Austri


Austri - 04.02.1993, Side 1

Austri - 04.02.1993, Side 1
BOKADEILD Útsala á bókum frá Skjaldborg, yfir 150 titlar. Komið og gerið góð kaup. Opið mán. - fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-19, lau. kl. 10-14. Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum Seyðisfjörður: Egilsstaðir: Loðnan að glæðast Eldri borgarar komnir Mjög góð loðnuveiði var við Austurland í síðustu viku og sums- staðar löndunarbið. Nánast ekkert hefur veiðst af loðnu það sem af er árinu og þessi aflahrota því kær- komin, þótt ekki færi hjá því að nokkur áhrif hefði hún á þáttöku manna í þorrablótum sem haldinn voru um þessa helgi bæði á Seyðis- firði og í Neskaupsstað. Mestu hefur verið landað á hjá SR á Seyð- isfirði, en þar lönduðu 17 skip fyrir helgina og voru á þriðjudagsmorg- un komin þar á land um 10,700 tonn. Síldarvinnslan í Neskaupstað hafði á sama tíma tekið á móti 5,800 tonnum. Til SR á Reyðar- firði höfðu borist 5,500 tonn og til Eskifjarðar 5,300 og Fiskimjöls- verksmiðjan Lón á Vopnafirði hafði tekið á móti rúmum 1100 tonnum. Til Oseyrar á Homafirði hefur engin loðna borist í þessari hrotu þar sem innsiglingin um Homafjarðarós hefur verið illfær. AÞ Loðnuveiðin hefur heldur betur glœðst. Allt loðnupláss er aðfyllast. Sigurður VE15 í höfn á Reyðarfiði um helgina. Mynd: MM Nýr vegur yfir Möðrudalsöræfi Hugmyndir hafa verið settar fram um að færa veginn á Möðrudalsöræf- um norðar en hann er í dag og jafn- framt að gera hann að heilsársvegi. Áætlaður kostnaður við gerð hans yrði um 730 milljónir. Endurbætur á gamla veginum er taldar kosta 1 milljarð. Eins og kunnugt er þá sagði Halldór Blöndal, samgönguráðherra, á fundi norður á Húsavík í síðustu viku, að þessi vegur yrði næsta stór- verkefni á eftir jarðgangagerð á Vest- fjörðum. Núverandi leið frá Egilsstöðum til Akureyrar er um 273 km. og mesta hæð 660 m. y.s. Þrjár hugmyndir eru uppi í dag um endurbætur á veginum. I fyrsta lagi að þegar komið yrði upp úr Jökuldal, (við Ármótasel) myndi vegurinn liggja norður Jökuldals- heiði, um Hárekstaði, Grímsstaðadal eystri, yfir Einbúasand og í suður- hluta Dimmafjallgarðs. Vegalengdin á milli Egilsst. og Akureyrar yrði nánast sú sama ( styttast um 3 km.). Þar af nýbygging 59 km. Talað hefur verið um að kostnaður við nýbygg- inguna yrði um 730 milljónir. Ef far- ið verður út í að endurbyggja núver- andi veg frá Reykjahlíð niður að Jök- uldal (113 km.) er áætlað að það kosti 1200 milljónir og yrði nýi veg- urinn inní því dæmi. Endurbygging á núverandi vegi er talinn kosta 200 milljónum minna. í öðru lagi myndi vegurinn liggja norður Jökuldalsheiði (Háreksstaði) um Langasand og Einbúasand. Sú leið yrði jafn löng (270 km). Þar af 53 km. nýbyggður vegur. Þriðja leiðin um Háreksstaði - Langadal - og um Vegskarð. Þessi leið yrði lengst, þ.a.e.s. 276 km. og þar af 28 km. nýbyggður vegur. Allir þessir vegir færu hæst í 600 m. yfir sjó. Ennfremur yrði um jafn- ara land að fara. Okostimir eru að leiðin liggur fjarri þeirri strjálu byggð (Möðrudalur, Víðidalur). Úr- koman er talin meiri utar á heiðinni en þar sem núverandi vegur liggur, en eins og fyrr segir er um jafnara land að fara og því minna um staði þar sem snjór safnast fyrir. Með tilkomu þessa vegar myndi leiðin frá Egilsstöðum til Vopna- fjarðar styttast um 40 km. Núver- andi leið er 178 km. Ef farið verður í gerð jarðgangna í Hellisheiði (Torfastaðir - Frökkudalur), mun sú leið verða 85 km. löng. MM á gönguskóna Félagsmálaráð á Egilsstöðum efndi til gönguferðar fyrir eldri borgara síðastliðinn föstudags- morgun og hefur verið ákveðið að slíkar gönguferðir verði fastur liður í félagsstarfi eldri borgara hvem föstudag í vetur. Lagt er upp í gönguna kl. 10:30 árdegis undir stjóm Helgu Alfreðsdóttur, íþrótta- kennara, en henni til aðstoðar verð- ur Þuríður Bachman, hjúkrunar- fræðingur. Til að byrja með verður farið hægt af stað en seinna er fyr- irhugað að skipta hópnum eftir getu, svo hægt sé að velja um mis- munandi vegalengd og göngu- hraða. Að lokinni gönguferð verða teknar liðkandi teygjuæfingar. Mæting í fyrstu gönguferðina lof- aði góðu, í henni tóku þátt 14 manns, en allir sem áhuga hafa eru velkomnir í hópinn. Eldri borgur- um á Egilsstöðum og í nágrenni sendur til boða fjölbreytt félags og tómstundastarf. Á þriðjudögum er boðið upp á ýmiss konar föndur og handavinnu og er kaffihléið þá að hluta notað fyrir létta leikfimi. Á fimmtudögum fyrir hádegi er unnið við leirmunagerð og tvisvar í viku er komið saman eftir hádegið í félagsaðstöðunni við Miðvang og gripið í spil. Auk þess sem hér hefur verið talið er mestan hluta ársins líflegt starf á vegum Félags eldri borgara á Héraði. AÞ Eldri borgarar í léttri sveiflu. Mynd: Jónas Þór. Núna geta sjúkra- liðar klárað verklegt nám hér á Austurlandi Verklegt nám sjúkraliða er nú hægt að klára í Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað. Þegar Sjúkraliðaskóli íslands var lagður niður, var nám flutt inní framhalds- skóla. Samfara því var reglum breytt. Kom í ljós að erfitt reyndist að koma öllum þeim nemendum, er stunda sjúkraliðanám, fyrir á þeim sjúkrahúsum, er til þess höfðu ver- ið viðurkennd sem kennslustofnan- ir og var þá ákveðið að fjölga þeim. Upp úr því óskuðu stjómendur framhaldsskóla, er hafa sjúkraliða- nám með höndum, eftir því hvort allt starfsnám nemenda í sjúkra- stofnunum, gæti farið fram í heimabyggð, á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum. Heilbrigðis- og Tryggingamála- ráðuneytið lét gera könnun á því hvort ekki væri hægt að viðurkenna fleiri sjúkrastofnanir sem gætu tek- ið við nemum í verklegt nám. Upp úr því var svo óskað eftir því að Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup- stað tæki við sjúkraliðanemendum í allt verknám. Þetta ætti að auð- velda þeim nemum, er hugsa þurfa um heimili samfara námi að stunda það í heimabyggð. MM Vj5l Ég heimta tvíbreiöan veg, svo að ég komist í Sjallann.

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.