Morgunblaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 12
og er olíuverð núna rúmlega helm- ingi lægra en það var um áramót. Til stóð að fulltrúar OPEC og Rúss- lands myndu funda á mánudag en um helgina varð ljóst að fundinum yrði frestað og að sættir á milli Rússa og Sáda væru ekki í sjónmáli. Reuters greinir frá þessu. Hefur olíuverð ekki verið lægra í 18 ár og þótt ætla mætti að lágt elds- neytisverð myndi gagnast flestum hagkerfum heims um þessar mundir hvatti Donald Trump OPEC og Rússa í síðustu viku til að koma skikki á ol- íumarkaðinn. Trump hefur áður gagnrýnt OPEC harðlega og brugðist illa við tilraunum samtakanna til að hækka olíuverð, en nú er heims- markaðsverðið svo lágt að gæti vald- ið töluverðum skakkaföllum í banda- rískum olíuiðnaði. Tíst Trumps á fimmtudag um OPEC-deiluna urðu til þess að olíuverð hækkaði um 25% og er það mesta hlutfallslega hækkun olíuverðs frá því að mælingar hófust. CNN bendir á að Trump eigi mik- illa hagsmuna að gæta í olíuríkinu Texas því ríkið er með næstmestan fjölda kjörfulltrúa í forsetakosning- unum síðar á árinu, á eftir Kaliforníu. Þarf Trump að gæta þess að missa ekki fylgi í ríkinu og gætu kjósendur þar snúist gegn honum ef olíugeirinn þarf að ráðast í sársaukafullar niðurskurðaraðgerðir. ai@mbl.is Andres Manuel Lopez Obrador, for- seti Mexíkó, biðlaði á laugardag til leiðtoga Rússlands og Sádi-Arabíu að komast að samkomulagi um takmörk- un olíuframleiðslu svo að verðstríð á olíumarkaði harðnaði ekki enn frek- ar. Hráolía myndar um 11% af út- flutningstekjum Mexíkós sem hefur, eins og önnur olíuframleiðsluríki, orð- ið af miklum tekjum vegna lækkunar olíuverðs að undanförnu. Eins og Morgunblaðið greindi frá slitnaði í mars upp úr samstarfi OPEC, Rússlands og annarra olíu- framleiðsluríkja sem höfðu sammælst allt frá árinu 2016 um að draga úr olíuframleiðslu til að halda heims- markaðsverði uppi. Hefur olíuverð verið á niðurleið frá jólum og tók skarpa dýfu um miðjan febrúar. Þegar bundinn var endi á framleiðslu- takmarkanir OPEC varð fljótlega ljóst að bæði Sádi-Arabía og Rússland hygðust stórauka olíuframleiðslu sína Vilja að olíuverðsstríði ljúki Donald Trump Andres Manuel Lopez Obrador 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2020 Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa NJÓTUMMINNINGANNA VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Forvitnilegt nýtt verkefni hefur göngu sína hjá Hagstofunni í dag þegar stofnunin birtir tilraunatöl- fræði (e. experimental statistics) í fyrsta skipti. Að sögn Arndísar Vil- hjálmsdóttur er ætlunin með þessu að auka þjónustu við notendur með því að fara út fyrir þann formfasta ramma sem alla jafna einkennir gagnasöfnun og -úrvinnslu stofn- unarinnar, og einnig gera til- raunir með bæði nýjar gerðir gagna og nýjar greiningaraðferðir. Arndís er sérfræðingur hjá rann- sóknaþjónustu Hagstofunnar og einn af umsjónarmönnum verkefnisins: „Tilraunatölfræði gerir okkur fært að stíga út úr hinu hefðbundna birtinga- formi sem við fylgjum að staðaldri, sem er í samræmi við lagalegar skyldur stofnunarinnar og alþjóðlega staðla stofnana á borð við Eurostat. Standa vonir til að tilraunatölfræðin muni hjálpa okkur að bæta þjón- ustuna við þá sem nýta sér tölfræði Hagstofunnar í dag, með því að gefa hugsanlega enn skýrari mynd af þeirri þróun sem á sér stað í sam- félaginu og hagkerfinu, með sveigjan- legri og hraðari hætti en hefðbundin hagskýrslugerð býður upp á.“ Ein leið til að bæta upplýsinga- gjöf á óvissutímum Að sögn Arndísar hafa hagstofur hér og þar um heiminn spreytt sig á útgáfu tilraunatölfræði og þannig byrjaði t.d. hagstofa Ítalíu að safna saman gögnum sem hún viðaði að sér á netinu og tengdi svo við sín eigin gögn og gaf út. Í tilviki Hagstofu Ís- lands segir Arndís að finna megi margt forvitnilegt í gagnasöfnum stofnunarinnar sem megi prófa að draga fram og túlka með nýjum hætti, og eins geti verið gagnlegt að birta bráðabirgðaútreikninga og -spár inn á milli þess sem stofnunin gefur út sínar hefðbundnu tölur sem oftast eru birtar ársfjórðungslega eða mánaðarlega. „Þannig gæti tilrauna- tölfræðin nýst á þessum óvenjulegu óvissutímum sem við lifum í dag, og hjálpað til að koma fyrr auga á vís- bendingar um alls kyns þróun í þjóð- félaginu.“ Mikilvægt er að hafa í huga að til- raunatölfræði eru takmörk sett og segir Arndís að Hagstofan muni gæta þess vandlega að aðskilja birt- ingu tilraunatölfræði með mjög greinilegum hætti frá þeirri hefð- bundnu tölfræði sem stofnunin birtir. „Þá munu tilraunatölfræð- inni fylgja mjög skýrir fyrirvarar um að henni fylgi óvissa enda kann að vera að gögnin sem notuð voru hafi verið hrá og ekki í lokaformi, eða úrvinnslan óhefðbundin.