Morgunblaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2020
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.innlifun.is
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Það er á tímum sem þessum sem
kirkjan stendur vaktina og sannar
hlutverk sitt í samfélaginu. Þegar á
reynir er þetta kjölfestan í sam-
félaginu,“ segir Pétur Georg Mark-
an, samskiptastjóri Biskupsstofu.
Vísar hann í máli sínu til hlutverks
guðsþjónustu á tímum kórónu-
veirunnar.
Segir hann að undanförnum vik-
um svipi að mörgu leyti til tímabils-
ins í kringum
bankahrunið ár-
ið 2008. Ein-
staklingar hafa
undanfarnar vik-
ur sótt í auknum
mæli í þjónustu
kirkjunnar.
„Fólk leitar í
það sem skiptir
máli á svona tímum. Það skiptir ein-
staklinga máli að vera í sambandi
við andlegu veruna í sér og rækta
hana. Þannig byggjum við upp
sálarlífið sem gerir okkur kleift að
taka á erfiðum tímum. Við fundum
þetta sterkt í kringum hrunárin og
núna er eftirspurnin sams konar,“
segir Pétur og bætir við að kirkjan
sé að sanna hlutverk sitt enn eina
ferðina. „Þetta segir okkur að þegar
hismið blæs burt er kjarninn það
sem fólk sækir í,“ segir Pétur.
Margar uppákomur á döfinni
Sökum kórónuveirunnar verður
guðsþjónusta með breyttu sniði um
páskana. Víða verður boðið upp á
netstreymi, en að auki verður þétt
dagskrá. Áfram verða kirkjuklukk-
urnar látnar hringja í hádeginu,
heimahelgistund fer fram á sunnu-
dögum ásamt því sem nýr þáttur
verður sýndur á RÚV á föstudaginn
langa svo eitthvað sé nefnt. „Al-
mennt fara bænastundirnar fram
heima hjá hverjum og einum. Það er
grunnlínan. Við höfum látið hringja
kirkjuklukkum landsins í hádeginu
til að bera upp von og birtu. Þær
segja okkur að þetta ástand er tíma-
bundið og við munum sigrast á því.
Í kjölfarið fer fram sameiginleg
bænastund,“ segir Pétur og bætir
við að víða verði boðið upp á net-
streymi frá bænahaldi. Meðal þess
sem mun standa almenningi til boða
er messa í Dómkirkjunni, en að auki
verður helgistund á sunnudögum
áfram á sínum stað.
„Helgistundinni hefur verið
streymt á mbl.is og Vísi. Stundin er
þrenns konar; bænir, hugleiðingar
og tónlist. Fólk getur á þennan
máta verið með í gegnum streymið
og fengið knappara form en messan
er. Með þessu er
hægt að upplifa
þetta og virkja
andann,“ segir
Pétur. Að hans
sögn verða ein-
staka kirkjur þar
að auki áfram
með netstreymi
yfir hátíðarnar.
Fólk ætti þar af
leiðandi að hafa
greiðan aðgang að slíku efni.
Spurður hvort ásókn í sálfræði-
og félagsþjónustu á vegum Biskups-
stofu hafi aukist nú á tímum kór-
ónuveirunnar kveður Pétur já við.
Þjónustan sé jafnframt aðgengileg
öllum að kostnaðarlausu. „Fólk nýt-
ir sér þessa þjónustu umtalsvert
meira en venjulega. Við finnum
greinilega að fólk leitar í kirkjuna,“
segir Pétur, sem kveðst vona að all-
ir sem á þurfi að halda leiti til kirkj-
unnar.
Vilja færa kirkjuna til fólksins
Til að auka aðgengi sem mest
hefur kirkjan sett af stað verkefni
sem ber yfirskriftina „Kirkjan til
fólksins“. Undir verkefnið falla allar
uppákomur á vegum kirkjunnar.
„Þetta er allt verkefni sem ber
heitið „Kirkjan til fólksins“. Við vilj-
um draga kirkjuna til fólksins.“
Spurður hvort til greina komi að
bæta við fleiri starfsmönnum segir
Pétur svo vera. „Það er alltaf hægt
að panta tíma til að nálgast félags-
og sálfræðinga. Við höfum fram til
þessa verið vel mönnuð, en hver
dagur kemur með nýjar áskoranir
og ef það þarf að bæta í þá gerum
við það til að þjónusta fólkið,“ segir
Pétur.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Neskirkja Guðsþjónusta verður með breyttu sniði um páskana sökum smithættu af völdum kórónuveiru.
Fólk leitar í kjölfestu
Kirkjan sannar hlutverk sitt í samfélaginu á tímum kór-
ónuveiru Guðsþjónusta með breyttu sniði um páskana
Guðsþjónusta
» Sálfræðiþjónusta kirkjunnar
stendur öllum til boða að
kostnaðarlausu.
» Hægt er að nálgast þjónustu
kirkjunnar á kirkjan.is.
» Passíusálmarnir verða lesnir
frá Skálholti í heild sinni um
páskana. Streymt verður frá
upplestrinum á kirkjan.is.
» Kirkjan birtir eina hugvekju
á dag í Morgunblaðinu.
Pétur Georg
Markan
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Við sjáum 30% til 40% aukningu
milli ára hjá okkur,“ segir Haraldur
A. Bjarnason, framkvæmastjóri
Auðkennis, um fjölda þeirra sem
nýta sér rafræn skilríki. Segir hann
jafnframt að rekja megi aukningu
til fjölgunar notenda auk ástands-
ins sem skapast hefur sökum
kórónuveirunnar.
Alls eru nú nær 240 þúsund
einstaklingar með rafræn skilríki
hér á landi. Þá benda tölur Auð-
kennis til þess að um 90% einstak-
linga á aldursbilinu 25 ára til 74 ára
nýti sér þjónustu fyrirtækisins.
