manchester United í haust og að tapinu gegn Watford vann Liverpool átján deild- arleiki í röð, sem er metjöfnun. Man- chester City gerði það líka leiktíðina 2017-18. Langt í markametið Liverpool hefur enn tækifæri til að slá metin yfir flesta sigra heima og úti. Chelsea (2005-06), Manchester United (2010-11) og Manchester City (2011-12 og 2018-19) deila met- inu yfir sigra á heimavelli, 18. Liver- pool hefur unnið alla heimaleiki sína til þessa í vetur og gæti orðið fyrsta liðið í sögunni til að ljúka mótinu með fullt hús þar. Liverpool er raun- ar þegar búið að tryggja sér metið yfir flesta heimasigra í röð í úrvals- deildinni; þeir eru nú 21, að síðasta tímabili meðtöldu, og eiga að óbreyttu eftir að verða fleiri. Manchester City (2017-18) situr eitt að metinu yfir flesta sigra á útivelli, 16. Til að slá það þarf Liverpool að vinna alla fimm úti- leiki sína sem eftir eru fram á vor. Ólíklegt er að metið yfir flest skoruð mörk á einum vetri sé í hættu. Manchester City á það; kom tuðrunni 106 sinnum í netið 2017-18. Liverpool hefur gert 64 mörk núna og þarf því að skora að meðaltali 4,2 mörk í leikjunum sem eftir eru til að jafna það. Það verður strembið en alls ekki útilokað. Liðið hefur gert 2,3 mörk að meðaltali í leikjum sín- um til þessa. Þrátt fyrir frábæran varnarleik á Liverpool ekki lengur möguleika á metinu yfir fæst mörk fengin á sig. Það setti Chelsea leiktíðina 2004-05; þegar liðið fékk aðeins á sig fimmtán mörk. Liverpool hefur þegar fengið á sig 20 mörk í vetur. Metið yfir hagstæðasta marka- muninn mun að öllum líkindum einn- ig halda. Manchester City var með hvorki fleiri né færri en 79 mörk í plús eftir veturinn 2017-18. Marka- tala Liverpool er í dag hagstæð sem nemur 44 mörkum. Spólað inn í sögubækurnar Enda þótt Liverpool hafi tapað sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni í vetur á dögunum eru ennþá góð tækifæri fyrir þá Kloppunga til að skrifa sig inn í sögubækurnar, t.d. blasa sigra- og stigametið við. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Jordan Henderson, Georginio Wijnaldum, Mohamed Salah og Roberto Firmino fagna einu af mörgum mörkum Liver- pool í vetur. Fyrirliðinn Henderson á nú við meiðsli að stríða og virðist það í fljótu bragði hafa veikt liðið um stund. AFP OPIÐ 11:30–22:00 ALLADAGA KOMDU VIÐ Í HVER Við tökum vel á móti þér. Girnilegur matseðill með réttum úr fersku, úrvals hráefni úr héraðinu. BORÐAPANTANIR 483 4700 | www.hverrestaurant.is Breiðumörk 1 C, 810 Hveragerði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.