Austri


Austri - 16.12.1993, Blaðsíða 28

Austri - 16.12.1993, Blaðsíða 28
28 AUSTRI Egilsstöðum, jólin 1993. Þórarinn Sveinsson skrifar frá Boston “Nú þeyta vindar haustsins hinstu blöðum, borgin gerist þung og sljó” skrifaði skáldið eitt sinn. Lokaorðin eiga svo sannarlega ekki við Boston, því héma fer fyrst að færast fjör í hlutina þegar haust- annir í skólunum byrja í september. Þessi borg, sem árlega dregur til sín yfir 300.000 námsmenn, er þekkt fyrir að hafa á að skipa nokkrum bestu skólum Bandaríkj- anna. Af þeim bandarísku skólum sem líklega eru hvað þekktastir á Islandi eru tveir hér í Boston, Harvard University og M.I.T. Sá síðamefndi er frægur fyrir fjölda uppgötvana á sviði raungreina og læknavísinda. Margir prófessorar við þennan skóla hafa fengið Nóbelsverðlaun fyrir ýmsar rann- sóknir. I seinni heimsstyrjöldinni var M.I.T. valinn til að þróa radar- tæknina þannig að hún yrði nothæf í hernaði. Tæknin var þá þegar þekkt en hafði ekki verið þróuð þannig að hún kæmi að notum. M.I.T. hélt mjög vel á þessu verk- efni og kom á fót 150 radarkerfum auk langdrægra Loran siglinga- kerfa fyrir stríðslok. Sumir taka svo stórt upp í sig að segja að M.I.T. hafi unnið stríðið, en eins og flestir muna úr sögunni skipti rad- artækni sköpum í lyktum orrust- unnar um Bretland. Á skólasvæð- inu er kjarnakljúfur sem notaður er til rannsókna og tilrauna af nem- endum og hér er bókstaflega allt til alls til að gera skólann sem best úr garði. Eg er svo heppinn að hafa fengið tækifæri til að stunda fram- haldsnám í verkfræði við þennan skóla. M.I.T. háskólinn er mjög alþjóð- legur. Hlutfall erlendra stúdenta við skólann er um 35%. Reyndar eru Islendingar líklega með eitt hæsta hlutfall nemenda m.v íbúa- fjölda því við emm 6 hérna núna, sem leggjum stund á framhalds- nám, allir á mismunandi sérsvið- um. Eins og gefur að skilja njóta þessir tveir skólar hvors annars að talsverðu leyti, mjög stutt er á milli þeirra og nemendur í báðum skól- um geta valið að taka áfanga í hin- um. Þá gengur hér strætisvagn á milli þeirra á daginn. Eins og margir vita eru þessir skólar reknir eins og hvert annað fyrirtæki og hafa oft gífurlegar tekjur. T.d eru fjárlög M.I.T. um 1,1 billjón doll- arar sem samsvarar um 77 millj- örðum íslenskra króna. Af þeirri upphæð eru um 50 milljarðar tengdir rannsóknum. Hér eru um geysilegar upphæðir að ræða, en fjöldi nemenda í M.I.T. er einungis um 9500. Stórborgin Boston kom mér þægilega á óvart. Ég hafði ekki heimsótt þessa borg áður en ég hóf hér nám. Þær bandarísku borgir, sem ég þekkti lítillega af eigin raun voru New York og svo borgirnar á vesturströndinni. Þeir sem til þekkja vita að Boston er að mörgu leyti mjög evrópsk borg miðað við aðrar bandarískar borgir. Hér er öflugt menningar- og listalíf. Boðið er upp á mikinn fjölda af alls kyns tónleikum og sýningum og íslensk- ir tónlistarmenn koma jafnvel hing- að til þess að flytja sína músík. Þá láta Islendingamir hérna í Boston sig ekki vanta. Björk Guðmunds- dóttir var hérna með tónleika þann 11. nóvember sem voru mjög vel sóttir. Töluverður fjöldi Islendinga er búsettur í Boston og félagslíf er öflugt meðal þeirra. I Bandaríkjunum ríkir sú hefð að kenna bókasöfn við forseta í fróðleiks - og virðingarskyni, þar sem ýmsir munir, bækur og skjöl eru varðveitt. John F. Kennedy bókasafnið er staðsett hér í Boston og er meðal annars hægt að skoða skrifborðið