“ Tekur Arndís fram að Hagstofan vilji gjarnan fá ábendingar frá al- menningi um það sem betur mætti fara í þessu verkefni, ef fólki þyki eitthvað bogið við tilraunatölfræð- ina, eða hafi góðar hugmyndir að úrvinnslu. Er mjög gagnlegt að sem flestir rýni í tölurnar og óskandi að athugasemdir og uppbyggileg rýni hjálpi Hagstofunni að þróa til- raunatölfræðina og bæta. Er von- andi að tilraunatölfræðin falli í kramið hjá bæði áhugafólki og fræðimönnum, og nýtist þeim til að uppgötva tengsl og gera nýjar spár. „Þannig viljum við opna á samtal við notendur um tölurnar, sem er öllum til gagns,“ segir Arndís. Til að prófa nýjar tölfræðiaðferðir Eins og nefnt var hér að ofan birtir Hagstofan í dag sína fyrstu saman- tekt tilraunatölfræði og segir Arndís að fleiri sendingar af svipuðum toga komi á næstu vikum og mánuðum. „Við reiknum ekki með að útgáfa til- raunatölfræði eigi eftir að eiga sér stað með reglulegum hætti, heldur muni þetta starf frekar snúast um að reyna að bera kennsl á hvaða málefni er verið að ræða í samfélaginu, hvað er brýnast að skoða hverju sinni og hvað er gagnlegast fyrir notendur okkar þá stundina,“ segir hún og bæt- ir við að tilraunatölfræðin muni von- andi reynast ágætis æfinga- og til- raunatól fyrir sérfræðinga Hag- stofunnar. „Þar gefst okkur m.a. tækifæri til að prófa nýjar tölfræðiað- ferðir, enda á sér stað nýsköpun í töl- fræði eins og á öðrum sviðum vís- indanna, og upplagt er að hagnýta og prófa nýjustu aðferðir í framleiðslu- ferli hagtalna, okkur og almenningi til gagns en líka gamans.“ Farið út fyrir rammann með tilraunatölfræði Morgunblaðið/Kristinn Leit Tilraunatölfræði Hagstofu munu fylgja ýmsir fyrirvarar. Margt forvitnilegt leynist í gögnunum og hægt er að prófa nýjar tölfræðiaðferðir til að skilja hagkerfi og samfélag betur. Myndin sýnir áleggskæli matvöruverslunar.  Hagstofan rýnir í gögnin með nýjum og vonandi hraðari og sveigjanlegri hætti Arndís Vilhjálmsdóttir Uppgötvanir » Hagstofan mun reyna að nota verkefnið til að finna gagnlegar upplýsingar sem tengjast málefnum líðandi stundar. » Tilraunatölfræði verður ekki birt með reglulegum hætti. » Ábendingar og athuga- semdir frá almenningi eru vel þegnar. » Býður upp á þann möguleika að birta sumar niðurstöður mælinga hraðar en áður. 5. apríl 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 141.38 142.06 144.01 Sterlingspund 174.77 175.61 176.85 Kanadadalur 99.37 99.95 101.48 Dönsk króna 20.736 20.858 20.846 Norsk króna 13.517 13.597 13.819 Sænsk króna 13.972 14.054 14.208 Svissn. franki 146.4 147.22 147.55 Japanskt jen 1.3019 1.3095 1.3274 SDR 192.94 194.08 195.75 Evra 154.87 155.73 155.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.6599 Hrávöruverð Gull 1609.75 ($/únsa) Ál 1448.5 ($/tonn) LME Hráolía 25.61 ($/fatið) Brent ● Nýjustu tölur frá atvinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna sýna að uppsagnir vegna kórónuveirufaraldursins dreifast mjög ójafnt á milli atvinnugreina. Benda mæl- ingar ráðuneytisins til að a.m.k. 701.000 störf hafi glatast í marsmánuði og þarf að leita allt aftur til fjármálahrunsins til að finna annað eins samdráttarskeið á bandarískum vinnumarkaði. Um 65% þeirra starfa sem glötuðust voru í afþreyingar- og ferðaþjónustu, eða samtals um 459.000 störf. Er það mesta fækkun starfa sem mælst hefur í þeim geira frá upphafi og þurrkar út ígildi allra þeirra nýju starfa sem urðu til í grein- inni á undanförnum tveimur árum, að því er Reuters greinir frá. Innan greinarinnar var niðurskurðurinn langsamlega mestur hjá veitingastöðum og börum, þar sem 417.000 hurfu í mánuðinum. Störfum í heilbrigðisgeira fækkaði um 76.000 og kemur það til af því að víða skerðist almenn lækna- og tannlækna- þjónusta á meðan veirufaraldurinn gengur yfir. Störfum fjölgaði í einum geira; hjá hinu opinbera, og kemur til af því að 17.000 manns hafa verið ráðin tímabundið vegna manntals sem fram fer í Bandaríkjunum á tíu ára fresti. Uppsagnir mánaðarins bitnuðu hlut- fallslega verr á fólki af asískum og róm- ansk-amerískum uppruna, og á fólki undir 24 ára aldri. Þá jókst atvinnuleysi meira meðal kvenna en meðal karla í mánuð- inum og skýrist það m.a. af því að konur eru líklegri en karlar til að gegna störfum í heilbrigðis- og veitingageira. ai@mbl.is AFP Lokað Veitingastaður í New York. Flestar uppsagnir hjá veit- ingastöðum og börum STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.