Austri - 16.12.1993, Side 13
Egilsstöðum, jólin 1993.
AUSTRI
13
Aðventuþankar
Enn á ný er aðventan gengin í
garð, þessi árvissi undanfari jól-
anna. Gyðingaljósin í gluggum,
uppljómuð grenitrén og skreyt-
ingar vítt um bæ gleðja hugann,
og það er ekki laust við að ein-
hvers staðar innst inni örli á eftir-
væntingu og tilhlökkun hjá flest-
um. Sagan endurtekur sig ár eftir
ár og minnir okkur í hvert sinn á
lögmálið um hringrásina eilífu
sem birtist allt í kringum okkur.
Gróðurinn, vatnið, næturnar, dag-
arnir, mánuðimir, árstíðirnar og
árin, allt sem lifir og er, kemur
aftur í einni eða annarri mynd.
Og mitt í þessari miklu hringrás,
þar sem eitt ár er eins og dropi í
stórfljót aldanna, eru jólin löngu
orðin fastur liður endurnýjunar-
innar.
Jólin hafa frá upphafi fært birtu
og yl í sálir kristinna manna, og
þá ekki síst hér norður við heim-
skaut í svartasta skammdeginu.
Ef til vill er það líka að einhverju
leyti skammdeginu um að kenna,
að við sem búum hér norðurfrá
höfum þrettán daga jólahald og
þar með væntanlega lengstu jól í
heimi. Undanfarinn áratug höfum
við svo verið að bæta um betur
og prjónað dálítið framan við
blessuð jólin með því að taka upp
útlenda aðventusiði. Má þar
nefna “jólaglöggið” vinsæla, sem
er talið að hafi borist hingað frá
Danmörku fyrir um tveim áratug-
um, og enn höllum við okkur að
Dönum, því að nú hafa hótel og
veitingahús í landinu tekið upp
þann sið að bjóða gestum “ekta
danskan julefrokost”, sem er að
sögn þeirra, sem hafa vit á mat,
Nú Ijóma aftur Ijósin skœr
um lönd og höf í nótt
og húmið lífsins Ijómafær
er leiftrar stjarnagnótt.
Þáflutt er mönnum fregnin sú
aðfæddur oss sé hann,
erfœrir birtu,frið og trú
ogfró í sérhvern rann.
O, stjarna lát þú lýsa enn
þitt Ijós með von og trú
svo öðlistfrið þann allir menn,
er œtíð boðar þú.
I sorgmœdd hjörtu send þú inn
þín signuð Ijósin blíð
og hugga hvern er harmar sinn,
á helgri jólatíð.
Þýð. Gunnlaugur V. Snævarr.
afskaplega gómsætur og alveg ó-
missandi á íslenskri aðventu. A
móti auglýsingum veitingahús-
anna má hins vegar heyra á öld-
um ljósvakans boðskap heilsu-
ræktar - og hollustufólks, þar sem
mörlandinn er eindregið varaður
við að borða of mikið af of góð-
um mat, helst ættum við að fasta
á jólaföstunni. Ég er að mestu
leyti sammála heilsuræktarfólki í
þessu efni, bæði frá heilsufars-
legu og þjóðlegu sjónarmiði.
Hvað heilsufarið snertir, er alveg
bráðnauðsynlegt að stunda sjálf-
píningu öðru hvoru, annars lær-
um við aldrei að meta það sem
gott er, og það er engum blöðum
um það að fletta að jólafastan er
svo sannarlega þjóðleg. Senni-
lega hefur forfeðrum okkar verið
nauðugur einn kostur að fasta í
sparnaðarskyni, svo að hægt væri
að gera sér dagamun í mat yfir
hátíðina, enda ekki búið að finna
upp plastkortin Vísa og Júró, en
þó læðist að sá grunur, að ef til
vill hafi fastan í og með verið
einhvers konar fyrirbyggjandi
heilsufarsaðgerð þeirra tíma. En
hvað um það, nú liggur beint við
að gerast þjóðleg og stunda jóla-
föstuna af kappi, þá getum við
með góðri samvisku notið kræs-
inganna um jólin. Annar er sá
þáttur í undirbúningi jólahalds,
sem mörgum hefur verið tíðrætt
um á undanförnum árum, en það
eru blessaðar jólagjafirnar. I um-
ræðunni hafa þeir gjaman hæst,
sem bölva þessum ósóma, kalla
jólagjafafarganið þjóðarböl og
hafa allt á hornum sér langt fram
yfir nýár, vegna þess að útgjöld
fjölskyldunnar í desember fóru úr
böndum. Auðvitað er það rétt, að
á tímum atvinnuleysis, er nauð-
synlegt að sýna aðhald og
minnka einkaneysluna, en það
þarf oft ekki stóra eða dýra gjöf
til að gleðja þá sem okkur þykir
vænt um, hugurinn skiptir þar
öllu.
