Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Page 8
VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2020 Tímarnir breytast en mennirnir ekki Pálmi Gestsson er þjóðinni kunnur en hann hefur verið á fjölum Þjóðleikhússins í hátt í fjörutíu ár. Meðfram fullri vinnu sinnti hann Spaugstofunni í áratugi. Í dag leikur hann aðalhlutverkið í Útsendingu sem hann segir draumahlutverk og finnst honum sagan aldrei hafa átt jafn mikið erindi við fólk og nú. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Þó var einn sem var mjög ósáttur við mig. Hann reyndi að fá útvarpsstjóra til að taka þáttinn af dagskrá. Við höfðum heil- mikil áhrif og ef út í það er farið heilmikil völd. Þetta var ekki bara eitthvert sprell,“ segir Pálmi Gestsson um Spaugstofuna. Morgunblaðið/Ásdís Þ að tekur áreiðanlega mörg ár að læra að rata um Þjóðleikhúsið, því- líkir rangalar og skúmaskot sem þar leynast. Það ætti samt ekki að vefjast fyrir Pálma Gestssyni sem þar hefur stigið á fjalir síðan 1983, í bráðum fjörutíu ár. Hann þekkir að sjálfsögðu hvern krók og kima og leiðir blaðamann upp stigana, í gegnum sminkið og inn í salinn kenndan við kristal. Þar er gott að spjalla og um leið fylgjast með snjódrífunni fyrir utan gluggann. Veturinn virðist endalaus erum við sammála um. Dreifbýlistúttungur í mér Við ákveðum að ræða hvorki veturinn né kór- ónuveiruna, heldur snúum okkur að skemmti- legri hlutum; leiklistinni og lífinu sjálfu. Pálmi leikur um þessar mundir draumahlutverk; Howard Beale í Útsendingu. Hlutverk sem Pálmi segist hafa smellpassað inn í og vill gjarn- an ræða, þótt hann segist minna gefinn fyrir sviðsljósið með árunum. „Ég er ekki mikið fyrir sviðsljósið í seinni tíð, ég finn það. Ég er meira að segja nýbúinn að fá mér hús uppi á heiði og líður vel þar. Þarna er hektari af skógi. Fyrir svona sveitavarg eins og mig er það dásamlegt. Ég vinn auðvitað hér í miðbænum og hef gert frá 1978, en ég er dreif- býlistúttungur í mér. Þetta er búið að vera draumur hjá mér lengi, að vera aðeins sér, í burtu frá umferð og streitu. Svo á sumrin fer ég alltaf beint vestur þar sem ég á hús, en allt mitt fólk er þaðan og sumir búa þar enn,“ segir Pálmi en hann er fæddur og uppalinn í Bol- ungarvík. Hann rifjar upp bernskuna. „Æskan var dásamleg. Það var alltaf sól og gott veður. Það er ekki hægt að hugsa sér betra en að alast upp þar sem er fjara og fjöll. Í Bol- ungarvík ól ég allan minn aldur þar til rétt undir tvítugt þegar ég kom suður og fór í leiklistar- skólann. Ég hafði nánast ekki farið neitt annað; aldrei til útlanda og varla til Reykjavíkur. Ég var fimmtán ára þegar ég kom fyrst í höfuð- borgina.“ Ekki mikið anarkí Pálmi lærði húsasmíði fyrir vestan og hugðist þar með feta í fótspor föður síns. „En áður en ég tók sveinsprófið þá kom þetta upp; leiklistin.“ Hvernig kom það til að þú fórst í leiklist? „Maður veit aldrei hvað býr innra með manni. Ég hafði leikið smávegis í skóla, og heima. Ég vissi að þótt ég væri svona heimakær yrði ég að fara úr þessu umhverfi; ég vissi innst inni að ég yrði ekki smiður í Bolungarvík. Svo var það eig- inlega tilviljun að ég sótti um í Leiklistarskólan- um. Ég var í Reykjavík og kom við hjá frænda mínum Guðmundi Pálssyni leikara og Sigríði Hagalín. Þar barst þetta í tal, í raun bara ábyrgðarlaust hjal. Guðmundur fór sjálfur nið- ur í leiklistarskóla og sótti þangað eyðublað og sagði: „Nú sækir þú um!“ Ég hafði talað gleið- gosalega um að það gæti verið gaman að fara í leiklist, en ætlaði aldrei að gera alvöru úr því! Ég var þarna lentur í djúpum skít þegar hann kom með eyðublaðið og ég varð að fylla það út. Ég gerði það og hann fór með umsóknina og um vorið var ég kallaður í inntökupróf. Svo er eftir- leikurinn eins og margir kannast við,“ segir Pálmi og brosir. „Ég hafði heyrt miklar sögur af hörmungum um hvernig væri að komast inn því tvö hundruð manns sækja um og átta eru teknir inn. Svo eru mikil afföll en rektorinn sagði þegar ég var kominn inn að öll statistik sýndi að aðeins tvö okkar myndu lifa af. Þetta er töff djobb. Það eru ekki störf á hverju strái í litlu landi.“ Pálmi flutti suður og kláraði námið árið 1982, og var þá í hópi annars árgangs til að klára Leiklistarskólann. „Ég debúteraði strax í Iðnó en fór svo árið 1983 hingað og hef verið hér síðan. Það hefur ekki verið mikið anarkí á mínum ferli,“ segir hann og brosir. Spaugstofan beitt gagnrýni Það er ekki hægt að spjalla við Pálma án þess að minnast á Spaugstofuna en hún skipaði stóran sess í lífi hans, sem og þjóðarinnar. „Við gerðum held ég 550 þætti og alltaf með- fram fullu starfi hér. Það var lýjandi að vera með vikulegan þátt og í fullri vinnu. Í dag hljóm- ar þetta fyrir mér eins og geðveiki,“ segir hann

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.