Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Page 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Page 14
opna hliðarrúðu til að sjá út. Eftir á að hyggja var það kannski óðs manns æði að leggja af stað en maður bara gerði það. Til að ná mynd- inni. Fréttinni. Sennilega liggur þessi dirfska í eðlinu, ég þoli nefnilega ekki að tapa. Spurðu bara börnin mín; þau hafa aldrei unnið mig í svartapétri.“ Hann brosir. Ragnar segir að þrengt hafi að fréttamönn- um á vettvangi í seinni tíð enda „má varla koma gola, þá er öllum vegum lokað. Núorðið er allt harðbannað. Það er áhyggjuefni.“ Hann hefur flogið á tveimur vélum sem haft hafa einkennisstafina TF-MBL. Fyrri vélin var flutt inn frá Bandaríkjunum en þá síðari smíðaði Ragnar í félagi við föður sinn. Sú síð- arnefnda mun vera eina flugvélin sem farið hefur undir Hvalfjörð; hann fór einu sinni með hana gegnum göngin í kerru. „Það kom sér alltaf vel að vélin væri merkt Morgunblaðinu, fólk sá það strax og fyrir vikið fékk ég betra aðgengi en ella. Sama máli gegnir um bílana mína. Lengi vel voru þeir merktir blaðinu og einu sinni teiknaði Sigmund skrípamyndir á bílinn minn. Þetta hjálpaði allt til og liðkaði fyrir. „Mogginn er mættur á svæðið,“ sögðu menn.“ Ragnar er ekki eini fljúgandi fréttamaður landsins. Ómar Ragnarsson var ósjaldan einn- ig á vettvangi í eldgosum og skipsströndum. „Auðvitað var Mogginn í harðri samkeppni við Sú saga bíður betri tíma. Í annað skipti límdi Ragnar miða með áletr- uninni X-B á bakið á Árna og þannig merktur gekk hann inn í þinghúsið. Mörgum til undr- unar. Það væri að æra óstöðugan að nefna alla þá blaðamenn sem Ragnar hefur unnið náið með gegnum tíðina en í þeim hópi eru til dæmis Guðni Einarsson, sem ferðaðist mikið með honum um landið, Skapti Hallgrímsson, sem fór með honum í ógleymanlega ferð á Ólymp- íuleikana í Barselóna 1992, og Árni Matthías- son og Karl Blöndal, sem alltaf er gott að leita ráða hjá. Ragnar lenti í margvíslegum ævintýrum á þessum 46 árum á Morgunblaðinu enda metn- aður blaðsins að vera jafnan með menn á vett- vangi stórviðburða. „Við litum á okkur eins og her og þegar eitthvað gerðist kom aldrei annað til greina en að vera í fremstu víglínu. Ég hef flogið meira og minna allt flug fyrir Moggann á minni eigin vél, til dæmis í öll eldgos síðustu fjörutíu árin. Ég hef líka myndað þau nokkur, skipsströndin. Stundum vorum við eina vélin í loftinu.“ Óðs manns æði Þú hefur lagt þig í lífsháska! „Já, nokkrum sinnum. Ég man sérstaklega eftir þremur verulega erfiðum flugferðum í kolbrjáluðu veðri. Í eitt skipti þurftum við að var lengst af verkstjóri á deildinni og sýndi okkur prökkurunum ótrúlegt umburðarlyndi.“ Vatnsfatan vó salt Engin takmörk voru fyrir uppátækjunum og í eitt skiptið reyndu strákarnir á deildinni að vigta Emilíu sem svaraði fyrir sig með því að skvetta á þá vatni. Því vildu þeir ekki una og hugðust kvitta fyrir þann gjörning með því að setja fötu fulla af vatni upp á hurðina inn á ljós- myndadeildina í Aðalstræti. Biðu svo spenntir eftir að Emilía gengi inn. „Kemur þá ekki Matthías ritstjóri, en ekki Emilía, og var glað- ur í bragði. Við sátum stjarfir og beinhvítir í framan meðan fatan vó salt uppi á hurðinni, beint fyrir ofan Matthías. Sem betur fer hékk hún uppi. Líklega komst ég ekki í annan tíma nær því að vera rekinn af Mogganum. Við vor- um grallaraspóar fyrir allan peninginn.