Að sögn Haraldar hefur núver-
andi ástand orðið til þess að ein-
staklingar reyni eftir fremsta
megni að nýta sér stafræna þjón-
ustu.
400% aukning hjá Aha.is
„Þetta er auðvitað mjög mikið
notað og sífellt fleiri sem nýta sér
þjónustuna. Kórónuveiran og þró-
unin síðustu ár hefur orðið til þess
að stafræn þjónusta eru miklu
meira notuð,“ segir Haraldur, en
rafræn skilríki geta nýst þegar
þjónusta er sótt á netinu. Slíkt hef-
ur af augljósum ástæðum notið
aukinna vinsælda undanfarnar vik-
ur, en til að mynda jukust pantanir
hjá heimsendingarþjónustu Aha.is
um 400% þegar kórónuveiran fór að
gera vart við sig.
Mikill vöxtur síðustu ár
Að sögn Haraldar er aukin
netverslun af hinu góða í árferði
sem þessu. „Fólk getur nýtt skil-
ríkin og þarf þar af leiðandi ekki að
mæta á staðinn. Við hvetjum fólk
jafnframt til að nýta skilríkin eins og
mögulegt er,“ segir Haraldur.
Nú eru liðin tuttugu ár frá því
að Auðkenni var sett á laggirnar.
Óhætt er að segja að fyrirtækið hafi
verið í stöðugum vexti frá þeim tíma.
Fyrst með svokallaða auðkennis-
lykla fyrir debetkort og nú síðustu
ár með rafræn skilríki fyrir farsíma.
„Skilríki í síma hafa staðið til
boða frá árinu 2013 en þar áður
fylgdi þetta debetkortum. Við erum
búnir að vera mjög lengi í þessu
þannig að þetta hefur verið verkefni
til lengri tíma,“ segir Haraldur.
Fólk haldi sig heima
Nú síðustu vikur og mánuði
hefur borið á því að einstaklingar
hafi þurft að láta endurnýja rafræn
skilríki hjá sér. Segir Haraldur að
það sé sökum þess að gildistími raf-
rænna skilríkja sé fimm ár.
„Þetta gildir í fimm ár þannig
að þeir sem ekki hafa skipt um síma-
númer síðustu ár geta farið inn á
mitt auðkenni á netinu og endur-
nýjað,“ segir Haraldur og bætir við
að hann hvetji fólk eindregið til að
tryggja að skilríkin séu í gildi. Að
öðrum kosti þurfi fólk að mæta í
persónu til að endurnýja. „Ef þú
rennur út þarftu að fara í gegnum
ferlið upp á nýtt. Það þarf helst að
mæta í bankaútibú en þó erum við
einnig búin að setja upp aðstöðu í
Kringlunni. Við viljum ekki að það
safnist saman hópur og af þeim sök-
um hvetjum við fólk til að panta tíma
hjá viðskiptabankanum sínum og
ganga frá þessu þar,“ segir Har-
aldur.
Þá ítrekar hann að best sé fyrir
fólk að ganga frá þessu á netinu.
Þannig sé það jafnframt öruggt ef til
sóttkvíar eða einangrunar kemur.
Stóraukin
notkun á rafræn-
um skilríkjum
30-40% aukning hjá Auðkenni á milli ára
Eldur kom upp í klæðningu tanks
við malbikunarstöðina Höfða á ell-
efta tímanum í gærmorgun. Bik er
geymt við 120 gráða hita í tönk-
unum svo það haldist fljótandi en
óljóst er hvað varð til þess að eldur
kom upp í klæðningunni.
Slökkvistarfi lauk fimm tímum
seinna eða á fjórða tímanum í gær.
Mikill viðbúnaður var hjá
slökkviliðinu vegna eldsins og var
allt tiltækt slökkvilið, sem var í gær
á níu stöðum á höfuðborgarsvæð-
inu, kallað út. Í verkefnið voru not-
aðir fimm dælubílar og tveir körfu-
bílar.
Rifu slökkviliðsmenn nokkuð af
klæðningu utan af tanknum til þess
að komast að eldinum og slökkva
glóðir. Annasamt var hjá slökkvilið-
inu í gær og þurfti að kalla út auka-
mannskap til að sinna öðrum verk-
efnum á meðan ráðið var niður-
lögum eldsins.
Upptök elds við malbikunarstöð óljós
Fólki sem breytt hefur venjum sín-
um til að forðast kórónuveirusmit
hefur fjölgað á milli þriggja kann-
ana Þjóðarpúls Gallup sem gerðar
voru 13.-16. mars, 20.-26. mars og
svo 27.mars til 2. apríl. Í fyrstu
könnuninni af þessum þremur
sögðust 47,9% hafa breytt venjum
sínum frekar mikið eða mjög mik-
ið. Það höfðu 75,8% gert í annarri
könnuninni og 86,1% í þeirri
þriðju.
Fólk treystir almannavörnum og
heilbrigðisyfirvöldum mjög vel til
að takast á við kórónuveirusmitið.
Þannig treysti meira en helmingur
svarenda (51%) þessum aðilum full-
komlega, 34% treystu þeim mjög
vel og 11% frekar vel.
Þá treystir fólk almennt umfjöll-
un fjölmiðla um kórónuveirufarald-
urinn. Traustið hefur heldur vaxið
eftir því sem á hefur liðið. Þannig
treystu 76,3% umfjölluninni full-
komlega, mjög vel eða frekar vel.
Í könnuninni 27. mars til 2. apríl
var úrtakið 1.496 og svaraði 821
eða 55,2%. gudni@mbl.is
Fjölmiðlaumfjöll-
unin nýtur trausts