hans og fleira slíkt. Fyrir stuttu kom Bill Clinton Bandaríkjaforseti hingað til Boston þegar verið var að enduropna John F. Kennedy bókasafnið eftir breyt- ingar. Hillary Clinton lauk einmitt sínu “undergraduate” (fyrsta stig háskólanáms) námi hér í Boston við einn þekktasta kvennaskóla í Þórarinn Sveinsson. Bandaríkjunum, Wellesley Col- lege, sem þekktur er fyrir að draga til sín mjög hæfa námsmenn á “undergraduate” stigi. Skólagjöldin þar eru svipuð og í öðrum skólum hér eða um 19.000 $ á ári sem svarar til um 1,3 milljóna íslenskra króna. Það kostar sem sagt gríðar- lega fjármuni að öðlast góða menntun hér í Bandaríkjunum. í M.I.T. hefur það einhvern veginn æxlast þannig að karlmenn eru í miklum meirihluta námsmanna. Við þessu hefur verið brugðist með því að koma á samgöngum með rútu sem gengur á milli M.I.T. og Wellesley kvennaskólans. Rútan gengur langt fram á nótt um helgar og hefur margur M.I.T. stúdentinn átt góðar stundir í Wellesley kvennaskólanum. I “undergraduate” náminu eru styrkir mjög sjaldgæfir og margar fjölskyldur leggja mikið á sig fjár- hagslega til að kosta börnin sín í góða skóla, enda skilar það sér margfalt til baka hér eins og í flest- um öðrum löndum. Ymis fyrirtæki kosta menntun stúdenta á “gradu- ate” stigi gegnum rannsóknarsamn- inga við viðkomandi skóla. Því miður höfum við íslendingar ekki á að skipa sterkum fyrirtækjum sem hafa langtímasjónarmið að leiðar- ljósi hvað varðar virka fjárhags- þátttöku í menntun ungs fólks. Sem dæmi má nefna að fjölmörg japönsk fyrirtæki kosta skólagöngu hæfra námsmanna gegn skilyrði um 2-5 ára ráðningu að námi loknu. Fjölmörg erlend fyrirtæki sjá sér hag í því að kosta skóla- göngu námsmanna og borga þeim kaup, gegn því að þeir vinni að á- kveðnum rannsóknum meðan á námi stendur og skili inn loka- skýrslu við námslok. Flestir styrkir við bandaríska skóla eru með síð- ara forminu og þeim fylgja engin skilyrði um ráðningu að loknu námi, en í mörgum tilfellum leiða þau til tengsla inn á vinnumarkað- inn. Islensk fyrirtæki gætu sum hver eflaust haft mikinn hag af því að nýta sér ungt námsfólk betur og koma þá um leið til móts við fjár- hagslegar þarfir þess til hagsbóta fyrir alla aðila. Hafa verður í huga að nemendur sem vinna að rann- sóknum og verkefnum í virkilega “dynamisku” háskólaumhverfi, þar sem mikið er um nýjungar og tækniþróun, hafa geysilega mögu- leika á að nýta sér rannsóknarað- stöðu og þekkingu prófessora og kennaraliðs við viðkomandi skóla. Þetta fólk er oft meðal fremstu vís- indamanna í heiminum á viðkom- Séð yfir Boston, Massachusetts. andi sérsviðum. Við höfum oft tal- að um það heima á Islandi að við hefðum möguleika á að flytja út þekkingu okkar. Þann möguleika þyrftum við að reyna að nýta betur. Erlendis er ekki óalgegnt að rann- sóknir og verkefni, sem unnið er að í æðri menntastofnunum leiði af sér stofnun fyrirtækja, sem mörg hver eiga oft bjarta framtíð fyrir hönd- um. Hér ytra skiptir miklu máli hvernig prófessorar við skólann standa sig í rannsóknum og útgáfu- starfsemi. Frammistaða þeirra ræð- ur öllu um það hversu auðvelt þeir eiga með að afla verkefna fyrir skólana í framtíðinni, og það er hlutur af þeirra starfi. Þetta er hlut- ur sem að mestu leyti er utangarðs í íslensku menntakerfi og gerir það að verkum að prófessorar við Há- skóla Islands eyða sumir hverjir ævinni þar án þess að koma nokkru markverðu frá sér, enda hvatinn til