“ Hann hlær. Morgunblaðið lagði mikið upp úr ljós- myndum og ljósmyndadeild blaðsins óx jafnt og þétt ásmegin. Síðar komu menn á borð við Bjarna heitinn Eiríksson, Júlíus Sigurjónsson, Árna Sæberg, Sverri heitinn Vilhelmsson, Þorkel Þorkelsson og Einar Fal Ingólfsson, sem um tíma var myndstjóri blaðsins og enn síðar komu Kristinn Ingvarsson, Kjartan Þor- björnsson, Golli, og Ásdís Ásgeirsdóttir. „Deildin var alltaf rosalega vel mönnuð og þegar best var má fullyrða að við höfum verið ein af þremur bestu ljósmyndadeildum í Evr- ópu. Ótrúlega fjölbreyttur og hæfileikaríkur hópur, algjörir töffarar, og miklir vinir mínir. Sú vinátta hefur haldið enda þótt mörg séum við nú hætt á blaðinu. Allt þetta fólk hefur mikla sögu að segja.“ Fyllti töskuna af smokkum Ragnar hefur einnig eignast góða vini úr röð- um blaðamanna gegnum tíðina. Má þar strax nefna Árna Johnsen. „Árni tók mig svolítið að sér á sínum tíma og við unnum og ferðuðumst mikið saman. Árni var frábær blaðamaður, alltaf kátur og lífsglaður og hefði líklega betur sleppt því að setjast á þing. Svona eftir á að hyggja. Ég lærði margt af Árna en við vorum líka duglegir að stríða hvor öðrum og æsa hvor annan upp.“ Komdu með dæmi! „Einu sinni bað Árni mig að passa frakkann sinn og skjalatöskuna. Ég notaði að sjálfsögðu tækifærið til að fylla hvort tveggja af smokk- um í öllum regnbogans litum. Ég held að Matt- hías Bjarnason hafi verið við hliðina á honum niðri á þingi þegar hann opnaði töskuna og dýrðin blasti við. Árni var ekki lengi að loka töskunni. Um kvöldið hringdi Árni og bað mig um útskýra fyrir Dóru, eiginkonu sinni, hvað væri í frakkavösunum og töskunni. Það sauð á Árna en hann hefndi sín rækilega í Thule síð- ar. Og hló eins og hross.“ Ragnar um borð í flugvélinni, TF-MBL, sem hann smíðaði ásamt föður sínum til að taka myndir af stórviðburðum, svo sem eldgosum og flóðum, fyrir Morgunblaðið. Í einni af fjölmörgum Grænlandsferðum. Guðni Einarsson blaðamaður tók myndina. Ragnar um það leyti sem hann var fastráðinn á Morgunblaðinu, sautján ára gamall. Á hafísnum við Thule, í nyrstu byggðum heims. Betra er að vera vel klæddur í allt að fjörutíu stiga frosti. Ragnar og Árni Johnsen við fyrstu TF-MBL við leit að gullskipinu á Skeiðarársandi. Ljósmyndadeild Morgunblaðsins sumarið 1988. Aftast frá vinstri, Charles Egill Hirt (1964-1993) og Ingibjörg Ólafsdóttir (1952-2008), starfsmenn í framköllun. Þá ljósmyndararnir, aftasta röð: Einar Falur Ingólfsson, Þorkell Þorkelsson og Kristján G. Arngrímsson. Miðröð: Ólafur K. Magnússon (1926-1997), Júlíus Sigurjónsson, Ragnar Axelsson (RAX) og Árni Sæberg. Fremst: Bjarni Eiríksson (1961-2017), Börkur Arnarson og Emilía Björg Björnsdóttir. VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.