Morgunblaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2020 Reykjavík Það var í ýmsu að snúast vestur á Granda í vikunni. Lyftaramaður var að færa til veiðarfæri frá einhverjum bátanna sem róa frá Reykjavík. Það er nóg að gera á vetrarvertíðinni. Eggert Fjáraukalög vegna veirufaraldursins voru samþykkt á Alþingi fyrir skömmu. Í vinnu fjárlaganefndar Al- þingis lagði Miðflokk- urinn ríka áherslu á að starfsfólki í umönnun og veitingu heilbrigð- isþjónustu til Co- vid-19-smitaðra ein- staklinga yrði greidd sérstök álagsgreiðsla fyrir mikil- vægt og áhættusamt starf. Meiri- hluti nefndarinnar sýndi því lítinn áhuga. Miðflokkurinn brá þá á það ráð að flytja breytingartillögu við fjáraukalagafrumvarpið ásamt stjórnarandstöðuflokkunum um sérstaka álagsgreiðslu. Tillagan var felld af ríkisstjórnarflokkunum, Vinstri-grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Takmarkaður skilningur ríkisstjórnarinnar Því miður virðist ríkisstjórnin hafa takmarkaðan skilning á mikil- vægi þess að umbuna okkar lykil- starfsfólki í heilbrigðisþjónustu á hættutímum, þegar álag í störfum þess er gríðarlegt. Þekkt er að laun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum voru lækkuð um mánaðamótin. Sú lítilsvirðing sem þar var sýnd mikilvægum starfs- stéttum sem leggja sig daglega í hættu olli hörðum viðbrögðum stjórnarandstöðunnar á Alþingi og í samfélaginu. Var ríkisstjórnin gerð afturreka með málið. For- stjóri Landspítala hefur sent heil- brigðisráðherra sérstakt bréf vegna álags á starfsfólk Landspít- alans með tillögu um umbun því til handa. Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni hafa ekki farið varhluta af álaginu og því má ekki gleyma að sinna þarf Covid-19-sjúklingum í heimahúsum. For- stöðumenn allra heil- brigðisstofnana á landinu hafa sent ráð- herra bréf þar sem lýst er áhyggjum af því að kjarasamningar hjúkrunarfræðinga hafa verið lausir í meira en eitt ár og bólar ekki á samkomulagi. Önnur lönd umbuna heilbrigðisstarfsfólki Löndin í kringum okkur greiða nú sínu heilbrigðisstarfsfólki álag. Í Svíþjóð og nokkrum ríkjum Banda- ríkjanna er greidd föst umbun. Hana fá ekki einungis þeir sem eru í fremstu framlínu, enda mæðir á öllu starfsfólki. Það vekur óneitan- lega athygli og er verulega dapur- legt að ríkisstjórnin, með konu í stóli forsætisráðherra og konu í stóli heilbrigðisráðherra, skuli ekki meta störf stærstu kvennastéttar landsins, hjúkrunarfræðinga, meira en raun ber vitni. Eftir Birgi Þórarinsson Birgir Þórarinsson Höfundur er þingmaður Miðflokksins og situr í fjárlaganefnd Alþingis. birgirth@althingi.is Álagsgreiðsla til heilbrigðisstarfs- fólks á hættutímum » Því miður virðist ríkisstjórnin hafa takmarkaðan skilning á mikilvægi þess að umb- una okkar lykilstarfs- fólki í heilbrigðisþjón- ustu. Ísland stendur núna frammi fyrir miklum áskorunum til að mæta nýjustu ógn heims- byggðarinnar en Ís- lendingar hafa oft þurft að mæta ýmsum áskorunum fyrr á öld- um. Aflabrestir, eld- gos, farsóttir, frosta- vetur og heimskreppur eru meðal áskorana sem forfeður okkar hafa þurft að mæta. Ísland varð frjálst og full- valda ríki 1. desember 1918. Þetta er einn merkasti áfanginn í sjálf- stæðisbaráttu landsins sem hafði þá staðið í nær eina öld. Haustið 1918 var eldskírn þjóðarinnar áður en hún öðlaðist fullveldi. Hinn 12. októ- ber urðu snarpir jarðskjálftar í Vík í Mýrdal og Katla var farin að gjósa en Katla er ein virkasta og hættu- legasta eldstöð landsins. Aðeins viku eftir að Katla gaus 19. október barst spænska veikin til Reykjavíkur. Um miðjan nóvember 1918 lágu þús- undir Reykvíkinga veikir, en út- breiðsla veikinnar var mjög hröð og náði hámarki þremur vikum síðar. Árið 1918 er gjarnan talið marka upphaf nútímasögu Íslands sem Ís- lendingar höfðu stefnt svo lengi að og