Morgunblaðið - 14.04.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.04.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2020  Keflvíkingar skýrðu frá því um páskana að enski körfuboltamaðurinn Deane Williams myndi leika áfram með þeim á næsta tímabili. Williams er 23 ára gamall framherji og er frá Bristol en lék með Augusta-háskóla í Bandaríkjunum í fjögur ár áður en hann kom til Íslands. Williams lék alla leiki Keflavíkur í vetur og var að með- altali með 15,6 stig og 9,9 fráköst í leik. Hann tók næstflest fráköst allra leikmanna deildarinnar og var fimmti efstur að meðaltali.  Hvítrússneski fótboltinn hélt áfram um páskana en það er eina deildin í Evrópu sem er í gangi. Willum Þór Willumsson var á varamannabekknum allan tímann þegar BATE Borisov vann Minsk 3:0 á útivelli. Þetta er fyrsti leikurinn af fjórum á tímabilinu þar sem Willum tekur ekki þátt en lið hans hefur unnið tvo leiki og tapað tveimur til þessa og hann hefur skorað eitt mark.  Spænska knattspyrnufélagið Real Sociedad er hætt við að hefja æfingar á ný í dag eins og til stóð. Út- göngubanni verður að hluta til aflétt á Spáni í dag og Real ætlaði að fara strax af stað en dró í land eftir að ákvörðunin reitti marga stuðnings- menn liðsins til reiði.  Kenny Dalglish, einn þekktasti leik- maður Liverpool og síðar knatt- spyrnustjóri félagsins, er kominn heim af sjúkrahúsi. Þangað fór hann vegna nýrnasteina en greindist þá með kór- ónuveiruna. Hún lagðist ekki þungt á hann og Dalglish hefur skýrt frá því að hann sé við ágæta heilsu.  Toshiro Muto, forseti fram- kvæmdastjórnar Ólympíuleikanna í Tókýó, sagði við fréttamenn um páskana að hann væri ekki lengur viss um að leikarnir gætu farið fram sum- arið 2021, enda þótt þeim hefði þegar verið frestað um eitt ár. „Ég held að enginn geti fullyrt hvort búið verði að ná stjórn á veirunni í júlí á næsta ári. Það eina sem við getum gert er að vinna hart að undirbúningi fyrir leik- ana,“ sagði Muto.  Markvörðurinn Peter Bonetti, næstleikjahæsti leikmaðurinn í sögu enska knattspyrnufélagsins Chelsea, lést á páskadag, 78 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi. Bonetti, sem gekk undir viðurnefninu Kötturinn vegna snerpu sinnar, lék 729 leiki í marki Chelsea á árunum 1960 til 1979. Hann var lengi í landsliðshópi Eng- lands, m.a. þegar Englendingar urðu heimsmeistarar árið 1966, en lék þó aðeins sjö landsleiki. Bonetti starfaði lengi sem markvarðaþjálfari, m.a. hjá Chelsea, Newcastle, Fulham, Man- chester City og enska landsliðinu.  Frjálsíþróttamaðurinn Jóhann Björn Sigurbjörnsson frá Sauðárkróki og landsliðs- maður úr UMSS, skýrði frá því í Feyki um páskana að hann hefði greinst með eitla- krabbamein og yrði því ekki með á komandi keppn- istímabili. Jóhann, sem er 25 ára spretthlaupari, hefur verið í fremstu röð hér á landi í 100 og 200 m hlaupum undanfarin ár og keppti fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum og í Evrópubikarnum á síðasta ári. Eitt ogannað DANMÖRK Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Landsliðskonan Rut Jónsdóttir upp- lifir skringilega tíma eins og flestallt íþróttafólk á þessum tímum. Á síð- asta ári varð hún danskur meistari, fyrst íslenskra handboltakvenna, með Esbjerg eftir æsispennandi úr- slitarimmu. Í ár varð hún aftur meistari, annað árið í röð, en þó