Austri


Austri - 21.06.1990, Page 1

Austri - 21.06.1990, Page 1
NYTT „ Ekta pizza að ítölskum hætti. SKÁLAPIZZA bökuð á staðnum. Neytið á staðnum eða takið með heim. SÖluskálÍ KHB Egilsstöðum 17. júní á Seyðisfirði Pað er að verða hefð á Seyðisfirði, að hleypa af einu púðurskoti úr þessari gömlu fallbyssu frá 1852 17. júní. Hér ríður skotið af með feiknalegum hvelli og jörðin nötrar í kring. Það er Jóhann Sveinbjörns- son, bæjargjaldkeri og fallbyssuskytta, sem hleypt hefur af byssunni, þar sem hún stendur framan við bæjarskrifstofurnar, en myndirnar tók Albert Geirs- son við upphaf hátíðarhaldanna þann 17. júní sl. Að sögn Jóhanns er notað svart fljótbrennandi púður í byssuna og hampur og blöð í forhlaðið, sem þeytist úr byssunni við skotið. Á minni myndinni hér til hliðar eru Jóhann og Sófus, sonur hans, að hlaða byssuna og gera hana klára fyrir skotið. Næg atvinna á Breiðdalsvík Næg atvinna hefur verið að undanförnu í Hraðfrystihúsi Breiðdælinga á Breiðdalsvík að sögn verkstjóra, er Austri hafði samband við. Togarinn Hafnarey, sem gerður er út frá Breiðdalsvík, landaði þar 6. júní sl. rúmlega 83 tonnum af fiski. Þar af voru um 36 tonn þorskur, en afgangurinn aðallega ufsi og ýsa. Kláraðist að vinna þann afla síðastliðinn föstudag, en togarinn var væntanlegur inn til löndunar aftur sl. mánudag. Um 30 manns vinna nú hjá hraðfrysti- húsinu og er hluti af því skólafólk. Hefur skólafólk þar allt getað fengið vinnu. Byrjað er að vinna kl. 6 á morgnana, þegar mikill fiskur er, en helst ekki unnið lengur en til kl. 17 á daginn. Útlit er fyrir að næg atvinna verði í fiskvinnslunni á Breiðdals- vík í sumar að sögn verkstjóra við frystihúsið. Afli trillubáta hefur þó verið heldur tregur það sem af er, en einn línubátur og tveir hand- færabátar hafa lagt upp afla hjá hraðfrystihúsinu að undanförnu. Annars eru ýmsir trillukarlar ekki byrjaðir veiðar ennþá. Andeyjan hinn togari þeirra Breiðdælinga landaði sl. þriðjudag 1970 kössum af flökum, og var það mest ufsi, en aflinn er flakaður um borð. Er aflinn síðan sendur beint til útlanda í gámum. G.I. írsk skúta á Seyðisfirði Þessi gamla skúta með rauðbrúnum seglum kom til Seyðisfjarðar nýlega og var þar m.a. 17. júní, þegar þessi mynd var tekin. Á skútunní eru írar, sem komu til Seyðisfjarðar á leið sinni til Jan Mayen og þaðan til Murmansk á Colaskaga. Skútan er byggð árið 1909, en mun hafa verið endurbyggð að hluta. Hafa skipverjar verið að bíða eftir góðu veðri, áður en þeir halda ferðinni áfram til Jan Mayen. Þeir sigldu skammt frá landi og svöruðu fallbyssuskoti Seyðfirðinga 17. júní með heiðursskoti úr stórum veiðiriffli, sem þeir hafa meðferðis til öryggis, ef þeir skyldu mæta ísbirni á leið sínni í norðurhöfum. Austram./Aibert. Flj ótsdalsvirkj un: Vegagerð fyrir 40 milljónir í sumar Ákveðið hefur verið að hefja undirbúningsframkvæmdir vegna Fljótsdalsvirkjunar í byrjun júlí, eftir heimildum sem blaðið hefur frá Landsvirkjun. Þetta kom m.a. fram á fundi Halldórs Ásgríms- sonar