barist fyrir að öðlast fullveldi og sjálfsmynd. Fullveldi landsins og kraftur frumherjanna hefur komið Íslandi í fremstu röð og tækifæri framtíðarinnar eru fjöldamörg ef vel er haldið á spöðunum. Mikilvægasta hagsmunamál Íslands á núverandi öld er að gæta hagsmuna einstakra náttúruauðlinda hér á landi sem eru t.a.m. ómenguð fiskiauðlind, endur- nýjanlegir orkugjafar, heitt og kalt vatn, fossar, hreint land, gjöfular jarðir, ómengaðar landbúnaðar- afurðir og stórkostlegt land. Ísland er óslípaður demantur sem mun hafa einstaka stöðu í breyttum heimi með allar þær auðlindir sem flestar þjóðir heimsins munu þrá horft til framtíðar. Íslendingar geta verið sjálfum sér nægir á flestum sviðum með nútímatækni og ný- sköpun á öld snjallra hugmynda og hugvits. Íslendingar eiga eitt besta lífeyriskerfi heims sem byggist á fullri sjóðsöfnun og þjóðin er töluvert yngri en flestar Evr- ópuþjóðir auk þess sem fæðingar- tíðni er töluvert hærri á Íslandi. Heildareignir íslenska lífeyris- kerfisins nema nú um tvöfaldri landsframleiðslu landsins. Mennt- unarstig þjóðarinnar er hátt og mörg frábær alþjóðleg fyrirtæki hafa orðið til á Íslandi síðastliðin 40 ár sem standa sig framúrskarandi vel í alþjóðlegri samkeppni. Ísland er í lykilstöðu til að taka forystu í sjálfbærni, nýsköpun og umhverfis- málum á nýrri öld snjallra hug- mynda. Einstakar náttúruauðlindir Íslands eiga eftir að koma Íslandi í forystu í mörgum málum á heims- vísu. Ísland mun því rísa undir öll- um áskorunum sem mæta landinu vegna þess að Ísland hefur staðið frammi fyrir miklu stærri vanda eins og árið 1918 þegar öldurnar risu hátt með spænsku veikinni og Kötlugosi þegar Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Frumherjar Ís- lands á þeim tíma mættu öllum áskorunum enda alvöru Íslendingar sem þótti vænt um landið sitt og gættu hagsmuna þess í hvívetna. Það mættu margir núlifandi Íslend- ingar sem aðhyllast inngöngu í önn- ur ríkjasambönd og vinna að því öll- um stundum að gæta hagsmuna annarra ríkja eða ríkjasambanda til- einka sér. Ísland á að taka forystu í sjálfbærni og umhverfisvernd á heimsvísu og vera fyrirmynd ann- arra ríkja í þessum tveimur mikil- vægustu málaflokkum þessarar aldar. Framtíðartækifæri Íslands í breyttum heimi eru mörg en þarf að nýta með klókum stjórnmálamönn- um með leiðtogafærni. Ísland mun mæta áskorunum í breyttum heimi Það er ekki ólíklegt að gjörbreytt heimsmynd verði eftir þessar nýju áskoranir sem nú ganga yfir heims- byggðina en mörg tækifæri munu koma í kjölfarið. Ylrækt verður stóriðja 21. aldarinnar, sjálfbær matvælaiðnaður, fámennið, einstök náttúra, og nýsköpun með tækni- fyrirtækjum með snjöllum hug- myndum. Framtíð Íslands er björt ef við berum gæfu til að nýta tæki- færin. Frumherjum og forfeðrum okkar ber að þakka með virðingu og þakklæti einstaka væntumþykju á landinu og gæðum þess og baráttu til betra lífs. Gæfa Íslands eru stað- fastir frumherjar sem gáfust aldrei upp vegna þess að þeir höfðu trú á Íslandi og gættu hagsmuna þess í hvívetna. Íslendingar þurfa að standa saman um fjöregg landsins sem er frelsi og fullveldi landsins til athafna. Íslendingar allir sem einn eiga að gæta hagsmuna landsins í sí- breytilegum heimi þar sem straum- ar og stefnur breytast hratt. Nú þurfa allir að hjálpast að til að kom- ast í gegnum þennan tímabundna vanda og vera tilbúnir að nýta fjöl- mörg tækifæri sem munu skapast þegar þessu linnir. Eftir Albert Þór Jónsson » Íslendingar geta ver- ið sjálfum sér nægir á flestum sviðum með nútímatækni og nýsköp- un á öld snjallra hug- mynda og hugvits. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðngur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. albertj@simnet.is Óslípaður demantur á öld snjallra hugmynda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.