Morgunblaðið - 14.04.2020, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2020
FÁST Í BYGGINGA-
VÖRUVERSLUNUM
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
Bestu undirstöðurnar fyrir
SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA
DVERGARNIR R
NAGGUR
H: 120 cm
PURKUR
H: 60 cm
TEITUR
H: 80 cm
ÁLFUR
H: 30 cm
Frábær hönnun, styrkur og
léttleiki tryggja betri
undirstöðu og festu í
jarðvegi.
Skoðið
nýju
heimas
íðuna
islands
hus.is
Farsælt líf fyrir ungt fólk
Heillaspor fjallar um gildin sem
leggja grunn að farsælu lífi fyrir
ungt fólk og fjölskyldur þess. Gleði,
þakklæti, vinátta, hugrekki, sam-
líðun, fyrirgefn-
ing, virðing og
náttúruást koma
við sögu.
Texti, myndir
og hugarljós eiga
að hjálpa lesand-
anum að finna
svörin til að stíga
heillaspor í lífinu.
Hugarljós sem
birt eru í bókinni eru stuttar nútvit-
undaræfingar til að lifa sig betur inn
í hugtökin. Eitt af markmiðum bók-
arinnar er að hún skapi samræður
og samtal milli kynslóða um lífs-
gildin.
Börn og unglingar hugsa um til-
finningar sínar og taka þátt í að
rækta þær ásamt nánustu aðstand-
endum og vinum. Smátt og smátt
læra þau að tala um þær, styrkja
mannkosti sína og setja sig í spor
annarra. Það mun reynast þeim
gæfuspor á lífsleiðinni.
Gildin sem fjallað er um eru
mannleg verðmæti, þau eru tilfinn-
ingar, dyggðir og afstaða til hlut-
anna. Til að stíga heillaspor í lífinu
þarf að læra gildin sem samfélagið
vill hafa í heiðri. Þá opnast vegir til
framtíðar.
Það er rétt að spyrja eins og
barn: „Hvað er …? Hvað er ljós?
Hvað er gott? Hvað er vinátta?“
„Hvað er …?“ spyr heimspekin
ævinlega eins og barn.
Hugarljós
Við lærum dyggðir, tilfinningar
og viðhorf með margvísum hætti. Í
bókinni geta lesendur lifað sig inn í
hugtökin með gjörhygli. Hér er
dæmi:
Lokaðu augunum og beindu at-
hyglinni að önduninni. Hugsaðu: Er
einhver manneskja í lífi mínu sem er
mér góð en ég tek sjaldan eftir?
Gefðu huganum tíma til að reika og
finna nafn. Getur þú ákveðið að sýna
henni meiri virðingu? Hvað getur þú
gert? Andaðu rólega og leyfðu
svarinu að birtast af sjálfu sér.
Skrifaðu þessari manneskju svo
bréf eða teiknaðu mynd.
Um gleði og þakklæti
Gleðin kemur við sögu í bókinni.
Gleðin byrjar að innan, þrýstir sér
út um líkamann og streymir til ann-
arra. Börn þurfa ekki að læra að
gleðjast, það er þeim eðlilegt. Gleði
barnsins er ómenguð og leggur all-
an líkamann undir sig. Hún gerir
limina létta.
Þakklæti er óviðjafnanlegt í alla
staði. Þakklæti eflir sambandið á
milli fólks. Þakklæti hefur töframátt
því það hefur áhrif á þá sem þiggja
það, eins og þeir breytist um stund
og verði mildari. Þakklæti er heið-
arleg tilfinning sem kallar á sam-
líðun með öðrum.
Vinátta
Vinátta er opinn faðmur. Vinir og
vinkonur eru ekki aðeins félagar
heldur kærir félagar. Fátt er betra
en góður vinur og vinkona.
Fólk segir gjarnan að einhver sé
besti vinur eða besta vinkona þess.
Það þýðir að vera trúnaðarvinur –
að hægt sé að trúa einhverjum fyrir
andlegu lífi sínu og treysta á að það
spyrjist ekki út.
Vinum líður vel saman, sam-
bandið milli þeirra vekur ekki kvíða,
ekki óöryggi. Vinir geta hugsað og
talað um hvað sem er, þeir geta opn-
að hjarta sitt og eru ófeimnir að
segja frá efa sínum, ótta, veikleikum
og draumum. Þeim finnst gefandi að
vera saman, jafnvel að þegja saman
getur verið gott.
Enginn verður hamingjusamur
með því að hugsa einungis um sjálf-
an sig – heldur með því að gefa af
sér, gefa öðrum og sýna þeim góð-
vild. Það er leyndardómurinn.
Góðvild sem heillaspor
Einn góðan veðurdag fyrir langa
löngu birtist góðvildin og breytti
hjartalagi fólks. Hún birtist sem
löngun til að hjálpa ókunnugum.
Engum bar skylda til að hjálpa og
enginn bjóst við því en einn hópur
fólks fyndi til með öðrum hóp sem
átti bágt. Þau settu sig í spor þeirra,
ímynduðu sér hvernig þeim liði og
spurðu sig:
„Hvað get ég gert til að þeim líði
betur?“
Þau ákváðu að rétta hjálparhönd.
Þessi hugsun, löngun.
