Morgunblaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2020
hitataekni.is
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is
Baðviftur
Ein sú hljóðlátasta 17 – 25 dB(A)
Bjóðum upp á fjölbreyttan búnað svo sem
loftræsingar, hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi
sem og stjórnbúnað og stýringar.
Anddyris-
hitablásarar
Bjóðum upp á mikið úrval
loftræsikerfa
fyrir heimili og fyrirtæki
B
aráttan við vágestinn
Covid-19 er upp á líf og
dauða. Við skynjum al-
vöruna, allt er breytt.
Fyrstu fregnir fjar-
lægar en ógnin færðist nær og varð
áþreifanlegri. Á bak við þessar tölur
sem við heyrum eru ástvinir í sorg.
Syrgjandi fólk sem kveður sína nán-
ustu. Kveðjustundir við aðstæður
sem fyrir fáum vikum hefðu þótt
fjarstæðukenndar. Nú erum við
ekki lengur lítil eyja langt í burtu
frá veirunni skæðu. Fyrstu andlátin
af völdum veirunnar hér á landi
staðreynd sem ekki verður umflúin.
Dagar ótta og sigra. Dagar von-
brigða og vona. Það eru ýmsar lík-
ingarnar notaðar til að reyna að lýsa
ástandi samfélagsins og raunar alls
heimsins þessa dagana. Við erum
stödd í miðri ánni. Við þurfum öll að
leggjast á árarnar. Öldurót. Við
þurfum að komast í gegnum
skaflinn.
Kröftugar lýsingar og sé fyrir
mér sameiginlegt átak, við mætum
með skóflurnar, mokum og ýtum.
En þannig er ekki raunveruleikinn.
Mörg finna fyrir doða. Depurð læð-
ist að. Kvíði læsir klóm. Það er von
að mörgum fallist hendur. Finna
ekki skóflu, eiga hana ekki til eða
eru of máttfarin til að moka. En svo
eru það þau sem láta ekki skófluna
duga heldur grípa til
stórtækra vinnuvéla
og eru eins og jarð-
ýtur í þessum nýja
veruleika. Það eru
engin ný sannindi að
við erum mörg og
margvísleg. Undar-
legt ástand skerpir á
andstæðum.
Við þurfum að
sýna því skilning og
kærleika. Viður-
kennum vanmátt,
fögnum dugnaði og
frumkvæði. Þökkum
fyrir að við erum ólík,
þarfir okkar mis-
munandi og viðbrögð
alls konar. Það er svo
margt breytt. Þetta
gerist svo hratt. Ég
hef heyrt þó nokkra
tala um undrun á eig-
in viðbrögðum enda
um að ræða ástand
án fordæma.
Við erum hvött til
að bíða, standa af
okkur storminn. Það
er ekki val allra að
bíða heldur er biðin hjá mörgum
það eina í stöðunni. Lamandi tilfinn-
ing sem býður ekki upp á neitt ann-
að en aðgerðaleysi. Það er einfald-
lega þannig að það er mikilvægt að
stór hluti þjóðarinnar haldi sig
heima. Já, og haldi að sér höndum.
Stórir hópar eru skikkaðir til að
halda sig heima. Einangrun er það
eina sem er í boði fyrir smituð.
Þúsundir í sóttkví, ým-
ist að tilmælum
sóttvarnalæknis eða
sjálfskipaðri. Miklu
fleiri í heimsóknabanni.
Fólk á stofnunum sem
hefur ekkert val.
Gríðarlegt vinnuálag
er önnur birtingarmynd
ástandsins. Aðgerða-
leysi er aldeilis ekki í
boði fyrir starfsfólk
heilbrigðisþjónustu og
almannavarna. Ábyrgð
stjórnvalda er gríðarleg
og þau sem eru við
stjórnvölinn þurfa dag-
lega að taka stórar og
afdrifaríkar ákvarðanir.
