Morgunblaðið - 14.04.2020, Page 32

Morgunblaðið - 14.04.2020, Page 32
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bolir með slagorðunum „Ég hlýði Víði“ og „Verum öll Almannavarnir – veiruna burt!“, þar sem vakin er athygli á „Alma“ í öðrum lit, hafa selst vel, en allur ágóði rennur til Vonar, félags sem starfsmenn gjör- gæsludeildar stofnuðu á sínum tíma til styrktar skjólstæð- ingum gjör- gæsludeildar Landspít- alans. Maðurinn á bak við fyrra slagorðið er Birgir Óm- arsson, eða Biggi Ómars, eins og hann er kallaður, grafískur hönn- uður og hugmyndasmiður. Í seinna slagorðinu hafði hann auglýsingu Landlæknis, „Við erum öll al- mannavarnir“ til hliðsjónar, dró orðið Alma út og bjó til lógó. Hann rekur Auglýsingastofuna Kaktus og segir að í samdrættinum í kjöl- far samgöngubannsins hafi hann leitt hugann að máli málanna. „Eft- ir því sem vinnan dróst saman hafði ég meiri tíma til að velta þessu fyrir mér,“ segir hann um þróun fyrrnefndu slagorðanna. Byrjaði sem stríðni Þríeykið er á allra vörum. Birgir segist hafa unnið fyrir Víði Reynis- son yfirlögregluþjón og þekkja hann ágætlega. Slagorðið hafi byrj- að sem stríðni. „Hann er frekar hógvær og vill ekki troða sér fram þannig að mér fannst þetta eiga vel við!“ Eftir að hafa sett slag- orðið „Ég hlýði Víði“ á vefinn hjá sér hafi viðbrögðin ekki látið á sér standa. Hann hafi þá útfært hug- myndina enn frekar og sett á Facebook-síðu sína. „Myndirnar dreifðust um allt rétt eins og kór- ónuveiran,“ segir hann. Félagi sinn hafi stungið upp á að sniðugt gæti verið að láta útbúa boli með áletr- uninni og fyrirtækið Margt smátt hafi tekið verkið að sér. „Ég hef nokkrum sinnum unnið fyrir styrktarfélagið Von og þar sem þetta er framlínufólkið okkar – þeir sem fara verst út úr sjúk- dómnum lenda hjá því á gjörgæslu – fannst mér gott að geta látið gott af mér leiða með því að styrkja það.“ Birgir hefur lengi starfað í skátunum og björgunar- sveitum. „Ég var góður að teikna og skrautritaði mikið fyrir skátana,“ segir hann spurður um hvers vegna grafísk hönnun hafi orðið fyrir valinu, en hann hefur unnið við það síðan hann lærði og lauk prófi í Bandaríkjunum fyrir margt löngu. „Ég ákvað snemma að vinna við áhugamálið mitt,“ segir hann. Þekktasta slagorð Birgis þar til „Ég hlýði Víði“ kom til sögunnar er „Ekki gera ekki neitt“. Hann gerði það fyrir Intrum, nú Motus, og segir að mönnum hafi ekki litist á það í fyrstu en það hafi slegið í gegn. „Sama gerðist í Færeyjum,“ segir hann og vísar til þess að slag- orðið hafi verið þýtt á færeysku, „Ikki gera ikki nakað“, heimamenn hafi ekki haft trú á því í fyrstu en það hafi engu að síður náð vinsæld- um og verið mikið notað. Birgir hefur unnið mikið fyrir Landsbjörg í ýmsum fjáröflunar- verkefnum. „Ég þekki vel til þeirra mála og hef sterkar taugar til björgunarsveitanna eins og skát- anna.“ Bolir með áletruninni „Verum öll ALMAnnavarnir – veiruna burt!“ fóru í sölu fyrir viku, en Þór- ólfur hefur vafist fyrir Birgi. „Ég hef lagt höf- uðið í bleyti og til þessa er „Það verður gaman í folfi með Þórólfi“ og „Ég hlakka til að taka Þórólf með í frisbí- golf“ það eina sem mér hefur dottið í hug,“ segir hug- myndasmiðurinn, sem er í forsvari fyrir frisbígolf hér- lendis og leikur líka golf. Auðveldara hafi verið að eiga við Harald Briem sem sóttvarna- lækni. „Þá varð til „Haraldur far- aldur“ en við sjáum til með Þór- ólf.“ Slagorðin slá í gegn Samheldni Birgir Ómarsson í bol með áletruninni sem beint er til allra.  Bolir með slagorðum tengdum þríeykinu seldir til styrktar Von, styrktarfélagi gjörgæslu Landspítalans  Hugmyndasmiðurinn alsæll Frisbí Birgir Ómarsson tengir Þór- ólf sóttvarnalækni við íþróttina. PURUSNAKK Lág kolvetna Þar sem gestir geta ekki heimsótt Ljósmyndasafn Reykjavíkur þessar vikurnar hafa stjórnendur safnsins ákveðið að færa hluta safnkostsins út í hverfi borg- arinnar. Sýningin „Mynd um hverfi“ birtist nú borgar- búum á strætisvagnaskýlum og kynningarstöndum víða um borgina. Á hverju skilti er að finna myndir úr viðkomandi hverfi allt frá upphafsárum þess til dagsins í dag, en hvert hverfi á sína sögu, kennileiti og sérstöðu sem móta hverfisandann og líf íbúa. Fyrstu myndaskilt- in voru sett upp um helgina og sjást fleiri á næstunni. Ljósmyndasafnið sýnir myndir úr hverfunum á strætóskýlum ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 105. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason sem leikur með ungverska liðinu Újpest æfir um þessar mundir úti í garði ásamt nokkrum liðsfélögum. Hann er að ljúka fyrsta tímabilinu eftir að hafa skrifað undir fjögurra ára samning síðasta sumar en er óviss um hvernig fram- haldið verði hjá sér og viðurkennir að hann hafi verið farinn að líta í kringum sig, áður en kringumstæðurnar í heimsfótboltanum breyttust verulega. » 26 Æfir úti í garði í Ungverjalandi ásamt nokkrum liðsfélögum ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.