verður ekki annað sagt en að fagn- aðarlætin og gleðin hafi verið heldur endasleppt miðað við í fyrra. „Þetta er auðvitað ótrúlega skrít- ið og allt öðruvísi en í fyrra. Það var svo mikil stemning í kringum úr- slitaleikinn, þetta er ekki alveg það sama,“ sagði Rut í samtali við Morg- unblaðið um páskana. Keppni í Dan- mörku var aflýst vegna kórónuveir- unnar, eins og víða í Evrópu, og lið Esbjerg úrskurðað meistari þar sem það sat í efsta sæti þegar keppni var hætt, með fjögurra stiga forskot á Odense þegar þremur umferðum var ólokið. Óvissa hvort verði spilað Eftir að hafa glímt við meiðsli fyr- ir áramót var Rut búin að spila vel undanfarið og því full tilhlökkunar fyrir toppbaráttuna, sem og átta liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu en nú er alls óvíst hvort og hvenær þeir leikir fara fram. Þar á Esbjerg að mæta Buducnost frá Svartfjalla- landi og sem stendur eiga þeir að vera leiknir 17. og 20. júní, sam- kvæmt núgildandi dagskrá. „Þetta var svo ótrúlega skemmti- legt í fyrra, að fagna deildarsigr- inum. Okkur hefur svo gengið rosa- lega vel í deildinni í ár og það hefði verið frábært að enda þetta eins. Við eigum svo eftir átta liða úrslitin í Meistaradeildinni og við erum enn þá að bíða eftir upplýsingum um hvort við séum að fara spila þar eða hvort við förum beint í undanúrslit, þar sem við erum í öðru sæti í riðl- inum. Þessir leikir áttu að fara fram í síðustu viku og nú er búið að færa undanúrslitin fram í september. Því miður er þetta svona. Það er auðvit- að margt annað sem er mikilvægara en handbolti akkúrat núna.“ Ekki útilokað að koma heim Samningur Rutar við Esbjerg gildir til 30. júní og þá er kærasti hennar, Ólafur Gústafsson, á förum frá Kolding í sumar. Þau ætluðu því ekki að vera um kyrrt en Rut segir enga ákvörðun tekna um framtíðina á meðan þetta óvissuástand ríki. „Nei, við ætluðum ekki að vera áfram. En eins og staðan er núna, þá er búið að setja allt á smá pásu. Við erum að skoða okkar möguleika og ég get í rauninni lítið sagt. Við vor- um búin að skoða það að koma heim, það er alls ekki útilokað. En við ætl- um aðeins að meta stöðuna og bíðum átekta á meðan ástandið er svona. Við erum í rauninni opin fyrir öllu.“ Ýmislegt þarf að ganga upp Það væri henni til sárrar hryggð- ar að missa af tækifærinu að spila í undanúrslitum Meistaradeild- arinnar, eitthvað sem Rut á enn eft- ir þó að hún hafi upplifað margt á sínum handboltaferli. „Þetta er al- veg mjög leiðinlegt en svona er þetta. Ég mun reyna að gera það besta í stöðunni; það væri alveg æð- islegt að geta spilað í Meistaradeild- inni en ég veit ekki hvort það er möguleiki. Við erum tvö hérna í handbolta, bæði ég og kærasti minn, og það er ýmislegt sem þarf að ganga upp,“ sagði Rut sem hefur leikið í Danmörku í tólf ár, eða frá 18 ára aldri. Fyrst með Tvis Holstebro í sex ár, síðan með Randers og Midt- jylland áður en hún gekk til liðs við Esbjerg árið 2017. Hún lék þó ekk- ert með liðinu tímabilið 2017-18 en þá eignuðust þau Ólafur soninn Gústaf Bjarka. Hvort sem draumurinn um und- anúrslitin getur orðið að veruleika eða ekki, er Rut stolt af því að hafa fengið að vera hluti af þessu liði Esbjerg undanfarin tvö ár. „Þó að ég sé búin að upplifa margt á mínum ferli þá væri það algjör draumur að fá að upplifa undan- úrslit í Meistaradeild. Maður er bú- inn að vera hluti af þessu og þetta er auðvitað svekkjandi, en ég er ótrú- lega stolt af liðinu og það er búið að vera gaman að vera hluti af þessu.