og Jóns Kristjánssonar í Végarði í Fljótsdal síðastliðinn fimmtudag þar sem þessi mál voru til umræðu. Þessar framkvæmdir eru þrí- þættar, vegagerð, rannsóknir og aðrar undirbúningsframkvæmdir. Vegagerð á vinnusvæði Áformað er að byggja upp hluta varanlegs vegar frá Grenis- öldu að Eyjabakkastíflu. í sumar er ráðgert að byggja upp 13 kíló- metra vegarins að Axará. Jafn- framt er áformað að byggja upp vinnuvegi frá Eyjabakkabraut að gangamunnunum við Axará og á Teigsbjargi samtals um 12 km. Loks verður byggður varan- legur vegur að gangamunna aðkomuganga niður í Fljótsdal og er sá vegur 1 km. Stefnt er að því að bjóða þessar framkvæmdir út í byrjun júlí og er áætlaður kostnaður vegna vega- gerðarinnar á árinu um 40 mill- jónir króna. Rannsóknir Unnið verður við kjarnabor- anir á gangaleiðinni og boraðar 8 holur og samtals boraðir um 1200 metrar. Unnið verður jafn- óðum að rannsóknum og prófunum á staðnum. Ennfremur verður unnið að rannsóknum við Eyjabakka þ.e. með borunum og prufuholum á stíflusvæði og efnis- námum. Auk þess verður unnið að leiðréttingum á grunnkortum við Eyjabakka og vestan Snæfells. Þessar rannsóknir munu hefjast í byrjun júlí. Annað Gert er ráð fyrir því að sprengt verði fyrir á gangamunnum við Axará og á Teigsbjargi í haust og sprengja þarf munna og fyrstu tugi metra aðkomuganga, ef unnt á að vera að hefja vinnu á staðnum í mars eða apríl á næsta ári. Auk þess verður hafinn undirbúningur að uppsetningu vinnubúða við aðkomugöng og færanlegar vinnubúðir smíðaðar til notkunar við framkvæmdir ársins. Hjá Landsvirkjun er áætlað að 20-25 menn vinni við byggingu vega og 12-15 manns við rann- sóknir þannig að alls verði um 40 manns við vinnu á svæðinu í sumar. Áætlað er að þessar fram- kvæmdir kosti 228 milljónir króna og skiptist sú upphæð þannig að 101 milljón verður varið til ráð- gjafarstarfa, 8 milljónum til rann- sókna og mælinga, 23 milljónum til kjarnaborunar, 39 milljónum til vegagerðar, 47 milljónum til aðkomuganga og 10 milljónum til annarrar aðstöðu. Vegagerð verður hafin í Heiðarendanum í sumar Vegurinn um svokallaðan Heiðarenda á Héraði hefur verið slæmur yfirferðar í vor og hefur verið mikill áhugi á því á Hérað- inu að flýta uppbyggingu hans. Þingmenn Austurlands ákváðu á fundi sínum með Vegagerðar- mönnum á Egilsstöðum á dögunum að samþykkja fyrir sitt leyti að framkvæmdir verði hafnar fyrir lánsfé í ár, út á fjár- veitingar næsta ár, og einnig verði viðhaldsfé notað að hluta. Gert er ráð fyrir að byrja að norðan skammt frá Jökulsár- brúnni, og leggja veginn í einum sveig upp á heiðarendann að vegamótum þar sem vegurinn liggur upp á Jökuldal. Við þetta styttist leiðin um einn kílómetra. Þessi framkvæmd er byrjun á því verki sem framundan er að byggja upp varanlegan veg á milli Lag- arfljóts og Jökulsár á Dal, en umferð og þar á meðal þunga- flutningar hafa aukist mjög á þessum vegarkafla. fallbyssuleyfi til sýslumannsins á Seyðisfirði.

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.