Allir sem vilja kynnast góðvild,
finna hana í brjóstinu, rækta hana
og æfa með öðrum og launin eru
auðnuspor.
Góðvild hefur svo góð áhrif að
sumir efast um að hún sé raunveru-
leg. Hún gengur undir mörgum
nöfnum og er nefnd í ýmiskonar
spekibókum og trúarritum í gegnum
aldirnar. Það virðist þó ekki nægja
því of fáir treysta á safaríkan kraft
hennar.
Góðvild hefur oft verið útilokuð
og flokkuð með draumórum. Það
hefur verið hlegið að henni og jafn-
vel er óhætt að segja að hún hafi átt
undir högg að sækja og orðið fyrir
aðkasti. Fyrr á öldum var því jafn-
vel haldið fram að góðvild væri að-
eins fyrir konur en ekki karla, stelp-
ur en ekki stráka. Mannkynið hefur
því efast um og hunsað einn sinn
allra besta kost, þann sem gerir fólk
gott.
Hvað er heiðarleiki?
Heiðarleiki er mannkostur sem er
mikils metinn. Allir vilja vera
heiðarlegir. Flestallir vilja að
minnsta kosti að aðrir haldi að þeir
séu heiðarlegir. Stundum þarf hug-
rekki til að vera heiðarlegur. Hvað
er heiðarleiki og hvað ekki?
Svindl, lygi, blekkingar, svik og
prettir og að leika tveimur skjöldum
er ekki heiðarleiki eða að segja hálf-
an sannleikann. Það er ágætt að
gera sér fyrst grein fyrir andstæð-
unni sem nefnist einfaldlega óheið-
arleiki.
Heiðarleiki er eins og heiðskír
himinn, fagurblár og á festingunni
skín sól. Óheiðarleikinn er vafinn
skýjum og enginn veit hvað er á bak
við þau eða hvað felur sig í þeim.
Heiðarleiki er fallegur kostur og
segja má að fólk sé heiðarlegt frá
blautu barnsbeini en þegar það líður
á þroskann og samskipti við aðra
verða flóknari, þá glatast þetta skín-
andi grandaleysi. Fólk þarf því að
læra upp á nýtt að vera heiðarlegt.
Heiðarleiki er dyggð og dyggðir
eru lærdómur og nám. Fyrsta skref-
ið felst ætíð í því að vera trúr sjálf-
um sér, öðlast sjálfstraust og styrk
til að vera maður sjálfur. Hver vil ég
vera? Hvernig vil ég vera? Við verð-
um það sem við gerum og hugsum.
Náttúruást
Í bókinni er lagt upp úr ást til
barnsins og ást til náttúrunnar. Allt
tengist saman í einni jörð, undir ein-
um himni, á einni tímarás, í einu lífi.
Öll náttúra á hnettinum þarf á kær-
leika og virðingu að halda til að lifa
og dafna.
Við getum elskað hvert annað og
við getum elskað dýrin og aðrir geta
elskað okkur á móti eða að minnsta
kosti sýnt okkur væntumþykju. En
getum við elskað náttúruna?
Fjölbreytilegt og óvænt
Lífið er svo fjölbreytilegt og
óvænt að jafnvel sá og sú sem er
hæfilega kærulaus lendir í miklum
ævintýrum.
Það er þó gott að velja sér
áfangastað áður en lagt er af stað og
það er líka gott að æfa dyggðirnar
og rækta tilfinningar sínar. Það er
gott að vita hvert ferðinni er heitið
og mikilvægt að taka þátt í því að
velja stefnuna, jafnvel þótt síðar sé
skipt um skoðun og stefnu.
Siðfræði bókarinnar snýst um að
gera gott fólk úr börnum með
dyggðum sem það tekur sjálft þátt í
að velja. Sálfræði bókarinnar er um
að hægt sé að sigrast á vanlíðan og
breyta slæmri hegðun með því að
efla styrkleika sína og læra að þykja
vænt um sjálfan sig.
Umræðuefni
Hvað er virðing? Hún felur í sér
væntumþykju gagnvart öðrum.
Virðing er að meta aðra til jafns við
sig sjálfan, hlusta á þá og vilja koma
fram af vinsemd gagnvart öðrum.
Hvað er virðing að þínu mati?
Hvað er þakklæti? Að gefa og
þiggja og sýna gleði yfir hvoru
tveggja. Þakklæti er tilfinning um
lánsemi í lífinu og vitneskja um hlut-
deild annarra í henni. Hvað þakkar
þú fyrir?
Betri vinur? Einstaklingar kynn-
ast og þeim líkar vel hver við annan.
Það myndast vinaband og allir sem
vilja halda í vini sína þurfa að deila
með þeim hugsunum sínum og
áhugamálum. Hvað getur þú gert til
að vera betri vinur?
Bókarkafli | Markmið
bókarinnar Heillaspor –
gildin okkar, eftir Gunn-
ar Hersveinn rithöfund
og hönnuðina Helgu
Björgu Kjerúlf og Heru
Guðmundsdóttur, er að
vera hvatning og tæki
fyrir ungt fólk og að-
standendur þess til að
hugsa og ræða um eig-
inleika sína, dyggðir og
tilfinningar og taka þátt
í öflugu samfélagi.
Af ást til
barnsins
Gleði Úr bókinni
Heillaspor - gildin okkar.