Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Síða 17
Núna væri hún í senn dygð og líftrygging, dagamunur og drjúgt umræðuefni. Og þessi hópur á það inni að hann sé ekki skilinn eftir í angist á berangri. Uppnám og pat er nú raunveruleikinn Á svona tal má auðvitað blása með athugasemdum um að þar sé verið að þrengja sér inn á svið sem aðrir séu færari að véla um. En það er nú vandinn að þótt allir reyni af fremsta megni að fylgja bendingum vísindanna og yfirvalda á hverju sviði, hvar sem festa má hendi á þeim, þá eru skilaboðin þaðan óþægilega misvísandi, ekki síður en hjá venjulegum kaffihúsaspekingum. Og á meðan ekki er haldið nægilega fast um og eiginleg forysta veitt á válegum tíma eykst óvissan. Frægir menn og virtir, með alla pappíra stimplaða, skrifa nú og því er slegið upp í fínustu fjölmiðlum heims, að stærsti þáttur þess tjóns sem kórónuveiran muni ná að valda, til viðbótar því manntjóni sem gisk- að er á, stafi af uppnáminu og hóflausum og að mestu óþörfum hræðsluviðbrögðum. En hlutabréf í helstu kauphöllum eru ekki að hrynja af þessum ástæðum. Það hrun er í rauninni ágætlega ígrundað mat. Stærsta innanlandsflugfélag Stóra-Bretlands, sem ríkið var nýbúið með mikilli innspýtingu að koma á kopp á ný, kollsteyptist vegna kórónuveirunnar. Mörg þúsund störf eru í uppnámi. Þegar Kína lokast að mestu leyti rofna bönd framleiðslunnar um allan heim þar sem lykileiningar, kannski smáar, vantar skyndi- lega og það stöðvar hvert einasta færiband í öðrum álfum. Ferðamannaiðnaðurinn? Þarf að ræða hann? Það tekur tímann sinn að gangsetja hann. Hverjir eru að panta sér far með skemmtiferðaskipum núna? Gerist hratt Einn maður í miðríkjum Ameríku greinist með kór- ónuveiruna og sá hafði ekki komið langt að. Eftir svo sem fjórtán daga frá því að hann er settur í einangrun, án þess að hafa getað bent á nokkurn smitbera, eru 140 manneskjur á leið í greiningu og viku síðar 140 sinnum það. Í fréttum hér var haft eftir yfirvöldum þegar verið var að ferja Íslendinga heim í gegnum flughöfnina í Verona að það væri ekki hættuspil því að flughöfnin sjálf væri smitlaus (!) og flugvélin yrði „sótthreinsuð eftir að heim væri komið“. Það er auðvelt að hengja hatt sinn á slíka hluti, því allur heimurinn er að þreifa sig áfram. En þetta hefur þó verið sagt í bjartsýniskasti. Versta pest nútíðar, Spænska veikin, barst út hingað þótt tengingar við umheiminn væru fáar og afar fátíðar, miðað við það sem síðar varð. Fordæmið vonda Það dóu margir á Spáni en það land var þó, þrátt fyrir nafnið, hvorki upphaf né endir þeirrar pestar. Spán- verjar kölluðu pestina frönsku veikina því þaðan kom hún til þeirra. Uppflettiforritin segja byrjunina hafa verið Kansas í Bandaríkjunum og hún hafi breiðst út á herstöðvum fyrra stríðs með hermönnum sem þaðan komu til Evrópu. En vegna stríðsins var ritskoðun og pestin var þögg- uð niður til að draga ekki niður móralinn í baráttunni. En Spánn var hlutlaus og þar var veikin rædd op- inskátt, ekki síst eftir að konungur landsins veiktist og það situr að ósekju uppi með nafngiftina. Heimsstyrj- öldin fyrri var mannskæðasta bál fram til þess tíma (16 milljónir féllu) en hún var þó sem hátíð hjá Spænsku veikinni (50 milljónir). Spænska veikin breytti sér og stökkbreytt varð hún enn verri viður- eignar og hún eins og heimsstyrjöldin lagðist ekki síst á fólk í blóma lífsins. Sagt er að pest sem gekk nokkr- um árum eða áratugum fyrr hefði reynst nægjanleg trygging þeim sem fengu hana þá, sem viðspyrna gegn Spænsku veikinni. Frá leikmanni horft hlýtur þó niðurstaðan að vera sú að gera verði allt sem í valdi okkar stendur til að einangra veiruna frá okkur eða okkur frá henni. Ríkis- stjórnin verður að sjást. Hún verður að taka foryst- una, rétt eins og forseti og varaforseti Bandaríkjanna hafa gert. Hinn almenni fróðleikur, sem ekki hefur verið dreginn í efa, segir okkur að fái veiran ekki framhaldslíf með því að berast frá manni til annars þorni hún upp og verði úr sögunni. Okkur ber öllum skylda til að gera allt til þess að beina henni úr núinu og yfir í söguna. En það má engan tíma missa. Og það má enginn skera sig úr leik Síst þeir sem sýna eiga forystu. Allra síst þeir. Morgunblaðið/RAX 8.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.