Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Blaðsíða 19
Hefur sjaldan
keypt húsgögn
Una Margrét Jónsdóttir, rithöfundur og dagskrárgerðarmaður á RÚV, býr ásamt
eiginmanni sínum, Hólmsteini Eiði Hólmssteinssyni, við Ásvallagötu í Reykjavík. Á heimili
þeirra er lítið verið að hrófla við hlutum og er nýtni í forgrunni. Una segir að hún sé alin upp
af peningalitlum listamönnum og því hefur ákveðinn hugsunarháttur fylgt henni alla tíð.
Marta María mm@mbl.is
Ásvallagatan er fyrsta íbúðin sem UnaMargrét keypti en fram að þeim tímahafði hún búið í foreldrahúsum, leigt
með vinkonu sinni og búið í París. Það var árið
1996 sem hún hnaut um íbúðina sem uppfyllti
þau skilyrði sem hún var að leitast eftir. Á þess-
um tíma var hún einhleyp og ólofuð.
„Mig langaði til að vera í Vesturbænum, mið-
bænum eða Þingholtunum eða í 101 eins og sagt
er. Ég var alin upp í gamla Vesturbænum og
vildi gjarnan vera nálægt foreldrum mínum. Ég
er alin upp í gömlu húsi og vildi búa í gömlu
húsi. Ég er hrædd við bruna þess vegna vildi ég
steypt hús. Ég er svo eldhrædd að ég þori varla
að kveikja á eldspýtu,“ segir Una Margrét.
Þannig að þú hefur aldrei reykt?
„Nei, það hef ég ekki gert. Við erum með lítið
tóbakshorn í íbúðinni en það reykir enginn þar.
Það var í rauninni ekki sett upp til þess að
reykja í því heldur af því að við eignuðumst
óvart ýmislegt sem tengdist reykingum: pípu og
tóbaksdós föður Eiðs, eldspýtustokka frá ýms-
um löndum og gamla pípuauglýsingu í ramma.
Við settum þetta í tóbakshornið sem eins konar
sýningargripi,“ segir hún en þótt öll tól og tæki
séu til staðar til reykinga í tóbakshorninu þá er
ekki reykt þar.
„Það eru svo breyttir tímar og fólk fer að
sjálfsdáðum út ef það þarf að reykja. Þetta er
ekki eins og á uppvaxtarárunum mínum þegar
allir reyktu alls staðar. Tvisvar á hverju ári fór
ég í rútu á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Við
vorum alltaf á sumrin á Akureyri hjá ömmu
minni og afasystur sem bjuggu saman í íbúð.
Stundum vorum við þar á jólunum líka. Í þess-
um rútuferðum var reykt svo mikið að ég þurfti
að kasta upp,“ segir Una Margrét og minnist
þess að þegar hún var að fara í þessar fyrstu
rútuferðir tók heilan dag að fara á milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur.
Þegar kom að því að finna réttu íbúðina var
Una Margrét með ákveðnar kröfur. Ein af þeim
var að íbúðin væri á annarri hæð.
„Þegar ég rakst á þessa íbúð, sem var af al-
veg mátulegri stærð, þá var rétta íbúðin fundin.
Þetta er skemmtileg íbúð en í þessum gömlu
verkamannabústöðum við Ásvallagötu sem voru
byggðir 1937 og teiknaðir af Gunnlaugi Hall-
dórssyni arkitekt, eru mjög góðar íbúðir. Mér
fannst þessi tilvalin. Hún kostaði 5,2 milljónir,
en þetta var rétt áður en verð á íbúðum hækk-
aði upp úr öllu valdi. Ég fékk aðstoð frá for-
eldrum mínum þegar ég keypti íbúðina og
mamma fékk lengi að nota bókaherbergið sem
vinnuherbergið. Svo afhenti hún það okkur að
lokum,“ segir Una Margrét.
Fyrst til að byrja með bjó Una Margrét ein í
íbúðinni en svo kom Hólmsteinn Eiður, eigin-
maður, hennar til sögunnar, en hún kallar hann
Eið. Þau Eiður gengu í hjónaband 1999. Að-
spurð hvort smekkur þeirra hjóna sé svipaður
kemur í ljós að þau eiga margt sameiginlegt
annað en að finnast gömul húsgögn falleg.
„Við höfum svipaðan smekk og erum bæði
frekar gamaldags. Svo erum við bæði svolítið
sérvitur. Þess vegna náðum við saman. Við er-
um mikið fyrir bækur. Það er okkar besta
skemmtun en eini gallinn er að bækur taka svo
mikið pláss,“ segir hún.
Kom Eiður ekki með nein húsgögn með sér
þegar hann flutti inn?
„Nei, hann flutti ekki inn með nein húsgögn
og við höfum keypt afskaplega lítið. Borðstofu-
borðið er frá ömmu minni og var áður í eigu
langömmu minnar. Sófinn í stofunni kemur frá
Bergljótu Haraldsdóttur sem starfaði með mér
á þeim tíma sem ég keypti íbúðina. Sófinn kom
frá bernskuheimili hennar, en enginn í hennar
fjölskyldu gat nýtt sér hann.
Það fyndnasta eru eiginlega bókahillurnar í
stofunni. Þær voru áður í eigu Félags bifreiða-
eigenda sem okkur finnst fyndið því við eigum
ekki bíl. Maðurinn í fjölskyldunni minni sem út-
vegaði okkur hillurnar hafði verið leigubílstjóri í
mörg ár en hann reddaði okkur þeim. Ég er alin
upp við nýtni því foreldrar mínir voru auralitlir
listamenn. Af því að ég er mikið fyrir það gamla
hefði ég viljað hafa upprunalegar innréttingar í
eldhúsi. En innréttingarnar höfðu verið endur-
nýjaðar áður en ég flutti inn. Þessi eldhúsinn-
rétting sem við erum með er þægileg,“ segir
hún.
Þegar ég spyr Unu Margréti hvort hún hafi í
hyggju að skipta eldhúsinnréttingunni út fyrir
svarta innréttingu og mála veggina í gráum lit
segir hún það ekki vera á stefnuskránni. Hún
segist fagna fjölbreytni í litum og henni finnst of
mikil einhæfni í þeim heimilum sem mest fá að
sjást í blöðum og tímaritum, þar sem litirnir
hvítt, grátt og svart eru algengastir, og míni-
malismi ráðandi, en margir innanhúss-
„Þrjár af þessum dúkkum og tveir bangsar eru frá
því að ég var lítil, en hitt hef ég allt eignast eftir að
við Eiður tókum saman. Það var alveg óvart, ég
ætlaði ekki að fara að safna dúkkum og böngsum.
En þegar ég sé dúkku eða bangsa sem mér finnst
hafa persónuleika finnst mér stundum eins og
þau horfi á mig og biðji mig að kaupa sig. Sumt
hefur mér verið gefið. Og allt í einu var kominn
þessi fjöldi. Þau hafa öll nöfn,“ segir hún.
Una Margrét Jónsdóttir
dagskrárgerðarmaður á
RÚV og rithöfundur býr
ásamt eiginmanni sínum við
Ásvallagötu í Reykjavík. Morgunblaði/Arnþór Birkisson
8.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
AFSLÁTTUR
20%
ALLAR
DANSKAR
VÖRUR*
* Gildir ekki af sérpöntunum og
einungis af völdum vörum frá Skovby.