“ Undanúrslit í Meistara- deild væru algjör draumur  Rut aftur danskur meistari með Esbjerg en núna á öðruvísi hátt en í fyrra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landsliðið Rut Jónsdóttir er með leikjahæstu leikmönnum íslenska landsliðsins sem á eftir að spila fjóra leiki í und- ankeppni EM og átti að mæta Tyrkjum í lok mars. Rut hefur leikið 94 landsleiki og skorað í þeim 191 mark. Bandaríski kylfingurinn Doug Sanders, sem er frægastur fyrir að hafa klúðrað dauðafæri til að vinna Jack Nicklaus og þar með breska mótið The Open árið 1970, er lát- inn, 86 ára að aldri. Sanders vann 20 PGA-mót á ferl- inum en náði aldrei að sigra á stór- móti þar sem hann endaði fjórum sinnum í öðru sæti. Aldrei var hann eins nálægt sigri og á ofangreindu móti á St. Andrews þar sem hann þurfti aðeins að setja niður þriggja feta pútt til að vinna hinn fræga Nicklaus. Doug Sanders er fallinn frá AFP Kylfingur Doug Sanders vann 20 PGA-mót á ferlinum. Enska knattspyrnufélagið Totten- ham hefur hætt við að þiggja rík- isaðstoð til þess að greiða 80% launa almennra starfsmanna fé- lagsins. Félagið var harðlega gagn- rýnt fyrir að ætla að nýta sér að- stoð breskra stjórnvalda, sem bjóða fyrirtækjum neyðaraðstoð vegna kórónuveirunnar. Fetar Tottenham með þessu í fótspor Liverpool, sem einnig ætlaði að nýta sér ríkisað- stoð, en hætti snarlega við eftir harða gagnrýni. Félög eins og Newcastle og Bournemouoth ætla að nýta sér aðstoðina. Tottenham fetaði í fótspor Liverpool AFP Stjórnarformaður Daniel Levy ræður ríkjum hjá Tottenham. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hugmyndin um að ljúka keppn- istímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á einum og sama staðnum, án áhorfenda en beint í sjónvarpi, virðist vera að fá aukið fylgi meðal félaganna í deildinni. Í gær kom fram í enskum fjöl- miðlum að úrvalsdeildinni stæði til boða báðir þeir leikvangar sem eru í umsjón enska knattspyrnu- sambandsins, Wembley í London og St. George’s Park í Burton, ef for- ráðamenn deildarinnar vildu nýta þá til að ljúka keppni. St. George’s Park þykir henta sérstaklega vel fyrir slíkt fyrir- komulag. Það er æfingamiðstöð ensku landsliðanna, ný og glæsileg aðstaða sem var tekin í notkun árið 2012 en þar geta öll 28 landslið Englands í öllum aldursflokkum æft og dvalið á sama tíma. Þar lék t.d. U21 árs landslið Íslands í karla- flokki vináttulandsleik gegn Eng- lendingum í júnímánuði sumarið 2017. Þar er mögulegt að spila marga leiki á sama degi og til staðar er fullkomin gistiaðstaða fyrir leik- menn, dómara og aðra sem tengjast mótshaldinu og ferðalögum í kring- um keppnina væri því haldið í al- gjöru lágmarki. Níu umferðum er ólokið í úrvalsdeildinni og mögulegt væri að ljúka keppni á um það bil fimm vikum með því að spila þétt. Talað er um þetta sem „Fótboltahátíð“. Reiknað er með að þetta gæti skýrst betur á fundi félaganna næsta föstudag en allar ráðagerð- irnar standa þó og falla með fram- gangi kórónuveirunnar sem hefur leikið Breta sérstaklega grátt á undanförnum vikum. Mótinu lokið í æfingamiðstöð ensku landsliðanna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.