í upphafi voru jólagjafirnar
tákn þess kærleika, sem menn
eiga að sýna hver öðrum í minn-
ingu jólabarnsins, en því miður
heyrum við allt of oft í desember
setningar eins og: “Æ, mér hund-
leiðast þessi jólagjafakaup ...” og
aðrar álíka.
Hver er þá orðinn tilgangurinn
með jólagjöfum ?
Eru þær orðnar að leiðinlegri
kvöð sem við neyðumst til að
uppfylla? Eru dýrar gjafir endi-
lega nauðsynlegar? Eigum við ef
til vill eitthvað annað að gefa?
Hvað er orðið um kærleikann á
bak við gjöfina, hugarþelið til
þeirra sem okkur þykir vænt um ?
Svari nú hver fyrir sig.
A jólum hugsum við þó ekki
aðeins til vina og ættingja og
reynum að gleðja þá, hugurinn
hvarflar einnig til þeirra ástvina
okkar, sem horfnir eru úr jarð-
heimi, og við minnumst þeirra
með hlýju og þakklæti. Heilagur
Frans frá Assisi vildi þó gera enn
betur, eins og fram kenur í bæn
hans, sem hér fer á eftir í þýðingu
séra Sigurjóns Guðjónssonar. Um
leið og ég óska lesendum gleði-
legrar jólahátíðar og farsældar á
nýju ári bið ég þess að við reyn-
um af fremsta megni, skref fyrir
skref, að tileinka okkur þann boð-
skap sem kemur fram í bæninni:
Drottinn, lát mig vera verkfæri friðar þíns.
Hjálpa mér til að leiða inn kærleika, þar sem hatur ríkir,
trú þar sem efuin rœður,
von, þar sem örvæntingin drottnar.
Hjálpa tnér að fyrirgefa, þar sem rangsleitni er höfð íframmi,
að skapa eindrægni, þar sem sundrung ríkir,
að dreifa Ijósi, þar sem myrkur grúfir
og flytja fögnuð, þar sem sorgin býr.
Meistari, hjálpa mér að kappkosta
ekki svo mjög að vera huggaður, sem að hugga,
ekki svo mjög að vera skilinn, sem að skilja
ekki svo mjög að vera elskaður, sem að elska.
Því að það er með því að gefa, að vér þiggjum,
með því að fyrirgefa, að oss verður fyrirgefið,
með því að týna lífi voru, að vér vinnum það.
Það er með því að deyja, að vér upprísum til eilífs lífs.
Á aðventu 1993,
Guðrún M. Tryggvadóttir.
skráð af Eðvarð Ingólfssyni
Róbert - ævisaga li
ÆSKAN
Einn dáðasti leikari okkar segir hér frá mörgu athyglisverðu og skemmtilegu
innan leiksviðs og utan, hérlendis og í V-Þýskalandi;
uppvaxtarárunum á Eskifirði, rómantík og síldarævintýrum í Hri'sey, á Siglufirði
og Raufarhöfn, harmóníkuleik í áratugi, hálfbróður sínum og móðurfólki sem
var lokað inni í A-Þýskalandi og raunum sínum þegar hann eignaðist son sem
var öðruvísi af Guði gerður en önnur börn.
Róbert - ævisaga listamanns - er bók sem lætur engan ósnortinn.
ARAMOTABRENNAN
VERÐUR AÐ EKKJUFELLSBRÚN
Ungmennafélagið Huginn
Fellum
f
Ósíqim
viðsÍQptavinum og
öðrum
Siustfirðingum
píeðiíegrajóía og
gœfuríljs iýomandi
ársj meðþal<ffcBti
fyrir samvinnuna á árinu sem er að
ííða.
BUNAÐARBANKIISLANDS
Útibúið Egilsstöðum
Sendum starfsfólki og viðskiptavinum
bestu jóla- og nýársóskir.
Með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári.
Dagsverk sf.
Egilsstöðum
Veljum íslenskt.
Veljum austfirska þjónustu.
Verslunin SKÓGAR Egilsstöðum^