Austri - 23.09.1993, Blaðsíða 6
6
AUSTRI
Egilsstöðum, 23. september 1993.
GEVALIA
Almennar kosningar 20. nóvember
Kosið í 186 sveitarfélögum
Í)U
Ö ‘
f V ift '•
/ \w
Vikulega Austri kemur
Enginn betur fréttir semur
Austri flytur fréttir góöar,
sem allir vilja lesa óöar.
Umdæmanefndir heimamanna í öll-
um kjördæmum landsins hafa skilað
tillögum sínum um sameiningu sveit-
arfélaga á landinu. Verður kosið um
tillögumar laugardaginn 20. nóvember
næstkomandi og verður kosið á al-
mennum kjörstöðum. Nefndimar sem
vom átta gera tillögur um að sveitarfé-
lögum fækki um 153, eða úr 196 í 43.
Kosið verður í 186 af 196 sveitarfé-
lögum.
Verði tillögumar samþykktar verða
sveitarfélög með innan við 500 íbúa 3
talsins en þau vom 142 hinn 1. des. sl.
Sveitarfélög með 500-1000 íbúa yrðu
11 talsins en vom 22, sveitarf. með
1000-2000 íbúa yrðu 13 í stað 17,
sveitarfélög með 2000-10.000 íbúa
yrðu 11 en vom 12, sveitarfél. með
10.000-100.000 úbúa yrðu 4 en vom 3
og áfram yrði 1 sveitarfélag með yfir
100.000 íbúa.
Meginmarkmiðið með sameiningu
sveitarfélaga er að treysta byggð í
landinu og efla stjóm heimamanna, að
auðvelda flutning verkefna frá ríki til
sveitarfélaga og að auka þjónustu við
íbúana og gera sveitarfélögunum betur
kleift að takast á við núverandi verk-
efni og væntanleg. Við gerð tillagna
sinna hafa umdæmanefndimar enn-
fremur haft að markmiði að sveitarfé-
lögin myndi heildstæð atvinnu- og
þjónustusvæði þannig að þéttbýli og
sveitir umhverfis það séu í sama sveit-
arfélagi; að tekið sé tillit til landfræði-
legra aðstæðna og samgangna eins og
kostur er til að tryggja gott samgöngu-
kerfi innan hvers sveitarfélags og að
reynt verði að jafna tekjumöguleika
sveitarfélaga frá því sem nú er.
Um kosningamar sjálfar er vert að
taka fram eftirfarandi:
*Meirihluta greiddra atkvæða þarf
til að tillaga um sameiningu teljist
samþykkt. Það þýðir að vilji menn
stuðla að sameiningu á sínu heima-
svæði verða þeir að mæta á kjörstað.
, * Hljóti tillagan ekki samþykki í öll-
um sveitarfélögum sem lagt er til að
sameinist, en í að minnsta kosti 2/3
þeirra, er viðkomandi sveitarstjómum
heimilt að ákveða sameiningu þeirra
sveitarfélaga sem samþykkt hafa, enda
hamli ekki landfræðilegar ástæður.
* Verði tillaga um sameiningu felld
en umdæmanefnd telur að vilji íbú-
anna standi til annars konar samein-
ingar, er henni heimilt að leggja fram
nýjar tillögur fyrir 15. janúar 1994.
Greiða þarf atkvæði um hinar nýju til-
lögur innan tíu vikna þar frá, þ.e. eigi
síðar en 26. mars 1994. Byggt á
fréttatilkynningu frá Samstarfs-
nefnd um sameiningu sveitarfélaga.
BYÐUR YKKUR VELKOMIN
Óvenju fallegt, hagkvæmt
og vel staðsett
0\SUHEIM/4/<d
SKOLAVÖRÐUSTÍG 30 • SÍMI 623544
Ljóðagetraun
Fyrir páskana í vor kom í blaðinu ljóða-
getraun sem margir höfðu gaman af að
spreyta sig á og höfðu nokkrir á orði að
þeir vildu gjaman sjá meira af slíku. Þótt
haustið sé mörgum annasamt og tómstund-
ir strjálar kemur hér fyrir sjónir lesenda
önnur slík getraun sem gott er að glíma við
yfir vambasaumi og mörbrytjun. Getraunin
er þannig, að úr ljóðlínu er búin til spum-
ing og svarið á að vera auðvelt þeim sem
kann eða kannast við viðkomandi ljóð eða
stöku. Dregið verður úr réttum lausnum og
bókaverðlaun veitt. Svörin verða að berast
blaðinu fyrir 1. október n.k. Fullnægjandi
svar telst: svar við spumingunni, heiti við-
komandi ljóðs og höfundur. (Ath. Ekki
verður tekið hart á heiti ef um stöku er að
ræða, enda oft ekki um neitt sérstakt nafn
að ræða). Svör sendist til: Austri, pósthólf
173, 700 Egilsstöðum.
1. Hver var, mín aleigan dýrmætust
löngu?
2. Hvar skal aðgát höfð?
3. Hvar gnauðar kaldur gustur?
4. Hverjir syngja og verða grænir f sól-
skininu?
5. Hvar liggur lítil rúst?
6. Hvar birtust kostir fullhugans?
7. Hvað eflir alla dáð?
8. Hver býr upp í háa hamrinum?
9. Hvar hallar helgum degi?
10. Hver saumaði rósir í samfelluna sína?
11. A hvað horfi ég hugfangin í hlýja
sumarblænum?
12. Hvað glóir í mannsorpinu?
13. Hvað skín á morgun?
14. Hvar söng í hverri jakaspöng?
15. Hvem leika lömb í kringum?
16. Hver er blómmóðir besta ?
17. Hver er eins og grannvaxin kona á
gulum skóm?
18. Hvað bognar aldrei en brestur að lok-
um?
19. Hvar heilsast fánar framandi þjóða?
20. Hvað blánar af berjum hvert ár?
ViVi'V Vi'VV^
Við nefnum
og þú velur
I I I I 1" T I ' I I I I I
I I I I I I I I I I I I 1
1, íslenskt hráefni
/
2. Islenskt vinnuafl
1 Orkusparnaður í upphitun
4. Sprungufrí hús
5. Lítið viðhald húsa
6. Eldtrausthús
7. Stuttur byggingartími
8. Lægri byggingarkostnaður
9. Fjölbreytt útlit
10. Hússemendast
EGILSSTÖÐUM
MIÐAS 11, 700 EGILSSTAÐIR
SÍMI97-11480 FAX 97-12323
STEYPUSTOÐ - STEYPTAR HUSEININGAR
GLERVERKSMIÐJA - VERKTAKASTARFSEMI
97
Góða skemmtun AÞ