góðrar frammistöðu frekar tak- markaður auk þess sem stúdentum er ekki boðið upp á þann mögu- leika að ljúka doktorsprófi við ís- lenskan háskóla með tilheyrandi inngripum í íslenskt atvinnulíf. Háskóli Islands er sú menntastofn- un á Islandi sem hvað mesta möguleika hefur til að ná árangri í meðhöndlun rannsóknarverkefna og að því þurfum við að hlúa eftir bestu getu og hugleiða hvort við eigum möguleika á að auka skil- virkni menntakerfisins. Þrátt fyrir annmarka á rannsóknarlegu hlið- inni er Háskóli Islands geysilega góður skóli, að því marki sem ég þekki til, og maður finnur fljótt fyr- ir því að námi loknu að próf þaðan veitir mjög góðan undirbúning. Það gleður mig alltaf mjög, þegar Islands er getið í fréttum héma úti, hvort sem fréttirnar eru jákvæðar eða neikvæðar. Líklega er talsvert mikið fjallað um ísland m.v mannfjölda því ég hef oft séð fréttir að heiman. Þessi lága íbúar- tala kemur okkur einmitt nokkuð oft í fréttirnar því hún auðveldar okkur að setja met í hinu og þessu m.v. fjölda íbúa á skerinu. Burtséð frá fréttum af aðsókn á Jurassic Park og öðru slíku man ég sérstak- lega eftir einni frétt síðan í vetur en hún fjallaði um drykkjuvandamál Islendinga, sem talið er umtalsvert, og þá sérstaklega meðal yngra fólks. I þessari frétt, sem var um 10 mínútna löng, var bragðið upp myndum af íslenskum unglingum að drykkju og með mikilli hneyksl- an útlistað hversu mikið vandamál væri þama um að ræða. Það sem þótti verst voru myndir af ungum íslenskum stúlkum drekkandi bjór af stút utandyra. Þetta “utandyra” skiptir miklu siðferðilegu máli í augum Bandaríkjamanna og er lfk- lega af mörgum, sem sjá frétt sem þessa talið lýsandi dæmi um lítið siðferðisþrek íslensku þjóðarinnar. Eins og margir vita þá er stranglega bannað að drekka áfengi utandyra í mörgum fylkjum Bandarríkjanna þannig að það sjáist. Meðal annars voru birtar myndir af krökkum á Lækjartorgi þann 17. júní, þegar albjart er úti á kvöldin. Bætir það gráu ofan á svart því að þar með heldur Kaninn sjálfsagt að öll ó- sköpin fari fram um miðjan dag. Eiginlega var þetta allt saman mjög eðlilegt í augum Islendingsins, en Kaninn náði einhvern veginn að sjá hið versta út úr þessu öllu saman, enda snillingur í því að gera fréttir úr ólíklegustu hlutum. Við Islend- ingarnir erum hins vegar lítið upp- næmir fyrir ýmsu sem þeim þykir fréttnæmt. Það kemur örugglega mörgum Islendingum sérkennilega fyrir sjónir að veðrið héma í Boston er alls ekki ósvipað veðrinu í Reykja- vík yfir vetrartímann. Sumrin eru hins vegar mjög hlý alveg út sept- ember og talsvert mikill raki fylgir sumartímanum í Boston. Þó að borgin sé á svipaðri breiddargráðu og Róm á Italíu, er talsvert kalt hér yfir vetrartímann og beita þarf snjóraðningstækjum öðru hvora yfir verstu vetrarmánuðina. Þar með er ekki loku fyrir það skotið að Islendingar hvort sem þeir dvelja í Boston eða á Islandi yfir hátíðimar njóti hvítra jóla. Ég óska landsmönnum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Boston, nóvember 1993 Þórarinn Sveinsson Sendum bestu óskir um gbedikgjóíog fiirsœít kpmandi ár. tPökkum samskiptin d íiðnu ári. Lífeyrissjóður bænda ^ Laugalæk 2A 105 Reykjavík ® 91-688411 Fax: 91-813642 Sendum viðskiptavinum okkar og öðrum Austfirðingum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum viðskipti liðins árs. Nesprent Neskaupstað

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.