Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Side 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Side 13
12. október 1986 20. janúar 1981 28. október 1995 Fékk delluna frá pabba Ljósmyndadelluna fékk Ragnar í arf frá föður sínum, Axel Sölvasyni, sem er nýlátinn. „Pabbi hafði mikinn áhuga á ljósmyndun og var alltaf að taka myndir. Var meira að segja með myrkraherbergi heima. Þar var ég sjálfur byrjaður að framkalla myndir átta ára gamall. Pabbi keypti Life og fleiri erlend tímarit og það kveikti í mér að sjá þar myndir eftir mjög færa ljósmyndara. Dellan byrjaði samt ekki fyrir alvöru fyrr en á Kvískerjum í Öræfum, þar sem ég var í sveit á sumrin. Þar myndaði ég allt sem hreyfðist.“ Bræðurnir á Kvískerjum áttu drjúgan þátt í að móta Ragnar en þar kviknaði meðal annars áhugi hans á náttúrunni, Grænlandi og norð- urslóðum almennt en það hefur öðru fremur verið hans ævistarf að mynda lífið á þeim stór- brotnu slóðum. „Það voru ótrúleg forréttindi að vera í sveit á Kvískerjum. Bræðurnir voru með okkar fremstu vísindamönnum og það er ógleymanlegt að hafa farið með þeim að mæla vötnin í Öræfum. Fyrir kom að maður var sendur einn á hesti að mæla Hrútá og Fjallsá. Ætli börn yrðu ekki tekinn af foreldrum sínum í dag kæmist slíkt upp. En þetta voru aðrir tímar og mér leið eins og að ég væri í indíána- leik.“ Kvískerjabræður gerðu líka jöklamælingar og Ragnar áttaði sig snemma á því að jöklarnir væru að hopa. „Þarna fékk ég mína fyrstu inn- sýn í þær miklu breytingar sem hafa átt sér stað á jöklunum undanfarna áratugi. Hvort sem það er af mannavöldum eða fyrir aðrar sakir, þá var nauðsynlegt að grípa í taumana. Því miður komu þær aðgerðir of seint en vís- indamenn spá því að allir jöklar á Íslandi verði horfnir innan 150 til 200 ára. Það er nöturleg staðreynd.“ Ætlaði að verða flugmaður Aðra dellu fékk Ragnar frá föður sínum, það var flug. „Það er raunar fjölskyldudella en báðir bræður mínir eru flugstjórar. Sjálfur lærði ég að fljúga á unglingsaldri og ætlaði að verða flugmaður. Það var hins vegar enga vinnu að fá í fluginu á þeim tíma og ég ákvað að láta reyna á ljósmyndunina.“ Þetta hefði sumsé getað farið á allt annan veg? „Já, auðveldlega.“ Hugsið ykkur! Faðir Ragnars var með þriðju delluna, veiði- dellu, en af henni smitaðist sonurinn ekki. „Ég þoli ekki byssur og gæti aldrei drepið dýr.“ Þegar Ragnar hóf störf á Morgunblaðinu var hann í ljósmyndanámi hjá Ingibjörgu Kal- dal. Hún varð hins vegar að loka stofu sinni og ekki fannst annar meistari, þannig að Ragnar lauk aldrei sveinsprófi. „Ég fékk ekki að taka prófið á þessum tíma. Mér var boðið það fyrir nokkrum árum en afþakkaði pent. Fannst það ekki hafa neina þýðingu úr þessu.“ Eftir tvö sumur í íþróttaljósmyndun var Ragnar fastráðinn við ljósmyndadeild Morgun- blaðsins 15. janúar 1976, þá sautján ára að aldri. Hann kveðst hafa lært eitthvað nýtt á hverj- um einasta degi. „Það var ekki bara Óli K. sem kenndi mér allt um ljósmyndun. Ekki var hægt að hugsa sér betri skóla en að sitja fundi með ritstjórunum, Matthíasi Johannessen og Styrmi Gunnarssyni, útlitshönnuðinum Árna Jörgensen og blaðamönnum á borð við Björn Vigni Sigurpálsson, Björn Jóhannsson, Frey- stein Jóhannsson, Elínu Pálmadóttur, Björn Bjarnason, Agnesi Bragadóttur, Magnús Finnsson, Sigtrygg Sigtryggsson og Ágúst Inga Jónsson. Það sló ekkert háskólanám það út.“ Hann segir sama liðsanda hafa gilt á Morg- unblaðinu og í fótboltanum. Samkeppnin á blaðamarkaði var hörð, við Tímann, Þjóðvilj- ann, Alþýðublaðið, Vísi og Dagblaðið, og allir spiluðu fyrir liðið. „Á þessum tíma var hollusta við sitt íþróttafélag mikil og sama máli gilti um blaðið sem maður vann hjá. Öll stóðum við sam- an í baráttunni. Að sjá blaðið á hverjum morgni var eins og að skora mark – enda þótt auðvitað væri ekki tækifæri til þess að setj’ann í skeytin inn á hverjum degi.“ Metnaður og lífsgleði Ragnar segir andrúmsloftið í Aðalstrætinu hafa verið engu líkt og hann hlakkaði til að mæta í vinnuna á hverjum morgni. „Ef ég ætti að velja tvö orð til að lýsa stemningunni niðri á gamla Mogga þá yrðu það metnaður og lífsgleði. Menn tóku starfið mjög alvarlega og voru staðráðnir í að gera sitt besta en létu það aldr- ei bitna á gleðinni í þessari hörðu samkeppni.“ Og áherslur voru skýrar. „Matthías sagði einhvern tíma að okkur væri afhentur spegill til að spegla samtímann. En ekki okkur sjálf. Fréttin væri aðalatriðið, blaðamaðurinn bara auðmjúkur þjónn að baki. Í þessu er mikil viska fólgin og eftir þessu hef ég alla tíð reynt að fara.“ Algjör eldveggur var milli ritstjórnar og auglýsingadeildar Morgunblaðsins og hafði blaðið þann tilgang æðstan að þjóna lesendum sínum. „Auglýsingadeildin hafði ekkert með ritstjórnarefnið í blaðinu að gera og öfugt. Myndirnar léku þarna stórt hlutverk enda er myndin sem miðill afskaplega sterk. Frægt var þegar National Geographic sagði upp sín- um helstu ljósmyndurum og tapaði í fram- haldinu milljón áskrifendum á hálfu ári. Til er fullt af ljósmyndum sem hafa breytt sögunni; það var til dæmis ljósmynd, eftir Nick Ut, af ungri brenndri stúlku eftir napalm-sprengju sem átti þátt í að Víetnam-stríðinu lauk.“ Fleira ungt fólk kom til starfa á ljós- myndadeild Morgunblaðsins á þessum tíma, það er Emilía Björg Björnsdóttir og Frið- þjófur Helgason og Brynjólfur Helgason. „Emilía er nýhætt á blaðinu, þannig að við unnum saman í meira en fjörutíu ár. Hún Ljósmynd/Sölvi Axelsson 22. mars 2010 EFTIRMINNILEGAR FORSÍÐUR 24. maí 2011 25. maí 2011 Ragnar við Super Cubflugvél flugklúbbsins Þyts. Hún var lengi mikilvægt vinnutæki.  8.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.