Blessunarlega hefur
ríkisstjórnin tekið þá
ákvörðun að fylgja ráð-
um okkar færustu sér-
fræðinga; þríeykisins
okkar farsæla Ölmu,
Reynis og Þórólfs auk
fjölda fólks sem mikið
mæðir á hvern einasta
dag meðan faraldurinn
gengur yfir. Við sem
ekki erum í framlínunni
getum hins vegar beðið. Beðið fyrir
þeim, verkefnum daganna og öllum
sem þau sinna.
Jesús spurði ekki: Getið þið að-
eins beðið? Hann sagði einfaldlega:
Biðjið og yður mun gefast, leitið og
þér munuð finna, knýið á og fyrir
yður mun upp lokið verða (Matt.
7.7). Það er ekkert hik í þessum
orðum.
Á óvissutímum er eitthvað hress-
andi við þessa hvatningu Jesú. Við
eigum að biðja, leita og knýja á! Við
getum beðið um lækningu, skyn-
semi, þolinmæði og þrautseigju.
Þegar við finnum vanmátt í að-
stæðum sem eru framandi og flókn-
ar þurfum við að leita nýrra leiða.
Við þurfum að knýja á hjá leiðtog-
um heimsins og hvetja til samstöðu
sem aldrei fyrr.
Bænir eru margs konar. Við get-
um kvartað við Guð yfir erfiðleikum,
beðið um huggun og styrk. Við get-
um þakkað og lofað það sem vel hef-
ur tekist. Við getum beðið um
miskunn. Bænir í gegnum aldir og
árþúsund hafa fylgt mannkyninu í
gegnum marga skaflana, hamfarir,
en líka hátíðir og hversdagsleika.
Í vanmætti getur hugsunin orðið
áleitin að ekkert sé hægt að gera.
Þá er gott að staldra við. Jú, við
getum beðið. Beðið aðeins. Beðið án
afláts. Við vitum að vandinn leysist
ekki á örskotsstund, við stöndum
frammi fyrir erfiðum tímum. Um
leið og við grátum og syrgjum er
mikilvægt að geta tjáð þakklæti og
traust. Bænin hefur reynst mikil-
vægt verkfæri bæði í góðæri og hall-
æri til þess að tengja okkur við Guð.
Við megum kvarta og kveina, þurf-
um að geta gert það. Við getum
þakkað fyrir það fallega og góða sem
við finnum í samstöðu og samhygð.
Eftir því sem ástandið þyngist og
þrengir meira að reynir enn frekar á
þá þætti. Biðjum að kærleikur og
virðing verði leiðarljósið. Við skulum
biðja Guð að miskunna sig yfir okkur
hvert og eitt og heimsbyggðina alla.
Þjóðkirkjan fetar sig áfram eins
og samfélagið allt í breyttum að-
stæðum, í breyttum heimi. Kirkju-
starfið snýst að stórum hluta um
samfélag, það að koma saman.
Hittast, deila gleði og sorg. Syngja,
lesa, tala. Biðja saman. Nú er kallað
eftir nýrri nálgun og margar frum-
legar hugmyndir hafa komið fram og
sumum þeirra hrint í framkvæmd.
Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar og
gamli góði síminn eru tæki sem hafa
komið sér vel.
Við skulum bíða og vona. Við skul-
um halda áfram að biðja. Bíðum von-
góð eftir vorinu. Biðjum fyrir lækn-
ingu og huggun í hrelldum heimi.
Finnum okkar leið. Getum við aðeins
beðið?
Kirkjan til fólksins
Geturðu aðeins beðið?
Hugvekja
Sigrún Margrétar
Óskarsdóttir
Höfundur er fangaprestur.
Viðurkennum
vanmátt, fögn-
um dugnaði og
frumkvæði.
Þökkum fyrir að
við erum ólík,
þarfir okkar
mismunandi og
viðbrögð alls
konar.
Sigrún Margrétar
Óskarsdóttir