Morgunblaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 6. A P R Í L 2 0 2 0
Stofnað 1913 82. tölublað 108. árgangur
TÓKST AÐ
GERA ÞETTA
Á METTÍMA
ALLSHERJAR
DÚNDUR-
ÆVINTÝRI
ÆTLAR AÐ
KOMA LIÐINU
UPP TÖFLUNA
AFMÆLISVIÐTAL 24-25 ÍÞRÓTTIR 26 STEFÁN EIRÍKSSON 6
Guðni Einarsson
Þór Steinarsson
Karlmaður á sjötugsaldri lést á Land-
spítalanum í gær vegna kórónu-
veirusmits, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. Hann er sá fimmti
sem deyr hér af þessum sökum.
Alls höfðu þrír einstaklingar náð
því í gær að losna úr öndunarvél á
Landspítalanum eftir að hafa veikst
alvarlega vegna kórónuveirusýking-
ar. Ellefu lágu á gjörgæsludeild og
voru átta af þeim í öndunarvél. Þetta
kom fram í máli Páls Matthíassonar,
forstjóra Landspítalans, á blaða-
mannafundi almannavarna í gær.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn-
ir greindi frá því að staðfestum smit-
um hefði fjölgað um 69 frá deginum
áður og að uppsafnaður fjöldi
greindra smita félli vel að bestu spám
um þróun faraldursins hér á landi.
Aðgerðirnar sem gripið hefur verið til
hér til að sporna við kórónuveiru-
faraldrinum hafa borið árangur, að
sögn Þórólfs.
Óskar Reykdalsson, forstjóri
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,
lýsti yfir áhyggjum af því að fólk með
aðra sjúkdóma en kórónuveiru-
sýkingu veigraði sér við að leita sér
læknisþjónustu til þess að valda ekki
auknu álagi á heilsugæsluna. Hann
hvatti fólk til að hafa samband vegna
veikinda, sama hver þau væru.
Þriðjungurinn með appið
Alls hafði smitrakningarappinu
Rakning C-19 verið hlaðið niður í
rúmlega 108 þúsund tæki á miðnætti
í fyrrakvöld. Auðveldast er að nálg-
ast appið í gegnum covid.is.
Ekki hefur enn komið til þess að
smáforritið hafi nýst við smitrakn-
ingu. Í svari frá embætti landlæknis
sagði að miðað við þann fjölda sem
sótt hefði forritið væri aðeins tíma-
spursmál hvenær það myndi koma
að notum við smitrakningu og þegar
tilfallandi hópsýkingar kynnu að
koma upp í kjölfar afléttingar að-
gerða.
Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í
Bolungarvík, sem sýndi einkenni
smits, var settur í einangrun í gær.
Þrjú smit hafa greinst á Bergi. Sjö
íbúar voru í sóttkví og án einkenna í
gær. Fimm ný smit komu í ljós í gær
á norðanverðum Vestfjörðum.
Alls voru 23 starfsmenn hjúkr-
unarheimilisins í sóttkví í gær og
hafði þeim fjölgað um sex frá því á
föstudag. Von var á fimm hjúkrunar-
fræðingum og sjúkraliðum vestur í
dag og tveimur til viðbótar síðar.
Aðgerðastjórn almannavarna á
Vestfjörðum ákvað í gær að herða
enn aðgerðir á Suðureyri, Flateyri,
Þingeyri og Súðavík. Samkomubann
er nú miðað við að mest fimm manns
komi saman.
Um helgina bættust við 12 ný smit
í Vestmannaeyjum. Af þeim sem
greindust nú voru fjórir í sóttkví og
nokkrir einkennalausir. Heildar-
fjöldi smita þar er orðinn 95 og hafa
14 hafa náð bata. Í sóttkví eru nú
skráðir 157. Frá því að fyrsta
kórónuveirusmitið kom upp í Eyjum
fyrir rúmum þremur vikum er búið
að skima um 45% bæjarbúa.
Fimm látin vegna veirunnar
Karlmaður lést í gær á Landspítala Veikt fólk á ekki að veigra sér við að leita læknis Smitrakn-
ingarapp komið í 108 þúsund tæki Þrír smitaðir á hjúkrunarheimili Búið að skima 45% Eyjamanna
MKórónuveiran »2, 4, 8, 10, 13-14
KÓRÓNUVEIRU-
FARALDUR
428
einstaklingar hafa
náð bata
11.657
hafa lokið sóttkví
25.394
sýni hafa verið tekin
hér á landi
1.054
einstaklingar eru
í einangrun
1.486
einstaklingar eru smitaðir
Morgunblaðið/Eggert
Sýnataka Rúmlega 25.000 sýni hafa
verið tekin úr fólki víða um landið.
Óveðrið sem var á landinu öllu um
helgina er ekki hið versta sem hef-
ur gengið yfir í vetur en líklega hið
víðtækasta, að sögn Einars Svein-
björnssonar veðurfræðings hjá
Veðurvaktinni.
„Þetta er kannski versta veðrið
miðað við það hversu víðtækt það
var og miðað við hversu mörg land-
svæði það hafði áhrif á,“ segir
Einar.
Björgunarsveitir höfðu í nógu að
snúast í óveðrinu og voru margar
hverjar að frá klukkan tíu á laugar-
dagskvöld og fram að kvöldmatar-
leyti á sunnudag. Helst snerust
verkefni sveitanna um að koma
starfsfólki framlínunnar til og frá
vinnu.
Fyrstu dagar aprílmánaðar hafa
verið óvenjukaldir. „Aprílmánuður
byrjar gjörólíkt aprílmánuði í fyrra
því þá fór í mjög góða og væna tíð.
Þá leysti klaka og snjó úti um allt,“
segir Einar.
Að hans sögn er útlit fyrir að hiti
fari hækkandi eftir páska.
„Það er eins og veðrið viti ekki
alveg hvert það er að fara en spár
eru nokkuð eindregnar með að það
muni hlýna hér strax eftir páska.
Maður er svo oft búinn að sjá
breytingar í þessa veru að maður
er eiginlega hættur að trúa þeim en
þetta er búið að vera í spánum síð-
an á fimmtudag.“ ragnhildur@mbl.is
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Djúpur snjór og skemmdir í aftakaveðri á landsvísu
Mikið snjóaði í óveðrinu en aprílstormar síðustu ára hafa almennt frekar haft rigningu í för með sér en snjó, að sögn Einars. Svo mikið snjóaði að Hver-
gerðingar þurftu margir hverjir að grafa sig út úr húsum sínum og fóru bílar jafnvel á bólakaf í miklum snjó á Siglufirði. Á höfuðborgarsvæðinu var snjór
sömuleiðis mikill en Einar óskaði eftir mælingum á snjónum og kom t.a.m. mæling á 18 cm djúpum snjó á Kársnesi upp úr krafsinu. Miklar skemmdir urðu í
garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi þegar þak fauk af garðskála og rúður brotnuðu. Meðfylgjandi mynd er frá Selfossi en eins og hver maður sér var
þar illfært eins og í öðrum landshlutum. Þar þurfti fólk að moka sig út úr skafli innan bæjar í gær en vegir lokuðust víða á landinu í óveðrinu.
Óveður helgarinnar sérlega víðtækt
Vonskuveður var á landinu öllu um helgina Óvenjukalt upphaf apríl Hlýnar eftir páska
M »2 & 6